Smitandi og bannfærð hegðun?

Hefur nokkur velkst í vafa um það að umræðan skapar hugsunarhátt og hugsunin atferli. Þetta vissu fornþjóðir. Þetta er augljóst herstjórum og skólum.  Sagt er að trúin komi af boðuninni.

Gerðir okkar og afstaða ræðst svo mikið af umræðunni, almenningsálitinu. Peningamálin og þátttaka okkar í græðgisvæðingunni er fyrirferðamikil  umræða.  Fyrir bragðið gleymum við mörgum þáttum eða tengjum ekki,  því eru atburðir oft samhengislausir í umræðunni og tilverunni.  Við spyrjum um sökudólga og veljum.

Fréttir flytja okkur þessa niðurstöðu eins og sést að þættir eins og "Sex and the city" hafa hegðunarmótandi áhrif. Viðhorf unglingsstúlkna mótast af siðaboðskap þáttanna sem haldið er að þeim. Þær sem horfa og meðtaka eru tvöfalt líklegri til að verða ófrískar. Þær verða fyrir innrætingu - því er það eins gott að sú innræting sé góð!

En ég minntist orða í Biblíunni þegar ég las þessa frétt um unglingsstúlkurnar er "smitast" af siðferði "sex and the city". Svo heyrast fréttir frá Danmörku þar sem ungum stúlkum finnst ekkert tiltökumál að þiggja greiðslu ( hamborgara eða fáeinar krónur) fyrir kynlífsathafnir. Fréttinni fylgdi sú skýring að klám væri dagleg neysluvara!

Klám er skv. Biblíunni óæskilegt, forboðið og bannað. Þar eru menn varaðir við því að taka "andstyggilegan hlut inn í hús" sín og vísað til skurðgoða. Á öðrum stað er fjallað um hann Akan sem tók forboðna skikkju helgaða skurðgoðum og flutti inní tjald sitt. Það varð til þess að sigurgöngu Ísraelsmanna lauk og tímabil niðurlægingar hófst.

Hægt er að benda á tíma Akabs og  Jeremía sem segja okkur frá sömu lögmálum að þegar hið bölvaða er samþykkt og viðurkennt þá kemur hrun yfir Ísraela.

Eigum við á Íslandi eitthvað sammerkt þessum fornu sögum í ljósi alvarlegs hruns? Við höfum samþykkt sem sjálfsagt að klámið hafi sinn sess, nektarstaði og útihátíðir sem mannspilla unglingunum. Við hrósum okkur af því að vera komin þjóða lengst í réttindabaráttu samkynhneigðra og prestum var leyft að vígja samkynhneigða frammi fyrir Guði og mönnum þó svo að Biblían hafi talað mjög skírt gegn þeim lífsmáta. Þega mönnum fannst orð Biblíunnar of særandi fyrir samkynhneigða þá var henni bara breytt til að milda viðvaranir hennar gegn þeim lífsmáta. Sama dag og þetta var samþykkt af Alþingi að blessa mætti lífsmátann í kirkjum landsins skalf jörð heiftarlega, nokkur hús hrundu í Ölfusi. 

Alþingi fór í sumarfrí og þegar það mætti aftur til starfa var  mikill skjálfti og hrun í fjármálakerfi Íslands. Mönnum ber saman um að fjármálakreppa heimsins er langdýpst hér á landi. Má tengja okkar siðferðis frelsi sjúkdómsástand þjóðarinnar. Þess vegna kippti Guð verndarhendi sinni að sér og leyfði því að gerast sem nú er í gangi?  Guð hjálpi okkur!

Eitt enn sem vert er að athuga. Þegar Vilhjálmur 1. keisari Þýskalands ríkti þá efldi hann mjög fornleifarannsóknir á Biblíuslóðum.  Þýskir fluttu frá Pergamos í Tyrklandi mikið musteri og komu því fyrir í Pergamos-safninu í Berlín. Það var kallað á dögum Biblíunnar "Hásæti Satans". Skipti þetta einhverju máli? Fáum árum síðar komst nazisminn að í Þýskalandi. Hitler lét gera afsteypu af þessu musteri í Nürenberg. Hann kom sér sjálfur fyrir á byggingunni og leiddi þýska æsku að þessari afsteypta "hásæti Satans" og þar var æskulýðurinn látinn sverja Hitler hollustu fram í rauðann dauðann. Vilhjálmur flutti til Berlínar "andstyggilegan hlut" og seinna kom þessi tenging við hryllinginn sem við þekkjum. Þýskaland féll í sama bannið!

Sjáum við á Íslandi þessar tengingar? Trúlega munu margir segja nei og vilja skamma mig fyrir svona færslu. En þá er næsta spurnig:  höldum við að ástandi á Íslandi sé ekkert tengt siðferði og hugsunarhætti okkar? Skilja menn ekki að Guð gaf okkur sitt orð til að við mættum velja lífið og fá að lifa í blessun?

Huggun okkar er sú að Guð tyftar og agar alla þá sem hann elskar. Þegar við færum ákvarðanir okkar og stefnu inní vilja Guðs, leyfum Biblíunni hljóma í skólum, stofnunum og kirkjum þá myndast siðferði sem leiðir okkur út úr hörmungum siðleysis og inní blessun uppbygginar, hagsældar og réttlætis. Þá t.d. þarf ekki að kúga þjóðina með okurvöxtum og verðtryggingu. Nú erum við öll orðin þrælar! Er það bara örfáum bankakörlum að kenna? Eða er þetta ávöxtur hnignunar siðferðisins og fráhvarfs frá Guði okkar lands?

Ég mæli með að Biblían verði tekin að nýju fram til að innræta hvað telst rétt svo við fáum að lifa friðsamlegu, rólegu og góðu lífi -  ábyrg hegðun verði höfð að leiðarljósi!

Snúum við til hins kristna lífsmáta og Guðs laga. Amen!

kær kveðja

Snorri í Betel


mbl.is Tengsl milli sjónvarpsáhorfs og þungana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ekki ertu í alvöru að halda því fram að Guð hafi framkallað þennan jarðskjálfta til að  "refsa" okkur? Ef svo er er hann afskaplega óhittinn - eða var þetta frumvarp kannske að frumkvæði Ölfusbúa? Hversvegna miðaði hann ekki á Alþingi sjálft - nú eða Samtökin '78?

Eru allir jarðskjálftar afleiðing af reiði Guðs? Ef ekki, hvernig veistu hverjir eru af Hans völdum og hverjir ekki? Á það sama við um allar náttúruhamfarir? "Hverju reiddust goðin...?"

Hvers vegna einblína menn svona mikið á samkynhneigð? Hvað veistu nema Guð sé bara pirraður á svínakjötsáti, konum sem flétta hárið eða körlum sem ekki eru umskornir? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.11.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Gunnar B. Kristinsson

Jæja, ég verð nú að segja alveg eins og er að þetta fannst mér alveg bráð fyndið.

Hvers vegna hrundu húsin á Ölfusi ? Búa bara djöfladýrkendur þar ? Eru allir hommar þar ? eru óvenju margir nektarstaðir þar ?.... Eða er þetta bara að góði, umburðarlyndi og fyrirgefandi guðinn þinn, refsar bara fólki af handahófi ?

Ekkert fælir mann jafn mikið frá því að koma nálægt trúarbrögðum eins og svona bull.

Alltaf má treysta trúboðum til þess að nýta sér erfíða tíma, þegar fólk er óttaslegið og örvæntingafullt, til þess að fylla fólk af vitleysu í von um að þau snúi sér til guðs.

Væntanlega verð ég fyrir eldingu fyrir að tjá mig um þetta ;) en ef núverandi ástand kennir okkur eitthvað, þá ætti það að vera : Ekki halda kjafti þegar eitthver er að bulla í fólki....

Gunnar B. Kristinsson, 27.11.2008 kl. 07:31

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Snorri, er eitthvað til sem heitir sameiginleg sekt (collective guilt) þegar heil þjóð er sek fyrir það sem ákveðinn hluti hennar gerir? Guð var tilbúinn að þyrma allri Sódómu ef í henni fundust tíu réttlátir. Er ekki talið að íbúafjöldinn þar hafi verið mörg hundruð þúsund?

Annars finnst mér 5. kafli Nehemíabókar tala mjög mikið inn í okkar aðstæður. Bara ef Guð gæfi Íslandi mann eins og hann.

Theódór Norðkvist, 27.11.2008 kl. 17:01

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæl öll

Þessi færsla er einmitt um skaðann sem heildin fær þegar fáeinir fá að leiða okkur í ógöngur. Kreppan núna hjá okkur lendir á öllum, jafnvel þeim sem síst skyldi. Ungt fólk sér ekki fram úr skuldum og gamalmenni sitja eftir rænd öllum sparnaði vegna fárra sem fóru ekki að reglum Guðs.

Það má vel vera að jarðskjálftar hafi ekkert með þetta að gera en samt segir Biblían frá því að öll skepnan stynur vegna synda mannanna. 

Hópurinn verður fyrir hörmungunum ekki aðeins sá seki. Munið eftir að þegar konungur Níníve gerði iðrun og skipaði svo fyrir að borgin færi eins að þá var borginni þyrmt. En þannig fór ekki fyrir Jeríkó, aðeins sú sem skýldi sendiboðum Jósúa fékk borgið lífi sínu og ættmenna sinna sem "leituðu skjóls í húsi hennar."

Þannig fer Guð að, henn reisir sitt hús (söfnuð Guðs, fagnaðarerindið ) til að veita skjól og björgun frá synd. Það kallast að frelsast.

kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 27.11.2008 kl. 17:37

5 identicon

Esekel 28 er ótrúleg lesning.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:28

6 identicon

Rífandi sammála þér Óskar ! Esíkel 28 ætla ég að kíkja svo á í kvöld .

Júrí (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 19:11

7 Smámynd: Ingvar Leví Gunnarsson

Það er nú bara þannig að sólin skín jafnt yfir réttláta sem og rangláta! Því fáum við held ég ekki breytt.

Ingvar Leví Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 20:00

8 identicon

En dómur Guðs gerir greinarmun á annann hátt en sólin við endi þessa heims .

Júrí (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 241101

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband