20.11.2008 | 12:43
Mátti Dorrit vera fjölveri á Bessastöðum?
Það er augljóst að fjölveri (eiga marga eiginmenn) er ólöglekt á Íslandi. Ég, sem hef rétt til að vígja fólk, þarf að hafa alveg á hreinu með vottorðum stimpluðum af yfirvöldum, hvernig síðasta hjúskap lauk. Honum þarf að vera lokið og allt uppgert. Það þarf þá einnig sýslumaður að gera því krafan kemur frá lögum landsins sem alþingi setti. Það er einnig í samræmi við Guðs-lög sem bæði ég og Dorritt og Ólafur forseti þurfum að lúta. Ekki síst forsetinn þar sem hann er verndari þjóðkirkjunnar.
Svo má spyrja hvort ekki hafi verið rétt hjá forsætisráðherra að gera athugasemd þar sem hann er ráðherra Hagstofunnar? Auðvitað er það ljóst að ráðherra hafi verið betri aðili til að gera athugasemd en einhver hagstofustjóri eða embættismaður Hagstofunnar.
Það er sorglegt að gefa það í skyn á okkar tíma að forseti eða sýslumaður megi fara á svig við lögin!
Eða eru menn svo innrættir gagnvart Davíð að þegar hann kemur að máli þá sé Andskotinn mættur til leiks?
kær kveðja
Snorri í Betel
Davíð sagður hafa gert aðför að forsetahjónunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það vita allir sem vita vilja havð Davíð gekk til. Óþarfi að setja hlutina í annað samhengi en þeir eru í raun.
Já Snorri minn Andskotinn býr ekki handan við móðuna miklu. Hann býr í okkur sjálfum.
Meira þó í sumum en öðrum.
hilmar jónsson, 20.11.2008 kl. 12:54
Ég held bara að með síðustu setningunni hafi Snorri hitt naglann á höfuðið.
Guðmundur Benediktsson, 20.11.2008 kl. 13:01
Sæll Snorri. Nokkrar athugasemdir: Fólk hefur valkost að láta gefa sig saman hjá forstöðumanni trúarfélags eða hjá sýslumanni. Slík vígsla er lögleg en það þarf að hefja riftunarmál ef á að slíta sambúðinni. Síðan er þetta sem kallað er habeas corpus (aðili máls). Aðili máls er dómsmálaráðherra yfirmaður sýslumannsins, ekki biskup. En auðvitað vissirðu þetta. Davíð er ekki aðili máls þó mikill sé.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:02
Hvenær verða jólin haldinn sem Castro frestaði ?
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 20.11.2008 kl. 23:07
Það er búið að heilaþvo fólk af fjölmiðlum auðmanna að kenna Davíð um allt, jafnvel af þeim sem brjóta lög sjálfir þá er það samt Davíð að kenna.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:38
Heldur þetta vatni, eða er þetta lekt? Kannski ólöglekt?
Jón Þór Bjarnason, 21.11.2008 kl. 07:33
Hver segir að Dorrit hafi verið fjölveri á Bessastöðum? Var ekki skilnaður hennar áður frágenginn? Vantaði ekki bara pappíra til Íslands sem staðfestu það? Ef maður er fráskilinn en ekki með skilnaðarpappírana á sér, er maður þá ennþá í hjónabandi?
corvus corax, 21.11.2008 kl. 08:17
Ég er alveg sammála þér. En það má ekki minnast á andskotann í fjölmiðlum þannig að maður meini virkilega hann.
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 21.11.2008 kl. 11:34
Mér finnst auðvitað lykilatriðið vera embættin en ekki persónurnar. Ég er afar ánægður með að Dorritt skuli prýða Bessastaði og ég óska þeim velfarnaðar Ólafi og henni. Ég vil enga hnökra sjá í þeirra sambandi. En það sem höfðingjarnir hafast að hinir meina þeim leyfist það. Þess vegna er forsetinn sem áritar lögin ábyrgari en ég að fara eftir þeim. Hann hafði vald til að neita að undirrita "Fjölmiðlalögin" sem sárvantar í dag til að forða okkur frá áróðri einkavæddra eða ríkisrekinna fjölmiðla.
Gísli Baldvinsson, Hagstofuráðherra er einnig aðili að þessu máli. Árið 2003 hét hann Davíð Oddson, í dag er það Geir Hilmar Haarde. Því var Davíð að gera það sem var í hans ábyrgð og mörgum finnst að ráðherrar bankamála hafi heykst á gagnvart bönkunum. Þeir eru hrópaðir niður og sagt að segja af sér vegna embættisglapa. En Davíð skammaður vegna þess að hann var ekki með embættisafglöp sem hagsofuráðherra! Er ekki heil brú í umræðunni á Íslandi?
vert að skoða nánar.
Kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 21.11.2008 kl. 16:45
Ég er svo sammála þér.Ólafur er ekki hafinn yfir lög og ekki kona hans ekki heldur.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 12:09
þetta er nú dæmigert fyrir okkur íslendinga. Sjálfur kóngurinn kúkar í brók sína í beinni útsendingu. og hvað hann á einn ás í ermi sér og nær að breyta umræðu okkar þjóðar frá kúknum sem í brókini byggir sér hreiður.með einhverju pappírdrasli sem íslenska komma & femenistaríkið Ísland hefur haft í hávegum með tilheyrandi stimpilgjöldum og ofursköttum. milliríkjasamskipti geta nú ekki verið einföld á meðan seðlabankastjóri, forsætisráðherra og fjármálaráðherra skilja ekki hvorn annan. þetta ram íslenka viðhorf drögum aðra ein langt niður í skítin til upphefja sjálfið í okkur ætti að vera löngu úrelt.
ég var barn í grunnskóla í tíma hja Snorra ú Betel þegar ég áttaði mig á þessu.
er ekki lágmarkskrafa að stjórnendur þessa lands horfist í augu við raunveruleg vandamál. ég veit að Snorri er ekki mikið fyrir skilnaði. en svona er lífið í dag kúkur kemur fyrir.
takk fyrir
lifið heil
Kristleifur Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.