Hvorki Rússagull né IMF bjarga!

Mér sýnist á öllu að Ísland sé búið að missa sjálfstæði sitt. Verði þau fjárlög samþykkt sem nú liggja frammi þá sést að stjórnun landsins fer erlendis. Við lendum í pyttinum og sökkvum hratt, djúpt. Ég á víst að halda bjartsýninni og vera sannur Íslendingur, bera harm minn í hljóði. En hvað er verið að segja mér?

Lífeyrir minn skerðist. Launin lækka, skattar hækka. Lánin hækka en söluverð eigna lækka. Tala um fólksfjölda lækkar og ungafólkið hypjar sig á braut. Nei, annars er þetta ekki bara skammdegis raus? Verum bjartsýn!

Þetta er að fara á versta veg af því að menn eru að reyna að endurreisa hagkerfið. Í mínum huga er það svipuð aðgerð og var þegar Títanik sökk með stefnið á kaf og skuturinn reis eins og 32 hæða hús væri reist úr liggjandi stöðu og í lóðrétta. Skipsskrokkurinn þoldi ekki vogaraflið og því brotnaði skipið eins og frægt er orðið. Fjármálakerfið þolir heldur ekki þannig "endurreisn". En þessar tilraunir verða gerðar af því að menn sjá enga aðra leið  - Þeir þora ekki öðru og kunna ekki annað.

Af hverju ætli menn dragi ekki fleira inní myndina? Ef Kalifornía með tíunda stæsta hagkerfi heims er að hruni komið og þeir eiga ekki pening lengur en fram í febrúar, þá duga ekki fyrir okkur hin kapitalisku viðmið.

Ef öll Austur-Evrópa er að hruni komin þá gengur ekki fyir okkur að endurreisa gamalt og úrelt kapitaliskt kerfi!

Fyrst talað er um hættu á hruni í Bretlandi og það ekki hvort heldur hvenær það muni verða. Og Bandaríkin með hruninn bílaiðnað. Þá mun Japan fara eins og Kína einnig. Þá duga engar kapitaliskar lausnir hjá okkur vegna þess að hrun fjármálakerfis veraldarinnar er siðferðilegs eðlis.

Hrunið á Íslandi er líka  vegna siðferðis þeirra sem fengu féð til umsýslu. Þeir ætluði að láta peningana vaxa og skila til baka sömu tölu en lægra verðgildi.

Stjórnvöld hafa tryggt þennan græðgishugsunarhátt meðal annars í gegnum það að lánið sem ég tók vex og er verðtryggt en vinnan sem ég inni af hendi og fæ laun fyrir lækkar stöðugt að raungildi. Ég sem vinnuafl verð stöðugt verðminni. Bankinn er tryggður en ekki vinnustaður minn. Lánin tryggð en ekki launin. Vegna þessa misræmis á óraunhæf viðskipti. Vinna hins ærlega verkamanns skilaði ekki hagnaði fyrir hann, aðeins klókindi og bellibrögð dugðu til þess. Er nema von að sumir hafi reynt að bjarga sér með millifærlsum úr hrynjandi kerfi og láta 107 milljónir lenda sín megin? Hafði þetta fólk ekki tekið þátt í "öðrum eins klækjum eða svindli"?

Ég held að órói verði í nokkra mánuði þangað til að sameinast verður um nýtt kerfi. Það verður gegnsætt og tryggir að aðeins þeir "öruggu" fái að nýta kerfið. Sama verðgildi verður á gjaldmiðlinum hvort sem verslað er á Íslandi eða Kína. Sömu laun fyrir sömu vinni og ríkissjóður fái ekki nema t.d 20% í skatt frá launafólki samkvæmt alþjóðalögum sem muni fylgja þessum alþjóðlega  "gjaldmiðli". IMF verði fjármálaráðuneyti heimsins og ríkisstjórnir eftirlitsaðilar. Bankar verði aðeins útibú IMF.

Skattaparadísir verða aflagðar og allir verði látnir taka þátt í kerfinu. Sumar þjóðr verða áfram "þrælaþjóðfélög" og sumar stéttir verða áfram kúgaðar. Gyðingar verða arðrændir og bankakerfi þeirra verður tekið til "alþjóðavæðingar". Nokkrir munu verða settir út í kuldann eða á "Guð og gaddinn" af því að þeir neita að taka þátt í þessu nýja kerfi. Þetta kerfið notast ekki við seðla eða myntir, aðeins tölur í tölvunni. Lífeyrissjóðirnir okkar munu renna inní þetta kerfi og enginn fái notið lífeyris nema hafa rétta merkið og töluna undir húð. Allir olíusjóðir munu verða lokaðir inni í þessu kerfi og verði síðan útbýtt eins og um skömmtunarkerfi sé um að ræða. þá mun allt fjármagn sem kyndir undir vopnasölu og hryðjuverk verða kyrrsett og því munu menn upplifa heiminn sem öruggan og betri.

Það sem verður sett undir húðina er kísilflaga með öllum þeim upplýsingum um þig sem teljast nauðsynlegar. Hægt verður að fylgjast með þér hvar sem þú verður. Allir inngangar verða með nema er fylgja þér eftir. Öll samgöngutæki sömu leiðis og verðirðu utandyra á rjúpu eða gæs þá mun gervihnattamerki fara frá þér til stjórnstöðvar. Týnist einhver á slíkum veiðum verður aðeins einn sjúkrabíll með þrem mönnum sendur til að ná í hinn týnda. Þetta kerfi mun verða eitt hið snjallasta útspil sem nokkur stjórnmálamaður getur eignað sér. Það setur alla í þá stöðu að "enginn getur keypt eða selt nema taka merki" ríkisins á sig. 

Ég er aðeins að lýsa hér hinum fáu augljósu þáttum sem gagnast mönnum. En aðrir þættir er enn á huldu og um þá má ræða síðar.

En niðurstaða mín er því þessi að ný fjárlög bjarga engu og verðhækkanir munu aðeins gera illt verra.

Hvers vegna þarf þetta að gerast svona? 

Við getum ekki flúið ávöxtinn af því að hafa leyft okkur að hafna heilbrigðu siðferði kristninnar og leyft óheftri græðgi og auðsöfnun ásamt því að hampa frjálslyndi í öðrum hegðunarþáttum. Við erum jú musteri fyrir heilagan anda. En býr hann hið innra í þér?

Meira næst.

kær kveðja

snorri í betal


mbl.is Lánsloforð Rússa til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Þetta er góð grein hjá þér og vildi ég sjá hana í Morgunblaðinu svo fleiri fái að sjá greinina.

Því miður eru ráðstafanir ríkisstjórnarinnar slæmar. Lánin hækka á meðan launin rýrna. Það er eins og þau kunni ekki önnur úrræði en þessi. Þegar þarf að skera niður fjárlög og ná peningum í ríkiskassann skal það alltaf bitna á almúganum á meðan aðalinn blómstrar. 

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Nonni

Þetta er góður draumur.

Snilldar blogg.

Nonni, 14.12.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir alveg stórskemmtilegan pistil..

Guðni Már Henningsson, 15.12.2008 kl. 09:04

4 Smámynd: Flower

Það er hreinlega spurning hvernig kristir sem ekki taka þátt í þessu kerfi skrimta, hvort góðviljað fólk sem vildi hjálpa gæti það ekki af því að það er undir eftirliti. Og hvort nokkrum leyfist að að nýta það sem kemur af náttúrunni vegna sama eftirlits. En það er ljós í myrkinu, Drottinn mun leika sér að því að fara í gegnum allt eftirlit og kannski mun hann láta eitthvað vaxa sem hægt er að bjarga sér á. Það mun vera betra að hafa Guð með sér en á móti, þann sem raunverulega valdið hefur.

Flower, 15.12.2008 kl. 14:51

5 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Takk fyrir.

Ég skora á þig að senda bréf til safnaðarhirða og forstöðumanna.

Að tengjast andspyrnu og mótmælum, til að sýna samstöðu með sannleika og réttlæti.

Vilhjálmur Árnason, 15.12.2008 kl. 22:30

6 Smámynd: Ingvar Leví Gunnarsson

Þetta er virkilega góð hugleiðing og verð þess að velta fyrir sér.

Takk fyrir mig!

Ingvar Leví Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 03:23

7 Smámynd: Aron Arnórsson

Ég les alltaf bloggið þitt Snorri. Það væri gaman að vita hvað þú heldur að Himnaríki sé og hvort það sé langt undan. Eða hvort það verði á Jörðinni yfir höfuð.

emailið mitt er arona at simnet punktur is .. væri til í að hafa þitt email ef þú ert til í að senda mér línu.

Aron Arnórsson, 20.12.2008 kl. 03:12

8 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Aron

Gleðileg jól! Himnaríkið er áreiðanlega staður þar sem hið illa fær ekki inngöngu. Við fáum að fara þangað vegna trúarinnar á Jesú. Ekki er hægt að vinna sig þangað inn því þá væru allir í hrikalega vondum málum en ef við játum með munninum og trúum með hjartanu þá munum við bjargast og lenda þar.

Svo er okkur sagt að himnaríkið komi hingað á jörðina. Þá verður jörðin ný sköpun, himnaríkið og borgin heilaga Jerúsalem sameinuð í eina  sköpun. Þar fáum við að vera um aldur og ævi.

sagt er að Borgin Helga, Jerúsalem sé jöfn á leng, breidd og hæð. Hver hlið verður 2500 km, breiddin, lengdin og hæðin. Þú veist að veðurtunglin og Hubble stjörnusjónaukinn svífa í u.þ.b. 700 km hæð. Borgin verður rúmlega 3X hærra. Sumir álíta hana í lögun eins og píramída og telja Keops-píramídan eftirlíkingu af henni. Ekki veit ég það, en hitt veit ég að það sem Guð gerir er undur og hin nýja sköpun verður undur út í gegn. 

Jesús er búinn að vera að byggja handa þér íbúð á hinum nýja stað í rúmlega 1900 ár. Það tók hann 6 daga að skapa jörðina og menn eru ekki enn búnir að komast að öllum leyndardómum svo það er eins gott að við höfum eilífðina til að rannsaka hina nýju sköpun því við þurfum hana alla til að komast að einhverjum botni í hana.

Guð er góður að taka okkur að sér!

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 23.12.2008 kl. 00:01

9 Smámynd: Aron Arnórsson

Þetta er magnað Snorri! Þetta kalla ég fagnaðarerindi!

Einsog Gunnar orðaði það: Rúmið í manninum fyrir mikilleika Guðs er mjög mikið.

Ég játa að Jesús sé Drottinn og trúi að hann lifi. Hann keypti mig lausan með blóði sínu.

Ég hef endalausa virðingu fyrir Jesú, Guði og Biblíunni. Þvílík gjöf sem Biblían er.

Aron Arnórsson, 23.12.2008 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 241100

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband