Afglöp stjórnmálanna!

Fréttir herma að vanir stjórnmálamenn hrapa niður um allmörg sæti í forvali allra flokka. Þetta er sagt vera viðbrögð reiðinnar við fjármálahruni þjóðarinnar. Jæja allavega þá eru sumir farnir að arka eyðimerkurgönguna.

Þessi hugsun um eyðimerkurgönguna er auðvitað tengd sögunni um burtför Ísraelsmanna úr Egyptalandi. Við sem þekkjum söguna vitum að Móse mætti frammi fyrir Faraó og fór fram á réttlæti. Hann sagði: Leyfðu að þrælahaldinu ljúki! Leyfðu að við fáum að fara heim! Þessi Faraó var að öllum líkindum Amenoþep 2. Móðir hans var Hatshepsut en hún var fósturmóðir Móse. Það þykir merkilegt að hún leyfði að musteri væri byggt í Serabit á Sínaískaga sem var nefnt eftir henni; það gengdi því hlutverki að vera fórnarstaður nauta, sauða og geita. En hvergi annarsstaðar í Egyptalandi var nautum fórnað; þau voru heilög dýr, í Guðatölu. Þetta sést á mörgum fornum myndum úr hugmyndakerfi Egypta. En þetta musteri var í þriggja daga leið" út í eyðimörkina. Eini hópurinn af íbúum Egyptalands sem gat nýtt sér nauta-fórnarstað, voru Ísraelsmenn, þrælar Egypta.

Móse, sem kallaður var dóttursonur Faraós hafnaði titlinum og stöðunni en valdi heldur annan hóp til að vera í. Sá hópur tók á sig vanvirðu Krist og er kynntur í kafla trúarinnar, 11 kafla Hebreabréfsins. Að Móse skuli ekki hafa viljað tilheyra Faraóum gæti verið mikill lærdómur fyrir hinn trúaða á Íslandi. Hinn trúaði þarf t.d. ekki að tilheyra siðleysi, trúleysi og pólití samtímans.

Amenoþep 2. varð að sleppa þrælunum í hendur Móse. Hann sá eftir því skömmu síðar og fór á eftir þeim til að ná í þrælana að nýju. Kerfið mátti ekki hrynja - allt Egyptaland var í húfi! Hvað þýðir að vera konungur ef fólkið er farið og sandbyngirnir einir eftir? En Amenoþep 2 átti tvo sonu og nokkrar dætur. Amenoþep dó skyndilega og elsti sonur hans, frumburðurinn, tók ekki við ríkinu eftir daga hans. Amenoþep 2. drukknaði í Rauðahafinu. Yngsi sonur hans, Thutmosis 4.var gerður Faraó. Elsti sonurinn dó í plágunni þegar engill dauðans sló frumburðina.

En Faraó lærði ekki neitt - hann auðmýkt i sig ekki undir Guð, lög hans og reglur. En við sjálf?

Hvernig er farið með verkamenn, launþega á Ísland? Sáuð þið um daginn að verkamenn hjá Granda gáfu eftir af smánarlaunum til að tryggja afkomu Granda. Hvert fóru peningarnir? Í arðgreiðslur! Þessi ráðstöfun segir mér að ekki er skilningur á því að vernda heimilin í landinu. Aðeins skal vernda hlutafé og hlutafélög. Fjármagnseigendur eru "hinar heilögu kýr", mennirnir í guðatölu. Heimilin fá ekki að dafna, "Let my people go" ómar ekki um höll íslenskra faraóa.

 Ég kom til Flateyrar í sumar, daginn sem Einari Oddi var reistur bautasteinn til minningar um láglaunastefnu verkalýðshreyfinganna. Margir töluðu innihaldslausar ræður fullar af orðaflaumi sýndarmennskunnar. Flestir voru að hrósa þjóðarsáttinni - sem snérist um það að launaumslög verkamanna voru þunn, heimilin í skorti og atvinnuöryggið ekkert. En hvert fóru peningarnir? Jú, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra,  lofaði þjóðinni því að þegar fyrirtækjunum yxi fiskur um hrygg þá kæmi að því að launaumslögin yrðu fyllri af raunverulegum verðmætum launanna.

Leng i var beðið. Góðærið kom - og fór! Enn er beðið og enn er farið framá að launamaðurinn skili laununum til baka. Launin voru verðtryggð á sama tíma og lánin urðu verðtryggð. Vertryggingin var afnumin af launum en ekki af lánum. Svo niðurstaðan er þessi fjármagnseigendur hafa sitt verðtryggt, bankarnir hafa sitt á hreinu og forstjórarnir fengu að sýsla með enn meira fjármagn. Það fór ekki í launaumslög starfsfólks. Forstetinn tók þátt í þessu, ráðherrar, alþingi og verkalýðshreyfingin einnig. Skjól hinnar vinnandi handar var vandfundið. En lág laun voru að henni rétt!

Kirkjan sagði fátt, siðferðið var sagt kristilegt umburðarlyndi. Og í skjóli þagnar og umburðarlyndis fengu peningamennirnir frið til útrásar. Fénu var komið vel fyrir í öruggumvexti framandi landa. 

Nú er féð farið, góðærinu lokið og enn er greiddur arður til fjármagnseigenda. Skattinn þarf launamaðurinn að borga. Heimilin skulda of mikið, eiga of mikið og þola því auknar álögur.

Enn grípa menn til sömu ráða og Faraó. Hlaupið er eftir þrælunum því engum öðrum er treystandi til að borga brúsann. Það kostaði Faraó lífið gáum að því. En er ekki komið að loka atriðinu að heyra og læra hvað Guð segir um svona mál?

Biblían segir :"Heyrið nú þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim eymdum sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum. Sjá laun verkamannanna sem hafa slegið lönd yðar þau er þér hafið haft af þeim, hrópa og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðunni og í óhófi; þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. Þér hafið sakfellt þér hafið drepið hinn réttláta; han stendur ekki í gegn yður." Jak.5:1 - 6!

En Guð stendur í gegn yður. Hann er að loka fiskimiðunum, leyfa sjúkdómum og kýlum að herja á síldina,  stökkva loðnunni frá, fella markaðsverð álframleiðslunnar og gera kjör okkar bág uns menn læra þann boðskap sem Faraó lærði ekki en það var að auðmýkja hjarta sitt. Þurfum við að horfa á unga fólkið fara " Rauðahafsför" til annarra landa?

Ef stjórnendur þessa lands gera ekki upp málin við Guð þá verður þessu landi eingöngu stjórnað af útlendingum til langrar framtíðar. Við höfum 2 ár til að biðja og leita Drottins. Ef menn fara rétt að þá munu íslensk fiskimið verða lifandi uppspretta til fæðuöflunar fyrir alla Evrópu. Þá verður Ísland sem vin til hjálpar fátækum í Ameríku og Evrópu. Þá mun IMF leita ráða hjá okkur og við lána þeim. Stór kúfur atvinnulausra mun koma erlendisfrá til að bjarga heimilum sínum á góðum verkamannalaunum íslenskrar alþýðu.

Nú er náðartími, nú er okkur boðið uppá það að ganga Guði á hönd í alvöru. Þetta er ekkert fermingartilboð - Guð vill auglýsa tilveru sína á okkur, öllum til góðs.

Það er ekki í lagi að lækka laun vinnandi stétta. Það er ekki í lagi að hafa okurvexti á lánum heimilanna í landinu. Það er í andstöðu við Guð almáttugan að þjóðnýta græðgina og leiða hana til hásætis í skattheimtu þjóðarinnar. Guð hatar að siðferðismið Biblíunnar verði færð úr lagi eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Því það er nefnilega honum að mæta!

Ég bið þess að við mætum Guði á hans skilmálum en okkur okkar hroka. Þú veist að dramblátumstendur hann í gegn, en auðmjúkum veitir hann náð! Það eru alvarleg afglöp stjórnmálanna að heyra ekki hvað Guð segir um þjóðmálin á Íslandi.

kær kveðja

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður pistill Snorri.

Auðmýkt og einlægni er góður kostur og kristilegur. Því miður hafa íslenskir stjórnmálamenn ekki tileinkað sér þann eiginleika. Þegar íslenskir stjórnmálamenn gera mistök (og mörg hafa þau verið að undanförnu) eiga þeir að biðja afsökunar. Það tíðkast í öðrum löndum en ekki hér á landi.

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Svona vinnur kapitalisminn,hann er búinn að fá sitt tækifæri á Íslandi,við sjáum hvernig fór.Kv

þorvaldur Hermannsson, 15.3.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 241113

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband