Enginn Guð hjá Pírötum?

Mér þykir merkileg niðurstaða Björns Leví að engan Guð sé að finna í eða utan tilverunnar. Björn ber biblíunafnið Leví en Levítarnir voru þjónar Musteris gyðinga sem voru fulltrúar Guðs og héldu því fram að Guð væri til.

Já, auðvitað voru þeir ,,valdastétt" alveg eins og Píratar vilja vera. Valdastéttin liggur undir ásökunni um að vera kúgunarafl og nota/misnota guðshugmyndina til að ná völdum yfir hinum sem voru fjarlægari Guði.

En ef enginn Guð er til þá standa menn frammi fyrir miklum vanda, enn meiri vanda en þekkst hefur. Biblían segir okkur frá mörgum atburðum sem verða ekki útskýrðir með náttúrulögmálunum einum. T.d. hafið klofnar ekki og myndar göng milli landa af náttúrulegum ástæðum. Eða enginn gengur á vatni í stormi og öldugangi nema sökkva. Hvernig á að breyta vatni í vín nema með sykri og aukaefnum sem mynda vínið við gerjun í lengri tíma.

Kannski væri best að sleppa ekki upphafinu ,,Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð"! Menn hafa sæst á Miklahvell, sem varð allt í einu, þegar ekkert var til, engin náttúrulögmál, engin orka, ekkert efni! Hvað sprakk? Hvernig getur allt orðið til úr engu? Náttúrulögmálin segja það er ekki hægt. Skynsemin segir það er ógerlegt og vísindin segja hið sama. Vandinn er að það allt sem blasir við augum staðfestir, tilveruna og náttúrulögmálin sem afleiðingu Mikla hvells.

Færum við í uppbyggingu efnanna eða Períodutöfluna þá geta menn séð fjöldann af frumefnum. Dr. Edward Murphy útskýrði tilurð efnanna. Mjög athyglisvert, ég mæli með að menn hlusti á þessi fræði á Utube (Origin of the elements), Hann gerir enga tilraun til að útskýra Guð en byrjar á spregningunni Milahvelli í upphafi. Frá því að hvellurinn varð og 3 mínútum síðar mynduðust Nevtrónur, agnir sem mynda atóm efnanna. Á þessum þremur mínútum fóru + hlöðnu agnirnar (prótónur) og óhlöðnu agnirnar (nevtrónur) að ,,límast saman" og mynda atóm. Eftir þessar 3 nmínútur voru einugnis, H,(vetni), He(Helíum) og Li( Liþíum).  20 mínútur eftir Miklahvell voru alla vega kominn talsverður fjöldi efna og Járnið komið fram. Þetta er greinilega miklu skemmri tími en margur hefur haldið fram hingað til Nema Biblían. Hún segir okkur að þetta hafi gerst á ,,fyrsta degi"!

Undur sköpunarinnar birtist líka í því að himingeimurinn sem er 19.5 milljarða ára gamall var búinn að ná sinni stærð á 380 000 árum. Það þýðir að útþenslan hafi verið margfaldur ljóshraði. Sé það rétt þá erum við utan allra náttúrulögmála.

Hver aftrar náttúrulögmálum eða hraðar þeim? 

Við krossdauða Jesú segja heimildir að sólin hafi myrkvast í 3 klukkustundir. Hvernig má það vera? 

Annað hvort er einhver sem grípur inní náttúrulögmálin eða að fleirra er til en við getum skilið eða útskýrt.

Ég legg til að Píratar myndi pláss á listanum fyrir þann sem ræður lögmálunum, virkjar þau, hraðar þeim eða stillir þau af. Sá er Guð, almáttugur, skapari himins og jarðar.

Snorri í Betel.


Rússland dregið út í fenið?

Gamall spádómur segir:,,Mannsson, snú þér gegn Góg í Magóglandi, höfðingja yfir Rós, Mesek og Túbal, spá gegn honum og seg: Svo segir Drottinn Guð:

,,Ég skal finna þig, Góg, höfðingi yfir Rós, Mesek og Túbal og ég skal setja króka í kjálka þína og leiða þig út ásamt öllu herliði þínu, hestum og riddurum, öllum með alvæpni, mikinn manngrúa með skjöld og törgu, alla með sverð í höndum, Persar, Blálendingar og Pútmenn eru í för með þeim allir með törgu og hjálm, Gómer og allir herflokkar hans, Tóg-arma-lýður, hin ysta norðurþjóð og allir herflokkar hans- margar þjóðir eru í för með þér. Bú þig út og ver viðbúinn, þú og allar hersveitirnar sem safnast hafaa saman til þí og ver þú yfirmaður þeirra. Eftir langan tíma munt þú útboðsskipun hljóta. Á síðustu árunum munt þú koma inn í það land sem aftur er unnið undan sverðinu, til þjóðar sem safnað hefur verið saman frá mörgum þjóðum á Ísraels fjöll...."(Esek 38:2- 9)

Þessi spádómur virðist vera að ganga í uppfyllingu. Orðið Góg var notað yfir Rússlandi og á fyrstu árum kommúnistastjórnarinnar voru frímerki gefið út af póstinum með nafninu Góg en ekki Rússland. Fram að 1920 var það viðurkennt opinberlega að Góg væri sem sagt Rússland.

Nú hafa þeir sýnt fram á það að stórveldið Rússland getur látið til sín taka. Úkraína liggur undir árásum og líklega mun þeim heppnast að brjóta það undir sig líkt og þeir gerðu við Georgíu og Armeníu fyrir 2 árum. Þeir eru enn að kasta sprengjum í Sýrlandi og við þessa hernaðarlegu ,,velgengni" er þeim engin skotaskuld úr því að fara með rússneska herinn hvert sem þeir vilja.

Það hefur komið fram þó að íslendkir fréttamiðlar hafi gefið því lítinn gaum að Rússar hafa myndað bandalag við Kína, Íran, Sýrland og Tyrki. Það eru ,,samræmingar stríð" háð í Sýrlandi og nái þeir Úkraínu án erfiðleika munu þeir ráða yfir Svartahafi með Tyrkjum sem eru kallaðir til leiks í spádóminum sem Gómer í Esekíel 38.

Þjóðirnar í spádóminum eru því Rússland, þjóðir Kákasus, Tyrkir, Íranir, Súdan/Eþíópía, Túnis og Líbía eða áhrifa þjóðir Rússa fyrir botni Miðjarðarhafs.

Hann verður kallaður á Ísraelsfjöll. Er mönnum ekki augljóst að Rússar hafa verið að biðja Ísrael um að hætta sprengjuárásum á Írönsk (Persnesk) skotmörk í Sýrlandi?

Evrópa sleppur ekki því að margt á eftir að koma í ljós með okkar þátttöku því að ,,hin ysta Norðurþjóð" er nefnd til sögunnar. Eru það við, Íslendingar? Meira um það seinna.

Tímasetningin í spádóminum er á ,,síðustu árunum" munt þú útboðsskipun hljóta og koma inn í landið sem unnið er undan sverðinu, Ísrael. Er það þessi tími? Erum við á síðustu árunum? 

Biblían hefur skipt líftíma mannsins í nokkur merkileg tímabil. Þessa skiptingu má ráða af 7 arma ljósastiku gyðinga. Sumir segja hana sína sköpunarsöguna, 7 daga og fellur það einnig mjög vel að skipulagi Biblíunnar sem eru þessi tímabil: Tími Enoks (fyrir flóð), tími Melskísedeks (frá flóðinu til Abrahams), tími forfeðranna (frá Abraham til Móse), tími lögmálsins(frá Móse til Jesú Krists) og náðartíminn( frá Jesú til síðustu áranna)og þá má spyrja hvort það sé tíminn í dag?

Kristnum mönnum ætti ekki að koma þetta á óvart en kannski hafa þeir ekki lengur þekkingu á tímabilunum sem Biblían hefur greint frá svo við megum vita um ,,tíma og tíðir" sem Guð hefur gefið mönnunum. Síðasti ,,dagurinn" eða hinn sjöndi dagur, hefur verið kallaður ,,Shabbat", ,,hvíldardagur" eða ,,þúsundáraríkið". Það er tímabilið þegar Jesús Kristur kemur aftur á skýjum himins til að stöðva hið illa, tortíminguna, sem mun fylgja Harmageddon stríðinu. Við mennirnir getum hafið styrjöld en útkoman er alltaf ófyrirséð. Seinni heimstyrjöldinni lauk á ,,ófyrirséðan hátt". Þjóðverjar áttu að berjast til síðasta manns og Japanir stoppuðu ekki fyrr en eftir tvær kjarnorkusprengjur. Rússar ákváðu að hefja átökin nú en þeir vita ekki hvernig á að enda. Það er í Guðs höndum ekki þeirra. 

Samkvæmt spádóminum í Esekíel 38 og 39 er þetta þeirra lokatími. Öryggi okkar er því aðeins fólgið í að ,,sitja í skjóli hins hæsta"! Ertu búinn að koma þér í skjól?

Snorri í Betel


Orðið og jólin.

,,Gleðileg jól" er á allra vörum. Auðvitað, varla hugsum við okkur jól sem hryggðartíma eða sorgarhátíð og þó eru ekki margar jólasögurnar einmitt um einmanaleika, fátækt og fólk sem fer varhluta af sælunni? Þegar leitað er til ævintýra eins og þau sem H.C.Andersen gaf okkur má lesa um litlu stúlkuna og eldspýturnar sem er sígild saga og hittir enn í mark jafnvel árið 2021. Á dögum H.C.Andersen höfðu þeir ,,fátæka ávallt á meðal yðar" Í dag er staðan eins bæði fátækir og einmana er víða að finna í ríkustu samfélögum manna.

Menn vita að þeir kristnu fundu ekki upp jólahátíðina. Áður en þeir gerðust kristnir áttu þeir þessa hátíð líka. Eftir trúskiptin úr heiðni í kristni notuðu þeir hátíðina fyrir sig og gáfu henni nýtt innihald. Þeir settu ,,fæðingu frelsarans" sem kjarnann í hátíðina. Það er vissulega góð tenging og gott framlag en trúlega fæddist Jesús ekki um jólin. En ég held uppá fæðingu hans um jólin.

Sagt er að Íslendingar hafi talið aldur sinn í vetrum. Þeir sem náðu vetrarsólstöðum voru orðnir einum vetri eldri en áður. Var þá ekki nokkuð rökrétt að halda uppá fæðingu Frelsarans þegar allir áttu ,,afmæli"?

Margt merkilegt er að finna í ,,Sögu daganna" eftir Árna Björnsson, eins og það að orðið Ýlir er náskylt orðinu jól. Þar kemur fram að Beda prestur sem uppi var á Englandi um 400 e.kr og Sæmundur Fróði haði eftir honum hina fleygu setningu ,,hafa skal það sem sannara reynist". Á hans dögum var talað um desember eða janúar sem ,,jól" eða ,,giuli". Einnig segir þar að orðið jól og hjól séu skyld. Þau geti því átt við um umsnúninginn frá vetrarmyrkri í hækkandi sól og lengri daga.

En kristna innihald jólanna er kjarninn: ,,Orðið varð hold" eins og sagt er í fyrsta kafla Guðspjalls Jóhannesar og versi 16! Fyrsta versið er:,,Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð". Hvernig á að skilja þetta? Hvernig getur Orð orðið hold?

Frá kristnum sjónarhól þá birtist sú mynd að þegar Guð skapaði þá talaði hann það sem átti að verða. Orðið af munni Guðs varð himinn, jörð, sól og stjörnur. Páll postuli segir um Jesú:,,Allt er skapað fyrir hann og til hans. Hann er fyrri en allt,  og allt á tilveru sína í honum." Svo aðeins seinna: ,,Því að í honum þóknaðist Guði að láta alla fyllingu sína búa..."(Kól.1:16 - 19)

Að fagna fæðingu Frelsarans er því ekki bara að sjá lítinn hvítvoðung í reifum liggjandi í jötu heldur miklu meir. Þarna var líkaminn kominn sem Guð valdi sér til að dvelja í og fórnfæra með dauða á krossi. Hin kristnu jól eru því fögnuður yfir að Orðið, Guð, varð hold til að mæta mætti og kröfu syndarinnar á okkur og örlögum okkar.

Getur einhver ríkisstofnun verið handhafi og boðberi þessa sannleika? Verður ríkisstofnunin ekki alltaf undir valdi þess sem ræður og stífir úr hnefa sínum veraldlegu brauði? Svo má líka spyrja getur nokkur maður haldið raunverulega gleðileg jól og fagnað fæðingu frelsarans ef hann sniðgengur það að Orðið varð hold? Líkaminn sem mætti í þinn stað dómi, hörmungum og dauða?

Þetta má einnig sjá í annarri merkingu. Ef þú tekur Orð Guðs inní huga þinn og hjarta, breytir það þér? Hinn trúaði fær veganesti. Honum er uppálagt að lesa Orðið! Segir ekki á einum stað:,,Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að Orði þínu"!(Sálm. 119:9) 

Ekki má gleyma trúarsýn Péturs postula þegar hann kennir okkur :,,en Orð Drottins varir að eilífu"! Hvað er þá Biblían, hin heilaga ritning annað en Orð Guðs? Takir þú hana inní huga þinn þá breytist þú sem maður til hins betra, þú verður Kristi líkur enda er hann Orðið sem varð hold.

gleðileg jól, að kristnum hætti.

Snorri í Betel

 


Hvernig rökræða menn?

Ég sá þessa framsetningu á ruv.is frá SA:,,Verðbólguhorfur hafa farið versnandi og Ásgeir Jónsson seðlabankanstjóri segir að þær launahækkanir sem eru framundan séu ekki í takt við efnahagslegan raunveruleika."

Rafmagnið hefur hækkað! Olíuverð hefur hækkað. Vextir hafa hækkað. Húsnæðisverð hefur hækkað.Eigum við að telja upp fleirra?

Erum við ekki að tala um EFNAHAGSLEGAN RAUNVERULEIKA?

Þessar hækkanir eru kynntar sem ,,eðlilegar hækkanir" til að svara ,,verðbólgu"?

En það ætlar allt að bilast ef laun hækka! Þá kalla þau á verðbólgu, olían hækkar, rafmagnið, húsnæðið, vextir og, og, og ...!

Mikið er rökfærsla samtaka Atvinnulífsins merkileg. Það er greinilegt að þau líta ekki á aðgerðir verslunar, banka og markaðar til hækkunar sem verðbólgumyndandi aðgerðir. Það eru aðeins laun sem er lang hættulegasta stærðin í verðbólgunni á Íslandi. Trúlega er eina lausnin fólgin í því að launamaðurinn verði gerður að þræli og fái engin laun fyrir sitt framlag! Eru menn að fara þangað í sinni röksnilli?

Gæti það verið til heilla að sjávarútvegsfyrirtækin, Stórfyrirtækin sem skila 5 milljörðum í arðgreiðslu mættu borga hærri laun? Eða eru lágu launin tryggingin fyrir að hvorki, Olía, rafmagn, vextir, tryggingar og húsnæði hækki að verðlagi?

Samtök Atvinnulífsins þurfa að opna augun fyrir því að launamaðurinn er ekki verðbólgumyndandi aðili. Hann skaffar vinnu, heldur bankakerfinu uppi, greiðir ríki og bæ sín framlög og situr uppi með mikil gróðafyrirtæki sem vilja ekki greiða laun bara arð!

Og Biblían segir: ,,Hlustið á, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum. Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. Þér hafi sakfellt og drepið hinn réttláta. Hnn veitir yður ekki viðnám." (Jak. 5:1 -6)

Gætið ykkar að fá ekki Guð almáttugan sem andstæðing ykkar. Þið reynið að viðhalda láglaunastefnu og kúgun á Íslandi. Sú ósvinna hefur nógu lengi tíðkast.

Launamaðurinn hefur aldrei skapað verðbólgu, aðeins reynt að tóra og ná saman endum! Það eru haldbæru rökin í tilverunni! 


Dramb er falli næst!

Í æsku las ég söguna um konuna sem vildi alltaf meira og hætti ekki fyrr en hún heimtaði að vera í sömu stöðu og Guð. Nafn sögunnar var einmitt sama og yfirskriftin á þessu bloggi. Ég tel að sagan eigi enn heilmikla skírskotun í samtímann. Það er alheims ráðstefna í Glasgow sem ætlar og jafnvel er sest í sæti Guðs. Þeir vilja ráða veðri og vindum! Ísland lætur sitt ekki eftir liggja heldur stígur fram með yfirlæti og öfgafullum tilboðum að laga veður og ,,hamfarahlýnun" landsins.

Í Guðspjalli Markúsar er saga sögð af ferðalagi kumpánanna yfir Galíleuvatn. Þá skall á með vindi og öldugangi. Lærisveinarnir vöktu Jesú og báðu um hjálp. ,,Hirðir þú ekki um að vér förumst"? Jesús hastaði á vindinn og öldurnar og það varð stillilogn, öldugangurinn hætti. Þá spurðu lærisveinarnir sín á milli: ,,Hver er þessi að bæði vindar og vatn hlýða honum"?

Í dag standa þjóðarleiðtogar í sömu sporum. Söfnuður Grétu spyrja ríkisstjórnir án afláts : hirðið þið ekki um að vér förumst?

Frá Grunnskólabörnum er sami söngurinn og víða í samfélaginu er ótti gripinn um sig meðal manna, ótti og skelfing við ,,dunur hafs og brimgný"! Er ekki hægt að laga veðrið? En veður og vindar halda áfram. Stundu koma gular viðvaranir og jafnvel rauðar eða þá bara engar. 

Það er sama hvað mætir okkur við virðumst vera afvanin því að biðja og leita Drottins. Trúmálin eru of heit til að kenna þau í grunnskólum og fermingarfræðslan virðist litlu skila í trúar fátækt unglinganna. En þjóðhöfðingjarnir ætla bara að fljúga minna, hjóla meira og hætta að ylja sér við kertaljós á kvöldin til að minnka ,,kolefnissporið"! Eða eru þetta aðeins skilaboð til lægri stétta?

Hvernig væri nú að leita til þeirra sem þekkja þann sem ,,stöðvar vind og sjó" til að létta áhyggjum af viðkvæmu hjarta og biðja um betra veður á Íslandi? Við megum alveg við því að eiga minni jökla, minni kulda og trekk jafnvel mildari vetur!

Ég er þeirrar skoðunar að CO2 hafi engar veðurfarsbreytingar í för með sér. Það gas er næringarforði allra grænna planta og þörunga, náttúran er þvílík efnavél að hún nýtir þessa gastegund CO2 til að gleðja augu með fögrum blómum og stæðilegum trjám að ég tali nú ekki um fengsæl fiskimið. Náttúran er sköpuð til að hreinsa andrúmsloftir, það segja náttúruvísindin.

Guðleysið er búið að leiða okkur í spor gömmlu kellu sem ég las um í æsku og vildi setjast í hásæti Guðs. Þess vegna eru þjóðhöfðingjarnir komnir á sínum reykspúandi einkaþotum saman á þing til að setjast með ,,kellu í stjórnunarsætið" og ráða veðri og vindum. Hvernig líst mönnum á?

Er ekki enn prédikað að ,,Guð stendur gegn drambátum en auðmjúkum veitir hann náð"!(Jak.4:6)? Hvert er kristnin komin þegar við segjum ekkert við þessum hroka að mennirnir geta lagað veður og vinda? Ætti prédikun kirkjunnar ekki einmitt að fara í þann farveg að:,,án mín getið þér alls ekkert gjört" (Jóh.15:5)!

Er eitthvert samhengi í því að ótryggt veðurlag og hörmungar séu frekar afleiðing að syndum mannanna heldur en skógareyðingu eða díselbílnum sem við ökum? Segir ekki ritningnin, Orð Guðs:,,Sköpunin er undirorpin fallvaltleikanum ekki sjálfviljug, heldur vegna hans sem varp henni undir hann, í von um að jafnvel sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð forgegnileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna" Vér vitum að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa.(Róm.8:20-22)

Nú er hárrétti timinn til að mæta í kirkju, vekja Jesú og biðja hann um að hasta á vind og sjó!

Sjáumst!!!

Snorri í Betel


talar enn, þótt dauður sé!

Mér kom í hug þessi setning úr helgustu bók veraldar, Biblíunni, þegar ég las frásögu Guðnýjar Bjarnadóttur.

Setningin sem ég vísa til er úr Hebrebréfinu og á við um Abel, þann fyrsta sem varð fyrir rangindum og misbeitingu. Hann var drepinn af bróður sínum, Kain. Enn lifir sagan.

Kristinn E, leiðtogi sócíalista, fór yfir mörkin. Guðný segir frá, skilar skömminni og enn lifir sagan. Hann talar enn þó dauður sé.

Svona eru minningarnar; þær lifa alla af.

Er ekki tímabært að leyfa gömlum ráðum fyrri kynslóða heyrast í samtímanum? Þær urðu að ganga í gegnum ýmislegt og þær minningar lifa og tala þó þær kynslóðir séu horfnar.

Eitt ráðið er: ,,Flý þú æskunnar girndir..."! Það er ótrúlegt hvað þau mistök æskunnar eru lífsseig! Annað er: ,,Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu"! Sá gaumur talar meðan við lifu og löngu eftir að við höfum dáið.

Þriðja má nefna í þessu samhengi: ,,Vertu trúr allt til dauða og Guð mun gefa þér kórónu lífsins"!

Margur ungur og sumir allt fram  á gamals aldur sniðganga þessar grundvallar stoðir til fagurs mannlífs og ljúfra minninga að lífi loknu. Þeir, fyrir bragðið, öðluðust ekki kórónu lífsins.

Minning þeirra afhjúpaði þá, verkin sem þögnin og leyndarhjúpurinn átti að hylja hvarf. ,,Dómsdagur" reyndist myrkur og sár!

Hvað getum við gert?

Er til of mikils mælst að dustað verði rykið af boðskapnum:,,Gjörið iðrun og snúið ykkur frá synd og til trúar á Jesú því við það  mun hann hreinsa okkur af áhrifum þeirra verka sem við keppumst við að hylja"!

,,Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá".   vilja ekki allir hafa góðan ávöxt í minningum um okkur í hugum annarra?

Snorri í Betel


mbl.is Segir Kristin E. hafa misnotað sig kynferðislega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk ,,kristni" er sértrú!

„Þurfum að spyrja þjóðina hvað hún vill“

Þessa fyrirsögn er að finna á bls 19 í Mbl 27.10.´21. Þjóðkirkjan er greinilega í miklum vanda og minnir mig helst á orð þjóðkirkjuprestsins sem lést þennan dag 1674, ,,Frá einni plágu til annarrar, í ystu myrkrum þeir hrekjast þar." Hann gaf einnig skýringu á þessum ógöngum með orðunum: ,,Ó, hvað syndin afskapleg er. Allt þetta leiðir hún með sér." (3.Passíusálmur 5.vers.)

Þegar kirkja hefur misst sjónar á tilgangi sínum þá þarf hún að athuga hverjum hún er að þjóna. Hún er til einskis gagns ef hún þarf að spyrja samtímann um stöðu sína. Samtíminn er búinn að velja vanheilög hjónabönd, allskonar kynja fyrirbæri, fóstureyðingar, Yoga, spiritisma og svo nefnda ,,frjálshyggju" guðfræði.

Biblían segir um tilgang kirkjunnar:,,Þér eruð bygging sem hefur að grundvelli postulana og spámennina en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini." Þarf að spyrja þjóðina um þessi atriði? Mun þjóðin meðtaka eða hafna þeim? Postulinn heldur áfram: ,,Í honum er öll byggingin samantengd og vex svo að hún verður heilagt musteri í Drottni." Ætli þetta verði samþykkt hjá hinum almenna þjóðkirkjumeðlim? Postulinn endar með þessu: ,,Í honum verðið þér líka bústaður handa Guði fyrir anda hans." (Efes. 2:20 - 22)

Ef þjóðkirkjan byggir ekki tilvist sína á orðum Postulans þá hefur hún ekki rétt á að flokkast sem kristin kirkja. Verð það ofaná að þjóðkirkjan breytir grunni sínum og lætur þjóðarvilja ráða hvað hún boðar þá er hún orðin Íslenskur sértrúar söfnuður!

Postulinn varar hina kristnu kirkju að leita samþykkis almennings er hann segir: ,,Þér megið ekki framar hegða yður eins og heiðingjarnir hegða sér. Hugsun þeirra er allslaus, skilningur þeirra blindaður og þeir eru fjarlægir lífi Guðs vegna vanþekkingarinnar sem þeir lifa í og síns harða hjarta. þeir eru tilfinningarlausir og hafa ofurselt sig lostalífi svo að þeir fremja allskonar siðleysi af græðgi."(Efes. 4:17 - 19) Er ekki hér einum og djúpt í árina tekið? Varla hefur farið fram hjá okkur siðrofið í þjóðfélaginu og vandi sem birtist í fréttum, kastljósi og víðar um syndina sem allsstaðar er að bera vondan ávöxt?

Hin kristna kirkja veit að Grundvöllurinn er Jesús kristur. Hvatning postulans er því þessi: ,,Standið aðeins stöðugir í trúnni, grundvallaðir og fastir fyrir og hvikið ekki frá von fagnaðarerindisins sem þér hafið heyrt og prédikað hefur verið fyrir öllu sem skapað er undir himninum og er ég, Páll, orðinn þjónn þess. (Kól.1:23)

Því er áskorun mín til biskupa, prófasta og presta á ríkislaunum að hverfa aftur til Kenningarinnar eins og hana er að finna hjá Jesú og postulum hans. Þið hafið Biblíuna, lesið hana, boðið hana og haldið ykkur fast við hana þar er Orð lífsins

 

Ef Þjóðkirkjan vill kenna sig við Jesú Krist þá þarf hún að sópa rækilega gólf, jafn vel skúra með lútarsalti"! Þjóðin á ekki að leiða heldur fylgja. Jesús sagði:..og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður!"(Mt.28:20)

Snúi kirkjan sér aftur til Jesú og kenninga hans mun linna þeirri píslargöngu sem hún er komin í!

Snorri í Betel


Ísland í vanda?

Stelpurnar stóðu sig vel í leiknum við Tékkland 4:0

Síminn seldi Mílu, kirkjan í vanda og er að tapa eignum og 10 prestum.

Unglingarnir okkar skynja ekki alvöruna sem er í því að selja af sér nektar- eða kynlífs myndir!

En er ekki skýring til á þessu öllu ?

Fótboltinn útheimtir ástundun og æfingu. Þá blómstrar hann!

Síminn okkar og Mílan eiga að vera þjóðleg, fyrirtæki rekin með hag lans og þjóðar að leiðarljósi. En það er ekki gert. Allt sem seljanlegt er skal selt. Hvað með fiskimiðin eða kvótann? Hvað með jarðirnar eins og Grímsstaði á Fjöllum? Mörg lönd banna eignarhald erlendra aðila á grunnstoðum lands og þjóðar. Peningarnir lifa öðru lífi og okkur hefur ekki tekist að ala upp ,,þjóðlega peningakalla". Þeir selja ömmu sína!

Kirkjan sem hefur talið sig eiga landið og miðin og sem hefur reynt að vera til staðar fyrir fólkið er í mikilli tilvistarkreppu. Hún kallar sig kristna en breytir og boðar samkvæmt Nýaldarhyggjunni. Kynvillan er ekki röng og hjónabandið ekki einungis milli karls og konu, bænin er meira Jesú Youga og Núvitundin einkennir hugleiðsluna. Enginn er vígður prestur nema gefa Agnesi yfirlýsingu um að sá/sú muni vígja samkynhneigt par til hjónabands. Þegar öll þessi mál eru komin í skorður hjá klerkunum þá þarf enga þjóðkirkju, flestir orðnir afhuga hugmyndinni enda komin á kaldan eyðisand og er þar ein að sveima.

Hún þarf að byrja á því að sópa gólfin og taka fram kenninguna sem Jesús Kristur boðar þega hann segir :,,Ég er Vegurinn, Sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig!"

Unglingarnir okkar hafa verið fræddir í kynfræðslunni um að þeir ráði yfir sínum líkama og geta hafið samfarir þegar ,,þeir eru tilbúnir"! Þeir eru tilbúnir þegar smápeningar bjóðast þeim. Vita menn ekki að fræðsla hefur miðað að því að samkynhneigð og trans upplifun er kennd og varin í Grunnskólunum. Af hverju ætti þá að vara rangt að hafa ,,strípihneigð" eða selja af sér nektarmyndir? Því þeir hafa hvorki fengið fræðslu í kristnu siðferði eða hvaða mat þeir skulu hafa á líkama þeirra nema ef viðkomandi telur sig vera trans eða samkynhneigðan; og hvað með öll kynin sem eru á boðstólunum? Það er gamaldags að telja líkamann ,,Musteri eða Helgidóm"! Kristnin segir hann vera ,,bústað Heilags Anda". Var þessi fræðsla viðhöfð í fermingarundirbúningnum? Hún er ekki í Grunnskólunum en á heimili unglinganna? Hvað með messu eða samkomusókn; mæta margir?

Það er búið að gengisfella ,,þjóðhollustuna", ,,Kristnina" og ,,siðferðisboðskapinn"!

Halda menn virkilega að þessi staða dagsins í dag komi út af engu og sé tilviljun ein? Fari landsliðin í fótbolta ekki í þjálfun eða æfingu fer eins fyrir þeim og því sem ég nefni hér að framanverðu!

Við erum ,,hnýpin þjóð í vanda" miklum vanda.

Úrræðið er að við snúum okkur til Drottins og spyrjum um gömlu göturnar og hver sé hamingjuleiðin svo að við getum farið hana, úr vanda til vegsemdar.

Snorri í Betel


jafnir fyrir lögum?

,,Í dómnum kemur fram að hinni svokallaðri þreföldunarreglu hafi verið beitt við ákvörðun sektarfjárhæðarinnar." (DV.is)

Fróðlegt er að sjá að ,,Þreföldunarregla" er til sem ákvarðar sektargreiðslur til Ríkissjóðs.

Ég stóð frammi fyrir því að gera sanngjarna kröfu á Akureyrarbæ þegar mér var sagt upp að ósekju og fór fram á fullar bætur skv. útreikningi Tryggingafræðings. Krafa mín var að af mér hafði Akureyrarbær rúmlega 15. milljónir og þar af  tapaðar lífeyrisgreiðslur uppá 3,5 milljónir.

Hæstiréttur dæmdi mér ,,samkvæmt dómvenju" bætur uppá 3,5 milljónir. Tapaðar launagreiðslur hurfu.

Svo gerir ríkið kröfur á Eirík og þá er til ,,þreföldunarregla"! Hefði ég notið hennar hefði Hæstiréttur átt að dæma mér 45 milljónir í skaðabætur frá Akureyrarbæ!

En það eru ekki allir jafnir fyrir lögum. Sumir, eins og ríkið, er jafnara fyrir lögum.

Þarf ekki að kenna dómurum grundvöllinn að réttarkerfinu á ný?

Varla vilja menn hafa það svo að ríkið og sveitarfélög geti hagað sér svínslega og þurfi engar bætur að borga því ,,samkvæmt dómvenju" á einstaklingurinn lítinn rétt í dómskerfinu?

Snorri í Betel


mbl.is Eiríkur hjá Omega dæmdur fyrir tugmilljóna skattabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindi og væntingar!

Ég sá þessar tölur frá Ísrael. Allur þessi fjöldi bólusettur með einni, tveim eða þrem sprautum og samt er landið lokað. Smit ekki endiIMG_0830lega hætt og dauðföll vegna Covid-19 gera rusk.

Við höfðum fyrst trú á því að ,,vísindin" hefðu svarið og ,,vissu" um lausnina. En í dag sjá menn að við fórum svolítið fram úr okkur af því að allt bóluefni virðist ekki standast væntingar sem við gerðum til þess. Ástæðan er sú að við höfðum ofurtrú á bóluefninu, ofurtrú á því sem ,,vísindin segja"! 

Þessi tjáning ,,vísindin segja" hefur oft ekki alveg hljómað í takt við það sem ,,þau" segja heldur það sem vísindamaðurinn álítur eða trúir.

Allir virðast eiga það sammerkt að við trúum. Við trúum á Guð eða engan guð, trúum vísindunum eða ekki og trúum best okkur sjálfum. Trúin virðist því vera rökræða hugans, samsetning margra þátta sem styðja skoðun okkar.

Tölurnar frá Ísrael hafa svipuð áhrif á þá eins og reynsla okkar af bólusetningunum að við vitum ekki alveg til hvers þetta mun leiða. ,,Vísindin" þurfa því að bíða með fullyrðingar og segja sem minnst í Covid faraldrinum þangað til að óyggjandi niðurstaða fæst af tilrauninni að bólusetja heimsbyggðina.

Mér finnst þessi tilraun minna mig á skrásetninguna sem ,,gerð var þá er Kyreníus var landstjóri á Sýrlandi" eins og Guðspjallið segir.

En fylgifiskur þessarar bólusetningarherferðar er að birtast í nýrri kröfu. Þeirri að allir fái ,,grænan passa"!

Samkvæmt þeirri kröfu fá menn fyrst öruggan aðgang í verslanir, hótel, vinnGræni passinnu og veitingahús. Alls eru nefnd 9 atriði á meðfylgjandi lista sem ná yfir tilgang græna passans. En þetta minnir mig á fornan spádóm yfir lokadaga okkar menningar sem segir að :,,enginn geti keypt eða selt nema hann taki á sig merki dýrsins"! (Op. 13:16)

Þegar svona atburðir gerast í ljósi þess að við höfum treyst því sem ,,vísindin segja" en sitjum svo uppi með veruleika sem ,,trúin spáði um" löngu fyrir okkar daga erum við þá ekki komin að miklum tímamótum?

Er ekki ástæða fyrir okkur að staldra við og skima yfir farinn veg og spyrja af hverju erum við komin hingað? Erum við betur sett með ,,græna passann"? Hætta menn að smita eða veikjast þó svo að þeir fái ,,merki" um það?

Trúin, Biblían, varar okkur við að taka á okkur merki sem sett verður á enni okkar eða hægri hönd og kallað er ,,Merki Dýrsins". Það má svo sem segja að merki í símann sé hvorki á hönd né enni og þess vegna í lagi. En trúlega erum við hér að sjá síðasta skrefið unz mönnum verður boðið að fá á sig merki sem tengir okkur við nýja menningu, menningu Regnbogans og frjálslyndis; Menningu sem fjarlægist allt það sem kallast Guð eða Helgur dómur og ætlar að fara sína eigin leið. Leið sem endar í vegleysu. Hún hefur áður verið reynd í uppreisn og andstöðu við Guð almáttugan. Þá reyndu menn að byggja upp sameiningartákn, Babelturninn. Allt varð það til sundrungar og tjóns. Eins verður með ,,Merkið" sem Evrópa er að koma með til okkar sem kallast ,,græni passinn"!

Guð hefur sagt okkur þetta fyrir og nú er tíminn til að taka eftir, vakna og snúa okkur til Guðs spyrja um gömlu götuna og hver sé hamingjuleiðin, svo við getum farið hana.

Það hlýtur að vera til Guð fyrst atburðir samtímans eru að gerast eins og Guð hefur sagt fyrir um!

Munum eftir hver Jesús Kristur er! Við frelsumst og björgumst fyrir trú á hann. Farðu með honum í gegnum Covit!!

Snorri í Betel


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 241063

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband