1763 milljarðar!!

Ég heyrði um daginn að íslenskir lífeyrissjóðr sitja að 1763 millörðum! Það er rosalea stór tala. Rúmlega 5,6 milljónir á hvern Íslending? Það er meira en árstekjur hins venjulega launamanns.

Með þessari upphæð væri hægt að greiða allan ICESAVE- pakkann og þá eru meira en þúsund milljarðar eftir. Þessi pakki er eign... hverra?

Svo heyri ég endalaust um skerðingar hjá fólki sem fær lífeyrissjóðsgreiðslur. Sjóðirnir standa svo illa að það þarf ávallt að skerða greiðslur til heimila sjóðsfélaga. Til hvers voru þessir sjóðir stofnaðir?

Þegar ég heyrði þessa tölur og spjallið um sjóðina þá flaug mér í hug sagan um ríka bóndann sem átti fullar hlöður og vildi byggja stærri til að lifa langa ævi. Eða Jósefs í Egyptalandi sem ráðlagði  "lífeyrissjóðakerfi" Egyptalands. En því var ætlað að bregðast við á neyðartímum. Þá skyldi selja kornið og halda lífi í fólkinu. Og það tókst.

En er það virkilega rétt að þetta öfluga kerfi lifi sjálfstæðu lífi og fari sínar eigin leiðir? Í stað þess að vera skjól og forðabúr í mögrum árum þá sker það niður bætur og stuðning sjóðseigenda.

Ég vil nefna í þessu sambandi að Ísland stendur núna á tímamótum. Við  getum horfið til baka og gert það sem rétt er eða haldið áfram í óbreyttu ástandi og hleypum okkur í glötun. Skoðum þetta nánar.

Menn sem stjórnuðu bönkum, sjóðum og fjármálakerfi í "góðærinu" sitja enn að störfum. Þeir lögðu ekki sitt eigið fé í áhættu en fengu tiltrú annarra til að koma fé þeirra í áhættusjóði. Hverju hafa þeir tapað? 

Vitað er að einstaklingur sem fer í gjaldþrot fær 8% af húseign sinni í uppgreiðslu skuldanna en bankinn græðir 92% við að taka húsið (íbúðina) eignanámi.

Vitað er að bílar á láns- og leigukjörum eru metnir langt undir markaðsvirði,  lánin uppreiknuð skv. erlendri mynt og notandi bílsins situr því uppi með stórkostlega skuld, engan bíl en ónýtar afborganir sem hvorki lækkuðu lánin eða voru uppreiknuð skv. gengi þegar greitt var.

Vitað er einnig að lífeyrisgreiðslur hafa ekki þótt miklar þegar til kastanna kemur. Af hverju ætli það sé? Eru lífeyrissjóðrnir ekki eign þeirra sem hafa borgað framlög í þá?

Í einfeldni minni trúði ég því að lög landsins væru þannig að allir ættu að vera í lífeyrissjóðum til að þeir tækju við borgun á lífeyri eftir að vinnu lýkur. En það er of naumt skammtað. Á Íslandi erum við að missa ungt fólk erlendis í stað þess að fá fólk sem er nálægt lífeyrisaldri til að fara á lífeyri og rýma til fyrir unga fólkinu. Lífeyrissjóðirnir eru svo öflugir að þeir gætu hæglega tekið þetta á sig án nokkurrar skerðingar.

Ég sé ekki til hvers lífeyrissjóðirnir þurfa að skerða greiðslur til eigenda sinna þegar einmitt þyrfti að hækka þær vegna gengishruns og dýrtíða í landinu.

Lífeyrissjóðina ætti að nýta til að opna ungu fólki tækifæri til atvinnu með því að lækka aldur þeirra sem fá greiðslur úr sjóðunum. Unga fólkið sem ekki fer úr landi mun skaffa meira í sjóðina en þeir sem starfa erlendis.

Það er nauðsynlegt að hætta skerðingum til lífeyrisfélaga þegar hallæri kemur að Íslandsströndum. Fólkið er meira virði en peningarnir.

kær kveðja

snorri í betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

Amen við þessu - flott pæling - fólkið er meira virði og greinilega margt sem hægt er að skoða í öllu þessu samhengi

Ragnar Birkir Bjarkarson, 22.1.2010 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 241088

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband