Auðvitað virkaði bindindið?

Kristnin hefur boðað mönnum þessi gildi að bíða með kynlíf þar til eftir giftingu. Þetta gekk upp í margar aldir. Ég gæti trúað eða einhverjir hafi "svindlað" í tilhugalífinu og vitað er að sumar brúðir gengu ekki einar upp að altarinu. En hitt er vitað að fjöldinn allur af fyrri kynslóðum hélt sér frá kynlífi fram yfir giftingu. Það varð hinsvegar mikil breyting við lífsmátamótþróa 68-kynslóðarinnar. Hún taldi að eina lausnin gegn kynsjúkdómavæðingu hennar (frjálsum ástum) væri að nota smokkinn. Meira að segja "vísindin" lögðu hann til sem einu "öruggu" vörnina. Fóstureyðingum fækkaði ekki meðan smokkahjálpráðið þótti besta vörnin.  En hann klikkaði líka.  Því málið snýst nefnilega fyrst og fremst um hugarfar. Og hugarfarið ræður siðferðinu. Þannig er maðurinn innréttaður að það skiptir öllu máli hverju hann trúir. Trúin er grundvöllur siðferðisins.

Þessi frétt er  jákvæð og frábært innlegg um hvað gerist þegar maðurinn tekur rétta afstöðu. Þá kemur heilbrigður lífsmáti, rétt mat, girðingar og landamæri sem bjarga hjónaböndum, frelsa frá kynsjúkdómum og spara milljónir í heilbriðgisútgjöldum. Ég þarf ekki að minnast á fóstureyðingarnar, þær hverfa við rétt mat á mannlífinu.

Kristna trúin og Biblían gefa okkur rétta boðskapinn! 

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. Sálm 119: 9

Til hamingju með jákvæða frétt

Snorri í Betel


mbl.is Kynlífsbindindisfræðsla virkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill

ég fæ hroll þegar ég les þetta frá þér og lít svo til hliðar þar sem stendur.

"hef stundað kennslu"

Egill, 2.2.2010 kl. 00:39

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Í fyrsta lagi; brúðir sem gengu ekki einar upp að altarinu...vorun barnaðar af körlum...og þá greinilega f ekki svo mjög trúuðum körlum.

Í öðru lagi; skírlífi er fráleit hugmynd, uppspuni og lygi frá rótum. Okkur var gert að guði þínum að vera frjósöm og uppfylla jörðina Snorri, og mótmæli þín og þiknna vina við smokknum, setur ómældan fjölda fólks í stórhættu hvað varðar sjúkdóma og aukamunna að fæða....nú viltu örugglega færa biblíuleg rök fyrir skírlífi....en við búum ekki við þau rök...heldur búum við við það að fólk hefur samfarir sér til ánægju...Þá vaknar spurning um hvað þú átt við með svona yfirlýsingum..ertu að segja að guð hafi skapað okkur til þess að brjóta lögin...eða er kannski smá möguleiki á því að þú og hinir farísearnir hafi einungis sín sjónarmið að leiðarljósi?

Þessi stefna þín og hins alheilaga-barnaníðandi-hommahatandi-fordómafullu sjálfsupphafningarsinnanna, að kenna t.d. afríkubúum það, að smokkar séu slæmir...er af hinu ILLA og til þess fallin að valda dauða og hörmungum.

Þessi stefna þín Snorri, er full af mannhatri og fordómum...eins og allt þitt mál.

Hvaða fávita datt í hug að samþykkja þig sem barnakennara?

Þú ert hættulegur brjálæðingur, rétt eins og vinir þínir JVJ og Gunnar Þorsteinsson.

Samfélagshættulegir einstaklingar sem á að taka úr umferð.

Og nú veit ég að þú hefur hvorki manndóm né kjark til að leyfa þessu kommenti að standa, svo ég ætla að pósta bæði þessum viðurstyggilega pistli, og kommentunum annarsstaðar.

Hræsnari og farísei...það er það sem þú ert...og kennir þig við Krist!?.......usss.

Haraldur Davíðsson, 2.2.2010 kl. 04:03

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Haraldur

Þú kynnir þig á blogginu þínu "röng afstaða er ekki til" ! 

Annað hvort er það rétt eða rangt. Mér sýnist þú undirstrika ranga afstöðu þína í þessu svari þínu. Ef ég hef ranga afstöðu þá stenst þí fullyrðing ekki og hver er þá orðinn hræsnari eða farísei. Skoðaðu sjálfan þig áður en þú bendir á aðra. Þú sýnir þá einhverja viðleitni til heiðarleika.

kveðja

Snorri í Betel

Snorri Óskarsson, 2.2.2010 kl. 11:54

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Trúin er grundvöllur siðferðisins."

Hvernig í ósköpunum dettur þér það í hug? Það hefur margoft sýnt sig að trúaðir eru ekki á siðferðislega hærra plani en aðrir, og margir þeirra nota trúna meira að segja sem afsökun fyrir verkum sem seint teljast til fyrirmyndar; trúboðar á Haítí ljúga að börnum og reyna svo að ræna þeim; kristnir menn myrða lækna; páfinn berst gegn jafnréttislögum. Svona mætti lengi telja. 

Það er auðvitað hreinlega rangt að trúlausir hafi lakara siðferði en trúaðir. T.d. má benda á það að í bandarískum fangelsum eru ekki nema 0,21% fanga trúlausir, þrátt fyrir að trúleysingjar séu á milli 8 og 16% þjóðarinnar. 

Það er sjálfsagt að benda á skírlífi sem valkost, en abstinence-only menntun er varla góður kostur. Þessi þriðjungur sem þó byrjar að stunda kynlíf þrátt fyrir áhersluna á skírlífi þarf nefnilega að vita hvernig á að stunda það á öruggan hátt.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.2.2010 kl. 14:59

5 identicon

Ég hef hingað til forðast eins og heitan eldinn að skrá mig inn á þetta blog en eftir að lesa þessa vitleysu gat ég ekki annað en tjáð mig aðeins.

 "Þannig er maðurinn innréttaður að það skiptir öllu máli hverju hann trúir. Trúin er grundvöllur siðferðisins."

Burt séð frá allri hinni vitleysunni, og hræsninni,  sem "trúarleiðtogar" hafa haldið frammi í gegnum tíðina er svona fullyrðing ekki einungis röng heldur líka hættuleg. Trú hefur ekkert með siðferði að gera og menn ættu að fara varlega í svona yfirlýsingar þar sem að öðrum kost má skilja þetta svo að án trúar þinnar værir þú stórhættulegur og samviskulaus glæpamaður.

Siðferði byggir mun meira á samvisku hvers og eins, ekki hverju fólk trúir. Þetta tvennt fer hinsvegar oft saman en því miður hefur trú fólks verið misnotuð til margra illra verka. Á endanum er það samviska fólks sem fær það til að viðurkenna, eða fyrirbyggja, illvirki eða eins og í þessu tilfelli að stunda öruggt kynlíf.

Erlendur.

Erlendur Konráðsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 17:02

6 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Vandaður texti hjá þér Snorri og skemmtilegur.

Nokkuð beitt þegar þú segir um 68 kynslóðina:  Hún taldi að eina lausnin gegn kynsjúkdómavæðingu hennar (frjálsum ástum) væri að nota smokkinn.

Við gagnrýnisraddirnar sem hér eru að ofan vil ég segja, hagið ykkur eins og menntaðir menn og leyfið margar skoðanir í umræðunni án þess að ganga af göflunum af lillmælgi.

Guðmundur Pálsson, 2.2.2010 kl. 17:50

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Á síðunni segir þetta til að undirstrika það að allt er opið fyrir gagnrýni, hinsvegar segi ég skoðun mína umbúðalaust og án nokkurra blómaskreytinga...það er heiðarleiki Snorri, en það kemur mér lítt á óvart að það skuli flækjast fyrir þér.

Og hugtakið farísei er bundið við ykkur trúar-hræsnarana...sem kynnið ykkur sem handhafa hins eina sannleika (en getið svo ekki einu sinni verið sammála um neitt nema halelúja), það er bundið við ykkur sjálfsskipuðu mannkynslausnarana, þaðan er orðið komið og við ykkur verður það bundið.

Meira að segja kristur varar við mönnum eins og þér...enda voru það menn eins og þú, fordómafullir og sjálfumglaðir (með nafn krists á vörunum), sem krossfestuð krist....

Haraldur Davíðsson, 2.2.2010 kl. 19:45

8 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þessi frétt hefur ekkert með smokkinn að gera. Smokkurinn gerir sitt gagn hvort sem menn kjósa að hefja kynlíf seint eða snemma. Krakkarnir kusu að hefja kynlíf síðar, þar sem því viðhorfi var haldið að þeim í skólanum. Sjálfsagt hefur smokkurinn gagnast þeim eins og öðrum þegar að því kom. 

Sigurbjörn Sveinsson, 2.2.2010 kl. 20:34

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sælir herrar mínir.

Haraldur, hvar stendur það að Snorri telji  "að smokkar séu slæmir...er af hinu ILLA og til þess fallin að valda dauða og hörmungum.?"

Lestu betur maður, það sem hann bendir á að smokkurinn hefur oft klikkað - brugðist.

Smá grín, vinir mínir sem eru hjón voru ekki sammála um að eiga fleiri börn. Maðurinn vildi ekki eiga fleiri börn en konan þráði börn. Maðurinn notaði smokk en smokkurinn brást og hann barnaði kerlu sína. Þannig t.d. skil ég að smokkurinn getur líka klikkað.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.2.2010 kl. 22:32

10 Smámynd: Bergur Thorberg

Snorri. Ég tel mig trúaðan mann. Hvernig var ástandið á Íslandi um aldamótin 1900? Hvaða vitleysa er þetta í þér?

Bergur Thorberg, 3.2.2010 kl. 00:06

11 Smámynd: Snorri Óskarsson

Heillavinir!

Ég hef fylgst með þessari kynfræðslu til margra ára. Stundum hef ég haft orð á því að menn ættu að telja skírlífið til valkosta að forðast kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Það hefur ekki talist raunverulegur valkostur en smokkurinn öruggur og eina svar vísindanna. Samt hefur klamidíutilfellum fjölgað úr 3 tilfellum á dag, fyrir fáeinum árum og uppí 5 tilfelli á dag, eins og síðustu tölur benda á. Þá sést að unglingarnir nota ekki öryggið. Því að kjarni málsins byggist ekki á gúmmíi heldur hugarfari og siðferðismati. Ég tefli enn fram "drottningu" í skák lífsins; kristið siðferði segir einn maður og ein kona saman út lífið - eru einhver rök gegn því? 

Helsta mótsvarið  við þessum kristnu gildum er veikleiki mannsins, girnd og ótrúmennska - það verður væntanlega eitthvað áfram. Og smokkurinn hvorki bjargar því atriði né styrkir siðferði manna.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 3.2.2010 kl. 22:47

12 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sæll Snorri. Ég er að mörgu leiti sammála þér hvað varðar lauslæti þegar kemur að  kynlífi. En eitt verð ég að segja þér Snorri minn, smokkurinn er ekki 100% öruggur, þannig er nú það bara. Ekki veit ég hverju er um að kenna, framleiðslan á honum eða eitthvað annað.

---------------------------- 0 -----------------------------

 Hvernig er hægt að ná á þig ? e-mail eða eitthvað annað ? Það kemur þessari umræðu ekkert við.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 4.2.2010 kl. 00:27

13 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Rósa takk fyrir þetta innlegg þitt, sá það of seint. En þú ert sama sinnis og ég

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 4.2.2010 kl. 00:28

14 identicon

Minn innri maður, og aðrir reyndar, segir mér að tjá mig ekki meira um þetta en ég bara stenst ekki þá freistingu. Á sama tíma verð ég að viðurkenna að þetta er komið út fyrir efni upprunalegu greinarinnar, enda held ég flestir sammála að gott bland skírlífis, fræðslu og notkun getnaðarvarna sé hið besta mál og það sem flestir munu kalla "Common Sense". En eins og nágranar mínir hér í Kanada segja, "Common Sense aint that common"

Snorri segir: "kristið siðferði segir einn maður og ein kona saman út lífið - eru einhver rökgegn því? "

Er kristið siðferði eitthvað betra en annað siðferði?

Eru til fleiri en ein tegund af siðferði?

Eru þeir sem ekki eru kristnir eitthvað verri en aðrir eða siðlausir? 

Ég þarf sennilega ekki að taka það fram að ég er ekki trúaður en reyni að sýna þeim skilning sem trúa enda oftast til lítils að rökræða slíkt. Ég hinsvegar leyfi mér að gagnrýna þá sem setja sig á háan hest, halda sig betri en aðrir, og reyna á sama tíma að tæla aðra sem minna mega sín, oft með brögðum eða loforðum um óendanlega hamingju eftir dauðann, sér til fjárhagslegs ávinnings eða til að komast til valda. Slíkt er siðlaust og hefur í gegnum tíðina komið af styrjöldum og öðrum hörmungum og oft verið gert í nafni trúarbragða og er Kristni þar með talin. Eru menn kannski búnir að gleyma krossförunum? Hvað segir segir sú hörmulega herferð um kristilegt siðferði?

Það fór ekki framhjá mér að hér var líka verið að beina spjótum að samkynhneigðum, hvar er umburðarlyndið sem á að vera ein megin undirstaða Kristinnar trúar? Er ekki hægt að leyfa þeim að vera í friði?

Erlendur

ps. mér finnst dálítið yfirlætislegt að segja "hagið ykkur eins og menntaðir menn" en er að öðru leiti sammála Guðmundi að illmælgi er engum til gagns. Segir meira um mælandann en þann sem um er mælt.

Erlendur Konráðsson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 241030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband