Sólin er fínstillt fyrir lífið!

 

Sólin er alveg einstæð, án hliðstæði!

Ég verð að lýsa yfir tilhlökkun minni á niðurstöðum þessarar fyrirhuguðu rannsóknar. Sólin er sá aflgjafi sem heldur okkur gangandi. Það er t.d. vitað að ef jörðin væri 5% nær sólu en hún er þá myndi allt vatn gufa upp og lífið verða að engu. Væri jörðin 25% fjær sólu en hún er þá væri þvílíkur fimbulkuldi að allt vatn væri í föstu ástandi og því lífshættulegt ástand.Nýlega las ég grein í blaði sem ég læt fylgja þessu bloggi að sólin væri fínstillt fyrir lífið á jörðunni. Það gefur því mönnum tilefni til að ætla að ekki sé um tilviljun að ræða hvar líf sé að finna því það þrífst aðeins á þessu belti sem jörðin svífur á. Auk þess er vert að benda á að lífið sé aðeins á 15km belti eða á yfirborði jarðar. Það er beltið sem Guð bjó lífið og okkur mennina sem eftirmynd hans. Á það svið mætti Jesús Kristur til að deyja dauða syndugs manns, rísa upp að nýju frá dauðum svo að hver sem á hann trúir eignist eilíft líf. Hann er því meðalgangarinn milli Guðs og manna og enginn kemur til Guðs nema fyrir hann.Þess vegna má líkja Jesú Kristi við hina öruggustu hlíf sem ver okkur eyðingarmætti Föðurins, sem er þá eins og sólin sem nærir alla sköpunina. Því án helgunar fær enginn Drottin litið.Ég hlakka til að heyra um undur tilverunnar sem var sköpuð í upphafi vega.kær kveðjaSnorri í Betel


mbl.is Geimfar til sólarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Hmm.. rúm fyrir 30% skekkju og þú kallar það fínstillingu?

Arnar, 5.9.2010 kl. 15:33

2 Smámynd: Omnivore

áttar þú þig á því hvað 1% nær sólu er gífurleg vegalengd? 25% fjær er líka óheirilega langt.

Mér þætti rétt að spurja, ef jörðin er á svona fullkomnum stað, hvers vegna það er ekki líft nema á broti hennar, og þá bara á ákveðnum árstímum í mörgum tilvikum?

Sköpunin öll er til vitnis um metnaðarleysi og leti guðs. Léleg vinnugbrögð sem væri lærlingi til skammar.

Omnivore, 5.9.2010 kl. 18:23

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Merkilegt hvað vökumenn Skrattans eru áhugasamir um skrif þín og þyrpast að til þess eins að hæða þig og smá. Láttu ekki deigan síga - stattu þig strákur. Öllum ætti að vera það ljóst að veröldin er sköpunarverk. Menn deila aðeins um hver skapaði, svo undarlegt sem það nú er.

Gústaf Níelsson, 5.9.2010 kl. 22:49

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Léleg vinnugbrögð sem væri lærlingi til skammar.

Þegar ég sá þessa setningu þá segir hún nokkuð mikið um þig sjálfan og ég verð að viðurkenna að það bendir til einhverra lélegra vinnubragða, einhvers!

Snorri Óskarsson, 5.9.2010 kl. 23:39

5 Smámynd: Odie

Fínstilling er ekki rök.  Allar lífverur á hvaða plánetu sem eru ávallt á lífi á stað sem er rétt fyrir sig.  Ástæðan er einföld.  Annars væri viðkomandi ekki á lífi þar.  Því hljóta aðstæðurnar að vera réttar fyrir okkur.  Annars værum við ekki hér, eða lífið hefði þróast öðruvísi en svarið væri engu að síður það sama.  

Odie, 7.9.2010 kl. 10:05

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Fínstilling er einmitt rök því að þetta hefur vakið vísindamenn til undrunar þar sem í blaði því sem ég læt fylgja með er einmitt viðurkennt að ekki hafi fundist önnur sól þessari lík neinsstaðar í alheimi.

Annað sem menn ættu að skoða og það er gamla fréttin um að sólin hafi myrkvast í þrjár klukkustundir við krossdauða Jesú. Hann er höfðingi lífsins og allt er skapað fyrir hann og til hans. Því vöru menn nær heimsendi en ætla mátti við að hrópa: "Burt, burt með hann, gef oss Barrabbas lausan"!

Snorri Óskarsson, 7.9.2010 kl. 12:31

7 Smámynd: Gunnar Valur Gunnarsson

Hvernig væri að lesa greinina:

"The trick is not in finding stars that make a nice chemical match. Such stars are fairly common. But researchers also want to find stars with similar ages, masses, and magnetic cycles as the Sun." So far, scientists have only turned up a couple dozen.

Couple of dozen þýðir síðast þegar ég viss tvær tilftir sem er ekki það sama og engin eins og þú heldur fram.

Gunnar Valur Gunnarsson, 7.9.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 241043

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband