Ótrúlegar hamfarir.

Við höfum öll fengið að fylgjast með veðurhamförunum í USA undanfarin ár og það var e.t.v. toppað með Sandý. Auðvita er þetta okkar fólk sem þarna býr. Við erum búin að búa með Bandaríkjamönnum undanfarna áratugi og aðeins reynt af þeim gott. Þegar við áttum í erfiðleikum vegna náttúruhamfara voru það Bandaríkjamenn sem hjálpuðu okkur mest. Frá þeim kom varnarliðið og gaf Íslandi vægi á alþjóðavettvangi. Við þá hafa viðskipti okkar verið best og þeir opnastir fyrir fólkinu okkar sem sækir hjá þeim skóla. Til Bandaríkjanna fara allir Íslendingar einhverntíma á ævinni. Þess vegna finnst mér að Bandaríkjamenn ættu að fá frá okkur stuðning, gjafir og hvatningarorð í þessum kringumstæðum.
Fyrir skömmu var gerð könnun á gjafmildi hinna ríku. Þá kom fram að auðugir Bretar gefa lítið sem ekkert heldur "lifa í dýrlegum fögnuði" en auðugir Bandaríkjamenn gefa frá sér fúlgur fjár og láta gott af sér leiða út um allan heim. Það er nefnilega í þjóðarsál Bandaríkjamanna að taka til hendinni og gefa hinum þurfandi. Það er ekki síst því að þakka að kirkjur þeirra og trúboð er allt rekið fyrir gjafafé, ekki ríkisstyrki sem óðum þverra.
Nú eru margar fjölskyldur þar þurfandi og finnst mér eðlilegast að við á Íslandi gefum til þeirra alla vega andvirði einnar máltíðar og styðjum við bakið á þurfandi vinaþjóð.
Svo er hin hliðin á málinu og hún lýtur að því hvað náttúran er að segja. NASA bendir á að um sé að ræða hamfarir af "manna völdum" vegna tillitsleysis okkar gagnvart breytingum á lofthjúp og auknu hitastigi sem og þá bráðnun íss o.þ.h. Við erum kynslóð sem gleypir, breytir lögum og siðferði, söngum á auðlindir náttúrunnar og virðum að vettugi lögmál hennar. Lögmál náttúrunnar eru líka Guðs lög rétt eins og boðorðin 10. Þegar við brjótum þessi boðorð safnast upp vandi sem leysir úr læðingi svona ofsastorma, eyðilegginu og tjón. Því má af þessu læra að það er okkar allra að einmitt setja þessi Guðs lög í virðingarsætið að nýju! Hluti af þessum Guðs lögum er að hjálpa meðbróður í neyð og styðja Bandaríkjamenn - við vitum að öll vinátta vekur faðmlög!
Að síðustu má benda á að svona stormar virðast hafa trúarlegt gildi því að sagt er: "Tákn mun verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist meðal þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný." (Lúk.21: 25) Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því er koma mun yfir heimsbyggðina... og þetta er sagt sem undanfari endurkomu Jesú Krists. Þess vegna ættum við Íslendingar að taka þessum tíðindum að Vestan með kristilegum máta. Í kirkjum verði safnað í samskot og sent til Ameríku, í klúbbum og félögum verði efnt til samskota og gjafaféð sent með bæn til Guðs um blessun þeim til handa sem þurfandi eru og að þeir megi vel njóta. Þannig getum við tekið upp að nýju hið kristilega hugarfar sem svo nauðsynlegt er á þessum síðustu og verstu tímum. Við getum látið hamfarir kenna okkur góða hugsun og frábær viðbrögð, Guði til dýrðar.
k.kv
Snorri í Betel

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Nú ættu öll hjalparsamtök, litlir söfnuðir sem stórir, að sæta lagi og næla í skotsilfur frá þeim sem enn bera slíkt á sér. Einna helst gamalmenni sem nota ekki debet- eða kreditkort.

Starfsmenn hjálparsamtaka, smá- og stórsafnaðanna og stjórnir þeirra, geta þá skotið mestu af því sem safnast í eigin vasa, keypt sér betri lífsþægindi o.s.frv., eins og Landsbjörg er nú vænd um þessa dagana.

Auðvitað ættu öll hjálparsamtök og smá- og stórtrúarsöfnuðir að vera skyldug að halda bókhald fyrir því skotsilfri sem þau taka á móti og hvernig þau verja því, sbr. Teboð milljarðamæringanna í USA.

Er söfnuður þinn, Snorri, annars ekki ágætlega settur með þá tíund sem "bláeygur" meðlimurinn borgar af sinni alúð og samviskusemi?

Sigurður Rósant, 1.11.2012 kl. 15:40

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir sérlega góðan pistil.

Sigurður Þórðarson, 1.11.2012 kl. 16:00

3 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir þarfa hugvekju Snorri- einnig vil ég þakka fér fyrir Biblíufræðsluna - Í fótspor Páls - sem þú ert með á laugardagskvöldum á Omega kl. 22:30 - það er virkilega fræðandi  og aðgengilegt fyrir alla að hlusta á þig þar.

Kær kveðja.

Benedikta E

Ps. Ég deili þessum pistli þínum á fésbókina - vona að þeð sé í lagi.

Benedikta E, 1.11.2012 kl. 18:57

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég spyr mig af hvaða hvötum er  illkvittni í garð trúaðs fólks eins og kemur fram hjá  hjá þér nafni? Ekki gefur grein Snorra neitt tilefni til þess, síður en svo.  Þó eyrir fátæku ekkjunnar dugi skammt upp í laun löggilltra endurskoðenda kemur hann og hugarþelið sér í betri þarfir en þig kann að gruna.

Sigurður Þórðarson, 1.11.2012 kl. 21:09

5 Smámynd: Aron Arnórsson

Mér blöskrar.

En Snorri minn kæri! Amen.

Aron Arnórsson, 2.11.2012 kl. 13:29

6 Smámynd: Aron Arnórsson

Mismunur er á náðargjöfum en andinn er hinn sami, mismunur er á þjónustustörfum en Drottinn hinn sami. Mismunur er á framkvæmdum en Guð hinn sami sem öllu kemur til leiðar í öllum. Þannig birtist andinn sérhverjum manni til þess að hann geri öðrum gagn. Einum gefur andinn gáfu að mæla af speki, öðrum gefur sami andi kraft að mæla af þekkingu. Sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að sannreyna anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal. Öllu þessu kemur eini og sami andinn til leiðar og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni.

Vildi bæta þessu við þótt það komi málinu ekki beinlínis við. Þú gagnast mér mikið Snorri.

Aron Arnórsson, 2.11.2012 kl. 13:33

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Saga trúaðra er svo blóði drifin jafnvel fram á okkar daga eins og sjá má af nýbirtri sögu kaþóskra hér á landi.

Hví skyldi ég álíta söfnuð Snorra eða annarra Hvítasunnumanna eitthvað öðruvísi?

Þessi dæmi sýna, svo ekki verður um villst, að trúaðir svífast einskis til að þóknast duldum eðlishvötum sínum.

Sigurður Rósant, 2.11.2012 kl. 17:18

8 Smámynd: Snorri Óskarsson

Rósant

Þú auðvita kemur auga á hvernig kirkjan brást og er vel, það er sannarlega rétt og sorglegt. En þú segir ekkert um að þetta voru kennarar, brugðust þá ekki stofnanir kennaranna eins og ráðuneyti? við eigum eftir að lesa skýrsluna til að sjá hvert leituðu foreldrar? Þegar þú nefnir að "trúaðir svífast einskis" þá er það alröng niðurstaða því perrarnir svífast einskis og leita fanga víða, líka í söfnuðum trúaðra. Því er það svo mikilvægt að hinir trúuðu tali gegn svona syndugum gerendum jafnvel þó að ég missi vinnuna fyrir vikið.

Ég vildi óska, Rósant, að þú værir maður til að viðurkenna að það var ekki kristnu gildi kaþólsku kirkjunnar sem brugðust heldur löngun manna til að hylma yfir og láta allt líta út sem hagfellt og gott. En Biblían segir: "Eigið engan hlut í verkum myrkursins sem ekkert gott hlýst af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim...(Efes. 5:11)

Rósant, færir þú eftir þessu orði? Kaþólikkarnir klikkuðu þarna og það hafa ýmsir söfnuðir gert, því miður- en Biblían klikkar ekki heldur brýnir hinn trúaða að opinbera þá sem "þóknast duldum eðlishvötum sínum" sem jafnvel er svívirðilegt um að tala!

"Sá sem sekan sýknar og sá sem saklausan sakfellir, þeir eru báðir Drottni andstyggð"! (Orðskv. 17:15) Sigurður Rósant það er kominn tími á að þú hættir að sakfella saklausa menn!

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 3.11.2012 kl. 10:25

9 identicon

Góður pistill hjá þér Snorri og alveg frábært hvernig þú svarar honum Rósant, ég var einmitt búinn að hugsa þetta svolítið að það eru kynferðisglæpamenn um allt í þjóðfélaginu, ekki aðeins hjá prestum heldur í öllum stéttum. En eins og þú segir svo rétt, þá er þetta algjörlega gegn kenningum Biblíunnar hvernig þessir menn hafa hagað sér, þótt svo að þeir hafi starfað við að breiða út fagnaðarerindið.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 13:40

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Fact: about last days weather in Iceland vs USA ''Superstorm Sandy''

Hurricane "Sandy" had the maximum wind speed in US of 110mph (49 meter per sec), that sadly caused havoc in New York and other places...

While "Iceland" yesterday had wind speed up to 150mph (70 meters per sec)

....We call it wintertime! ;)

Sel það ekki dýrara en ég keypti, kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.11.2012 kl. 23:55

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Góð er vörn þín, Snorri. En betur má ef duga skal. Ein er sú fyrirmynd kristinna manna er nefndist Símon Pétur, sá er sneið eyrað af Malkusi og var iðinn við fiskveiðar og kaus að vera allsnakinn við veiðarnar skv. Jóhannesarguðspjalli 21. kafla 7. versi.

Den Discipel, som Jesus elskede, siger da til Peter: "Det er Herren." Da Simon Peter nu hørte, at det var Herren, bandt han sin Fiskerkjortel om sig (thi han var nøgen), og kastede sig i Søen.

Þannig var þýðing Dana, alla vega á þessu versi lengst framan af, en hafa lagfært orðalagið, líkt og íslenskir þýðendur hafa einnig gert.

Lærisveinninn, sem Jesús elskaði, segir við Pétur: "Þetta er Drottinn." Þegar Símon Pétur heyrði, að það væri Drottinn, brá hann yfir sig flík _ hann var fáklæddur _ og stökk út í vatnið.

Ef nokkuð er að marka textann í Jóhannesarguðspjalli, má túlka hann sem svo að í þjónustu Jesú hafi verið ofbeldishneigður perri á meðal lærisveina hans.

Kannski hafa sumir prestlærðir á fyrri hluta síðustu aldar, einmitt verið með Símon Pétur í huga sem gjarnan fækkaði klæðum við störf sín?

Við getum þá kannski verið sammála um að betra hefði verið að nota orðalagið "trúaðir perrar svífast einskis"? .... og séu allt of margir meðal trúaðra?

En það kemur fram í texta Jóhannesarguðspjalls að Jesús ávítar Pétur og skipar honum að slíðra sverð sitt, en ekki er minnst á að hann ávíti Pétur fyrir að vera nakinn við fiskveiðarnar.

Af framansögðu má áætla að Jesús snúi blinda auganu að perralegri hegðun Péturs.

Det ser Herrens ud, ik'os?

Sigurður Rósant, 7.11.2012 kl. 17:23

12 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður Rósant

Það var ekkert perraauga hjá Jesú. Hann sá Pétur sjálfsagt oft líttklæddan eða nakinn líkt og þegar við förum í sund - og telst ekkert tiltökumál að sjá nakta menn. En ég er spyrjandi yfir því sem auga þitt sér? Þú sérð perrahátt! Hvað er að þinni sýn?

Snorri Óskarsson, 7.11.2012 kl. 23:05

13 Smámynd: Sigurður Rósant

Þú birtir mér áður ókunnuga sýn á hegðun karlmanna á söguslóðum Biblíunnar, Snorri. Myndlistarmenn hafa sýnt þessa menn klædda síðum kuflum frá hálsi og niður að tám. Og jafnvel við niðurdýfingarskírn í ánni Jórdan eru þeir alklæddir líka, eða í það minnsta vafnir um mittið og lendar.

En hver gæti verið skýringin á því að þýðendur íslensku biblíunnar velja að nota orðið -fáklæddur- í staðinn fyrir -nakinn-? Mér virðist sem danskir þýðendur hafi hér áður fyrr notað orðið -nøgen-, en noti núna loðnara orðalag -havde taget sin yderkjortel af for bedre at kunne arbejde-.

Er ekki skýringin sú, Snorri, að þýðendur í dag sjá eitthvað "perralegt" við eldra orðalagið?

Sigurður Rósant, 8.11.2012 kl. 11:51

14 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Ég nota stundum þessa síðu til að skoða mismunandi þýðingar, kannski það hjálp umræðunni?

http://www.blueletterbible.org/Bible.cfm?b=Jhn&c=21&v=7&t=KJV#vrsn/7

Þarna er enginn perraskapur á ferð.  Frábær vörn þarna hjá þér Snorri og dugar mér algerlega.

Áki Pétur Gíslason, 12.11.2012 kl. 13:59

15 Smámynd: Snorri Óskarsson

Takk Áki

Þessi síða gagnast mér og vonandi S.Rósant.

k.kv.

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.11.2012 kl. 14:40

16 Smámynd: Aron Arnórsson

Hættur að koma hingað for good ef þú hættir ekki að birta comment frá þessum fábjána Rósant.

Útrýmið hinum vonda úr hópi yðar.

Aron Arnórsson, 12.11.2012 kl. 17:36

17 Smámynd: Aron Arnórsson

Svo var það vændiskona sem að Jesús birtist FYRST eftir upprisu sína frá dauðum. Og hann sagði líka "Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara til iðrunar."

Aron Arnórsson, 12.11.2012 kl. 17:37

18 Smámynd: Aron Arnórsson

Vel mættu þeir sem koma yður í uppnám AFLIMA SIG.

og.

 Af því að dómi yfir verkum illskunnar er ekki fullnægt þegar í stað, þá svellur mönnum móður til þess að gjöra það sem illt er. 12Syndarinn gjörir það sem illt er hundrað sinnum og verður samt gamall, þótt ég hins vegar viti, að guðhræddum mönnum, er óttast Guð, muni vel vegna. 13En hinum guðlausa mun ekki vel vegna, og hann mun ekki verða langlífur fremur en skugginn, af því að hann óttast ekki Guð.

Prédikarinn.

Aron Arnórsson, 12.11.2012 kl. 17:51

19 Smámynd: Sigurður Rósant

Þakka þér fyrir þessa Bluelettersíðu, Áki.

Therefore that disciple whom Jesus loved saith unto Peter, It is the Lord. Now when Simon Peter heard that it was the Lord, he girt [his] fisher's coat [unto him], (for he was naked,) and did cast himself into the sea.

Ja, en annars verða menn bara að dæma um það sjálfir hvort þeir sjá einhvern perraskap í samskiptum lærisveinanna og nýupprisins Jesú í þessum texta.

Með kveðju.

Sigurður Rósant, 12.11.2012 kl. 21:06

20 Smámynd: Snorri Óskarsson

Aron

þú átt stórleik með þessum innskotum. En leyfum Rósant heyra og sjá til að gera iðrun!

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.11.2012 kl. 22:15

21 Smámynd: Snorri Óskarsson

Rósant

Ég sé ekki perraskap þó svo að sjómenn séu naktir. Þegar ég var í Norðursjónum á sínum tíma þá lágum við margir mjög léttklæddir eða óklæddir. Aldrei upplifði ég þessa sjómenn sem perra. En ég sé í dag að það var til lánsins að þú varst ekki um borð.

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.11.2012 kl. 22:21

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Aron, svona gera menn ekki á bloggsíðum Mbl. að kalla viðmælendur "fábjána". Stilltu þig nú gæðingur. Ég veit að þú vilt öllum vel, jafnvel þeim sem storka því sem þú trúir á.

Heiðingjar, trúleysingjar eða vantrúaðir menn þurfa ekki endilega að vera vondir menn eins og haldið er fram í fyrra Pétursbréfi 4. kafla 3. versi:

Nógu lengi hafið þér gjört vilja heiðingjanna og lifað í saurlifnaði, girndum, ofdrykkju, óhófi, samdrykkjum og svívirðilegri skurðgoðadýrkun.

Það er hollt að átta sig á því að ritarar hinna ýmsu rita Biblíunnar og Kóransins er alls ekki í neinum tengslum við þau öfl sem urðu þess valdandi að við lifum því lífi sem við lifum.

Sigurður Rósant, 13.11.2012 kl. 12:09

23 Smámynd: Aron Arnórsson

Ég vil biðjast velvirðingar á því að kalla þig fábjána. Það er rétt hjá þér að maður á ekki að bölva þeim sem ofsækja heldur þvert á móti blessa. Ég vona að þú komist til þekkingar á sannleikanum.

Jesús LIFIR! Ég hef mætt honum. Ég sá engan en mætti honum samt.

Þíns og Hans, í Honum

Aron

Aron Arnórsson, 13.11.2012 kl. 15:45

24 Smámynd: Aron Arnórsson

Ég var samt reiður.

Aron Arnórsson, 13.11.2012 kl. 15:46

25 Smámynd: Aron Arnórsson

18Reiði Guðs opinberast af himni yfir öllu guðleysi og rangsleitni þeirra manna, er kefja sannleikann með rangsleitni, 19með því að það, er vitað verður um Guð, er augljóst á meðal þeirra. Guð hefur birt þeim það. 20Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. Mennirnir eru því án afsökunar. 21Þeir þekktu Guð, en hafa samt ekki vegsamað hann eins og Guð né þakkað honum, heldur hafa þeir gjörst hégómlegir í hugsunum sínum, og hið skynlausa hjarta þeirra hefur hjúpast myrkri. 22Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar. 23Þeir skiptu á vegsemd hins ódauðlega Guðs og myndum, sem líktust dauðlegum manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum.

24Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum. 25Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen.

Róm 1:18-25

:)

Aron Arnórsson, 13.11.2012 kl. 16:30

26 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég var trúaður á unga aldri Aron, svo ég skil vel reiði þína í minn garð og þeirra sem gefa lítið fyrir guðsorðið, hvort sem það kemur úr Veda-ritunum, Gilgameshkviðu, Zend-Avesta, Biblíunni, Kóraninum, Mormónsbók, Kitáb-i-Aqdas, Divine Principle eða öðrum trúarritum.

Síðustu 10 árin hef ég verið að dunda mér við að taka saman fróðleik/upplýsingar um trúfélög sem starfa á Íslandi og hannað lítt aðlaðandi vefsíðu sem ég kalla Trúrýni.

Þegar þú birtir tilvitnanir úr Biblíunni, þar sem hótanir í garð trúlausra koma fram, ertu í mínum augum að gera lítið úr þínum guði. Þýðendur Biblíunnar og Kóransins eru t.d. sífellt að laga allt móðgandi orðalag í garð þeirra sem ekki eru sömu trúar og þeir. Það finnst mér jákvætt og getur með tímanum orðið til þess að trúarbrögð og trúfélög nálgist hver önnur með meiri kærleik og umburðarlyndi en tíðkaðist hér áður fyrr og tíðkast jafnvel enn í dag.

"Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar."

Þessi tilvitnun er t.d. móðgandi og ekkert betri en þín eigin yfirlýsing þar sem þú kallar mig "fábjána".

Lærðu að þekkja sjálfan þig, Aron, og þú munt verða mikið sáttari við tilgangsleysi lífsins.

Sigurður Rósant, 13.11.2012 kl. 17:37

27 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

>Jesús LIFIR! Ég hef mætt honum. Ég sá engan en mætti honum samt.

Sama hér Aron, sama hér, vá hvað fólk fer á mis við að leita ekki og finna ekki.

Áki Pétur Gíslason, 13.11.2012 kl. 21:00

28 Smámynd: Aron Arnórsson

Þeir eru allir DAUÐIR þessir ritarar sem þú ert að tala um Rósant. Jesús er lifandi og þeir sem rituðu Biblíuna voru knúðir af Heilögum Anda, sem Jesús gaf.

Allt er skapað fyrir hann og til hans.

Því að ritað er: „Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn, fyrir mér skal hvert kné beygja sig og sérhver tunga vegsama Guð.

Aron Arnórsson, 14.11.2012 kl. 15:10

29 Smámynd: Snorri Óskarsson

Rósant

Tilgangsleysi lífsins? Er þá ekki allt tilgangslaust? Menntun, væntumþykja, hjálpsemi, fæðing, varðveita líf? Ef tilganginn vantar þá skiptir engu máli með "Trúrýni"

Sigurður, þarna er tómið notað til að fylla í tómarúmið. Það er ekki nema von að mikið djúp er staðfest á meðal okkar, þíns skylnings og minn. Sá sem skapaði okkur gerði það af elsku til að við elskum hann og náungann. En tilgangsleysið rænir þig elskunni.

Snorri Óskarsson, 14.11.2012 kl. 15:50

30 Smámynd: Sigurður Rósant

Þegar þú lærir að þekkja sjálfan þig, Snorri, vita hvað þú getur og hvað þú getur ekki, vita hvað þig langar og hvað þig langar ekki, þá ertu fær um að setja þér markmið.

Maður án markmiðs er óvirkur maður. Þú setur þér markmið og ég set mér markmið. Báðir erum við virkir og sjáum tilgang við hvert fótmál.

Predikarinn lýsir þessu svo sem ágætlega eins og þú veist.

Aumasti hégómi, segir prédikarinn, aumasti hégómi, allt er hégómi!

Hvaða ávinning hefir maðurinn af öllu striti sínu, er hann streitist við undir sólinni?

Ein kynslóðin fer og önnur kemur, en jörðin stendur að eilífu.

Samt eygjum við einhvern tilgang með hverjum nýjum degi sem blasir við okkur eftir góðan svefn næturinnar.

Og við elskum lífið og allt sem við sjáum í kringum okkur. Bæði þú og ég, en þér er frjálst að skilja mig á þinn trúarlega hátt.

Sigurður Rósant, 14.11.2012 kl. 19:40

31 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður

Þetta svar frá þér hljómar eins og "einstaklingsmiðuð námsskrá". Lífið hefur heildstæðari tilgang en það að ég setji mér sjálfum það takmark að ná einu skrefinu enn? Ég þarf að fara eftir leiðarvísi lífsins, Biblíunni, sem færir mér þau ánægjulegu tíðindi að "sjálfur lifi ég ekki framar heldur Kristur í mér" þannig á ég hlut í miklu lengra lífi en 70 - 80 árum. Þetta sannaði Kristur með upprisu sinni - þessi boðskapur heillar mig!

Snorri Óskarsson, 15.11.2012 kl. 01:31

32 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég notaði orðið "markmið" en ekki "takmark", Snorri. Eitt skref í einu og svo heldur lífið áfram, en ekki eittvað "takmarkað" eins og þú vilt meina.

Biblían gefur þér misvísandi skilaboð um hvernig þú átt að haga lífi þínu og koma fram við aðra. Hún er því ekki nothæf, hvorki sem "einstaklingsmiðuð námskrá", né sem leiðarvísir lífs þíns eða annarra.

Sem dæmi um leiðbeiningar sem ekki er hægt að lifa eftir nefni ég Mark. 16:18: 

"En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir."

Heillar þessi áskorun þig, Snorri?

Sigurður Rósant, 15.11.2012 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 241137

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband