Rískisstofnunin þjóðkirkjan - félagsmálapakki.

Ný ríkisstjórn er að taka við. Hún hefur stofnun innan ríkiskerfisins sem mismunar fólki að sögn homma og lesbía  og "elskar með skilyrðum" eins og sumir þeirra hafa komist að orði. Ég er ekki innan þjóðkrikjunnar og hef því fengið tilkynningu frá presti að ég fái aldrei að tala í hans kirkju. Elskar hann með skilyrðum? Já, auðvitað og það er bara allt í lagi þar sem þeir eru að verja meiri hagsmuni og þá láta þeir minni hagsmunina fyrir róða. 

Ég tók eftir því í opnuviðtali (DV )við Auði Eir að hún tók afstöðu í samræmi við "ríkisstofnunina þjóðkirkjuna". Það kom mér á óvart því Auður tilheyrir Lúterskri kirkju og Lúter hafði mottóið :"Sola scriptura" - aðeins ritningin!  Rosalega er þjóðkirkjan komin þá langt frá hinum "lúterska skilningi" ef Biblían hefur orðið ekkert kennivald í Þjóðkrikjnni.

Ég t.d. tek ekki afstöðu til málefna út frá stöðu hvítasunnuhreyfingarinnar, eða hvað safnaðarhirðir þar tekur sér fyrir hendur, heldur hvað Biblían og Heilagur andi segja um málið. T.d. kennir kristin trú að Guð skapaði þau karl og konu, Adam og Evu, svo þau verði einn maður út lífið. Hann skapaði ekki margar konur fyrir Adam né annan karl. Því hefur þessi forna saga áhrif á boðun kirkjunnar nema sumir innan nútímakirkjunnar - afstaðan miðaðst við ríkisstofnun - þjóðkirkjuna.

Adam er dregið af orðinu adama sem þýðir jörð. Adam er gjarnan þýtt sem rauður eða sá sem tekinn er af jörðu. Eva þýðir líf og er móðir allra manna. Þessi samsetning er til í fleirri tungumálum t.d. Latínu þar sem nafnorðið Humus (jörð) er frummyndin af orðinu homo (maður). Hið sama kemur fram í grískunni.

Fyrir nokkrum árum fékk ég í hendurnar "Scintific American" mars hefti 1991 þar sem kom fram að eitt elsta tungumál sem menn þekkja hafði orðið krono= korn, kú= kýr og degom= jörð. Af því orði, degom var myndað orðið "guma" = maður. Íslenskan geymir þetta magnaða orð í t.d. "brúðguma" og "nú er sumar gleðjist gumar, gaman er í dag..."

Svo tungumálin fornu og mörgu hafa þá tilvísun í sköpun með skyldleika orða að maðurinn er kominn af jörðu. Við kveðjum hinn látna samborgara með virðulegri útför þar sem við heyrum boðskapinn:  "af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða og af jörðu skaltu aftur upp rísa."

Af þessari fullyrðingu má sjá að við erum komin af jörðu alveg eins og hin gömlu tungumál gera ráð fyrir. Við verðum að jörðu eins og öllum er augljóst. En síðasta fullyrðingin virðist vera okkur nútímamönnum mesta ráðgátan einmitt hvort við munum rísa upp úr gröfunum.

Þar kemur trúin til og staðhæfir að menn muni rísa upp frá dauðum. Skynsemin segir auðvitað nei þar sem slíkir atburðir eru nú ekki "daglegt brauð." Vísindin draga þessa fullyrðingu í efa þar sem tilraunir hafa ekki stutt þessa upprisukenningu en kirkjan, kristin trú staðhæfir og grundvallast einmitt á þessu atriði að upprisan frá dauðum er til. Það var sannað með upprisu Jesú Krists frá dauðum. Líkklæðin frá Turin eru vísbending á fyrirbærinu, upprisa frá dauðum!

Þarf ríkisstofnun til að halda þessari kenningu á lofti? Nei, aðeins trúaða einstaklinga sem hafa sannfærst um upprisu Jesú Krists frá dauðum.

Er það ekki undalegt að svona eldgamlar sögur og ævafornar fullyrðingar um upphaf mannsins og endalok skuli vera í samræmi við niðurstöður nýjustu rannsókna á Indó-Evrópskum málum að við erum tekin af jörðu, (ekki þróuð, heldur sköpuð), við verðum að jörðu og munum rísa upp af jörðu (trúaratriði) 

Þessi meginlína í sögu tungumálanna uppgötvaðist m.a. vegna íslenskunnar. Hljóðkerfi okkar kom mönnum á sporið svo hægt var að endurgera löngu útdautt tungumál sem talað var í NA-Tyrklandi og sótti síðan niður með fljótunum Efrat og Tígris, dreifðist þaðan í  Norður, Vestur og Austur. Enn eina ferðina komum við að sögu fyrstu Mósebókar um Babelturninn.

Við stöndum einnig frammi fyrir annarri sögu Fyrstu Mósebókar en það er sagan um þjóðirnar og dreifingu þeirra um jörðina sem ég fer ekki útí að sinni.

Þriðja saga Fyrstu Mósebókar er daglegt umræðuefni eða þrætumál á Íslandi . En það er sagan um Sódómu og Gómorru. Dæmdi Guð borgirnar vegna kynhegðunar þeirra? Við erum í endalausum hártogunum hvort synd þeirra sé verri, grimmari en aðrar syndir eða hvort við eigum bara ekki að elska fólkið og taka því eins og það er?

Nútíma guðfræðingar hafa komið með "snilldar" skýringu á synd Sódómu. Sr. Guðmundur Örn kynnti okkur þessi sjónarmið á síðu minni hér fyrir stuttu. Þeir fróðu menn vísa til spádómsbókar Esekíels sem fjallar um þessi mál og greint er frá þessu í kafla 16 sem hefur yfirskriftina "Dæmisaga um ást Guðs og trúrof manna" (bls.852) Fræðingarnir drógu fram vers 49  en þar segir: "Sjá synd Sódómu systur þinnar var ofdramb. Hún og dætur hennar höfðu gnótt matar og lifðu góðu lífi í makindum en réttu þó ekki hinum voluðu og fátæku hjálparhönd."

En versið á eftir (nr.50) segir: "Þær urðu drambsfullar og frömdu svívirðingar fyrir augum mér. Þá svipti ég þeim í burtu er ég sá það."  Hvað eru þessar meintu "svívirðingar"? Þar segir hebreskan "towehbah" orðið þýðir viðbjóður og tengist gjarnan skurðgoðadýrkun  eða siðferðilegum þáttum. Til að glöggva sig betur á því þá má vísa til 3.Mósebókar 18.kafla og vers 22 en þar er þetta að finna: " Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð /"towehbah"

Svona er sagt að Guð líti á þessa athöfn og þess vegna má kirkjan ekki blessa hana. Þessi athöfn snýst nefnilega ekki um ást, traust og trúmennsku. Guð brýnir okkur menn að sýna í hegðun og orðum ást, traust og trúfesti þess vegna eigum við jafnvel að elska óvini okkar. Og við eigum einni að elska dýrin en eigum við þá að giftast þeim? Leiða fram að altarinu mann og  belju til að gifta þau? Auðvitað er það ekki í takt við umræðuna. En það er í takt við næsta vers sem fjallar um þessi "ástarmál" því þar segir :"Þú skalt ekki eiga samlag við nokkra skepnu, svo að þú saurgist af." Svo það er samhengi í þessum versum og vert að benda á að þegar fólk ruglast í kynlífinu þá fer það að taka þátt í hinum ólíklegustu athöfnum og það samhengi var þekkt á dögum Móse.

Ef því kirkjan ætlar að blessa eina athöfnina sem Guð hefur viðurstyggð á þá verður skammt að bíða að hin athöfnin fær sitt ritúal, vígslu og blessun. Það er því stóri vandi þjóðkirkjunnar að setja mörk. En þau hverfa sem Biblían hefur boðað og haldið fram, kristin kirkja hefur boðað og "mismunað" fólki með árhundruðum saman þá má spyrja hana hvaða mörk verða þá sett upp. Getur sú kirkja sem hverfur frá "sola Scriptura" boðuninni kallað sig kristna? Alla vega heyrist á greinaskrifum frá starfsmönnum biskupsstofu að íslenska kirkjan verður sú eina sem verður komin á þá braut. Það er lágmarkskrafa til kirkjunnar að hún vinni samkvæmt Biblíunni og lúti þeim aga sem kirkjan í gegnum aldirnar hefur staðið fyrir.  Annar er hún ekki líkami Jesú Krists! Því Kristur afnam ekki lögmálið heldur uppfyllti það með því að vera af hjarta hlýðinn Guði Föður, almáttugum skapara himins og jarðar. 

 

 

kær kveðja

Snorri í Betel 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er kraftur í þér, Snorri, andans kraftur. Ég er að fást hér baki brotnu við önnur skrif, en margan góðan þráðinn væri hægt að taka hér upp frá umræðu þinni, ekki sízt lokasetningunni. Kem vonandi í heimsókn á þessa síðu aftur. Á meðan segi ég: Guð launi þér varðstöðuna og vitnisburðinn, bróðir.

PS. Sanngjarnt væri að segja þarna: "Sr. Guðmundur Örn Jónsson kynnti ...," því að engan hlut á okkar trúi Guðm. Örn Ragnarsson í þessari nýguðfræði.

Jón Valur Jensson, 18.5.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Frábær skrif hjá þér Snorri eins og æfinlega hjá þér.

Jens Sigurjónsson, 20.5.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Ruth

mjög góð skrif hjá þér og þörf.

Ruth, 23.5.2007 kl. 21:09

4 identicon

Frábær skrif hjá þér. Ég er algjörlega sammála skrifum þínum. Auðvitað á kirkjan að fara algjörlega eftir orði DROTTINS.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:49

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eina raunhæfa lausnin í þessu er að aðskilja ríki og kirkju hið fyrsta. Góð skrif hjá þér Snorri !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.5.2007 kl. 12:18

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Það eru til tvær raunhæfar leiðir.

A)  að þjóðkirkjan hverfi aftur til Siðbótarinnar  "Sola Scriptura, Sola Gratia, Sola Cristo" og verði þannig samkvæm "Lúter, Páli postula og Guðspjallamönnunum."

B) Samningi ríkisins við Lúterska kirkju verði sagt upp og þær eignir sem gefnar voru Kristi konungi renni til þeirra safnaða sem tilbiðja Krist konung. Þannig losna Íslendingar undan síðustu einveldisstofnun Danakonungs. Trúarlífið verði þá gert sem sjálfstæð eining innan samfélagsins . Þá geta menn komið fram með boðskap trúarinnar á réttum forsendum. Því við framgöngum ekki með fláttskap né fölsum Guðs orð.

Amen. 

Snorri Óskarsson, 26.5.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 241093

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband