18.11.2021 | 16:42
Hvernig rökræða menn?
Ég sá þessa framsetningu á ruv.is frá SA:,,Verðbólguhorfur hafa farið versnandi og Ásgeir Jónsson seðlabankanstjóri segir að þær launahækkanir sem eru framundan séu ekki í takt við efnahagslegan raunveruleika."
Rafmagnið hefur hækkað! Olíuverð hefur hækkað. Vextir hafa hækkað. Húsnæðisverð hefur hækkað.Eigum við að telja upp fleirra?
Erum við ekki að tala um EFNAHAGSLEGAN RAUNVERULEIKA?
Þessar hækkanir eru kynntar sem ,,eðlilegar hækkanir" til að svara ,,verðbólgu"?
En það ætlar allt að bilast ef laun hækka! Þá kalla þau á verðbólgu, olían hækkar, rafmagnið, húsnæðið, vextir og, og, og ...!
Mikið er rökfærsla samtaka Atvinnulífsins merkileg. Það er greinilegt að þau líta ekki á aðgerðir verslunar, banka og markaðar til hækkunar sem verðbólgumyndandi aðgerðir. Það eru aðeins laun sem er lang hættulegasta stærðin í verðbólgunni á Íslandi. Trúlega er eina lausnin fólgin í því að launamaðurinn verði gerður að þræli og fái engin laun fyrir sitt framlag! Eru menn að fara þangað í sinni röksnilli?
Gæti það verið til heilla að sjávarútvegsfyrirtækin, Stórfyrirtækin sem skila 5 milljörðum í arðgreiðslu mættu borga hærri laun? Eða eru lágu launin tryggingin fyrir að hvorki, Olía, rafmagn, vextir, tryggingar og húsnæði hækki að verðlagi?
Samtök Atvinnulífsins þurfa að opna augun fyrir því að launamaðurinn er ekki verðbólgumyndandi aðili. Hann skaffar vinnu, heldur bankakerfinu uppi, greiðir ríki og bæ sín framlög og situr uppi með mikil gróðafyrirtæki sem vilja ekki greiða laun bara arð!
Og Biblían segir: ,,Hlustið á, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum. Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. Þér hafi sakfellt og drepið hinn réttláta. Hnn veitir yður ekki viðnám." (Jak. 5:1 -6)
Gætið ykkar að fá ekki Guð almáttugan sem andstæðing ykkar. Þið reynið að viðhalda láglaunastefnu og kúgun á Íslandi. Sú ósvinna hefur nógu lengi tíðkast.
Launamaðurinn hefur aldrei skapað verðbólgu, aðeins reynt að tóra og ná saman endum! Það eru haldbæru rökin í tilverunni!
12.11.2021 | 14:07
Dramb er falli næst!
Í æsku las ég söguna um konuna sem vildi alltaf meira og hætti ekki fyrr en hún heimtaði að vera í sömu stöðu og Guð. Nafn sögunnar var einmitt sama og yfirskriftin á þessu bloggi. Ég tel að sagan eigi enn heilmikla skírskotun í samtímann. Það er alheims ráðstefna í Glasgow sem ætlar og jafnvel er sest í sæti Guðs. Þeir vilja ráða veðri og vindum! Ísland lætur sitt ekki eftir liggja heldur stígur fram með yfirlæti og öfgafullum tilboðum að laga veður og ,,hamfarahlýnun" landsins.
Í Guðspjalli Markúsar er saga sögð af ferðalagi kumpánanna yfir Galíleuvatn. Þá skall á með vindi og öldugangi. Lærisveinarnir vöktu Jesú og báðu um hjálp. ,,Hirðir þú ekki um að vér förumst"? Jesús hastaði á vindinn og öldurnar og það varð stillilogn, öldugangurinn hætti. Þá spurðu lærisveinarnir sín á milli: ,,Hver er þessi að bæði vindar og vatn hlýða honum"?
Í dag standa þjóðarleiðtogar í sömu sporum. Söfnuður Grétu spyrja ríkisstjórnir án afláts : hirðið þið ekki um að vér förumst?
Frá Grunnskólabörnum er sami söngurinn og víða í samfélaginu er ótti gripinn um sig meðal manna, ótti og skelfing við ,,dunur hafs og brimgný"! Er ekki hægt að laga veðrið? En veður og vindar halda áfram. Stundu koma gular viðvaranir og jafnvel rauðar eða þá bara engar.
Það er sama hvað mætir okkur við virðumst vera afvanin því að biðja og leita Drottins. Trúmálin eru of heit til að kenna þau í grunnskólum og fermingarfræðslan virðist litlu skila í trúar fátækt unglinganna. En þjóðhöfðingjarnir ætla bara að fljúga minna, hjóla meira og hætta að ylja sér við kertaljós á kvöldin til að minnka ,,kolefnissporið"! Eða eru þetta aðeins skilaboð til lægri stétta?
Hvernig væri nú að leita til þeirra sem þekkja þann sem ,,stöðvar vind og sjó" til að létta áhyggjum af viðkvæmu hjarta og biðja um betra veður á Íslandi? Við megum alveg við því að eiga minni jökla, minni kulda og trekk jafnvel mildari vetur!
Ég er þeirrar skoðunar að CO2 hafi engar veðurfarsbreytingar í för með sér. Það gas er næringarforði allra grænna planta og þörunga, náttúran er þvílík efnavél að hún nýtir þessa gastegund CO2 til að gleðja augu með fögrum blómum og stæðilegum trjám að ég tali nú ekki um fengsæl fiskimið. Náttúran er sköpuð til að hreinsa andrúmsloftir, það segja náttúruvísindin.
Guðleysið er búið að leiða okkur í spor gömmlu kellu sem ég las um í æsku og vildi setjast í hásæti Guðs. Þess vegna eru þjóðhöfðingjarnir komnir á sínum reykspúandi einkaþotum saman á þing til að setjast með ,,kellu í stjórnunarsætið" og ráða veðri og vindum. Hvernig líst mönnum á?
Er ekki enn prédikað að ,,Guð stendur gegn drambátum en auðmjúkum veitir hann náð"!(Jak.4:6)? Hvert er kristnin komin þegar við segjum ekkert við þessum hroka að mennirnir geta lagað veður og vinda? Ætti prédikun kirkjunnar ekki einmitt að fara í þann farveg að:,,án mín getið þér alls ekkert gjört" (Jóh.15:5)!
Er eitthvert samhengi í því að ótryggt veðurlag og hörmungar séu frekar afleiðing að syndum mannanna heldur en skógareyðingu eða díselbílnum sem við ökum? Segir ekki ritningnin, Orð Guðs:,,Sköpunin er undirorpin fallvaltleikanum ekki sjálfviljug, heldur vegna hans sem varp henni undir hann, í von um að jafnvel sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð forgegnileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna" Vér vitum að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa.(Róm.8:20-22)
Nú er hárrétti timinn til að mæta í kirkju, vekja Jesú og biðja hann um að hasta á vind og sjó!
Sjáumst!!!
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2021 | 11:54
talar enn, þótt dauður sé!
Mér kom í hug þessi setning úr helgustu bók veraldar, Biblíunni, þegar ég las frásögu Guðnýjar Bjarnadóttur.
Setningin sem ég vísa til er úr Hebrebréfinu og á við um Abel, þann fyrsta sem varð fyrir rangindum og misbeitingu. Hann var drepinn af bróður sínum, Kain. Enn lifir sagan.
Kristinn E, leiðtogi sócíalista, fór yfir mörkin. Guðný segir frá, skilar skömminni og enn lifir sagan. Hann talar enn þó dauður sé.
Svona eru minningarnar; þær lifa alla af.
Er ekki tímabært að leyfa gömlum ráðum fyrri kynslóða heyrast í samtímanum? Þær urðu að ganga í gegnum ýmislegt og þær minningar lifa og tala þó þær kynslóðir séu horfnar.
Eitt ráðið er: ,,Flý þú æskunnar girndir..."! Það er ótrúlegt hvað þau mistök æskunnar eru lífsseig! Annað er: ,,Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu"! Sá gaumur talar meðan við lifu og löngu eftir að við höfum dáið.
Þriðja má nefna í þessu samhengi: ,,Vertu trúr allt til dauða og Guð mun gefa þér kórónu lífsins"!
Margur ungur og sumir allt fram á gamals aldur sniðganga þessar grundvallar stoðir til fagurs mannlífs og ljúfra minninga að lífi loknu. Þeir, fyrir bragðið, öðluðust ekki kórónu lífsins.
Minning þeirra afhjúpaði þá, verkin sem þögnin og leyndarhjúpurinn átti að hylja hvarf. ,,Dómsdagur" reyndist myrkur og sár!
Hvað getum við gert?
Er til of mikils mælst að dustað verði rykið af boðskapnum:,,Gjörið iðrun og snúið ykkur frá synd og til trúar á Jesú því við það mun hann hreinsa okkur af áhrifum þeirra verka sem við keppumst við að hylja"!
,,Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá". vilja ekki allir hafa góðan ávöxt í minningum um okkur í hugum annarra?
Snorri í Betel
![]() |
Segir Kristin E. hafa misnotað sig kynferðislega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar