Snorri Óskars­son: „Kafl­inn hjá Matt­heusi er því býsna ábyggi­leg heim­ild um kennslu Jesú og fjall­ar tals­vert um kyn­líf og kyn­hneigð manna, þvert á full­yrðing­ar!“
Snorri Óskarsson
Snorri Óskars­son

Morg­un­blaðið gerði þess­ari spurn­ingu skil í fimmtu­dags­blaðinu 22. sept. 2022. Um­fjöll­un­in var um kafla í bók sr. Þór­halls Heim­is­son­ar, prests í Svíþjóð, „Allt sem þú vilt vita um Bibl­í­una“!

Ég las grein­ina og í kynn­ingu seg­ir: „...leiðir Þór­hall­ur Heim­is­son les­end­ur í gegn­um hina mörgu tor­ræðu kafla Biblí­unn­ar.“

Í grein­inni full­yrðir höf­und­ur bók­ar­inn­ar að „til dæm­is minn­ist Jesús Krist­ur aldrei á sam­kyn­hneigð eða sam­kyn­hneigða. Hann tal­ar reynd­ar aldrei um kyn­hneigð manna til eða frá. Hon­um var slétt sama hvort menn væru sam­kyn­hneigðir eða gagn­kyn­hneigðir eða eitt­hvað allt annað“.

Þessi fram­setn­ing klerks­ins bend­ir til að höf­und­ur skauti fram hjá mjög merki­leg­um þátt­um meist­ar­ans frá Nasa­ret og ger­ir um leið bók­ina ónýta til ætl­un­ar­verks­ins að „leiða les­end­ur í gegn­um hina mörgu tor­ræðu kafla Biblí­unn­ar“.

Við erum með þrjú guðspjöll sem rituð eru af sjón­ar­vott­um og læri­svein­um Jesú frá Nasa­ret og okk­ur er holl­ast að treysta frá­sögn þeirra.

Kenndi Jesús aldrei um „kyn­hneigð manna“?

Í guðspjalli Matt­heus­ar er að finna kennslu Jesú um það sem býr innra með mann­in­um. Matt­heus not­ar hálf­an 15. kafla um efnið. Í versi 19 seg­ir og tekið orðrétt frá munni Jesú Krists: „Því að frá hjart­anu koma ill­ar hugs­an­ir, mann­dráp, hórdóm­ur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúg­vitni, last­mælgi. Þetta er það sem saurg­ar mann­inn.“

Flest­ir þekkja til orðanna „hórdóm­ur og saurlifnaður“ og tengja þau við kyn­hegðun manna.

Kafl­inn hjá Matt­heusi er því býsna ábyggi­leg heim­ild um kennslu Jesú og fjall­ar tals­vert um kyn­líf og kyn­hneigð manna, þvert á full­yrðing­ar sr. Þór­halls.

Hér sjá les­end­ur að nýyrðið „sam­kyn­hneigð“ kem­ur hvergi fyr­ir og þarf eng­an að undra.

Guðspjöll­in voru þegar kom­in fram um 180 e.Kr. og strax viður­kennd sem ritn­ing­ar gefn­ar af Guði, sam­kvæmt því sem Ireneus af Lyon full­yrti.

Hvaða orð voru notuð í grísku? Fyr­ir hórdóm var notað „moikea“. Þetta orð kem­ur einnig fram hjá Jó­hann­esi guðspjalla­manni þegar hann grein­ir frá ber­synd­ugu kon­unni sem átti að grýta fyr­ir hórdóm eða „moikea“ (Jóh. 8:3). Fyr­ir „saurlifnað“ not­ar gríski text­inn orðið „porneia“. Þetta orð má finna víða í Nýja testa­ment­inu í tengsl­um við kyn­líf og skurðgoðadýrk­un, svo sem í Postula­sög­unni 15:21. Enn frem­ur má sjá notk­un Páls postula á orðinu „porneia“ í Róm­verja­bréf­inu 1:29. Þýðandi Nt. frá 1540 notaði orðið frillu­lífi (sjá Nt. Odds) og í Biblí­unni 2007 er sagt saur­lífi.

Gríska orðið „porneia“ var notað yfir kyn­líf við dýr, börn, sam­kynja mann­eskj­ur og skurðgoð. Þess vegna hef­ur gríska orðið víðtæk­ari merk­ingu en al­mennt er haft sem þýðing þessa orðs á ís­lensku. Við þýðum „pornea“ gjarn­an sem „klám“!

Mér þykir guðfræðing­ur­inn fara held­ur illa að ráði sínu að full­yrða að Jesús hafi aldrei fjallað um sam­kyn­hneigð þegar orðið „porneia“ var notað um þenn­an lífs­máta. Jesús notaði orðið skv. Matt­heusi.

Fyr­ir mér kem­ur Þór­hall­ur út sem lé­leg­ur fræðimaður og í stað þess að ger­ast leiðsögumaður vill­ir hann les­end­ur sína um lend­ur Biblí­unn­ar. Bók­in og fræðimaður­inn fá því fall­ein­kunn. Reyn­ist þetta dæmi um lé­lega fræðimennsku höf­und­ar má vænt­an­lega vantreysta mörgu öðru sem hann legg­ur fram fyr­ir les­and­ann. Það er skaði hverj­um rit­höf­undi að stand­ast ekki skoðun þegar verk er gefið út.

Því má einnig bæta við að Jesús tal­ar í Op­in­ber­un­ar­bók Jó­hann­es­ar um kyn­hegðun, kyn­hneigð og af­leiðing­ar þessa lifnaðar. Þar kem­ur fram í Op. 21:8 (og Op. 22:15) hver ör­lög verða fyr­ir skurðgoðadýrk­end­ur og frillu­líf­is­menn sem ekki gera iðrun. Það er hollt fyr­ir guðfræðing­inn að kynna sér efni þeirr­ar bók­ar áður en lengra er haldið með út­gáfu á Öllu sem þú vilt vita um Bibl­í­una.