Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
30.4.2014 | 13:29
Hættulegar skoðanir?
Í umræðunni undanfarið hef ég tekið eftir að ýmsum sjónarmiðum er velt upp, varðandi það hvort ég hafi haft rétt á að segja það sem ég sagði, blogga á prívatsíðu eða hvort mér sé treystandi fyrir að kenna ungum og viðkvæmum börnum vegna skoðana minna. Þá hefur einnig verið fullyrt að ég sýni af mér fjandsamlega skoðun, bókstafstrú, þröngsýni og kærleiksleysi.
Ein spurði um það: "ef ég hefði ritað og sneitt að fötluðum eða svörtum"? Þessi tenging við bloggfærslur mínar og fatlaða eða svarta fannst mér afar merkileg og varð tilefni þessarar færslu. Hvað með fatlaða?
Í barnæsku minni voru tveir blindir í mínum árgangi og þeir voru "gaurar" eins og við peyjarnir ennþá hluti af árganginum. Fötluð börn hafa verið hjá mér í skóla og setið í bekk sem ég hef kennt. Þau hafa verið börn og sýnt samskonar hegðun og hinir, fallið inní hópinn og verið hluti af skólastarfinu, "gaurar" eins og verkast vill. En vita menn ekki að "þjóðfélagið" hefur samþykkt að slíkum börnum má eyða? Ég hef ekki þá skoðun. Ég hef þakkað fyrir að hafa kynnst blindum og fötluðum. Hvar eru hættulegu skoðanirnar?
Ég hef engum dverg kennt. Af hverju? Öllum dvergum hefur verið eytt í móðurlífi undanfarin 20 ár- allavega! Ekki vegna minna orða heldur í nafni "kvenréttinda"! Vita menn það ekki að fóstureyðingalögin 1976 var eini "árangur" kvennalistans? Kvenréttindi sem hættulegar skoðanir? Þær vilja ráða yfir eigin líkama. Engri konu né manni með slíkar skoðanir er haldið frá börnum eða kennslu. Hættulegar skoðanir sem virða ekki lífsrétt barnsins? Þetta eru bara "eðlileg sjónarmið og frjálslynd" ekki satt?
Ég er sagður hafa "hættulegar skoðanir" og ósamrýmanlegar fyrir viðkvæm börn í skóla. Ég hef ekki hvatt til eða mælt með að börnum/fóstrum verði eytt.
Ég hef ekki komið nálægt því að krefjast þess að sumir hópar fái ekki málfrelsi eða atvinnu, sviftir rétti til lífsafkomu vegna skoðana eða trúar?
Ýmsum kannski finnst vera að bera i bakkafullan lækinn að blogga enn eina ferðina um siðferði, skoðanir og trú!
En ég trúi því að Biblían sé Guðs Orð. Enginn sem kynnir sér Biblíuna verður "bókstaftrúarmaður" í þeirri merkingu að hann heimti dauða og útskúfun fyrir andstæðinga sína. Ég get hins vegar bent öllum á söguna af Jesú og bersyndugu konunni. Hún var sek, Kristur efaðist ekkert um það en hann sagði "sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum á hana"! Hún var lánsöm að Jesús tók ser ekki grjót í hönd og hinir voru ekki syndlausir. Þá spurði Jesú þegar grjótkastararnir höfðu losað sig við steinana: "Sakfelldi þig enginn"? Nei, herra! Ég sakfelli þig ekki heldur, far þú og syndga ekki framar!
Ég hef átt því láni að fagna að í söfnuði Hvítasunnumanna hér á Akureyri og Vestmannaeyjum hef ég haft fólk frá Afríku, Suður Ameríku, Asíu og ýmsum löndum öðrum. Þetta fólk hefur verið með mismunandi húðlit og gefið hæfileika sína og gáfur inní safnaðarstarfið. Ég hef líka verið með konur sem hafa látið eyða fóstrum og með ótrúlegt sár á sálinni. Ekkert af þessu fólki hefur þurft að "flýja mínar skoðanir" heldur sínar "hættulegu skoðanir" sem urðu til þess að þau tóku þátt í hinu sjálfsögðu réttindum en komu sködduð á sál og anda vegna samviskubits og eftirsjár. Þau leituðu lausnar og fundu hana í trúnni á Jesú Krist einmitt þeirri trú sem leitar sátta við höfund lífsins. Fá fyrirgefningu og breytt lífsviðhorf - viðhorf sem varðveita líf, viðurkenna aðra menn sem bræður og hvetja til heilbrigðs lífernis.
Gjarnan vilja menn fara sína eigin leið. Sumt af því sem við gerum og tökum þátt í er synd; ekki af því að "mér finnst það" heldur af því að Guð (Guðs Orð-Biblían) segir það. Flokkunin kemur þaðan. Í dag er það sem Biblían kallar synd úthrópað sem fordómar. Það viðhorf er ó-Biblíulegt og hættulegt því það eflir andstöðuna við Guð almáttugan, Soninn Jesú og Heilagan Anda.
Viðhorf mitt er þetta: "Látið sættast við Guð"!(2.Kor.5:20)
Kær kveðja
Snorri í Betel
12.4.2014 | 11:12
Menningarslys fræðslumála!
Greinargerð fyrir ályktun aðalfundar Hvítasunnuhreyfingarinnarsem samþykkt var samhljóða þann 29. Mars 2014
Á undanförnum árum hefur vaxandi andúðar gætt bæði hjá stjórnmálamönnum og skólastjórnendum gagnvart því að Gídeon menn fái að koma í skólana og gefa Nýja-Testamenti. Þá hafa Kristin trúfélög komið að lokuðum dyrum þegar kemur að kynningu á starfsemi þeirra bæði varðandi barna og unglingastarf í hverfi barnanna.
Einnig hafa umræður verið um það hvort prestart eða fulltrúar trúfélaga mættu koma í heimsókn í bekki og tala um trú, fermingu eða til bænahalds þegar svo stendur á. Þekkt er að við skólaheimsóknir í kirkjur hafi fylgt þeim skilyrðum frá fræðsluyfirvöldum að prestart fari ekki með bænir eða það sem kalla mætti trúboð. Svo rammt hefur kveðið við í sumum tilfellum að við andlát bekkjarfélaga hafi prestur komið að lokuðum dyrum þó það sé sjaldgæft.
Hvítasunnuhreyfingin á Íslandi er sjálfstætt krisinn söfnuður og trúir því að hið besta veganesti í lífinu sé einmitt Kristin trú. Hún er trú friðar, jöfnuðar og sanngirni með þá reglu að leiðarljósi að allt það sem þú vilt að aðrir menn geri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Kjarninn í boðskap okkar er sagan um Jesú frá Nazaret og það frelsisverk sem hann vann okkur til heilla og eilífs lífs.
Vegna þeirra orða þar sem hann segir: Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi þá skorum við á yfirvöld skólamála á Íslandi að leggja engar hindranir í veg þeirra sem flytja börnunum boðskapinn um Jesú, hvort sem það er að gefa Nýja-Testamenntið eða segja börnunm frá kristnu safnaðarstarfi í umhverfi þeirra.
Við vitum einnig að boðskapur um Jesú hefur haft góð áhrif t.d. eins og rannsóknir hafa sýnt að unglingar sem taka þátt í kristnu unglingastarfi eru síður líklegri til að tileinka sér ýkta áhættuhegðun á borð við fíkniefnaneyslu eða óábyrgu kynlífi!
Þá er og vitað að skv. Grunnskólalögum er gert ráð fyrir að skólinn standi vörð um Kristin lífsgildi og menningararf sem er og undirstaða laga og reglna í samfélaginu.
Þekktir lögfræðingar hafa einnig haft orð á því í opinberri umræðu að hindranir sem skólar hafi sýnt kristnum séu klárt lögbrot af hálfu stjórnvalda þar sem bæði stjórnarskrá og grunnskólalög gera ráð fyrir að sú lífsspeki móti samfélagið.
Ekki má heldur gleyma því að samfélagið hefur allan hag af því að börn og unglingar fái að styrkja þau sjónarmið að vera varkár með kynlíf sitt vegna þeirra alvarlegu sjúkdóma sem eru farnir að herja á þá sem eiga marga rekkjunauta. Þegar læknar eru farnir að vara við þessu vaxandi heilbrigðisvandamáli þá er hagur okkar allra að neyta allra bragða til að íslenskt mannlíf fái að vera betra, fegurra og nær fullkomnleikanum en það yfirbragð sem nú er.
Að síðustu. Vitað er að skólar hafa ekki lokað á allt sem tengist trúmálum í skólum því Jóga og Mindfullness eru trúarathafnir sem er víða boðið uppá án þess að neinar hindranir séu hafðar uppi og þó eru þetta hindúskar trúariðkanir en ekki kristnar.
Til áréttingar málinu birtis eftirfarandi á Eyjunni:
"22. mar. 2014 - 20:00
Nýir faraldrar illviðráðanlegra kynsjúkdóma áhyggjuefni:
Sumt minnir óþægilega á mannkynssöguna, frásagnir af Sódómu hinni forboðnu og aðdraganda að hruni Rómaveldis til forna þegar sukkið og lauslætið náði hámarki. Í dag eru hins vegar ískaldar staðreyndir nútímans á norðurhjara veraldar aðal áhyggjuefnið, ný tár og nýir faraldrar kynsjúkdóma sem eru villtari og illviðráðanlegri en Freyjukettirnir áður.
Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason læknir á Eyjunni. "
kær kveðja með von um Miklu betri framtíð!
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt 15.4.2014 kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2014 | 22:10
Fordómarnir?
Í grunnskólalögum frá 12.júní 2008 er sagt í 2.gr.
Markmið: .. "Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi."
Þessi "kristna arfleifð íslenskrar menningar" nær frá árinu 1000 (999) e.kr og hefur að geyma Nýjatestamenti Odds frá 1540, Guðbrandsbiblíu 1584 og fleiri Guðsorðaritum sem varla verða öll talin upp hér.
Nú er það skylda kennarans og skólastjóra að starfa samkvæmt lögum. Hin "kristna arfleifð"hefur frá alda öðli flokkað kynvillu/samkynhneigð til syndar, samkvæmt Guðs Orðinu!
Nú bregður svo við að ég er flokkaður "fordómafullur" þegar ég reyni að haga orðum mínum utan grunnskólans samkvæmt hinni kristnu arfleifð íslenskrar menningar.
Af hverju ætli skólastjóra, fræðslustjóra, bæjarlögmanni og bæjarráði á Akureyri sjálfsagt og nauðsynlegt að víkja mér frá störfum þegar lög landsins styðja kristin viðhorf mín? Á ég ekki rétt á því að þessir aðilar skjóti skjaldborg um mig í stað þess að ráðast að mínum sjónarmiðum, trú og tjáningu með oforsi?
Vita menn ekki hvað lögin segja eða eru fordómar og hatur á kristnum ástæða þess hvernig mál mitt er vaxið?
Munum eitt að "Guð stendur í gegn dramblátum en auðmjúkum veitir hann náð!"
1.Kor. 6:9 tilheyrir hinni kristnu arfleifð en ekki fordómum!
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2014 | 17:37
Páfi og/eða Antikristur ?
Er Francis páfi að taka fyrstu skrefin á leiðinni til einnar alheims trúar? Ef þessi spurning kemur þér ankannalega fyrir sjónir þá er vert fyrir þig að lesa alla þessa grein. Við erum á tíma þar sem alþjóðavæðing skýtur allsstaðar rótum. Efnahagurinn er samtengdari nú en nokkur sinni áður og árlega erum við bundin við efnahagssamninga milli ríkja og stofnana fastar en fyrr hefur þekkst.
Alþjóðasamfélagið eða alheimsstjórn (eins og G8, þeir útvöldu) gjarnan nota hugtakið er að ná enn betri fótfestu í veröldinni. Stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, Alþjóðabankinn eru tæki til að alþjóðastjórnun komist á áður óþekkt stig. Þá má spyrja hvað með trúarbrögðin? Eru vísbendingar um það að Alþjóðatrúarbrögð gætu verið á næsta leiti? Já, þannig lítur það út fyrir að vera. Reyndar virðist Fransis páfi stjórna þeirri vegferð.
Frá því hann tók við embætti páfa þá hefur hann látið í ljós ósk um sameiningu við Grísku Rétttrúnaðarkirkjuna , Biskupakirkjuna og fleirri söfnuði mótmælenda. Margir lyftu brúnum þegar Kenneth Copland barst video-upptaka frá páfa til safnaðar hans. Eftir að söfnuðurinn hafði hlýtt á orðræðu páfa þá stóð einn safnaðarmeðlimur upp og sagði :Mótmælum Lúters er hér með lokið!
Kaþólikkar og náðargjafa vakning er von kirkjunnar sagði Tony Palmer, biskup í Biskupakirkjunni við fagnandi meðlimi Kenneth Copland safnaðarins.
Kenneth sagði við Palmer: Þegar konan mín sá að hún ætti að verða kaþólsk og náðargjafahreyfingin, Evangelistar og Hvítasunnumenn yrðu skilyrðislaust samþykktir af Kaþólsku kirkjunni þá sagðist hún vilja endurnýja ræturnar við kaþólska og það gerði hún.
Hópurinn fagnaði og hann hélt áfram. Bræður og systur, Mótmælum Lúters er lokið. En ykkar?
Kenneth Copland finnst þessi þróun mála stórkostleg og sagði:Himininn er himinlifandi yfir þessu . Veistu hvað hrífur mig? Þegar við hófum okkar trúboðsstarf fyrir 47 árum, þá var þetta óhugsandi. ( hægt er að sjá þetta á netinu)
Á ráðstefnunni sem haldin var í Trent þá dæmdu kaþólskir hvern þann til Helvítis sem trúir á að vera frelsaður eingöngu vegna trúar á Jesú Krist. Eftirfarandi er orðrétt haft eftir frá Trent ráðstefnunni
Ef einhver segir að einungis fyrir trú(á Jesú) sé hinn syndugi réttlættur; að ekkert annað þurfi og einskis krafist til að hljóta náð og réttlætingu og honum hafi hlotnast syndafyrirgefning vegna eigin vilja að gefa sig sjálfan (Jesú Kristi); þá viti sá hinn sami að hann er bölvaður!
Þessu atriði hefur kaþólska kirkjan aldrei hafnað heldur frekar endurtekið þráfaldlega í áranna rás.
Ef Fransis páfi vill raunverulega ná til mótmælenda þá ætti hann að snúa frá þessari samþykkt frá Trent og hafna henni algerlega. En á meðan hún er í gildi sem kaþólsk kenning þá eru allir mótmælendur bölvaðir.
Samt mun þessi samþykkt frá Trent ekki hindra marga mótmælendur frá því að sameinast Róm og lýsa því yfir að Fransis sé þeirra páfi
Jafnhliða hefur páfinn sótt verulega á að eiga samband við Múslima. Það sem hér fer á eftir eru orð hans sjálfs sem hann lét falla á fyrstu samkirkjulegu ráðstefnunni sem hann var á:
Ég heilsa ykkur hjartanlega og þakka ykkur kæru vinir sem tilheyrið öðrum trúarbrögðum og venjum; fyrst af öllum Múslimum sem tilbiðjið einn Guð, lifandi og miskunnsaman og ákallið hann í bæn og allir hinir. Ég met mikils nærveru ykkar, í henni sé ég einlæga löngun til að vaxa saman að virðingu og samvinnu öllu mannkyni til almanna heilla.
Kaþólska kirkjan er meðvituð um mikilvægi þess að efla vináttu og virðingu milli manna og kvenna í hinum mismunandi trúarhefðum ég vil endurtaka: styrkja vináttu og virðingu milli manna og kvenna í mismunandi trúarhefðum í því felst einnig staðfesting á mikilvægu verki að páfadómur eigi þvertrúarlegar umræður við ykkur.
Náðir þú þessu?
Fransis trúir því að kaþólikkar og múslimar tilbiðji hinn sama Guð!
Nýlega sagði Fransis þetta um múslima
Við megum aldrei gleyma því að þeir játa að eiga trú Abrahams og saman með okkur tilbiðja þeir hinn eina miskunnsama Guð sem mun dæma mannkynið..
Með þessari yfirlýsingu þá er Fransis páfi að hafna annarri mikilvægustu grunnkenningu kristninnar. Einmitt því að Jesús sé Guð.
Múslimir hata þessa kenningu og segja að það er enginn Guð nema Allah.
Svo hvernig geta Múslimir og kristnir tilbeðið Sama Guð?
Eina leiðin til að þetta samband gangi áfram er sú að hafna Guðdómi Jesú Krists!
Auðvita, þegar kemur að öðrum trúarbrögðum þá er Fransis ekki aðeins að teygja sig til múslima. Hann sagði jafnframt á samkirkjulegu ráðstefnunni sem ég vísaði til hér að framan, að :
hann fyndi sig nálægan þeim sem tilheyrðu öðrum trúarbrögðum og jafnframt finnum við okkur nálæg öllum mönnum og konum sem vilja ekki tengja sig við nokkurn trúarhóp, finna sig samt sem áður í leit að sannleikanum, góðmennsku og fegurð, þessum sannleika, góðsemi og fegurð Guðs og þeim sem eru dýrmætir bandamenn okkar í að varðveita mannvirðinguna, byggja friðsamt samlíf þjóða og gæta sköpunarinnar vandlega.
Hann fékk líka marga til að lyfta brúnum þegar hann sagði þetta um Guð-leysingjana :
Guð skapaði okkur í sinni mynd og við erum í mynd Drottins okkar og hann gerir gott og við öll höfum þetta boðorð í hjarta; gerðu gott gerðu ekkert vont! Öll okkar. En Faðir, hann er ekki kaþólikki! Hann getur ekki gert gott. Jú hann getur . Drottinn hefur endurleyst okkur öll, okkur öll með blóði Krists; okkur öll, ekki bara kaþólikka. Hvern einasta. Faðir, guðleysingjarnir? Jafnvel Guðleysingjana. Alla Við verðum að mæta hvoru öðru og gera gott. En ég er guðleysingi og trúi ekki, Faðir! En gerðu gott; við mætumst þar.
Nokkuð varð um rökræður eftir þessa orðræðu um hvað hann meinti svo Vatíkanið birti yfirlýsingu sem greindi frá því að kenning kirkjunnar um þetta mál hefur ekki breyst en við þessa framsetningu páfa varð mörgum órótt.
Að þessu viðbættu varð folk mjög óöruggt þegar Vatikanið bauð aflát fyrir þá sem fylgdu páfanum á Twitter. Eftirfarandi birtist í The Telegraph..
Sáluhjálp eða styttri dvöl í hreinsunareldinum gæti verið aðeins tísti frá (orðaleikur við twitter, tíst ) þar sem páfi bauð fyrirgefningu eða aflausn fyrir stundlega refsingu fyrir þá sem fylgja honum á netinu.
Búist er við að 1,5 milljón unglingar fylki sér til Ríó de Janeiró til að fagna alheimsdegi æskunnar þar sem argentíski páfinn mætir. En fyrir þá sem komast ekki til Brasilíu þá er hægt að öðlast fyrirgefningu syndanna í gegnum sjónvarp, útvarp og netmiðla.
Hin Heilaga postulega refsistofnun, lögrétta Vatikansins hefur úrskurðað um fyrirgefningu syndanna og hefur sagt að aflausn geti verið gefin þeim sem fylgja helgiathöfnum og iðki helgiathafnir samtímis því sem þar fer fram í sjónvarpi, útvarpi eða netmiðlum.
Svo hverju trúir páfinn eiginlega?
Þetta er góð spurning. Trúarhugmundir hans eru hreint ekki augljósar. Hann virðist hafa afar sterka þrá til að sameinast með sérhverjum sem virðist hafa einhverja trúarskoðun. En við vitum þó um einn hóp manna sem hann kann alls ekki við. Hann þolir ekki hugsjónar kristna sem taka trú sína mjög alvarlega
Í hugmyndafræðinni er ekki hægt að finna Jesú í mýkt, kærleika og auðmýkt. Hugmyndafræðin er hörð, alltaf. Í allri sinni mynd: Hörð. Hvenær sem kristinn lærisveinn verður hugsjónarmaður þá hefur hann misst trúnna; hann hættir að vera lærisveinn Jesú en verður lærisveinn viðhorfa og hugsana.. Af þeirri ástæðu hefur Jesús sagt við þá: Þið hafið tekið burt lykil þekkingarinnar. Þekking Jesú er umbreytt í hugmyndafræði og siðaboð og þetta lokar dyrum margra krafna. Trúin verður hugmyndafræði og hugmyndafræðin hræðir, hugmyndafræðin fælir fólk frá, fjarlægir fólkið og fjarlægir kirkjuna frá fólkinu. Þetta er alvarlegt mein að vera hugsjónar kristinn. Þetta er sjúkdómur og ekki nýr af nálinni.
Svo hvað mun verða úr þessu öllu? Það verður mjög forvitnilegt á að líta. Benda má á að það er til 900 ára gamall spádómur um að Fransis páfi muni verða síðasti páfinn. Sé það rétt þá erum við að upplifa þann tíma þegar ein alheimstrúarbrögð verða til. Fyrir örfáum áratugum var þessi möguleiki algerlega útilokaður en nú eru brotin að falla saman og búa til heildarmynd. Hvert verður framhaldið?
Höfundurinn, Michael T. Snyder er fyrrum lögmaður í Washington DC. sem gefur út ritið The Truth. Nýjasta bók hans The Beginning of the End er hægt að fá hjá Amazon.com
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2014 | 22:22
Hver er hann?
Einn af sögumeiri stöðum jarðarinnar er kallaður "Bania". Nafnið er úr grísku, Pan, en er með arabískum framburði og þess vegna er framburðurinn: "Banía".
Þar er að finna leifar bygginga sem notaðar fyrir átrúnaðinn á Pan. Staðurinn var byggður eftir rómverskri nákvæmni og gefinn Rómarkeisara og nefndur því Cesarea Filippí. Þar á áin Jórdan upptök sín og kemur undan Hermon fjalli en fellur ekki til sjávar heldur í Dauðahafið. Fegurð staðarins er heillandi en sagan blendin.
Þangað stefndi Jesús Kristur lærisveinum sínum og þeir hafa eflaust baðað sig í fersku vatninu og notið afslöppunar í frábæru umhverfi. Enn þá einmitt fór hann að spyrja lærisveinana um almenningsálitið. Hvern segja menn mig vera? Ekki stóð á svörum því hann var flokkaður spámaður, Jóhannes skírari eða Jeremía, jafnvel Elía, einn af þeim fornu og sjálfsagt hafa fleirri nöfn verið nefnd. Það hefur fylgt mannkynssögunni að menn flokka persónur og skilgreina. Annað hvort er flokkunin rétt eða röng.
Þegar Jesús var búinn að hlýða á "sögusagnirnar" í samtíma sínum og fréttaflutning lærisveinana þá lagði hann spurninguna fyrir þá sjálfa: "En þér, hvern segið þér mig vera?"
"Símon Pétur svara: "Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs!"
Þessu svari var vel tekið og Pétri greint frá því að hann hafi ekki komið upp með þessa hugmynd heldur hafi Heilagur Andi opinberað honum þessa speki. Meistarinn hélt áfram og sagði: "Á þessum KLETTI mun ég byggja söfnuð (kirkju) minn!"
Kletturinn er sú játning að Jesús Kristur er sonur Guðs.
Það hefur verið játning kristinna manna og skilyrði til að geta flokkað sig sem kristinn að Jesús sé einmitt viðurkenndur sem Sonur Guðs. Því hefur ávallt verið tekið undir orð Hallgríms: "Son Guðs ertu með sanni, Sonur Guðs, Jesús minn. Son Guðs syndugum manni, sonar arf skenktir þinn! Son Guðs, einn eingetinn. Syni Guðs syngi glaður, sérhver lifandi maður HEIÐUR í hvert eitt sinn."
Ég geri ekki þá kröfu til múslima að þeir heiðri Jesú og taki undir þessa játningu því þeir eru ekki kristnir. En hvað á að gera við prest og kirkju? Ef prestur játar Jesú sem homma? Er það skv.Klettinum sem er grundvöllur safnaðarins (kirkjunnar)?
Nú stendur styrr á Akureyri um játningu prests og kröfu fyrrum yfirlögregluþjóns að prestur skyldi "afklæðast hempunni"! Sóknarpresturinn steig fram í dag í Akureyrarblaðinu og varði "játningu" kollega síns og sagðist "ekki sáttur vegna ummæla" fyrrum lögregluþjóns. En hvað með hina 2000 ára gömlu játningu í Cesareu Fillippí stendur sóknarpresturinn með þeirri játningu? Var ekki prestaeiðurinn gefinn til að varðveita "Son Guðs" játninguna?
Svo má einnig spyrja. Eigum við sem trúum því að Jesús sé Sonur hins lifanda Guðs, Frelsari manna frá synd og siðleysi, samleið með kirkju sem rekin er af ríkinu og lætur svona villu viðgangast og ver hana? Hefur biskup Agnes stigið fram til að varðveita Kenningu Kristinnar kirkju?
Mér finnst vera kominn tími á það að þeir sem vilja vera heiðarlegir kristnir einstaklingar safnist saman í þann hóp sem vill standa vörð um það að Jesús frá Nazaret ER sonur hins lifanda Guðs!
Banía, þar sem guðinn Pan var dýrkaður í valdatíð Grikkja og Rómverja var ekki siðlegur í kynlífsathöfnum þeim sem fóru fram á staðnum. Þar var kynvilla, dýraníð o.fl sem ekki skal orða hér og leiddu glötun yfir alla þá sem tóku þátt. Einn var sá sem mætti á staðinn, syndlaus, fátækur og án himins dýrðar. Hann tók á sig syndir þessara svo að þeir mættu losna, ganga útúr valdi myrkursins og tortímingar því Jesús Dó fyrir alla synduga menn og sagði okkur að "Snúa okkur, frá synd, gera iðrun og játa Jesú sem Guð". Þannig frelsaði Jesús fólk frá "Pan", en nú sýnist mér "Pan" vera fluttur inn í þjóðkirkju átrúnaðinn, alla vega á Akureyri!
"Vér heyrum Guði til. Hver sem þekkir Guð hlýðir á oss." 1.Jóh.4:6
Á föstu 2014
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt 22.2.2014 kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2014 | 14:27
Dýrt er Drottins orðið!
Þetta orðatiltæki er oft notað í daglegu máli og þá aðallega hjá eldri kynslóðunum. Þær yngri temja sér frekar myndlíkingar sem koma úr tölvum, leikjum eða tónlist.
En þetta orðtak er eldra en elstu menn muna. Vera má að hjá okkur eldri hefur orðtakið ekki einu sinni þá mögnuðu merkingu sem stendur þar að baki.
Dýrt táknar verðmætt og/eða innihaldsríkt. Drottinn þýðir Guð eða konungur og gæti átt við um stjórnvöld eða yfirboðara í mannlegri skipan. Svo innihaldið þarf að vera skírt og klárt hjá þeim sem fara með völdin. Hanna Birna er í dag toguð og teygð í fjölmiðlum vegna þess að orð hennar teljast ekki "dýr" orð eða merkingarbær. Það telst vera stjórnanda til hnjóðs ef hann grípur til innihaldslausra orða þ.e. lyginnar. Það eiga allir menn að varast, auðvita!
Í Biblíunni talar Jesaja spámaður til sinnar kynslóðar og setur fram þessa setningu: " Ég gef Egyptaland í lausnargjald fyrir þig, læt Bláland og Seba í stað þín." (Jes.43:3) Skýringin á þessari setningu kemur fram í næsta versi: "Sökum þess að þú ert dýrmætur í mínum augum og mikils metinn og af því að ég elska þig þá legg ég menn í sölurnar fyrir þig og þjóðir fyrir líf þitt"!
Þessi orð geta því verið í algerri andstöðu við þá hugsun að allir menn séu jafnir frammi fyrir Guði. Sumir menn eru kallaðir Guðs eignarlýður og Guðs börn eða börn ljóssins. Aðrir menn eru kallaðir börn Djöfulsins eða börn myrkursins. Ekki eru fleirri hópar nefndir og við getum hæglega verið tengd við annan hvorn hópinn. Þegar Qumran handritin voru opnuð reyndist þessi framsetning augljós hjá skrifurum handritanna að þeir tilheyrðu "börnum ljóssins", fjarri glaumi og glysi hinnar spilltu valdastéttar.
Þessi regla var sett á endurfyrir löngu í hinni fyrri sköpun. Þeim kafla lauk með kynnum á hinum vammlausa manni sem stóð uppúr hvað mannkosti varðar í veröld sem þýddist ekki skapara sinn og urðu börn myrkursins með glæpaverkum alla daga sína. Veröld Nóa var eytt og hinum grandvara og hreinlynda Nóa gefið framhaldslíf ásamt fjölskyldu sinni. Nýj veröld sem mundi ekki farast í flóði. Svo kom hinn dýrmæti Abraham stóð frammi fyrir ógn syndar og spillingar dauðans, tortímingu er stóð í gegn anda hins trúaða og vildi fara sína eigin leið. Henni var rutt í burt, Sódómu og Gómorru eytt og Lot, hinum réttláta manni og frændi hins dýrmæta Abrahams, bjargað. Svo kom saga Jósefs sem endaði með því að Ísraelarnir voru þrælar í 400 ár. Dómurinn kom, Egyptaland var lagt í rúst og gyðingum bjargað.Sama með Babylóníu eftir að þar ríki var búið að gegna refsihlutverki sínu þá var því fórnað, til að gyðingarnir fengju að halda lífi og hverfa aftur heim í land sitt. Hlutverk þeirra skyldi koma fram að ala mannkyninu frelsara; þess vegna voru þeir djásn í augum Guðs. Eftir að þeir höfnuðu Jesú og báðu um Barabbas voru þeir sendir í útlegð, heimshorna á milli unz þann tíma bæri að að Frelsarinn birtist á ný í Skýjum himins til að dæma lifendur og dauða. Þá fá gyðingarnir forskot á að koma heim í öðul sín.
Land þeirra var lagt í rúst 70 e.kr. Önnur heimsveldi hafa tekið landið eignarnámi. En eftir að hafa legið undir valdi Islam um aldir og stjórn Tyrkja því frá 1517 til 1917 . Þá var Tyrkjaveldi brotið á bak aftur og Gyðingaland leyst og gefið gyðingum sbr. Balfour yfirlýsinguna. En gyðingarnir hlupu samt ekki til heldur voru þeir tregir til að mæta á sína fósturjörð.
Seinni heimstyrjöldin kom og lagði Evrópu í rúst, Gyðingarnir - landlaus lýðurinn, skyldi nú hraða för á Ísraelsfjöll. Þangað eru þeir komnir. Hversu dýrmætir eru þeir ekki í augum Guðs! Allt er þetta svo að við megum trúa og bera virðingu fyrir hinum almáttka.
Öll þessi saga hefur kostað ógrynni fjár, menningarríki og konungshásæta. En Orð Drottins varir að eilífu. Hann hefur allt vald á himni og jörðu. Hann lagði líka Tyrkjaveldi og Evrópu á fórnaraltarið til að láta Orð sitt rætast. Kirkjan er hans eignarlýður og á að vera "stólpi og grundvöllur sannleikans" með "postulana og spámennina sem grunn en Jesú sem hyrningarstein"! Þessi viðhorf á hver prestur og kennimaður kristninnar að hafa og boða kristnum lýð!
Sumar svokallaðar kirkjur og prelátar þeirra hafa nú ekki lengur þann grunn að bera Ritningunum vitni. Tal þeirra er í hróplegri andstöðu við "Drottins Orðið" ; þær hafa afvegaleiðst og tala með barka undirdjúpanna og myrkva sálarsýn fylgjenda sinna. Þannig eru meðlimirnir orðnir Gómorru lýður og börn hinna spilltu gilda. Má þar nefna að meiri þungi er í að berjast fyrir "mannréttindum" en síður lagt til okkar að "Elska Guð" sem er æðsta og fremsta boðorð Biblíunnar. Bara þetta atriði er grunnurinn að lækningu á hugmyndaheimi mannsins. Að vita um Guð sem er okkur æðri setur okkur menn á þann stall að við ráðum ekki ein og stjórnum því ekki hvað er rétt og rangt, hollt og gott, til lífs eða dauða. Guð skapaði okkur til að lúta þeim lögmálum tilverunnar.
Hann gaf afkomendum Abrahams þetta hlutverk að vera fyrirmynd annarra þjóða og menninga í hegðun og manngildum sem fæddu af sér líf og varðveittu líf. Boðorðin 10 voru gefin til að við fengjum að lifa.
Svo kom Jesús, frumglæði ljóssins sem allt er skapað til og fyrir. Honum var fórnað og Barabbas gefið frelsi. Enn ríkir andi Barabbasar yfir mannheimi með morðum, ránum og illum gjörðum - en tíma hans er brátt lokið.
Í dag er náðardagur og við fáum að leiðrétta okkar eigin lífsviðhorf og ganga í lið Jesús frá Nazaret sem er þar allt í öllu, með orði og kenningum er að gagni koma og veita heill og hamingju með eilífu lífi héðan í frá! Orð hans eru líf enda er hann upphaf tilverunnar og allt á tilveru sína í honum.
Ríki Barabbasar verður eytt alveg eins og veröld Nóa, Sódómu, Egyptalandi, Babylon, Tyrkjaveldi o.fl,o.fl. en þú færð að bjargast því hver sem á Jesú, trúir mun ekki glatast heldur eignast eilíft líf!
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2014 | 09:58
Verður er verkamaðurinn launa....
Nú er ekki lengur vinstristjórn. Við það hafa verkalýðsfélög vaknað upp til lífsins og krefja launaleiðréttinga sem sannarlega þurfa að verða ef okkur finnst að heimilin eigi að standa undir kröfum lánadrottna og samfélags. En sorgarsagan er auðvita sú að Vinstristjórn, launþega og verkalýðs, sinnti ekki launaleiðréttingum hinna vinnandi stétta heldur slógu skaldborg í kringum peningakerfi, banka og vogunarsjóði. Við áttum að borga "Æ-Seif" sama hvað!
Hægt er að nefna atburði eins og bankahrunið, gírugir vogunarsjóðir, láglaunastefna og ný hjúskaparlög séu dæmi um fráhvarf frá gömlu kristnu gildunum. Færri telja sig eiga samleið með þjóðkirkjunni og frjáls kristin trúfélög vaxa hægt eða ekki.
Í ljósi þessa er vert að athuga hvort ekki vanti kristin gildi hjá þeim sem ráða för, ríkja yfir fjármálakerfinu eða semja um kaup og kjör almennings? Hin kristnu gildi koma t.d. fram í bréfi sem bróðir Jesú frá Nazaret reit og heitir Jakobsbréfið. Í fimmta kafla segir hann:
"Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum."
Við heyrum um yfirgegnilegan vöxt lífeyrissjóða og vildarkjör þeirra sem stjórna þeim í "okkar þágu". En þeir sem eiga að fá að njóta þeirra búa við sífellt skert leifeyriskjör og nú skal hækka aldur þeirra sem taka út lífeyrinn. Best væri að þetta fólk tæki uppá því að deyja því þá minnka útgöld Lífeyrissjóðanna. En þessum upphæðum má líkja við að hver Íslendingur eigi 8 milljónir í sjóðunum. Það eru tveggja ára laun kennara t.d.
En Jakob heldur áfram og fylgjum því næsta versi: "Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum sem slógu lönd yðar og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi". (etið gull, keypt ykkur jeppa að þarflausu, hækkað laun og sporslur o.s.frv.) Þetta virðist yfirbragðið hjá þeim sem gera launþegunum tilboð um 2,7% launahækkun.
Þessi peninga- og launastefna verður ekki landinu til framdráttar eða merki um framfarasinnað álit. Kvótaeigendurnir hafa fengið frían aðgang að fiskimiðum en segja hiklaust upp áhöfnum og selja útgerð vegna þess að hagnaðurinn reynist ekki nægilegur?
Er samhengi í því að lækka laun og geta ekki nýtt auðlindirnar; missa togara úr rekstri í "besta kvótakerfi heimsins"?
Ég tel að vegna ókristilegs gildismats þá hafi allt kerfið brenglast og því erum við enganveginn komin útúr hruninu. Ef laun yrðu hækkuð í sanngjarna tölu þá stæðu skólar ekki frammi fyrir því að á næstu 5 árum sækja ungir kennarar ekki um störf. Sjómönnum hent í land og atgervisflótti verði í launþegastéttinni svo við þurfum útlendinga, eins og Pólverja, til að lepja dauðann úr skel á meðan Íslendingarnir flýja land!
Við borgum ekki af því að kristnu gildin hafa verið fjarlægð úr skólum, vinnustöðum og þjóðarsál. Hinn kristni hefur eftir orð Meistarans frá Nazaret og tekur sanngjarna afstöðu til náungans og segir: "Verður er verkamaðurinn launa sinna". Lúk. 10:7
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2014 | 12:41
Orð krossins er heimska..!
Í sameiginlegri bænaviku kristinna trúfélaga er einn ritningartextinn 1.Kor.1:17 lagður til grundvallar: " Ekki sendi Kristur mig til að skíra heldur til að boða Fagnaðarerindið, - og ekki með orðspeki til þess að kross Krists missti ekki gildi sitt." Næsta vers á eftir segir: "Því að orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss sem hólpnir verðum er það kraftur Guðs."
Þessi orð eru stingandi og jafnframt mjög dæmandi. Umræða undanfarinna missera hafa gjarnan verið á þeim nótum að boðskapur kristninnar sé byggður á vafasömum heimildum, undarlegum túlkunum og fáránlegri tengingu við fortíðarhyggju eins og sköpun og skamman aldur lífsins sem engin vísindi styðja á nokkurn hátt. Við á Íslandi erum vel menntuð og því er t.d. trúin á meyjarfæðingu Jesú varla til, hvað þá trúin á tilveru Guðs eða að líf okkar sé komið frá slíkri veru. Hvað þá með krossdauða Jesú, upprisu hans frá dauðum eða frelsun manns og sálar frá glötun?
Já, glötunin er auðvita óþægilegt efni sem enginn talar neitt um lengur. Við erum öll svo góð að mest allt hjá okkur er ásættanleg hegðun. Svo ef eitthvað tekur við þá er það bara betra tilverustig?
En svo merkilegt sem það er þá standa þessi orð Páls postula eins og þyrnir í trúmálaumræðunni:"Orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss sem hólpnir verðum er það kraftur Guðs"!
Eitt af því sem tilheyrir "Orði krossins" er að Jesús er afkomandi eða sonur Guðs. Það hefur verið notað gegn kristninni á "vísindalegan hátt" að ekkert barn verður til án aðkomu karls og konu. Þetta atriði kemur fram t.d. í "Gullna hliðinu" þegar kerling fær ekki bænheyrlsu hjá Maríu að hún skýtur óþægilega á hana er hún segir:"Eða mannstu það nú ekki að þú áttir eitt barnið og gast ekki feðrað það?" Þetta er leikhúsútgáfan, spaugsama svar vantrúarinnar eða heimska til glötunar!
Þegar svo við skoðum texta Bibllíunnar er hvergi hægt að sjá að María eigi erfitt með að feðra Jesú. Hún fær það í veganesti frá Gabríel að:"Fyrir því mun og barnið verða kallað heilagt, Sonur Guðs!" Þetta er mörgum heimska til glötunar en öðrum kraftur Guðs.
Múslimar hafa það sem grunnatriði í trú sinni að :"Allah er einn og hann á engan son!" Hann kom því ekki að fæðingu Jesú og því er Jesús ekki sonur Allah. Þeim er þetta heimska - en ekki kraftur Guðs!
Í upphafi Biblíunnar segir að Guð hafi skapað aldingarðinn Eden eða Paradís en rekið manninn úr garðinum eftir að syndin komst inn og höggormurinn hafði ginnt Evu til að eta af skilningstrénu. Guð rak ekki manninn í burt vegna reiði heldur hryggðar. Það varð manninum til góðs að komast ekki að Lífsins tré, eta af og lifa eilíflega. Hvernig væri veröldin ef hrörnun manna endaði ekki með dauða? Hvernig ætli heilbrigðiskostnaður væri ef við hefðum Egil Skallagrímsson, Snorra Sturluson, Guðbrand Þorláksson og Jónas Hallgrímsson hrörlega en lifandi ásamt sínum samtíðarmönnum, til að annast?
Guð sá okkur betri leið. Hann ákvað að leyfa dauðanum renna sitt skeið og fjarlægja hann síðan úr tilverunni. Til að svo mætti verða sendi hann Jesú í einvígið við Dauðann og Djöfulinn. Við að sigra þessi öfl gat Jesús veitt hverjum þeim sem trúir nýtt upphaf og eilíft líf. Þetta er kraftur Guðs, Fagnaðarerindið eða hinn besti boðskapur sem mannkynið getur hlýtt á! Ekki er farið fram á meira en að við trúum þessum sáttmála sem Guð hefur lagt sinn eið að!
María, móðir Jesú fékk í veganesti um Jesú þegar hann var færður Drottni í Musterið. Þá kom Símeon og sagði við Maríu:"og sjálf munt þú sverði níst í sálu þinni". Hún fékk einnig að reyna að líf sonar hennar og Guðs var hvorki þægilegt eða eftirsóknarvert. Henni var það ljóst að Jesús varð kunnugur þjáningum. En þær hörmungar sem hann þoldi færðu okkur heill og hamingju.
Okkur sem tökum þátt í sameiginlegri bænaviku safnaðanna er þetta einnig afar ljóst að þessi Jesús sem Orð Krossins greinir frá var fórnin stóra, Guðs lamb sem burt ber syndir heimsins og dyrnar inní Paradís, nýtt upphaf okkar manna inní veröld þar sem menn fá að lifa eilíflega vegna trúarinnar á Jesú.
Englar voru settir við hliðið að Paradís og logar hins sveipandi sverðs útiloka manninum inngöngu eftir dauðann. Næstu dyr ,Jesús Kristur, var settur fyrir okkur til að við færum gegnum hann, í trú á hann og með krafti hans inní Paradís ,hina nýju tilveru okkar.
Okkur er einnig sagt að :" ekkert óhreint skal inní hana koma"! Hvorki menn sem telja Orð krossins heimsku, eða stunda siðleysi, reyna að troða sál í skjóðu og smygla síðan inn í Guðs ríkið með heimsku vantrúarinnar.
Aðeins þeir sem auðmýkja sig og taka við kraft Guðs og speki Guðs, Jesú frá Nazaret sem dyrnar, veginn, sannleikann og höfund kristinnar trúar.
k.kv
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2014 | 13:28
Kynning á trúarbrögðum?
Er ekki ástæða að kynna íslenskum börnum trú- og siðfræði þjóðanna? Þessi umræða hefur verið nokkuð áberandi undanfarna mánuði en náð nýjum hæðum með innleggi Brynjars Níelssonar, alþingismanns það sem hann sagði í upphafi þessa árs í Seltjarnarneskirkju.
Meðfylgjandi frétt frá Indlandi um siðleysi kynlífs fyrir hjónaband bendir á að sú háttsemi :"gangi gegn kenningum allra trúarbragða. " eins og dómarinn sagði. Þá má spyrja hvert trúarbrögðin eru komin eða siðmenningin í dag ef þessi þáttur virðist brotinn í öllum menningar heimum?
Athyglis vert er að á Íslandi er hæstaréttarlögmaður að tala fyrir kristnum gildum og á Indlandi er dómstóll í Nýju-Delí að úrskurða um kristin gildi sem finnast í öllum trúarbrögðum.
Kristnin hefur litið á hjónabandið sem grunnatriði og nauðsynlegt til heilbrigðs kynlífs milli karls og konu. Með hjónabandi fá hjónin "rétt" hvert á öðru og þau missa einnig "rétt" til að lifa frjálst með einhverjum öðrum en makanum. Fólk heitir trúnaði og ætlast er til að þau gangi saman í gegnum þykkt og þunnt. Þannig styðji þau hvert annað og þegar þeir tímar koma að kynlífið minnkar eða hverfur þá verði ekki heldur leitað á önnur mið. Hér er um að ræða kvenréttindi og jafnrétti.
Sum trúarbrögð eins og Islam, gyðingdómur eða Mormónar leyfa fjölkvæni en ekki ekki kristin trú. Hún leyfir hvorki fjölkvæni, fjölveri, fjöllyndi eða nýbreytni af sama kyni.
En merkileg niðurstaða dómarans var einnig þessi að kynlíf utan hjónabands:" væri siðlaus afurð vestrænnar menningar." Ekki kristinnar trúar!
Það er því ekki meðmæli með frjálshyggju vestrænnar hegðunar að hún skuli brjóta gegn siðareglum "allra trúarbragða"!
Má ekki ætla að þetta sé verðugt námsefni í skólum landsins til að kynna ungmennum siðræn sjónarmið allra trúarbragða? Þetta tel ég einsýnt enda stutt máli hæstaréttarlögmanns og dómstóls í Nýju-Delí!
Snorri í Betel
Kynlíf fyrir hjónaband siðlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2013 | 21:06
"Siðrof" ?
Í tengslum við hrunið var gjarnan notað orðið siðrof yfir háttalagið stjórnenda og fyrirtækja. Þá var átt við að siðferðisgildin gömlu eða kristnu hafi verið yfirgefin og önnur leidd fram til öndvegis. Lætur það ekki nærri? Í ljósi þess skilnings sem hrakti menn úr umræðunni af hræðslu við að vera hvorki umburðarlyndir, víðsýnir eða jákvæðir.
Mannréttindin voru fólgin í því að fara hinar nýju leiðir, setja kirkjunni ný hjúskaparlög og breyta sjóðakerfinu og stökkva frá stjórnmálalegri ábyrgð í betur launuð störf. Það sem "ég" fékk í minn vasa réði ferðinni.
En erum við nokkuð komin útúr þessari vegferð ófremdanna?
Guð haldi áfram að blessa land og þjóð!
Snorri í Betel
Fingraför Framsóknar víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 242251
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar