Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
12.6.2013 | 12:10
Mbl er áminnt um sannsögli!
Svona opinbera fyrirsagnir gleymskuna hjá mönnum. Þetta er nú of sagt að 116 ára maður sé elsti karl allra tíma. Móse var 120 ára þegar hann dó. Jósúa eftirmaður hans sömu leiðis 120 ára. Ef farið er enn framar í mannkynssöguna þá er sagt að Adam, sá fyrsti hafi verið 930 ára þegar hann dó en sá sem hefur hæstan dánaraldur var Metúsala 969 ára.
Þessir menn voru uppi þegar lífaldur gat verið gríðarlega hár og á þeim tíma voru eðlurnar uppi sem við gjarnan köllum risaeðlur. Af því að þær tilheyra "raptile" eins og skjaldbökur þá stækka þær allan sinn aldur og því eru þær kallaðar risaeðlur vegna hins langa líftíma. Sama er að segja um risaskjaldbökurnar þær eru orðnar gamlar og þess vegna stórar enda stækka þær allan sinn aldur og búnar að ná risastærðinni í lokin.
Svo við þetta má bæta að eitt af loforðum kristninnar er einmitt það að "hver sem á Jesú trúir mun lifa þótt hann deyi" og taka hlut í hinni nýju jörð sem verður endursköpuð innan skamms. Við mennirnir erum víst algerir snillingar að fara illa með okkar tilveru og okkur sjálf svo það er ekki löng framtíð með okkar inngripi. Um öll Arabalöndin er komin sú upplausn sem mun fæða af sér enn stærri átök sem færast á Ísraelsfjöll. Þar sem þetta er allt þegar byrjað hvað eigum við þá langan tíma eftir til að ganga fram fyrir Guð og gera upp málin við hann?
Í dag er náðardagur, nú er hjálpræðistíð! Láttu ekki þennan dag líða án þess að gera upp við skapara þinn!
Snorri í Betel
Elsti karl allra tíma látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2013 | 15:02
Sérðu "tíðarandann"?
Trú og skoðanir eru fyrirferðamikil atriði mannlífsins. Við kosningar skerpa stjórnmálaflokkar stefnumál sín og á hátíðum eins og á páskum, hvítasunnu og jólum skerpir kirkjan á trúarsögunni eða grunnatriðum trúarinnar.
Svo leggja aðrir upp með "vísindin" og tefla þeim fram sem mótvægi eða andstæðu við trú; gjarnan sem andstæðum sköpun eða þróun. Vissulega eru þar margar andstæður en þær eru líka systur. Barn verður ekki lengi nákvæmlega eins því það þroskast breytist. En ekki er hér um að ræða breytingu frá einu dýri í annað.
Samtíminn okkar er einnig í mikilli gerjun þar sem nú er verið að tefla fram ýmsum hugmyndum manna um t.d. hjónabandið. Nú þarf að skilgreina það uppá nýtt því gamla hugmyndin er of "þröng". Kvenréttindi speglast t.d í rétti kvenna til að eyða fóstrum. Samkynhneigðir leggja allt af mörkum til að mega vera "hjón" og giftast með kirkjulegri blessun.
Menn láta birta viðtöl við fræga um hvernig þeir hafa lifað lífinu, búið um lengri eða skemmri tíma með körlum sem konum og jafnvel greina frá því hversu sjálfsagt það er að vera með báðum kynjum. Í slíkum viðtölum er þar ekki lögð áhersla á hjónaband milli karls og konu sem deila saman sælu sem sorg og láta ekkert rjúfa það traust sem hjónabandið eitt ætti að gefa okkur höltum gangöryggi í sameiginlegum takti í lífinu fram að því að dauðinn aðskilur.
Hið trúarlega sem tekið er úr kristninni segir okkur að hegðun manna kallar á uppskeru. Lögmál lífsins er einmitt sáning og uppskera. Jesús Kristur notar þessa mynd hvað eftir annað til að koma skilaboðum, mjög alvarlegum til áheyrenda sinna. Uppskerutíminn er oft nefndur "endir veraldar", dómsdagur eða "brúðkaup"!
Einu sinni stóðu borgirnar Sódóma og Gómorra frammi fyrir málalokum. Þá var bókhaldinu lokað og ekki reyndist möguleiki á að þær fengju framhald í tilverunni. Endir þeirrar veraldar kom á augabragði.
Næsta skipti var uppgjörið við Egyptana þegar þeir höfðu þjáð og kúgað Guðs lýð í 400 ár. Við það uppgjör varð mikil breyting á högum Egypta sem og kringumstæðum gyðinga. Þetta umrædda uppgjör var einmitt á páskum (orðið þýðir framhjáganga af því að engill dauðans gekk framhjá hýsdyrum þar sem blóði hafði verið roðið á dyrastafi og dyratré).
Svo kom að hinu mikla uppgjöri sem Jesús kallar "yðar tími og máttur myrkranna" (Lúk.22:53) þegar mælir syndanna var fullur. Spilling og siðleysi manna hafði unnið til dómsdags og komið var að því að Guð dæmdi tilveruna vegna synda mannanna. Á þeim "dómsdegi" mætti Guð sjálfur sem Jesús Kristur. Hann var dæmdur saklaus en gerður að synd okkar vegna. Hann var negldur á kross og laun syndarinnar, dauðinn, fór á hann. En vald syndarinnar gat ekki haldið honum af því að hann hafði ekki syndgað sjálfur heldur reis hann sigrandi frá dauðum. En þetta verður ekki endurtekið!
Síðan eru liðin 2000 ár og enn talar rödd syndarinnar í samtímanum þar sem hún gerir góðan róm að spillingunni og hrósar sér af syndinni. Þeir flokka hana til mannréttinda og vinna að því að varðveita hana með nýjum lagabálkum eða endurskilgreiningu á góðum orðum.
En þessi hegðun samtímans er nú sýnileg í stjórnmálum og fréttum sem pólitískar kröfur eða mannréttindabarátta. En þessi tíðarandi mun einnig bera ávöxt og hann verður einnig dreginn fram til uppgjörs við Guð almáttugan.
Tíðarandinn fæðir fram leiðtoga eða persónur sem verða "einkennispersónur" fyrir tímabilið rétt eins og Hitler varð andlit nazismans, Lenin kommúnismans þá mun okkar tíðarandi fylkja sér um leiðtoga sem mun verða sameiningartákn gegn kristnum gildum og jafnvel verður kallaður guð í holdi, Messías eða "frelsari samtímans". Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að "Sjá tíðarandann" þá muntu vita hvað er að fæðast fram!
Eins og kynslóðir fyrri alda fengu uppskeru af sínu lífi þannig fær okkar kynslóð líka sína uppskeru. Einn er sá sem lofar okkur góðri og eftirsóknarverðri uppskeru sem nær út yfir dauða og gröf og það er Jesús Kristur. Hann var gerður að synd okkar vegna svo við losnuðum undan ávöxtum okkar synda. Hann reis upp til að tryggja okkur sem trúum að hjálpræðið, eilífa lífið, er okkar fyrir það eitt að trúa á hann og játa frammi fyrir mönnunum.
Páskarnir er góður tími til að endurnýja loforðin okkar að Jesús Kristur er sonur Guðs, frelsarinn, leiðtoginn sem leiðir frá spilltum tíðaranda og glapstigu glötunarinnar.
Trúmál og siðferði | Breytt 2.4.2013 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.3.2013 | 18:59
Sameiginleg menningarverðmæti?
Færeyingar hafa verið vinir okkar frá alda öðrli. Þegar ég ferðast til Færeyja þá finns mér ég aldrei á leið til útlanda heldur til "næsta bæjar"!
Ég á ótal margar gleðilegar minningar úr Færeyjum og fagna því að við getum varðveitt gott samband við góða granna. Enn betra finnst mér að þessir guðhræddu grannar okkar með ágæta kirkjusókn og sterk kristin gildi skuli mega vera tengiliður okkar í milli eins og eftirfarandi klausa úr fréttinni segir:
"Þar kemur ennfremur fram að leggja eigi áherslu á að varðveita sameiginlega menningararfleifð þjóðanna tveggja og viðhalda vinarhug og samkennd sem ríkt hafi í samskiptum þeirra. "
Mér finns þetta fagnaðarefni og óska þess að Færeyingar hafi sem mest áhrif hér á landi.
k.kv.
Snorri í Betel
Sannur vinargreiði gagnvart Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2012 | 19:49
Endir allra hluta er í nand!
Það er greinilegt af viðbrögðum fólks og fréttaflutningi af heimsendi að þetta efni er áhrifamikið og grípandi. Auðvitað fyllast margir skeflingu en aðrir skella skollaeyrum við slíkum boðskap og láta hann sem vind um eyrun þjóta. Eitt er þó það sem getur glatt alla. Fram til þessa hefur engin þessara spádóma reynst réttur og því liðið sitt skeið án frekari eftirmála. Samt eiga fleirri eftir að heyrast og fleirri eiga eftir að skelfast verulega. Menn virðast vanta gott "veganesti" eða traust haldreypi í lífið, til að þola svona ógnanir eins og heimsendir virðist vera í hugarheimi svo margra.
Skv. kristinni trú þá verður heimsendir. Hinu illa verður útrýmt og nýr himinn og ný jörð rísa eða verða endursköpuð. Þessi boðskapur hefur farið víða og ætli öll trúarbrögð boði ekki þetta atriði, því get ég best trúað. En það er nefnilega þetta með tímann, honum ráðum við ekki og er því fyirmunað að tímasetja þennan mikla lokaatburð.
Sennilega vorum við "næst heimsendi" á tveim augnablikum mannkynssögunnar. Við Kúbudeiluna 1963 og þegar sólin myrkvaðist við krossdauða Jesú frá Nazaret.
En boðskapurinn hefur töluverð áhrif og sogar til sín athyglina hversu fáránlegur sem hann kann að hljóma. T.d fyllast fjölmiðlar áhuga, fólk hrúgast til miðla, spákvenna og annarra sem halda fram heimsendi. Nýlegar heimsendaspár hafa haft sömu áhrif og gerðist í Ameríku 1844. Áhangendur boðskaparins seldu eigur sínar og undirbjuggu endalokin en að deginum loknum stóð fólkið uppi sem aular og blankir ofsatrúarmenn. Trú getur nefnilega verið mjög dýr sérstaklega fölsk trú!
Eitt getum við þó lært af þessu og það er að skynja hverjir eru loddarar í þessum málum. Spádómar munu ávallt koma fram og nýjir spámenn reyna "skyggnihæfileika" sína með þessum hætti. Núna vitum við að allir sem hafa nefnt heimsendadaginn hafa haft á röngu að standa. Það er sem sagt einkenni á falsspámönnum er að þeir nefna daginn og jafnvel stundina.
Þeir reikna þetta allt út og reikningarnir ekki réttir.
Þeir tengja heimsendinn við geimverur, loftsteina eða annað því líkt.
Hinir sönnu spámenn sem við megum taka mark á koma með spádóma er rætast. Þar bera spámenn Biblíunnar höfuð og herðar yfir falsspámenn okkar tíma. Þeir spá og nefna ákv. atriði sem koma fram í aðdraganda þess að spádómurinn rætist. Saga fæðingar Jesú er einmitt slíkt dæmi. Fornir spádómar ( 600 ára gamlir og þaðan af eldri) höfðu allir aðdraganda að fæðingunni t.d yngismær yrði þunguð. Hann kæmi frá Betlehem, yrði afkomandi Davíðs.
Af þessu má læra hverju við megum og eigum að taka mark á. Það er einmitt heimsmynd Biblíunnar með Jesú frá Nazaret sem þungamiðju því öll trú kristinna manna á að hafa hann sem kjarnann. Svo megum við læra það að samspil atburðanna fyrir botni Miðjarðarhafs er undanfari þess að endurkoma Jesú eigi sér stað.
Annar þáttur í tilverunni er vaxandi siðleysi meðal manna. Það passar vel við okkar tíma. Ráðist er á skóla með morðæði, fóstureyðingum fækkar ekki og fátækum fjölgar tífallt á örskömmum tíma. Siðlaus kynhegðun manna er mælir á spillt hugarfar. Þetta eru fylgifiskar eða undanfari stórra atburða skv. spámönnum Biblíunnar.
Biblían boðar mönnum heimsendi fyrst 1000 árum eftir endurkomu Jesú. Þess vegna ætti íslensk þjóð ekki að láta óróa eða hræðslu koma yfir sig þó svo að einhver blekki okkur með heimsendaspádómum því sá sem trúir á Jesú muni vera hans "hvort sem við lifum eða deyjum"!
Velkomin í hinn nýja tíma sem væntir endurkomu Jesú - sá atburður ætti að gefa þér sæluríka von. Þá verður Satan bundinn. Syndin hættir að hafa eyðileggjandi og ruglandi áhrif á líf okkar. Svo verður dauðinn fjarlægður svo aldur manna verður eins og aldur trjánna. Þá munu birnir vera á beit með lömbun, pardursdýr, úlfar og ljón leika sér með mannanna börnum og snákar ekki bíta börn né spýta eitri mönnum til ólfífis. Ég segi :"Kom þú Drottinn Jesús"!
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt 22.12.2012 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
15.12.2012 | 17:03
Hver biður ekki um hjálp?
Hvaða hörmungar þjóðfélag er að birtast í fréttunum? Bandaríkin sem var lengi vel fyrirmynd flestra þjóðfélaga fyrir frelsi, tækifæri og velmegun er að birtast sem skrímslavætt samfélag þar sem hver og einn getur útvegað sér skotvopn eða jafnvel hríðskotabyssur að vild. Meðan flest ríki hafa sögu af nokkrum morðum með skammbyssum þá eiga Bandaríkjamenn metið. Flest þjóðfélög hafa sett lög á um takmarkaðan aðgang að skammbyssum og við segjum: "af því að þær eru svo hættulegar". Þær eru nefnilega aðeins hættulegar í höndum hættulegra manna. Það er nefnilega hugarfar okkar sem ræður hvernig við beitum vopnum og á hvað. Mér finnst eðlilegt að bandaríkjamenn fari að skoða hverskonar hugarheimur ríkir á meðal þeirra. Svæsnustu drápsmyndir eru framleiddar í Hollywood og tekjur Bandaríkjanna af drápsmyndum eru ógnvænlegar. Á þessar myndir horfum við og þær sýna okkur ógnir með morðum og pyntingum á konum, börnum, góðum, saklausum , löghlýðnum sem vammlausum. Hið illa fær mikið rými í afþreyingu okkar. Hefur það áhrif?
Í skólum Bandaríkjanna tíðkaðist um langt skeið að hefja starfsdaginn með söng, bæn og Biblíusögum. Svo var það lagt af í flestum skólum en Hollywood hélt sínu "frelsi" til að starfa og móta á ógnvekjandi máta.
Við erum búin að ala kynslóðir upp við það viðhorf að fóstrið í móðurlífi sé ekki maður heldur megi eyða því ef móðurinni líst svo. Mannslífið og sérstaklega líf barnsins er sett í "ruslflokk"!
Í opinberum stofnunum fjarlægðu menn krossa og boðorðin 10 í nafni hlutleysis. En Hollywood hélt áfram sinni framleiðslu og við á Íslandi kaupum hana án þess að blikna.
Obama lýsti því yfir um daginn að Bandaríkin væru ekki lengur "kristið ríki" heldur skyldu öll trúarbrögð jafnrétthá. Engin ein trúarbrögð fá að vera mótandi afl meðal barnanna en Hollywood framleiðri enn ógnar og ofbeldismyndir án afskipta trúarbragðanna. Svo þegar svona hræðilegir atburðir gerast þá er spurt: "Hvar er Guð"? Af hverju greip hann ekki inní?
Þegar menn hafa leyft sér að sá ógnunum og ofbeldi þá kemur að uppskerunni. Alltaf haustar að þegar uppskeran er tekin inn og sett í hús. Vonandi líkar mönnum ekki þessi skelfilega uppskera og þá er aðeins eitt að gjöra: "Að sá góða sæðinu í hjörtu mannanna!"
Við teljum "hjónaband" þar sem börn geta ekki orðið til jafnrétthátt hjónabandi milli karls og konu þar sem börn fæðast og alast upp með mömmu og pabba! Skyldi þetta hafa eyðileggjandi áhrif á gildi hjónabandsins og tilurð barna?
Þegar Rimaskóli ætlaði í kirkjuheimsókn þá var farið framá að engin bæn yrði beðin í kirkjunni. Illu heilli fór presturinn eftir þessari mjög svo heimsku bæn skólayfirvalda. Prestar eiga að hafa vit á því að gera kirkjuna að bænahúsi og leggja sitt af mörkum að hið illa nái síður tökum á hugarfari barnanna. Því einu sinni var morðinginn í Connecticut saklaust barn en vond sáning bar ávöxt sem kostaði 27 mannslíf!
En Biblían leiðréttir mengað hugarfar mannsins með þessum orðum: "Lögmál Drottins er lýtalaust, hressir sálina, vitnisburður Drottins er áreiðanlegur, gjörir hinn fávísa vitran."
Er það okkur í haga að taka Jesú frá börnunum? Líf þeirra liggur við!
k.kv.
Snorri í Betel
Þröngvaði sér inn í skólann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
14.11.2012 | 16:17
Hvenær rís "ofbeldisalda" ?
Palestínumenn hafa fengið 25falda Marshall aðstoð frá Ameríku allt frá árinu 1995. Nú renna tugir milljóna frá litla Íslandi til Hamas og enginn friðarflötur finnst á málunum þrátt fyrir endalaust "friðarferli" sem miðast að því að gyðingar missi yfirráð, fái ekki að byggja, þeim er hótað lífláti og útrýmingu - og engin ofbeldisalda rís vegna þessa.
Nú þegar öll löndin í kringum Ísrael eru í upplausn og ofbeldið liggur eins og mara yfir Aröbum þá hafa menn áhyggjur af "ofbeldisöldunni" sem hefur barið kletta Arabasamfélagsins undanfarna áratugi.
Allt miðar að því sama að mannhaf verði kallað uppá ísraelsfjöll eins og spádómarnir segja og hið mikla uppgjör fari fram þar sem milljónirnar farast af því að þær hirtu ekki um að friðmælast við Ísraelsmenn. Þeir kusu heldur að efna til ófriðar við þá eins og Jóel spámaður greinir frá (Jóel 3kafli) Þá rís skelfileg OFBELDISALDA sem hefur verið fóðruð með amerískum og íslenskum fjármunum. Ísland fær þess vegna líka yfir sig hafrót ofbeldisins, Áttu gott skjól, kæri lesandi?
k.kv.
Snorri
Ísraelsmenn opnuðu hlið vítis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 17.11.2012 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
1.11.2012 | 14:54
Ótrúlegar hamfarir.
Fyrir skömmu var gerð könnun á gjafmildi hinna ríku. Þá kom fram að auðugir Bretar gefa lítið sem ekkert heldur "lifa í dýrlegum fögnuði" en auðugir Bandaríkjamenn gefa frá sér fúlgur fjár og láta gott af sér leiða út um allan heim. Það er nefnilega í þjóðarsál Bandaríkjamanna að taka til hendinni og gefa hinum þurfandi. Það er ekki síst því að þakka að kirkjur þeirra og trúboð er allt rekið fyrir gjafafé, ekki ríkisstyrki sem óðum þverra.
Nú eru margar fjölskyldur þar þurfandi og finnst mér eðlilegast að við á Íslandi gefum til þeirra alla vega andvirði einnar máltíðar og styðjum við bakið á þurfandi vinaþjóð.
Svo er hin hliðin á málinu og hún lýtur að því hvað náttúran er að segja. NASA bendir á að um sé að ræða hamfarir af "manna völdum" vegna tillitsleysis okkar gagnvart breytingum á lofthjúp og auknu hitastigi sem og þá bráðnun íss o.þ.h. Við erum kynslóð sem gleypir, breytir lögum og siðferði, söngum á auðlindir náttúrunnar og virðum að vettugi lögmál hennar. Lögmál náttúrunnar eru líka Guðs lög rétt eins og boðorðin 10. Þegar við brjótum þessi boðorð safnast upp vandi sem leysir úr læðingi svona ofsastorma, eyðilegginu og tjón. Því má af þessu læra að það er okkar allra að einmitt setja þessi Guðs lög í virðingarsætið að nýju! Hluti af þessum Guðs lögum er að hjálpa meðbróður í neyð og styðja Bandaríkjamenn - við vitum að öll vinátta vekur faðmlög!
Að síðustu má benda á að svona stormar virðast hafa trúarlegt gildi því að sagt er: "Tákn mun verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist meðal þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný." (Lúk.21: 25) Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því er koma mun yfir heimsbyggðina... og þetta er sagt sem undanfari endurkomu Jesú Krists. Þess vegna ættum við Íslendingar að taka þessum tíðindum að Vestan með kristilegum máta. Í kirkjum verði safnað í samskot og sent til Ameríku, í klúbbum og félögum verði efnt til samskota og gjafaféð sent með bæn til Guðs um blessun þeim til handa sem þurfandi eru og að þeir megi vel njóta. Þannig getum við tekið upp að nýju hið kristilega hugarfar sem svo nauðsynlegt er á þessum síðustu og verstu tímum. Við getum látið hamfarir kenna okkur góða hugsun og frábær viðbrögð, Guði til dýrðar.
k.kv
Snorri í Betel
10.10.2012 | 16:37
Enginn Guð?
Albert blessaður, frægur fyrir hugvit og lögmál. Hann upplifði á sínu fólki hvernig "barnalegar" sögur Biblíunnar og samansafnið að undarlegum spádómum um gyðingana rættust á hans dögum.
Vitað er að einn spádómurinn fjallaði um að Guð mundi "opna grafir þeirra og flytja þá inní Ísraelsland" (Esek.37: 12) og honum boðið að verða fyrsti forseti þess ríkis; og hann sá ekki hönd Guðs?
Þegar hann fæddist þá töluðu engir gyðingur saman á hebresku. Seinna á ævi hans var Hebreska málið endurvakið og gert að ríkismáli Ísraels. Þannig rættist spádómur (Sef.3:9) úr "Samansafni barnalegu sagna Biblíunnar! Og hann sá ekki Guð?
Svo lesum við vangaveltur hans um lífið og tilveruna, jafnvel hvað tekur við eftir dauðann og teljum að hann Albert hafi komist að niðurstöðu. Trúlega var afstaða hans ekki honum sjálfum ljós því efasemdir manna segja meira um manninn sjálfan heldur en hvort Guð sé til. Við nefnilega ráðum engu hvort Guð sé til en við ættum að geta séð spor hans og fingraför á tilverunni. Ísraelsríkið er einmitt gleggsta sönnun þess að Guð sé til og hann standi að baki þessum fornu barnalegu sögum og spádómum sem enn ráða för heimsmálanna. Þó svo að Albert hafi efast og ríkisstjórn Ísland krefjist brottnáms verndarmúranna í Ísrael þá má alveg vera ljóst þeim sem kynna sér málin að öll málefni Mið-Austurlanda fara ekki í neitt friðarferli. Þar mun ófriðarbálið magnast og enda með stórstyrjöld á Ísraelsfjöllum. Það er einmitt skv. "barnalegu goðsögunum" og jafnvel þó að enginn Guð sé til?
Þetta er líkt og með dauðann við sjáum hann ekki en afleiðingar hans, verk og eðli fara ekki framhjá neinum. Af því má ráða að hann hefur mikið afl - ótrúlega mikið afl. En hann er samt ekki alvaldur.
Munurinn á trú og vísindum er sá að vísindin fjalla um nútíð og fortíð en trúin fjallar um nútíð og framtíð. Ef vísindi og trú haldast hönd í hönd þá opna þau augu manna svo blessun færist yfir . Þegar Guði er ýtt út þá kemur trú/lífsmáti yfir sem leiðir af sér dauða, tortímingu, rangan lífsmáta og rangnefnd þekking mun brennimerkja sálir manna með illsku og tjóni.
Þegar "Faðir trúarinnar", Jesús Kristur var í brúðkaupi og vínið þraut þá bauð hann mönnum að setja vatn í kerin og síðan að bergja af. Þá kom í ljós og vatnið var orðið að víni sem vísindalega var algerlega ómögulegt! En það gerðist samt. Höfum við nokkuð efni á að sleppa trúnni á þennan meistara, gyðinginn sem breytti vatni í vín og leyfa gyðingnum Albert Einstein að njóta "vafans" þó klár kall hafi verið- en hann var ekki Guð!
k.kv.
snorri í betel
Dýr afneitun Einsteins á Guði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2012 | 23:10
Fortíð, nazismi og thalidómid-börnin!
Trúmál og siðferði | Breytt 18.12.2012 kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.9.2012 | 11:48
Að fortíð skal hyggja...
Þetta er góð tillaga hjá Oddi og Pétri. Saga okkar er auðvitað geymd í grafreitum landsins og hinar horfnu kynslóðir hafa markað í minningarreitina spor sem vert er að skoða. Þórunn hefur áreiðanlega valið að minningarreitur hennar yrði með kristnu ívafi. Kristnin er nefnilega mótandi trú og skapar persónuleika hún er nytsöm til fræðslu til umvöndunar til leiðréttingar og menntar okkur í réttlæti. Þessi trú hefur í sér fólginn boðskap um að við þurfum öll að mæta frammi fyrir dómstóli Guðs og fá "endurgoldið það sem við höfum aðhafst í líkamanum." (2.Kor.5:10)
Má vera að okkur þyki þetta framandi hugsun en sjálfsagt hafa systurnar Auður og Þórunn verið þessarar skoðuna eða trúar. Ég styð því heilshugar þessa tillögu að Akureyrarbær grípi tækifærið að skoða hina kristnu sögu staðarins og hvaða skilaboð liggja til okkar kynslóðar frá þeim sem horfnar eru. Sérstaklega væri það heppilegt fyrir Akureyrarbæ að grafa upp hin "fornu gildi" þar sem hann getur fengið leiðrétt stefnu sína gagnvart kristnum gildum sem hann hefur opinberlega ráðist á.
Það væri góð afmælisgjöf ef Akureyri leiðrétti stefnuna að hverfa frá kristninni og taka aftur upp varnir fyrir því sem innan kristinnar trúar kallast synd. Það er sorglegt að Akureyri skuli á afmælisári hafa gert sig seka um að vega að stjórnarskrárvörðum rétti manna til trúar- og tjáningarfrelsis. Ég styð það að þeir grafi upp hin gömlu gildi Þórunnar hyrnu! norri í Betal
Kirkjugarður Þórunnar hyrnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 242251
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar