Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
14.8.2012 | 09:09
Jörðin var auð og tóm!
En mesta undrið í tilveru okkar er einmitt lífið. Skv. efnafræðilögmálunum þá leitast öll efni við að fara í sem mesta óreiðu og minnsta orkuástand. Jafnvægi náttúrunnar er því niðurbrot efna. Þess vegna eru til geislavirk efni með stóra kjarna og margar rafeindir en þau atóm eru að losa sig við of hátt orkuástand.
En svo kemur lífið þvert á þessi náttúrulögmál. Allt líf setur efni í orkufrekt ástand og stórar efnasameindir. Lífið þarf mikla orku og því má segja að það er í andstöðu við efnafræðilögmálin.
Biblían segir að lífið hafi verið kveikt af lifandi Guði með orðum hans og andblæstri. Menn vilja e.t.v. halda fram sjálfkviknun lífs sem aftur á móti lögmál efnafræðinnar styðja ekki.
Mars sýnir okkur hversu erfitt er að halda fram sjálfkviknun lífs og þróun þess þegar ekkert er um að vera.
Nú er lag að endurmeta skoðun manna hvort enginn Guð hafi komið nálægt því að breyta auðninni í aldingarð eða tóminu í lífvænlegt umhverfi.
k.Kv
Snorri í Betel
Svona lítur yfirborðið á Mars út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2012 | 09:48
Sjálfs er höndin hollust!
Er þetta ekki dæmi um hningnun kynstofnsins?
Konur hafa "jafnrétti" en samt lægri laun en karlar. Það eru yfirleitt karlar sem ráða launakjörum nema þegar forsætisráðherra ætlaði að "afrugla" launakerfið þá sat hún eftir og karlarnir bættu sín kjör. Kvennastéttirnar hafa farið vaxandi en flestar á rýrum kjörum. Kennarar þurfa að lifa við hungurmörk af því að ....konur þurfa ekki há laun?
Ég hef sagt við unga karlmenn sem eru að ganga í það heilaga að kristna sjónarmiðið er að "elska konu sína og leggja líf sitt í sölurnar fyrir hana"! Þá verða ævinlega sömu viðbrögðin. Konurnar lyfta höfði en karlarnir brosa líkt og þeir vilja segja :"Láttu þig dreyma."
Þessi frétt um sjóslysin og sjálfselskuna er mjög glöggt dæmi um hnignun og fráhvarf frá kristnum og Biblíulegum gildum.
En svo má líka benda á að "réttur kvenna yfir sínum eigin líkama" er alvarleg aðför að lífi barna því þetta eru helstu rökin fyrir fóstureyðingum. Má vera að hér birtist siðrof samtímans hvað best og það skilar sér í afstöðu karlmanna til sjálfra sín og barnanna. Þættirnir "Sex in the City" ala á þessu eigingjarna og ábyrgðarlausa lífsmáta sem unga fólkið vill hafa en kostnaðurinn verður þessi að hver hugsi um sig til að lifa af. Þá verður ekki mikið pláss fyrir börnin!
Postulinn sagði: "Sjálfur lifi ÉG ekki framar, heldur KRISTUR í mér". Þessa reglu þarf kirkjan að koma inní hugarfar hins sanna karlmanns. Við eigum að fórna okkur fyrir eiginkonuna og börnin okkar.
Amen?
Snorri í Betel
Karlmenn líklegri til að lifa af skipskaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.7.2012 | 20:49
Hverjum var þetta ekki ljóst?
k.kv.
Snorri
Kynlífsatriði umturna unglingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.7.2012 | 16:21
Uppsögn í nafni sárinda!
Ég var kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar í dag. Hann var með bréf í hendi sem han óskaði eftir að ég undirritaði sem móttakandi. Bréfið var uppsögn. Ég hef 5 mánaða rétt til launa, 3 mánaða rétt til að kæra málið til Innanríkisráðneytisins og 14 daga rétt til að fá frekari rökstuðning fyrir uppsögninni.
Gunnar sagðist harma þennan viðskilnað og hældi mér nokkuð. Ég gladdist yfir þeim orðum sem Gunnar hafði um mig og störf mín í skólanum og þá eftirsjá sem yrði af því að fá ekki notið minna starfskrafta. Ég sagði honum að það væri auðvelt að laga þá eftirsjá bara með því að hann drægi uppsögnina til baka þá væri sá þáttur kominn í lag. En ekki gat hann orðið við því! Þessu væri ekki hægt að breyta!
En hverjar voru þá ástæður uppsagnarinnar? Jú: "Uppsögn á rót að rekja til brota utan starfs sem samrýmist ekki starfi þínu sem grunnskólakennari." Og: "Akureyrarbær telur að með því að skrifa og tjá þig opinberlega á meiðandi hátt um samkynhneigð og transfólk hafir þú brotið svo af þér að réttlæti viðbrögð af hálfu bæjarins." Síðan er vísað til skrifa minna á bloggi mbl.is undir heitinu :"Gildum er hægt að breyta" og "Leiðrétting" sem : "eru til þess fallin að vera meiðandi, m.a. gagnvart nemendum og ganga gegn lögum, reglum, samykktum og skólastefnu."
Þetta eru endalokin á því ferli sem hófst árið 2010 þegar Akureyrarbær fór fram á það að ég hætti að nýta stjórnarskrár varinn rétt minn til tjáningarfrelsis. Þá var sérstaklega tekið fram í bloggheimum. Mér var lofað að ekki yrði hróflað við orðum og boðskap mínum á samkomum í Hvítasunnföfnuðinum. Ég spurði Gunnar hvort ekki væri kvartað undan orðum mínum á Ómegu- kristnu sjónvarpsstöðinni. Ekki neitaði hann því en hann horfði aldrei á þá stöð en sumir hafi haft orð á þessum boðskap þar. Ég gekk út af fundi með uppsögn í hendi og grun um að menn ætluðu í nafni yfirvalda að snúa sjónvarpsstöðina Ómegu niður vegna þess að boðskapur hennar hentaði ekki "samkynhneigðum og trans" mönnum? Menn skeindust á sálinni vegna boðskapar Biblíunnar.
Biblían barst á góma og hann gaf lítið fyrir þýðingar á Biblíunni enda hafi menn þýtt hana frá öðrum tungumálum en styddust ekki við frumrit hennar. Mér var nú hugsað til þýðenda á vegum Biblíufélagsins hvort þeirra verk njóti ekki meira trausts hjá yfirvöldum skólamála á Akureyri? Ég benti honum á að þýðendurnir þýddu úr frummálum Biblíunnar, hebresku og grísku.
Grunnstefið í uppsögn minni var, að sögn Gunnars: "Að kynhneigð sé ekki hægt að breyta"! Ég stend í þeirri meiningu að kynhneigð sem aðrar tilfinningar séu breytingum háðar og við mennirnir þurfum að gæta þess sem áður hefur verið sagt. T.d. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns... Girnd liggur á sviði tilfinninganna. Þú skalt t.d. ekki hafa kynhneigð til barna. Við ætlumst til að "svona hneigð" óæskilegri og andstyggilegri sé haldið í skefjum og stjórnað. Sé það hægt þá er kynhneigð væntanlega hægt að breyta -- vonandi!
ég mun því ekki kenna í Brekkuskóla meir, takk fyrir samveruna!
kær kveðja til Akureyrarbæjar
snorri í betel
Trúmál og siðferði | Breytt 16.7.2012 kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (54)
28.6.2012 | 20:12
Leiðrétting?
24.6.2012 | 14:51
Illar hugsanir..?
Þessi frétt minnti mig á orð spámannsins Esekíel sem spáði um síðustu tíma og benti á hverjir yrðu kallaðir til síðustu orrustunnar sem við gjarnan köllum Armageddon. Rússar hafa verið ötulir stuðningsmenn Araba í átökum þeirra og útrýmingatilburðum þeirra gegn Ísrael. Í þessu samhengi er einnig frétt í dag um kröfu Tyrkja þess efnis að NATO kreppi hnefana og undirbúi aðgerðir gegn Sýrlendingum sem hafa skotið niður Phantom þotu Tyrkjanna. Þetta segir Esekíel:
"Ég skal finna þig, Góg, höfðingi yfir Rós, Mese, og Túbal og ég skal setja króka í kjálka þína og leiða þigt ásamt öllu herliði þínu, hestum og riddurum, öllum með alvæpni, mikinn manngrúa, með skjöld og törgu, alla með sverð í höndum, Persar, Blálendingar og Pútmenn eru í för með þeim, allir með törgu og hjálm, Gómer og allir herflokkar hans, Tógarma-lýður hin ysta norðurþjóð og allir herflokkar hans - margar þjóðir eru í för með þér. Bú þig út og ver viðbúinn, þú og allar hersveitirnar sem safnast hafa til þín og ver þú yfirmaður þeirra. Eftir langan tíma munt þú útboðsskipun hljóta. Á síðustu árunum munt þú koma inn í það land sem aftur er unnið undan sverðinu, til þjóðar sem safnað hefur verið saman frá mörgum þjóðum Ísraelsfjöll sem stöðuglega hafa í eyði legið, já, frá þjóðunum var hún flutt og búa allir öruggir. Þá munt þú brjótast fram sem þrumuveður, koma sem óveðursský til þess að hylja landið, þú og allir herflokkar þínir og margar þjóðir með þér.
Svo segir Drottinn Guð: Á þeim degi munu illar hugsanir koma upp í hjarta þínu og þú munt hafa illar fyrirætlanir með höndum og segja: Ég vil fara í mót bændabýlalandi, ráðast á friðsama menn, sem búa óhultir, þeir búa allir múrveggjalausir og hafa hvorki slagbranda né hlið til þess að fara með rán og rifs, til þess að leggja hönd þína á borgarrústir sem aftur eru byggðar orðnar og á þjóð sem saman söfnuð er frá heiðingjunum sem aflar sér búfjár og fjármuna, á menn sem búa á nafla jarðarinnar."
Þessi orð eru að ganga í uppfyllingu. Þetta þýðir tvennt. Hið fyrra er að friðurinn verður tekinn af jörðinni og enginn mun ráða við ástandið. Ófriður færist hratt í aukana og mun einnig gleypa Ísland. Von mannsins mun að engu verða. Hið síðara verður að endurkoma Jesú Krists mun eiga sér stað og hann mun stöðva hið illa, binda endi á ófriðinn og setjast í hásæti sitt í Jerúsalem og stjórna þjóðunum þaðan.
Maðurinn á nenfilega aðeins eina vonaruppsprettu, einn frelsara og einn lífgjafa. Sá er Jesús Kristur - þeir sem á hann trúa munu halda sér frá siðspillingu, taka mark á Biblíunni og láta orð hennar leiða sig. Þeir munu vakna upp af sínum "þyrnirósarsvefni" og hafa samt olíu í krúsinni svo þeir taki á móti brúðgumanum og fái inn gengið til fagnaðarins.
Trúðu á Jesú og sjáðu orð hans rætast.
Snorri í Betel
Rússneska skipið aftur í heimahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2012 | 15:45
Veik kirkja en sterk trú!
Kirkjurnar hafa greinilega veikst. Hér á landi er þjóðkirkjan líka veik, þó svo að barnaníð sé sjaldgæfara en á Írlandi. Hér hafa menn nefnilega komist upp með það að standa aðeins fyrir "frjálslyndið"! Biblían, trúarbók kristinna, er ekki lengur óskeikult Guðs orð "til menntunar í réttlæti" hvað þá "innblásin af Guði". Varla er hún "nytsöm til fræðslu"? Er ekki verið að vinna að því að útrýma henni úr skólum? Hvað með að hafa Biblíuna "til umvövndunar" og "leiðréttingar"? Varar hún okkur ekki við ágirndinni og fégræðgi? Hvenær talaði "kirkjan" síðast viðvörunarorð um græðgisvæðinguna? Sú viðvörun mundi flokkast "til menntunar í réttlæti" !
Postulum kristinnar kirkju var ljóst að prédikun þeirra skapaði menn og brýndi til góðra verka. Þeir viss að menn sem "tilheyra Guði skulu vera albúnir og hæfir til sérhvers góðs verks"! (2.Tím.3: 16) Nú hika prestar, sumir, ekki við að segja að Biblían sé ekki kennivald sem þeir nota til að vísa til. Hvers vegna talar kirkjan ekki um leiðina frá fóstureyðingum og útúr ógöngum hjónaskilnaðanna? Kristin boðskap um líkama mannsins sem er bústaður Heilags anda og Musteri. Guð býr ekki í steinsteyptu bákni, hvað svo sem það kirkjuhús nenfist. Jesús Kristur dó, steig niður til Heljar og reis upp frá dauðum til að frelsa synduga menn - en ekki byggingar. Að eyða fóstrum er því eyðing á musteri heilags anda, þar sem Guð vill fá að búa!
Hvað segir kirkjan um "ein hjúskaparlög landsins" sem eru í algjörri mótsögn við "hjúskaparlög kristninnar"? Segir kirkjan ekki bara "Amen" eftir efninu?
Kirkjan sem á að vera Guðs hús "stólpi og grundvöllur sannleikans" (1.Tím. 3:15) hefur ,því miður, fengið mönnum og konum boðunarhlutverk sem hefur ekki verið sinnt með Biblíukenningu kristinnar trúar. Boðendurnir hafa farið frjálslega með sannleikann og þar gætir feminí-, marxiskra- og frjálshyggjuáhrifa sem fjarlægja kristnu gildin frá eyrum þjóðarinnar. Hin pólitíska "rétthugsun" leyfir þess vegna ekki kristnu trúnna í skólum né löggjöf landsins. Aðeins hin sanna kirkja mun láta í sér heyra gegn þessu andkristna valdi.
Hvenær heyrðir þú síðast að presturinn þinn sagði þér að gera iðrun eða taka sinnaskiptum? Kristnin er einmitt trúin sem kennir manninum að skipta um skoðun og setja í hugarfarið skoðanir sem Guð hefur á málum samtímans.
En í stað þess að kirkjan sé málstofa Guðs og tefli fram Guðs lögum þá hafa svo margir hafnað kristnu gildunum en tekið upp önnur gildi framyfir boðskap Biblíunnar. Hér þarf ekki að nefna nema t.d. mannréttindaskilning samtímans sem nær útyfir kristna boðun. Í þessum mannréttindabálki er maðurinn æðstur og löggjöf í kringum hann það sem menn berjast fyrir. En Jesús segir: "Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. (Matt. 22: 37) Þannig er kristin trú meira en mannréttindaboðskapur og því æðri en löggjafinn við Austurvöll.
Þega löggjafinn setur okkur lög sem eru í andstöðu við kristna trú þá á hinn kristni að standa í gegn slíkum lögum og beita sér að þau verði afnumin. Það mun gefa kirkjunni aukið vægi og meira traust. Auðvitað munu menn segja sig úr kirkjunni við þetta það þarf miklu minna til. En þetta mun gera kirkjuna samkvæmari sjálfum boðskapnum sem er vissulega frá Guði kominn en ekki mönnum.
Gerum iðrun og snúum okkur að hinum sönnu trúargildum blessunarinnar. Þeim fylgir lækning og heilbrigð viðhorf til vandamálanna.
Ég rita þetta í von um að nýr forseti á Bessastöðum gegni hlutverki sínu til að vera verndari þjóðkirkju sem talar máli kristinnar trúar og hefji endurreisn fallinna kristinna gilda á þessu landi!
Snorri í Betel
Páfi segir kirkjuna hafa veikst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2012 | 15:59
Segja sig úr lögum við ríkið?
Fornmenn settu fram ákveðna afstöðu í sinni baráttu fyrir kristinni trú. Hjalti, Gizzur og allir þeir kappar sögðu sig úr lögum við heiðna samfélagið á Íslandi. Fram að því gátu kristnir ekki tekið þátt í þingstörfum né dómum á Þingvöllum því að allir eiðar voru strengdir við hin heiðnu goð. Kristnir gátu ekki strengt heit við Njörð, Freyju, Óðinn eða Þór. Það segir sig því sjálft að þeim fannst ekki hægt að semja við ríkistrúnna þá. Enn er sama uppá teningnum að kristin og Biblíuleg trú á ekki samleið með glundroðatrú ríkisins.
Nú eru frjálsir söfnuðir til í landinu ásamt þjóðkirkju. Því má spyrja hvort allir þessir sem fagni aðskilnaði ríkis og kirkju viti ekki um þessi frjálsu trúfélög. Valið er fyrir hendi að styðja t.d. kirstna söfnuði sem varðveita hreinar og klárar kenningar kristinnar trúar. En hvers vegna hafa menn ekki gengið til liðs við frjálsa kristni? Eru kannski þeir sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju með það í huga að hafa aðskilnað ríkis og kristni? Það þarf ekkert að gera neitt sérstakt til að viðhalda skoðanalausu trúfélagi. Þjóðkirkjan er stofnun sem boðar mönnum enga iðrun eða endursköpun þar hafa menn fengið allt í barnaskirninni og verið endurfæddir í nafni föður, sonar og heilags anda. Upp frá því eru þau "guðsbörn" sama hvernig þau haga sér.
En í Kristinni trú er okkur boðað að: "Öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að kallast Guðs börn"! Fyrst tóku menn afstöðu og svo létu þeir niðurdýfast sem svar við því að varðveita sig í trúnni á Jesú Krist.
Þjóðríkistrúin leiðir menn til glötunar vegna afstöðuleysis en Kristnin leiðir menn að Krossi Krists til að menn deyji sjálfum sér en fái að rísa upp sem nýjir menn í lífsgöngunni með Jesú Kristi og endurnýjunar krafti heilags anda.
Þessari trú miðlar íslenska ríkið ekki.
Verið velkomin í hin frjálsu kristnu trúfélög sem hafa gengið með góðu fordæmi á undan og verið aðskilin ríki og kirkju í yfir 90 ár.
Snorri í Betel
Aðskilnaður ríkis og kirkju í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2012 | 23:01
Ræna helgidóma!
Sjávarútvegurinn hefur verið mikil tekjulind þjóðar en þó meiri fyrir suma en aðra. Aðrir misstu sinn kvóta og af því að þeir voru litlir þá þurftu þeir að selja hinum stóru eða bönkunum sem seldu síðan þeim stóru. Hinir stóru settu síðan upp sitt eigið hagkerfi og leigðu eða seldu öðrum á "uppsprengdu verði"! Sanngirnin var fyrsta atriðið sem hvarf úr sjávarútvegi við kvótasetningu. Nú vill Vinstristjórnin hagnast enn betur og "fá kvóta" af verðmynduninni í kvótakerfinu.
Auðvitað tapar þá hin svokallaða landsbyggð! En hvenær græddi hún á góðæri til sjávar? Siglufjörður situr ekki á fornum síldarauði - það eru aðeins minningar sem Siglufjörður á. Flestir útgerðamenn á landsbyggðinni eiga ekki margar íbúðir í sinni heimabyggð, en þeir eiga íbúðir eða jafnvel hús í Reykjavík. Af hverju? Jú, áratugum saman hækkaði verð fasteigna mun meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og laun voru almennt hærri í Reykjavík. Þú gast borið hugsanlega meira úr býtum úti á landi en þá þurfti þú að leggja hart að þér og vinna nótt og dag. Landbyggðin sat eftir í lífs og launakjörum vegna þess að þeir sem þar stjórnuðu samþykktu láglaunastefnu í fiskvinnslu. Stóri ágóðinn fór ekki í launaumslög verkafólksins. Nú halda menn fundi til að verja sjómennina að laun þeirra fái að vera einhvers virði - það styð ég fyllilega og heilshugar.
Ég vil að sú hugsun varðveitist meðal okkar að störf í sjávarútvegi eiga að vera hálaunastörf eins mikilvæg og þau eru. En Vinstristjórnin sækir líka á önnur mið. Hún rænir helgidóma! Af eigin geðþótta tekur hún um 30% af sóknargjöldum sem við erum látin borga í því skyni að varðveita kirkju og kristni. Það rán kemur líka niður á landsbyggðinni sem og kirkjum og söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst þetta gefa Agnesi biskupi gott tækifæri til að stinga niður fæti og fara framá skilvísi og heiðarleika gagnvart Guðs kristni. það er réttlætismál að féð sem er eyrnarmerkt ákv. verkefni skili sér í verkefnið - annað er þjófnaður og "það er synd, sem leiðir til dauða og því grafalvarleg"!
í Guðs friði
Snorri í Betel
Fjölmenni á fundi um sjávarútvegsmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2012 | 11:23
Gildum er hægt að breyta!
Er Anders ekki einmitt að segja satt varðandi umbreytingu gildanna. Norskir hermenn læra að líta á andstæðingana í Afganistan sem eitthvað annað en manneskjur og Talibanar kenna sínum að líta á hina kristnu sem réttdræpa heiðingja? Þannig hafa styrjaldir verið háðar í gegnum aldirnar að andstæðingurinn er gerður að ómenni. Hvað með þá öll illmenni veraldar? Breyttu þeir ekki gildismati sínu? Er ekki saga gyðinga einmitt sönnun þess hvernig þeir voru gerðir að "rottum samfélagsins, afætum og með svínablóð í æðum"?
Sjónarmið kristinnar trúar eru þau að maðurinn getur bætt hegðun sína og það er einmitt nauðsynlegt að hann taki inn heilbrigt gildismat.
Grunnþáttur kristinna gilda er að Guð er til. Hann skapaði manninn í sinni mynd! Við höfum því ekki rétt á að eyða mönnum hvorki á Utöja né í fóstureyðingum.
Næsta er: "að líkami okkar er musteri heilags anda". Þess vegna höfum við ekki rétt á að fara með líkama okkar eins og hverju okkar lystir. Því sá sem eyðir musteri heilags anda mun Guð eyða! Þannig gerum við okkur sek við Guð og tilskipun hans. "En líkaminn er ekki fyrir saurlífi heldur fyrir Drottinn og Drottinn fyrir líkamann." (1.Kor 6: 13) Þannig verður hjónabandið heilagt því Guð út bjó það þar sem karl og kona ganga saman gegnum lífi. Ekki tveir karlar saman og ekki tvær konur saman heldur karl og kona. Svo er: "Hver er þá náungi minn"? Þar komum við að "Miskunnsama Samherjanum" sem leggur hinum þjáða lið og greiðir ekki bara lágmarkslaun sem duga ekki einu sinni fyrir framfærslu á Íslandi. Þessi "miskunnsami" skilur að auðurinn er skapaður af öllum sem starfa við fyrirtækið og þeir allir eiga því réttlátan hlut í framleiðninni. Þessi hugsun er varðveitt í því að náungi minn er jafningi minn, skapaður í Guðs mynd á sama hátt og ég.
Þá má nefna gildin um fjölskylduna, Makar elski og börnin alist upp í heimili elsku og trausts. Hjörtu feðra snúist til barna og óhlýðnir fái hugarfar réttlátra. Þessum gildum hafnaði Anders Breivik en ná þau til okkar á Íslandi? Við hrósum happi yfir því að vera ekki eins og þessi "tollheimtumaður" en ef kristin gildi vantar í okkar þjóðfélag er þá ekki aðeins stigsmunur og okkur og honum en ekki eðlismunur? Eða hvernig getum við látið framhjá okkur fara 900 fóstureyðingar á Íslandi ár hvert án þess að spyrna við fótum. Jú með því að líta ekki á fóstrin sem manneskjur - Og Breivik sá ekki samborgara sína sem "Musteri heilags anda"!
Æ, það er gott að Beivik er ekki hér! Snorri í Betel
Þjálfaði sig tilfinningalega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 242251
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar