Ræna helgidóma!

Sjávarútvegurinn hefur verið mikil tekjulind þjóðar en þó meiri fyrir suma en aðra. Aðrir misstu sinn kvóta og af því að þeir voru litlir þá þurftu þeir að selja hinum stóru eða bönkunum sem seldu síðan þeim stóru. Hinir stóru settu síðan upp sitt eigið hagkerfi og leigðu eða seldu öðrum á "uppsprengdu verði"! Sanngirnin var fyrsta atriðið sem hvarf úr sjávarútvegi við kvótasetningu. Nú vill Vinstristjórnin hagnast enn betur og "fá kvóta" af verðmynduninni í kvótakerfinu.

Auðvitað tapar þá hin svokallaða landsbyggð! En hvenær græddi hún á góðæri til sjávar? Siglufjörður situr ekki á fornum síldarauði - það eru aðeins minningar sem Siglufjörður á. Flestir útgerðamenn á landsbyggðinni eiga ekki margar íbúðir í sinni heimabyggð, en þeir eiga íbúðir eða jafnvel hús í Reykjavík. Af hverju? Jú, áratugum saman hækkaði verð fasteigna mun meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og laun voru almennt hærri í Reykjavík. Þú gast borið hugsanlega meira úr býtum úti á landi en þá þurfti þú að leggja hart að þér og vinna nótt og dag.  Landbyggðin sat eftir í lífs og launakjörum vegna þess að þeir sem þar stjórnuðu samþykktu láglaunastefnu í fiskvinnslu. Stóri ágóðinn fór ekki í launaumslög verkafólksins. Nú halda menn fundi til að verja sjómennina að laun þeirra fái að vera einhvers virði - það styð ég fyllilega og heilshugar.

Ég vil að sú hugsun varðveitist meðal okkar að störf í sjávarútvegi eiga að vera hálaunastörf eins mikilvæg og þau eru. En Vinstristjórnin sækir líka á önnur mið. Hún rænir helgidóma! Af eigin geðþótta tekur hún um 30% af sóknargjöldum sem við erum látin borga í því skyni að varðveita kirkju og kristni. Það rán kemur líka niður á landsbyggðinni sem og kirkjum og söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst þetta gefa Agnesi biskupi gott tækifæri til að stinga niður fæti og fara framá skilvísi og heiðarleika gagnvart Guðs kristni. það er réttlætismál að féð sem er eyrnarmerkt ákv. verkefni skili sér í verkefnið - annað er þjófnaður og "það er synd, sem leiðir til dauða og því grafalvarleg"!

í Guðs friði

Snorri í Betel


mbl.is Fjölmenni á fundi um sjávarútvegsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Arnórsson

Og allur lýðurinn sagði?

Hah! Gunnar Þorsteins segir þetta alltaf eftir bæn sem er fyrir prédikun.

Og allir segja "amen!" ;D

Aron Arnórsson, 10.5.2012 kl. 22:58

2 Smámynd: Aron Arnórsson

Mig langar að setja inn smá sem ekki við kemur akkurat blogginu.

Ég reyndi í einlægni og fyrir alvöru að læra og kynna mér það sem Vottar Jehóva kenna. Mér fannst í byrjun svolítið skrítið að ég fékk ALLT annan anda í mig við það að læra með þeim heldur en ég var vanur. Og ég var farinn að trúa fyrir alvöru að þeir hefðu rétt fyrir sér; að öll önnur "trúarbrögð" væru fals. Þvílík fásinna. Og ég er alveg orðlaus yfir því hve litla virðingu þeir bera fyrir Biblíunni. Alltaf þegar við "nemum" saman þá eru þeir með einhverjar bækur eða hefti sem kenna bara ALLS EKKI það sem Biblían kennir, og pikka svo eitt og eitt vers til að styðja kenninguna, og versið gerir það síðan bara alls ekki, og þeir lesa aldrei fyrir framan eða aftan versin. Alltaf bara einhverjar stuttar setningar úr Biblíunni.

Og Svo neita þeir því að Faðirinn, Sonurinn og Heilagur Andi séu eitt. Langar að setja inn eitt vers gegn því.

Filippus segir við hann: „Drottinn, sýn þú okkur föðurinn. Það nægir okkur.“
Jesús svaraði: „Ég hef verið með yður allan þennan tíma og þú þekkir mig ekki, Filippus? Sá sem hefur séð mig hefur séð föðurinn. Hvernig segir þú þá: Sýn þú oss föðurinn? Trúir þú ekki að ég er í föðurnum og faðirinn í mér? Það sem ég segi við yður eru ekki mín orð. Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín verk. Trúið mér að ég er í föðurnum og faðirinn í mér. Ef þér trúið ekki orðum mínum trúið þá vegna sjálfra verkanna.

Ég skil ekki verk Guðs til fulls, en ég fæ smávegis til að nokkurn veginn setja hugan utanum eitthvað sem er almáttugt.

Þeir hafa á sér yfirskyn guðhræðslunnar en afneita krafti hennar og segja að eilíft líf sé fengið með "þekkingu" ekki trú.

Ég skrifa svona því ég veit að þessi svokallaði "trúi og hyggni þjónn" fer ekki ofan af sínum kenningum. (Ætlið yður ekki hyggna með sjálfum yður).

Svo vilja þeir frekar að þú hugfestir þeirra kenningar heldur en það sem er kennt í Ritningunni. Einsog að Himnaríki sé stjórn mynduð af 144.000 einstaklingum sem hafa verið pikkaðir upp í gegnum aldirnar. (það er bara EITT vers sem styður þetta og gerir það varla). Og að 1914 hafi verið eitthvað mikilvægt ár og að Jesús sé Mikael. Og að í fyllingu tímans muni Guð gera alla jörðina að paradís þar sem trúfastir Vottar lifa að eilífu.

Meðan við búum í líkamanum erum við að heiman frá Drottni, segir Páll. Kanski soldið brútal að hugsa sér að maður egi eftir að yfirgefa líkamann, en svona er þetta og ég veit að það er af hinu góða.

Aron Arnórsson, 13.5.2012 kl. 13:03

3 Smámynd: Aron Arnórsson

Látið þá ekki taka af yður hnossið, sem þykjast af auðmýkt sinni og engladýrkun og státa af sýnum sínum. Þeir hrokast upp af engu í hyggju holds síns 19og halda sér ekki við hann, sem er höfuðið og styrkir allan líkamann og samantengir taugum og böndum, svo að hann þróast guðlegum þroska.

Aron Arnórsson, 13.5.2012 kl. 13:09

4 Smámynd: Aron Arnórsson

Væri svo til í að finna hvernig Jesú leið þegar hann kom ríðandi á ösnufola. Guðlast?

Aron Arnórsson, 16.5.2012 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband