18.6.2012 | 15:45
Veik kirkja en sterk trú!
Kirkjurnar hafa greinilega veikst. Hér á landi er þjóðkirkjan líka veik, þó svo að barnaníð sé sjaldgæfara en á Írlandi. Hér hafa menn nefnilega komist upp með það að standa aðeins fyrir "frjálslyndið"! Biblían, trúarbók kristinna, er ekki lengur óskeikult Guðs orð "til menntunar í réttlæti" hvað þá "innblásin af Guði". Varla er hún "nytsöm til fræðslu"? Er ekki verið að vinna að því að útrýma henni úr skólum? Hvað með að hafa Biblíuna "til umvövndunar" og "leiðréttingar"? Varar hún okkur ekki við ágirndinni og fégræðgi? Hvenær talaði "kirkjan" síðast viðvörunarorð um græðgisvæðinguna? Sú viðvörun mundi flokkast "til menntunar í réttlæti" !
Postulum kristinnar kirkju var ljóst að prédikun þeirra skapaði menn og brýndi til góðra verka. Þeir viss að menn sem "tilheyra Guði skulu vera albúnir og hæfir til sérhvers góðs verks"! (2.Tím.3: 16) Nú hika prestar, sumir, ekki við að segja að Biblían sé ekki kennivald sem þeir nota til að vísa til. Hvers vegna talar kirkjan ekki um leiðina frá fóstureyðingum og útúr ógöngum hjónaskilnaðanna? Kristin boðskap um líkama mannsins sem er bústaður Heilags anda og Musteri. Guð býr ekki í steinsteyptu bákni, hvað svo sem það kirkjuhús nenfist. Jesús Kristur dó, steig niður til Heljar og reis upp frá dauðum til að frelsa synduga menn - en ekki byggingar. Að eyða fóstrum er því eyðing á musteri heilags anda, þar sem Guð vill fá að búa!
Hvað segir kirkjan um "ein hjúskaparlög landsins" sem eru í algjörri mótsögn við "hjúskaparlög kristninnar"? Segir kirkjan ekki bara "Amen" eftir efninu?
Kirkjan sem á að vera Guðs hús "stólpi og grundvöllur sannleikans" (1.Tím. 3:15) hefur ,því miður, fengið mönnum og konum boðunarhlutverk sem hefur ekki verið sinnt með Biblíukenningu kristinnar trúar. Boðendurnir hafa farið frjálslega með sannleikann og þar gætir feminí-, marxiskra- og frjálshyggjuáhrifa sem fjarlægja kristnu gildin frá eyrum þjóðarinnar. Hin pólitíska "rétthugsun" leyfir þess vegna ekki kristnu trúnna í skólum né löggjöf landsins. Aðeins hin sanna kirkja mun láta í sér heyra gegn þessu andkristna valdi.
Hvenær heyrðir þú síðast að presturinn þinn sagði þér að gera iðrun eða taka sinnaskiptum? Kristnin er einmitt trúin sem kennir manninum að skipta um skoðun og setja í hugarfarið skoðanir sem Guð hefur á málum samtímans.
En í stað þess að kirkjan sé málstofa Guðs og tefli fram Guðs lögum þá hafa svo margir hafnað kristnu gildunum en tekið upp önnur gildi framyfir boðskap Biblíunnar. Hér þarf ekki að nefna nema t.d. mannréttindaskilning samtímans sem nær útyfir kristna boðun. Í þessum mannréttindabálki er maðurinn æðstur og löggjöf í kringum hann það sem menn berjast fyrir. En Jesús segir: "Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. (Matt. 22: 37) Þannig er kristin trú meira en mannréttindaboðskapur og því æðri en löggjafinn við Austurvöll.
Þega löggjafinn setur okkur lög sem eru í andstöðu við kristna trú þá á hinn kristni að standa í gegn slíkum lögum og beita sér að þau verði afnumin. Það mun gefa kirkjunni aukið vægi og meira traust. Auðvitað munu menn segja sig úr kirkjunni við þetta það þarf miklu minna til. En þetta mun gera kirkjuna samkvæmari sjálfum boðskapnum sem er vissulega frá Guði kominn en ekki mönnum.
Gerum iðrun og snúum okkur að hinum sönnu trúargildum blessunarinnar. Þeim fylgir lækning og heilbrigð viðhorf til vandamálanna.
Ég rita þetta í von um að nýr forseti á Bessastöðum gegni hlutverki sínu til að vera verndari þjóðkirkju sem talar máli kristinnar trúar og hefji endurreisn fallinna kristinna gilda á þessu landi!
Snorri í Betel
Páfi segir kirkjuna hafa veikst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.