Aurapúki Akureyrar!

Í dag er liðin vika frá því að ég var í héraðsdómi NA. Það var merkileg reynsla. Gögn um uppsögn mína og vinnubrögðin sem birtust mér nú voru sérstaklega fróðleg vegna þess að svo margt "óhreint" sem þoldi ekki ljósið birtist í réttinum. Enn fleirra sem  ætlað var að varpa skugga á mig var vísað frá því að lögmenn sögðu það vera eftirá skýringu og kæmi uppsögn minni ekki við enda væri ævinlega vond vinnubrögð að koma með eftirá skýringar þegar uppsögn varðar og lög landsins snerta. 

Ég sá það í hendi mér að vinnubrögð stjórnenda var aldrei ætlað að fara fyrir dóm. Í svona dómsmáli er ekki aðeins ég leiddur fyrir dóm heldur einnig þeir sem snerta málið og búa það til. Hver svo sem útkoman verður þá bíð ég rólegur og óttast ekki niðurstöðuna án þess að hlakka yfir nokkrum sigri. En mér þótti merkilegt þegar lögmaður IRR sagði í sinni lokaræðu: "Í dag hefur ekkert nýtt komið fram sem breytir úrskurði Innanríkisraðuneytisins á stjórnsýslustigi". Eða, engin ástæða kom fram sem sýnir að niðurstaða áminningar og uppsagnarinnar sé réttmæt!

En í dag kom svo viðbót. Þar var Akureyrarblaðið að beina spjótum sínum að mér enn á ný. Þar er sorinn alls ráðandi og ritstjóri ekki vandur að vinnubrögðum. Í því blaði birtast þvílíkar rangfærslur að ég er algerlega búinn að afgreiða þann snepil sem sorprit sem leiðir skömm yfir alla þá sem að því blaði standa.

Ritstjórinn fullyrðir að ég hafi farið í mál við Akureyrarbæ. Honum hefði verið í lófa lagið að skoða heimasíðu Héraðsdóm NA til að sjá hversu auvirðileg vinnubrögð hans eru. Það var nefnilega Akureyrarbær sem stefndi mér. En sumir eru bara starfi sínu ekki vaxnir. Rangsnúningur hafði áður birst í Akureyrarblaðinu er það hafði viðtal við bæjarstjórann vegna málsins og hann stóð síðan eftir með frásögn sem hann kannaðist ekkert við því blaðamaður breytti að eigin vild og lagði honum orð í munn að því er kom fram í réttarhöldunum. Slæm blaðamennska það!

Í Akureyrarblaðinu er dálkur sem fjallar um "last" og "lof"! Nú fær Akureyrarblaðið og ritsjóri þess "LAST" vegna óhróðurs, nafnlausar lygasögur og rangsnúinn fréttaflutning. Ætli hann birti þetta "last" í næsta blaði?

En mér til undrunar var í málatilbúnaði Akureyrar reynt að koma með ljúgvotta að þessum málaferlum. Þetta er svo sem gömul saga. En ég vissi ekki fyrr en í þessu máli að hún er enn glæ-ný!

Það er líklega vegna þess að lýðræði, tjáningarfrelsi og sannsögli er ekki endilega ofið saman í málaferlum. Þar fær "Júdas sinn sess og sæti boðin varmennum"! Orðið varmenni er oft notað í Biblíunni sem þýðing á Qadesh (varmenni, synir Belíal). Stór orð? Já, en þvi miður sönn. Til allra heilla er dómskerfið sniðið til að fjarlægja slík meinvörp í dómsmálum.

Það er svo augljóst að málatilbúnaður sem þessi er mig snertir opinberar mér hjartalag manna, stjórnenda, foreldra og ritsjóra sem staðfesta orðræðu Jesú. "Frá hjartanu koma vondar hugsanir..." Og þetta hugarþel mengar fagran bæ, eyðileggur bæjarstjórn og býr öllum vonda tilveru. Því er það mjög nauðsynlegt að menn skoði sinn hug og viti að gerðum okkar mætum við aftur þegar verst gegnir og á versta tíma.

Í Akureyrarblaðinu birtist frásögn tveggja "samherja" í sama flokki sem höfðu samþykkt að hús við Hafnarstræti verði fjarlægt. Arkitektinn sem var sammála því ráðií bæjarstjórn fékk svo vinnu við að endurgera húsið sem hann hafði samþykkt að yrði fjarlægt. Hann fór gegn sinni eigin samþykkt fyrir auðvita nokkra silfurpeninga. Sá hinn sami sté manna fyrstur fram í fjölmiðlum til að hræpa mig.

Þá má spyrja: Er það tilviljun að í vikunni sem ég var í dómi, vegna hans tilleggs í skólanefnd og sjölmiðlum, var hann afsagður sem oddviti vegna eigin gerða? Við vitum að verk okkar verða leidd fyrir dóm! 

Guð hefur sett sín varnaðar orð til okkar manna og Akureyrarblaðið með ritsjótann í broddi fylkingar þarf að gæta að þessum orðum Biblíunnar: "Þú skalt eigi ganga um sem rógberi meðal fólks þíns og eigi krefja blóðs náunga þíns. Ég er Drottinn"

Með þessum orðum lýk ég þessari færslu og bið menn að gæta þess hversu alvarlegt það er að kasta tundurörvum inni samfélag sem aðeins þarf að laga og bæta en ekki bæta ranglæti, öfugsnúningi í mál eða leyfa sér allt til að græða 30 silfurpeninga.

Svo göngum við inní föstuna okkur til hughægðar og réttarbóta.

kveðja Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 241090

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband