Þarf ekki að reka einhvern?

Þetta efni er svo sem ekki nýtt á nálinni. Ég man eftir jafnöldrum mínum sem létu sig "hverfa" þegar skólatími var. Þeir fóru að heiman en mættu ekki í skólann því þeim leið illa. Þá var gjarnan sagt að þeim leiddist skólinn. Ég man eftir dögum og tímum sem mér leiddist. Þá var ég barn og unglingur og kennari. Hvað á að gera við slíku?

Fyrrum námsstjóri Akureyrar tók þann pól í hæðina að reka mig úr kennslu til að bæta geðheislu barna sem leið illa. Prófessor við HA ritaði lærða grein um þetta efni og benti skólastjórnendum á hið sama að skólinn þyrfti að bregðast við svo börnum liði ekki illa og færu sér að voða. Helst voru það samkynhneigð börn sem slíkt var ástatt fyrir. Þeirra barna var víst leitað í mínu tilfelli en reyndar fundust aldrei en það er annað mál. Í hugum stjórnenda þurfti víst að bregðast við barnsins vegna. Á þessari færslu hennar Soffíu má ljóst vera að ástandið hefur síst skánað, jafnvel bara versnað. Þarf þá ekki að reka einhvern kennara til að bjargar sálarheill barnsins?

Ætli verði gripið til "þekktra ráða" og velja einhvern kennarann með "óæskilegar skoðanir" eða sem barnið kvartar undan og láta hann fara? Þetta er aðkallandi úrlausnarefni og ef til vill höfðuverkur fræðslustjóra, skólanefndar, skólastjóra, umsjónarkennara, hjúkkunnar og foreldra sem og bæjaryfirvalda.

Það er ný nálgun hjá Soffíu að leggja til að sekta? Hvern? Kannski leiðinlega kennarann? Hann lætur barnið gegna og lætur það læra. Jafnvel leyfir því ekki að vera með eitthvert múður! Ekki má sekta foreldra því skólinn er skylda og á að vera án þess að foreldrar greiði eitthvað aukalega.

Í gamladaga máttu börnin "þola"! Það var ekki endilaga lausn fundin á leiða eða vanlíðan barnsins en það þurfti líka að læra það að í skólanum er fleirra gert en að láta sér líða vel. Lífið er þannig undirbúið að á stund leiðans leggur þú þig fram um að breyta til góðs. Gagn er að því fyrir alla að slík hugsun verði virkjuð. 

Gamalt máltæki segir: "Af misjöfnu þrífast börnin best"! Er bara ekki kominn tími á það að menn hugi að hag og persónuþroska barnsins og láti það gegna, taka á vanlíðaninni og snúa sér að öðru en að gera allt sér til gamans? Börn eru svo fljót að hverfa frá leiða og grípa til ráða sem eru þeim að gagni.

Í Biblíunni er okkur kennt þetta: "Líði nokkrum illa yðar á meðal þá biðji hann"! Hvernig væri að taka aftur upp bænina í skólum og sjá hvort hún bæti ekki líðan og horfur? Það skyldi þó aldrei vera?

Trúlega verður þetta ráð illa séð hjá Siðmennt og Vantrú því það gæti orðið til góðs og það mega trúaratriðin víst ekki vera!

k.kv

Snorri í Betel


mbl.is Bregðast þarf við fjarvist barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það þarf aga og börn eiga að bera virðingu fyrir kennurum.

Á minum barnaskóla árum þá þurftu nemendur að hneigja sig fyrir framan kennaran áður en börnin gengu inn í skólastofuna.

Svo var nemendum sem ekki gerðu heimaverkefni sín ekki leift að fara út í frímínútur, þess í stað urðu nemendurnir að gera heimaverkefnin sem nemendur trössuðu að gera. Ef heimaverkefninu ver ekki lokið þegar skólinn var búinn þann daginn, þá sátu börnin eftir þangað til að heimaverkefninu var lokið.

En nú er öldin önnur, nú er það allt í lagi að trassa heimaverkefni, það er flestum nákvæmlega sama, bæði kennurum og foreldrum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 19.1.2016 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 241215

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband