28.6.2022 | 15:55
Auðvitað verða hér hryðjuverk!
Við þurfum ekki að leita langt aftur til að sjá að ýmislegt óæskilegt gerist á Fróni.
Hvað gerðist 17.júní vestur á Nesi? Fréttum ber saman um að tveir hafi verið lagðir á sjúkrahús eftir að hafa verið barðir með hamri og haka. Annar er kominn heim með sár en hinn liggur höfuðkúpubrotinn á sjúkrahúsi. Sá man ekki eftir árásinni en hinn segir að gerandinn sé Múslimi og hrópaði ,,Allah akbar" og lét síðan höggin dynja á samstarfsmönnum sínum. Var þetta hryðjuverk?
Hefðu þeir sem urðu fyrir árásinni verið í Samtökunum 78 eða stundað lífnað eins og þar tíðkast, væri þá árásin flokkuð sem hryðjuverk?
Fréttaflutningurinn er varfærinn til að við sjáum síður hryðjuverka ógnanirnar sem eru um alla álfuna, hingað komna!
Menn bentu Eygló Harðardóttur þá ráðherra Framsóknar að það væri eðlilegt að bjóða kristnum Sýrlendingum skjól í þessu landi, þeir væru nær okkur í hugsun, siðferði og gildum. En hún vildi fjölmenningu og bauð Múslimum og það er mjög erfitt að henda reiður á fólki sem elst upp við Sharíalög en þurfa að sætta sig við löggjöf setta af mönnum jafnvel guðleysingjum. Sem betur fer hafa flestir Múslimirnir verið okkur hagstæðir og ljómandi gott fólk.
En svo höfum við Albana sem skutu mann með köldu blóði og annan sem ók niður mann og svo þá sem hentu félaga sínum fram af svölum í Úlfarsárdal. Eru þetta dæmi um hryðjuverk eða bara glæpaverk, jafnvel óviljaverk? Það ræðst eftir því hvernig málin eru vaxin og hvaða upplýsingar við fáum frá gerendunum.
Getum við forðast hryðjuverkin? já, en til þess þurfum við að feta rétta veginn!
Biblían segir: ,,Ofbeldið rís upp sem vöndur á ranglætið"! (Esek. 7:11) Er þjóðfélagið okkar réttlátt? Eru ekki fjölmiðlar einnig að gæta fréttaflutnings svo að við komumst ekki að þeirri niðurstöðu að hryðjuverk eru framin hér á landi? Ekki megum við kenna saklausum manni um hryðjuverk eða glæp bara af því að hann kemur frá Albaníu, Sýrlandi eða Afganistan. En við megum alveg gera okkur grein fyrir því að Islam virðir ekki það sem heitir Biblíuleg, gyðingleg eða kristin gildi.
Gætum þess hverju er hleypt inní landið. Hér er ekki réttlátt samfélag sem spyr um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin.(Jer. 6:16)
Snorri í Betel
Ekki hægt að útiloka hryðjuverk á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242244
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll bróðir í trú. Er þetta staðfest frétt og ef svo er, má deila henni. Mér sýnist hér vera mjög alvarleg atburðarás sem ekki má liggja í láginni.
Kveðja
Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson, 28.6.2022 kl. 20:31
Sæll Guðmundur Karl
Já, þetta segir sá sem varð líka fyrir árásinni en skaddaðist minna. Ég hef enga ástæðu til að efast um orð hans.
kveðja snorri
Snorri Óskarsson, 28.6.2022 kl. 21:56
auðvitað þá bera stjórnvöld ábyrgð á þessu sem ,,gölluðum innflutningi"! En fréttamenn einnig sem segja ekki rétt frá væntanlega til að auka ekki á ,,fordóma"?
kv.
Snorri
Snorri Óskarsson, 30.6.2022 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.