Mannslíf í húfi!

Mig rak í rogastans þegar sócíalistarnir á Fréttablaðinu stigu fram í gær( 28.06.22) með kröfuna að virða rétt kvenna að eyða fóstrum. Ekki batnaði líðanin þegar ég las eftir hinn sprenglærða guðfræðing, Örn Bárð, pistilinn um niðurstöðu hinna sprenglærðu guðfræðinga að sjálfsagt væri að virða rétt kvenna til fóstureyðinga/ þungunarrofs.

Pennarnir í Fréttablaðinu, Björk Eiðsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir komu víða við og beittu spjótum sínum að Donald Trump, Clarence Thomas, öfgasinnaðri bókstafstrú, dómurum og stjórnmálamönnum sem hirða ekkert um ,,nauðganir, sifjaspell eða heilsu kvenna"! Ja, ljótt er það.

En ég velti því fyrir mér hvort líf fóstursins sé ekki mannslíf? Við þekkjum sögu sócíalistaflokksins í Þýskalandi sem flokkaði líf sumra sem ,,untermench" en annarra í ,,übermench". Untermench voru send í gasklefa eða gerðar allskonar tilraunir sem við viljum helst ekki heyra af og eru Þjóðverjum enn í dag þungur ljár í þúfu. Guðfræðingurinn Örn Bárður leggst á árarnar með þessari undarlegu heimspeki og gefur henni ,,guðfræðilega og akademiska" stöðu.

Eru fóstur ekki börn? Lengi var talað um ófrískar konur sem barnshafandi. Er sjálfsagt að eyða og fjarlægja barn eða fóstri úr barnshafandi konu. Er þá ekki verið að eyða mannslífi?

Nú ætla ég að vísa til Guðfræðinnar og gæti Örn Bárður hinn akademiski guðfræðingur borið þessi orð úr Davíðssálmi saman við sína útleggingu á þungunarrofinu.

Í Davíðssálmi 139 segir:

,,Því að þú hefur myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi. Ég lofa þig fyrir það að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.

Beinin í mér voru þér eigi hulin þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar.

Augu þín sáu mig er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn."( versin 13 - 17)

Hvað líst mönnum? Er verið að tala um litla mannveru eða bara frumuklasa sem er að eyðileggja líkama konunnar/móðurinnar? 

Þegar Guð fylgist svona með framvindu barns í móðurkviði er það ekki vegna þess að Guð elskar að sjá framvindu mannlífsins? Kynslóðirnar koma og fara. Er í lagi að stöðva framvindu lífsins í nafni kvenréttinda?

Þórunn nefnir nauðganirnar og sifjaspellin sínu máli til stuðnings. Eru þær réttlagingin fyrir 1100 - 1400 fóstureyðingum á ári? 3-4 á dag!

Sálmaskáldið heldur áfram og lætur ,,fóstrið tala" í móðurlífi þegar kemur að versi 19 í þessum Davíðssálmi. Þar segir:

,, Ó að þú Guð, vildir fella níðingana. Morðingjar! Víkið frá mér."

Hér er verið að ávarpa, Sr. Örn Bárð Jónsson, Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingkonu Sócíalistaflokks Samfýlkingarinnar og Björk Eiðsdóttur talskonu þungunarrofs og fóstureyðinga í Fréttablaðinu. Er það réttlætanlegt að þessi snepill fái að fara inná heimilin með þennan haturs boðskap? Er ekki rétt að lögreglan skoði þennan miðil sem er gegnumsýrður af hatursorðræðu?

Sjá menn ekki að þau þrjú krefjast þess að mannslífum sé eytt og það í nafni kvenna, mæðranna sem skaffa okkur börn, framtíðar Íslendingum og nemendum sem fylla skóla landsins?

Mætti ég biðja um lífvænlegri penna og Guðfræðinga hér á landi. Hafi þessi 3 sem ég nefni skömm fyrir þeirra vondu orð.

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 241033

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband