Jesús fæddist, auðvitað!

Þá er búið að finna daginn. Margur vantrúarseggurinn hefur nefnilega verið að eyða ómældri orku sinni í því að "sanna" að Jesús hafi aldrei verið til. En fyrst dagurinn er fundinn ætli sé ekki tími til kominn að menn viðurkenni tilveru Krists og geri sér grein fyrir endurkomu hans.

Okkar samtími er hlaðinn spádómum sem hafa ræst og allir voru þeir bornir fram til að benda á þessa stórkostlegu breytingu til blessunar tilverunnar að Jesús kemur aftru.

Þá verður aldur mannanna eins og aldur trjánna, dauðinn verður bundinn og Satan tekin úr tilverunni. Lífið verður blessun, friður og nægtir á öllum sviðum. 'Eg segi bara: Jesús vertu velkominn, hið bráðasta!

Helst fyrir afmælisdaginn þinn!

kær kveðja

Snorri í Betel


mbl.is „Jesús fæddist 17. júní“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina sem var sannað var hvenær Júpíter og Venus bar fyrir hvora aðra á næturhimninum yfir betlehem.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:31

2 identicon

á þá ekki að halda uppá jólin 17.júní?

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jóhannes

lestu fyrirsögn fréttarinnar. Ég vona að þú lesir mataruppskriftirnar betur en þú lest fréttir.

Snorri Óskarsson, 10.12.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jósep

Væri ekki best að lengja í jólunum fram yfir 17.júní?

Snorri Óskarsson, 10.12.2008 kl. 23:22

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég segi nú ekki margt enda veit ég fátt og sama er án efa um félaga Snorra að segja. Amen.

Baldur Fjölnisson, 10.12.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

lestu fyrirsögn fréttarinnar. Ég vona að þú lesir mataruppskriftirnar betur en þú lest fréttir.
Lestu innihald fréttarinnar Snorri.  Ég vona að þú túlkur kennsluefni betur en þú túlkar fréttir.

Svo má vel vera að einhver dómsdagsspámaður sem sagan um Jesús er byggð á hafi verið til.  En sá náungi var ekki sonur Gvuðs heldur ósköp venjulegur maður.

Matthías Ásgeirsson, 11.12.2008 kl. 00:44

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Snorri trúir greinilega ekki bara biblíunni gagnrýnislaust, heldur líka fréttafyrirsögnum!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.12.2008 kl. 00:52

8 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 01:12

9 identicon

Haha, fyrirsagnir á Mbl.is eru nú ekki alltaf heilagur sannleikur hvað þá áreiðanlegar heimildir!

Maður rekur sig oft á að fyrirsagnir þar eru hreinlega rangar og oft í engu samræmi við tilheyrandi frétt.

Annars ætla ég ekkert að tjá mig um það hvort Jésú hafi fæst eða hvenær.

Elís Traustason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 08:12

10 identicon

Snorri:

Í fyrsta lagi er alveg eðlilegt að merkileg fyrirbæri á himninum lendi í sögum, hvort sem restin af sögunni sé sönn eða ekki. Þetta eru því hvorki sönnunargögn fyrir tilvist Jesú, hvað þá guðdómleika hans.

Í öðru lagi er næsta víst að Jesús hafi fæðst um haustið, ekki sumarið, vegna þess að a) bændur voru að sækja fé sitt heim sem var gert seint í september eða snemma í október, b) Jesús var 6 mánuðum yngri en Jóhannes og Jóhannes hefur verið staðsettur tímalega um vorið.

Þannig að ef þetta er virkilega stjarnan sem vitringarnir sáu til merkis um að Jesús hafi verið fæddur, þá er þetta reyndar vandamál fyrir Biblíuna, ekki hjálpargagn. Það þarf annaðhvort að útskýra hvers vegna vitringarnir tóku marga mánuði að ferðast til Jesú eða hvers vegna bændur hafi verið að sækja fé sitt um hásumar.

Þetta eru sumsé *ekki* sönnunargögn fyrir tilvist Jesú, hvorki sem manns né Guðs. Þetta eru einungis sönnunargögn fyrir því að þegar menn hafi skrifað um þessa blessuðu stjörnu, þá hafi það verið byggt á einhverju sem menn hafi talað um.

En eins og ég segi, það er allsvakalegt vandamál að stjarnan hafi birst í júní, vegna þess að það er nánast bókað mál að Jesús hafi fæðst um haustið, ekki sumarið.

Sjá:

http://cgg.org/index.cfm/fuseaction/Library.sr/CT/ARTB/k/568/When-Was-Jesus-Born.htm

http://www.new-life.net/chrtms10.htm

http://www.aloha.net/~mikesch/sukkoth.htm

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:44

11 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Yður er í dag frelsari fæddur!

Já svo sannarlega fæddist Jesús og er upprisinn!

Kær kv til þín Snorri.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 11.12.2008 kl. 12:10

12 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Yður er í dag frelsari fæddur!

Og hann er upprisinn !

Kær kv til þín Snorri.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 11.12.2008 kl. 12:13

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Blessaður skólabróðir.

Eftir gengin ævispor,ótal myndir geymast."

Ég man þá tíð þegar ég átti heima á Brekastíg 5

Þegar stórfjölskylda þín var öll að storma inn í söfnunin á Brekó,man ég hvað ég óskaði þess að eiga svona marga að. Var svo einmanna mamma að vinna og pabbi sjúkur á spítala.það var þá að ég bað guð um að hann horfði líka niður til mín.Minn einmannaleiki læknaðist eftir að árin liðu. Og hef haft þetta að mínu leiðarljósi.

Þar sem kærleikurinn hefur fastar fætur,lætur Guð rósina spretta.

Átt þú góðan dag kæri bróðir.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.12.2008 kl. 13:01

14 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Það er ólíklegt, að Jósep fari í hart með faðernið úr þessu...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.12.2008 kl. 14:08

15 identicon

Það er engum til framdráttar að reyna að níða niður lesskilning annarra. Sérstaklega þeim sem að lesa einungis fyrirsagnir en ekki heilar fréttir.

Þessi frétt sagði okkur að skin tveggja stjarna hafi sýnst sameinast á stjörnuhimninum yfir betlehem. Ekki voru neinar sönnur færðar á fæðingu eins né neins.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:37

16 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Blessaður Snorri minn.  Eins og þú segir minn kæri sveitungi, hefur það vafist fyrir mörgum allt of mörgum s.l. tvær aldir, að Jesús hafi verið til.  Ég, sem ekki hefi öðlast trú fyrr en núna  eftir að hafa lifað í 66 ár,  efast ekki lengur um tilveru Krists.  Sú vissa hefur gjörbreytt lífi mínu þannig, að ég hefi færst úr skugganum og til ljóssins, sem táknar það , að í dag er ég jákvæður og auðmjúkur gagnvart allt og öllum og líður fjarskalega vel með það. 

 Kær kveðja til þín og fjölskyldu þinnar.

Þorkell Sigurjónsson, 11.12.2008 kl. 16:46

17 Smámynd: Snorri Óskarsson

Matthías

fór eitthvað framhjá mér við lestur fréttarinnar? Eru vísindamenn ekki að fjalla um stjörnuna og fæðingu Jesú?

Fyrst Jesús fæddist þá hefur hann verið til. þarf nokkra vantrú hér?

Þorkell

eins og  ljóst má vera þá eru ekk allir í ljósinu sem tjá sig um Jesú. En við vonum það besta að þeir verði upplýstir líka. Til hamingju með þína afstöðu og þetta eru sérstaklega  ánægjulegar færlur  sem benda á umbreytt líf vegna trúarlegrar afstöðu til höfundar lífsins. 

Guð blessi ykkur öll hvort sem menn trúa eða efast.

kveðja

snorri

Snorri Óskarsson, 12.12.2008 kl. 00:41

18 identicon

BTW... Snorri bannar mér örugglega að setja athugasemd eins og vanalega.

Þessi stjarna... hún fór beint fyrir ofan eitthvað hús... fjarstæða að slíkt geti yfirhöfuð gerst... nema menn haldi að stjörnur séu eitthvað eins og er á toppnum á jólatrjám

DoctorE (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 09:11

19 Smámynd: Snorri Óskarsson

Doctor e

Þú færð þetta inn fyrir náð og miskunn. Stefna mín er sú að aðeins þeir sem rita undir sínu nafni eða sinni mynd fá að tjá sig. ég er ekkert að biðja menn um að vera sammála mér aðeins að þora að setja nafn sitt undir skoðun sína. Það frelsar okkur einnig frá fúkyrðum og kvikindislegum athugasemdum um menn.

kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.12.2008 kl. 16:22

20 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég komst af því fyrir mörgum árum að Satan er ekki til og hefur aldrei verið til.

Einhver minntist á ljósið. Ef ljósið er Guð, er myrkrið Satan, en myrkur er aðeins skortur á ljósi sem á sér ekkert sjálfstætt. Ef Guð er til sem ljós heimsins er Satan aðeins myrkur heimsins, aðeins skuggi en skuggar eiga sér ekkert sjálfstætt líf og því er Satan ekki til. 

Benedikt Halldórsson, 12.12.2008 kl. 17:03

21 identicon

Sæll Snorri.

Góð grein og hittir vel í mark.

Gangi þér sem best Trúbróðir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 17:28

22 Smámynd: Snorri Óskarsson

Einar Ingvi

Það er greinilegt á sumum færslum hér á síðunni að allir menn eru ekki allir hólpnir eða frelsaðir. Ein ástæðan fyrir því er einmitt að þeir trúa því ekki að Jesús hafi fæðst og því sé öll frásagan um hann "myta". Sá sem  telur frelsisverk Jesú mytu er á glötunarvegi svo alvarlegt er málið. En þegar búið er að finna dag fæðingar Jesú þá auðvitað sannar það að hann hafi verið til. Svo þetta er liður í því að vantrúaðir frelsist og verði með okkur í næstu tilveru að fjalla um aðalatriði sem aukaatriði til að menn glatist ekki vegna þekkingarskorts.

Þú veist að Jesús sagði við Saddúkeana: "Þér villist (stórlega) þar eð þér hvorki þekkið mátt Guðs né Ritningarnar".

Svo sérðu einn "vitringinn" í viðbót sem talar um að Satan sé ekki til! Hvaðan kemur þá hið illa? Kannski úr mönnunum sjálfum? Þá er maðurinn ekki gæðasál!!!!

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.12.2008 kl. 18:26

23 Smámynd: Benedikt Halldórsson

"Hvaðan kemur þá hið illa?" spyr Snorri. Góð spurning. 

Flest af því sem áður var talið til Satans reyndist eiga sér eðlilegar skýringar þegar ljós þekkingarinnar lýsti upp myrkur fáfræðinnar og hindurvitnanna.

Þegar við fórum að skilja gang ýmissa sjúkdóma þurfti engan Satan til að skýra þá. Barnadauða hefur verið nánast útrýmt - vegna hvers? Vegna vísinda og þekkingar sem útrýmdu Satan eins og rafmagnljósið rak flesta drauga á flótta.  

Benedikt Halldórsson, 12.12.2008 kl. 20:54

24 Smámynd: Snorri Óskarsson

Benedikt

Það vantar á þennan lista útrýmingarbúðir t.d. nazista. Kampútseu þjóðarmorðin,Rúanda, 11.sept. 2001. Hryðjuverk í flugstöðinni í Glasgow þar sem læknir var gerandi.

Það er ekki bara fáfræði eða léleg menntun sem gerir menn opna fyrir illskunni. Og miðað við íslenskt ástand (í græðginni) þá er hér um að ræða hámenntaða menn sem leiða þjóðina að hliðum Helvítis

Hvaðan kemur hið illa? Þessu er enn ósvarað hjá þér!

kær kveðja

snorri

Snorri Óskarsson, 12.12.2008 kl. 21:06

25 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Snorri.

Þetta var svo sem ekki tæmandi listi hjá mér yfir illskuna. Margt er ennþá á huldu. Hins vegar hefur Satan verið sýknaður af flestum ef ekki öllum illskuverkum sem honum voru eignuð áður fyrr. 

Um leið og við útrýmum Satan úr huga okkar, gerast undur og stórmerki: Við leitum skýringa! Það hvetur okkur til að skilja manninn, náttúruna, tilviljanir, hagkerfi, heilan, sjúkdóma og heilaþvott svo eitthvað sé nefnt. 

Ef við eignum hins vegar Satan útrýmingarbúðir nazista, þjóðarmorðin í Rúanda, 11.sept og hryðjuverk í flugstöðinni í Glasgow, þurfum við ekki að leita svara og skýringa. Við vitum svarið fyrirfram.

Eitt er víst: Fólk er ginnkeypt fyrir einföldum svart hvítum skýringum á gangverki mannlífsins.

Efi er góður, ekki satt?

Benedikt Halldórsson, 12.12.2008 kl. 21:51

26 Smámynd: Snorri Óskarsson

Benedikt

Þetta eru athyglisverð rök, - svart hvít? Allavega fela þau í sér að maðurinn er ekki góður. Honum er vart treystandi og því er rökrétt  álykt að veröldin á ekki bjarta framtíð með svo fjölð gera mennt og illt mannkyn.

Biblían er nefnilega nokkuð sammála þér og segir: "þið eigið Djöfulinn að föður og ykkur girnist að gera það sem honum líkar. Hann er manndrápari frá upphafi og er ekki í sannleikanum.." þetta er nú svo - því miður. Svo segja menn djöfulinn ekki til !

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.12.2008 kl. 22:52

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála þessari grein Snorri minn, vel gert.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.12.2008 kl. 14:36

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Langamma okkar Benedikts trúði á Drottinn Jesú. Gugga frænka á Ísafirði hefur sagt mér frá Þórdís langömmu og er ég hreykin af henni. Hún var dugleg að biðja himnaföðurinn um hjálp fyrir sig og sína. Ekki veitti nú af að fá hjálp og styrk frá himnaföðurnum inní erfiðar kringumstæður sem þá voru. Þá var hægt að tala um kreppu miðað við núna. 

Greinin þín er mjög góð. Ég trúi því að hið góða sé frá Jesú og hið vonda frá Satan.

Turnarnir í New York. Hvaða afl var þar að verki Benni frændi?

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:30

29 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

fór eitthvað framhjá mér við lestur fréttarinnar? Eru vísindamenn ekki að fjalla um stjörnuna og fæðingu Jesú?
Já, það sem fór framhjá þér er að ekkert í fréttinni sjálfri styður tilvist Jesús, eða eins og Jóhanness orðar það í fyrstu athugasemd: "Það eina sem var sannað var hvenær Júpíter og Venus bar fyrir hvora aðra á næturhimninum yfir betlehem".

Matthías Ásgeirsson, 15.12.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband