1.11.2012 | 14:54
Ótrúlegar hamfarir.
Fyrir skömmu var gerð könnun á gjafmildi hinna ríku. Þá kom fram að auðugir Bretar gefa lítið sem ekkert heldur "lifa í dýrlegum fögnuði" en auðugir Bandaríkjamenn gefa frá sér fúlgur fjár og láta gott af sér leiða út um allan heim. Það er nefnilega í þjóðarsál Bandaríkjamanna að taka til hendinni og gefa hinum þurfandi. Það er ekki síst því að þakka að kirkjur þeirra og trúboð er allt rekið fyrir gjafafé, ekki ríkisstyrki sem óðum þverra.
Nú eru margar fjölskyldur þar þurfandi og finnst mér eðlilegast að við á Íslandi gefum til þeirra alla vega andvirði einnar máltíðar og styðjum við bakið á þurfandi vinaþjóð.
Svo er hin hliðin á málinu og hún lýtur að því hvað náttúran er að segja. NASA bendir á að um sé að ræða hamfarir af "manna völdum" vegna tillitsleysis okkar gagnvart breytingum á lofthjúp og auknu hitastigi sem og þá bráðnun íss o.þ.h. Við erum kynslóð sem gleypir, breytir lögum og siðferði, söngum á auðlindir náttúrunnar og virðum að vettugi lögmál hennar. Lögmál náttúrunnar eru líka Guðs lög rétt eins og boðorðin 10. Þegar við brjótum þessi boðorð safnast upp vandi sem leysir úr læðingi svona ofsastorma, eyðilegginu og tjón. Því má af þessu læra að það er okkar allra að einmitt setja þessi Guðs lög í virðingarsætið að nýju! Hluti af þessum Guðs lögum er að hjálpa meðbróður í neyð og styðja Bandaríkjamenn - við vitum að öll vinátta vekur faðmlög!
Að síðustu má benda á að svona stormar virðast hafa trúarlegt gildi því að sagt er: "Tákn mun verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist meðal þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný." (Lúk.21: 25) Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því er koma mun yfir heimsbyggðina... og þetta er sagt sem undanfari endurkomu Jesú Krists. Þess vegna ættum við Íslendingar að taka þessum tíðindum að Vestan með kristilegum máta. Í kirkjum verði safnað í samskot og sent til Ameríku, í klúbbum og félögum verði efnt til samskota og gjafaféð sent með bæn til Guðs um blessun þeim til handa sem þurfandi eru og að þeir megi vel njóta. Þannig getum við tekið upp að nýju hið kristilega hugarfar sem svo nauðsynlegt er á þessum síðustu og verstu tímum. Við getum látið hamfarir kenna okkur góða hugsun og frábær viðbrögð, Guði til dýrðar.
k.kv
Snorri í Betel
10.10.2012 | 16:37
Enginn Guð?
Albert blessaður, frægur fyrir hugvit og lögmál. Hann upplifði á sínu fólki hvernig "barnalegar" sögur Biblíunnar og samansafnið að undarlegum spádómum um gyðingana rættust á hans dögum.
Vitað er að einn spádómurinn fjallaði um að Guð mundi "opna grafir þeirra og flytja þá inní Ísraelsland" (Esek.37: 12) og honum boðið að verða fyrsti forseti þess ríkis; og hann sá ekki hönd Guðs?
Þegar hann fæddist þá töluðu engir gyðingur saman á hebresku. Seinna á ævi hans var Hebreska málið endurvakið og gert að ríkismáli Ísraels. Þannig rættist spádómur (Sef.3:9) úr "Samansafni barnalegu sagna Biblíunnar! Og hann sá ekki Guð?
Svo lesum við vangaveltur hans um lífið og tilveruna, jafnvel hvað tekur við eftir dauðann og teljum að hann Albert hafi komist að niðurstöðu. Trúlega var afstaða hans ekki honum sjálfum ljós því efasemdir manna segja meira um manninn sjálfan heldur en hvort Guð sé til. Við nefnilega ráðum engu hvort Guð sé til en við ættum að geta séð spor hans og fingraför á tilverunni. Ísraelsríkið er einmitt gleggsta sönnun þess að Guð sé til og hann standi að baki þessum fornu barnalegu sögum og spádómum sem enn ráða för heimsmálanna. Þó svo að Albert hafi efast og ríkisstjórn Ísland krefjist brottnáms verndarmúranna í Ísrael þá má alveg vera ljóst þeim sem kynna sér málin að öll málefni Mið-Austurlanda fara ekki í neitt friðarferli. Þar mun ófriðarbálið magnast og enda með stórstyrjöld á Ísraelsfjöllum. Það er einmitt skv. "barnalegu goðsögunum" og jafnvel þó að enginn Guð sé til?
Þetta er líkt og með dauðann við sjáum hann ekki en afleiðingar hans, verk og eðli fara ekki framhjá neinum. Af því má ráða að hann hefur mikið afl - ótrúlega mikið afl. En hann er samt ekki alvaldur.
Munurinn á trú og vísindum er sá að vísindin fjalla um nútíð og fortíð en trúin fjallar um nútíð og framtíð. Ef vísindi og trú haldast hönd í hönd þá opna þau augu manna svo blessun færist yfir . Þegar Guði er ýtt út þá kemur trú/lífsmáti yfir sem leiðir af sér dauða, tortímingu, rangan lífsmáta og rangnefnd þekking mun brennimerkja sálir manna með illsku og tjóni.
Þegar "Faðir trúarinnar", Jesús Kristur var í brúðkaupi og vínið þraut þá bauð hann mönnum að setja vatn í kerin og síðan að bergja af. Þá kom í ljós og vatnið var orðið að víni sem vísindalega var algerlega ómögulegt! En það gerðist samt. Höfum við nokkuð efni á að sleppa trúnni á þennan meistara, gyðinginn sem breytti vatni í vín og leyfa gyðingnum Albert Einstein að njóta "vafans" þó klár kall hafi verið- en hann var ekki Guð!
k.kv.
snorri í betel
![]() |
Dýr afneitun Einsteins á Guði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2012 | 23:10
Fortíð, nazismi og thalidómid-börnin!
Trúmál og siðferði | Breytt 18.12.2012 kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.9.2012 | 11:48
Að fortíð skal hyggja...
Þetta er góð tillaga hjá Oddi og Pétri. Saga okkar er auðvitað geymd í grafreitum landsins og hinar horfnu kynslóðir hafa markað í minningarreitina spor sem vert er að skoða. Þórunn hefur áreiðanlega valið að minningarreitur hennar yrði með kristnu ívafi. Kristnin er nefnilega mótandi trú og skapar persónuleika hún er nytsöm til fræðslu til umvöndunar til leiðréttingar og menntar okkur í réttlæti. Þessi trú hefur í sér fólginn boðskap um að við þurfum öll að mæta frammi fyrir dómstóli Guðs og fá "endurgoldið það sem við höfum aðhafst í líkamanum." (2.Kor.5:10)
Má vera að okkur þyki þetta framandi hugsun en sjálfsagt hafa systurnar Auður og Þórunn verið þessarar skoðuna eða trúar. Ég styð því heilshugar þessa tillögu að Akureyrarbær grípi tækifærið að skoða hina kristnu sögu staðarins og hvaða skilaboð liggja til okkar kynslóðar frá þeim sem horfnar eru. Sérstaklega væri það heppilegt fyrir Akureyrarbæ að grafa upp hin "fornu gildi" þar sem hann getur fengið leiðrétt stefnu sína gagnvart kristnum gildum sem hann hefur opinberlega ráðist á.
Það væri góð afmælisgjöf ef Akureyri leiðrétti stefnuna að hverfa frá kristninni og taka aftur upp varnir fyrir því sem innan kristinnar trúar kallast synd. Það er sorglegt að Akureyri skuli á afmælisári hafa gert sig seka um að vega að stjórnarskrárvörðum rétti manna til trúar- og tjáningarfrelsis. Ég styð það að þeir grafi upp hin gömlu gildi Þórunnar hyrnu! norri í Betal
![]() |
Kirkjugarður Þórunnar hyrnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2012 | 09:09
Jörðin var auð og tóm!
En mesta undrið í tilveru okkar er einmitt lífið. Skv. efnafræðilögmálunum þá leitast öll efni við að fara í sem mesta óreiðu og minnsta orkuástand. Jafnvægi náttúrunnar er því niðurbrot efna. Þess vegna eru til geislavirk efni með stóra kjarna og margar rafeindir en þau atóm eru að losa sig við of hátt orkuástand.
En svo kemur lífið þvert á þessi náttúrulögmál. Allt líf setur efni í orkufrekt ástand og stórar efnasameindir. Lífið þarf mikla orku og því má segja að það er í andstöðu við efnafræðilögmálin.
Biblían segir að lífið hafi verið kveikt af lifandi Guði með orðum hans og andblæstri. Menn vilja e.t.v. halda fram sjálfkviknun lífs sem aftur á móti lögmál efnafræðinnar styðja ekki.
Mars sýnir okkur hversu erfitt er að halda fram sjálfkviknun lífs og þróun þess þegar ekkert er um að vera.
Nú er lag að endurmeta skoðun manna hvort enginn Guð hafi komið nálægt því að breyta auðninni í aldingarð eða tóminu í lífvænlegt umhverfi.
k.Kv
Snorri í Betel
![]() |
Svona lítur yfirborðið á Mars út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2012 | 09:48
Sjálfs er höndin hollust!
Er þetta ekki dæmi um hningnun kynstofnsins?
Konur hafa "jafnrétti" en samt lægri laun en karlar. Það eru yfirleitt karlar sem ráða launakjörum nema þegar forsætisráðherra ætlaði að "afrugla" launakerfið þá sat hún eftir og karlarnir bættu sín kjör. Kvennastéttirnar hafa farið vaxandi en flestar á rýrum kjörum. Kennarar þurfa að lifa við hungurmörk af því að ....konur þurfa ekki há laun?
Ég hef sagt við unga karlmenn sem eru að ganga í það heilaga að kristna sjónarmiðið er að "elska konu sína og leggja líf sitt í sölurnar fyrir hana"! Þá verða ævinlega sömu viðbrögðin. Konurnar lyfta höfði en karlarnir brosa líkt og þeir vilja segja :"Láttu þig dreyma."
Þessi frétt um sjóslysin og sjálfselskuna er mjög glöggt dæmi um hnignun og fráhvarf frá kristnum og Biblíulegum gildum.
En svo má líka benda á að "réttur kvenna yfir sínum eigin líkama" er alvarleg aðför að lífi barna því þetta eru helstu rökin fyrir fóstureyðingum. Má vera að hér birtist siðrof samtímans hvað best og það skilar sér í afstöðu karlmanna til sjálfra sín og barnanna. Þættirnir "Sex in the City" ala á þessu eigingjarna og ábyrgðarlausa lífsmáta sem unga fólkið vill hafa en kostnaðurinn verður þessi að hver hugsi um sig til að lifa af. Þá verður ekki mikið pláss fyrir börnin!
Postulinn sagði: "Sjálfur lifi ÉG ekki framar, heldur KRISTUR í mér". Þessa reglu þarf kirkjan að koma inní hugarfar hins sanna karlmanns. Við eigum að fórna okkur fyrir eiginkonuna og börnin okkar.
Amen?
Snorri í Betel
![]() |
Karlmenn líklegri til að lifa af skipskaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.7.2012 | 20:49
Hverjum var þetta ekki ljóst?
k.kv.
Snorri
![]() |
Kynlífsatriði umturna unglingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.7.2012 | 16:21
Uppsögn í nafni sárinda!
Ég var kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar í dag. Hann var með bréf í hendi sem han óskaði eftir að ég undirritaði sem móttakandi. Bréfið var uppsögn. Ég hef 5 mánaða rétt til launa, 3 mánaða rétt til að kæra málið til Innanríkisráðneytisins og 14 daga rétt til að fá frekari rökstuðning fyrir uppsögninni.
Gunnar sagðist harma þennan viðskilnað og hældi mér nokkuð. Ég gladdist yfir þeim orðum sem Gunnar hafði um mig og störf mín í skólanum og þá eftirsjá sem yrði af því að fá ekki notið minna starfskrafta. Ég sagði honum að það væri auðvelt að laga þá eftirsjá bara með því að hann drægi uppsögnina til baka þá væri sá þáttur kominn í lag. En ekki gat hann orðið við því! Þessu væri ekki hægt að breyta!
En hverjar voru þá ástæður uppsagnarinnar? Jú: "Uppsögn á rót að rekja til brota utan starfs sem samrýmist ekki starfi þínu sem grunnskólakennari." Og: "Akureyrarbær telur að með því að skrifa og tjá þig opinberlega á meiðandi hátt um samkynhneigð og transfólk hafir þú brotið svo af þér að réttlæti viðbrögð af hálfu bæjarins." Síðan er vísað til skrifa minna á bloggi mbl.is undir heitinu :"Gildum er hægt að breyta" og "Leiðrétting" sem : "eru til þess fallin að vera meiðandi, m.a. gagnvart nemendum og ganga gegn lögum, reglum, samykktum og skólastefnu."
Þetta eru endalokin á því ferli sem hófst árið 2010 þegar Akureyrarbær fór fram á það að ég hætti að nýta stjórnarskrár varinn rétt minn til tjáningarfrelsis. Þá var sérstaklega tekið fram í bloggheimum. Mér var lofað að ekki yrði hróflað við orðum og boðskap mínum á samkomum í Hvítasunnföfnuðinum. Ég spurði Gunnar hvort ekki væri kvartað undan orðum mínum á Ómegu- kristnu sjónvarpsstöðinni. Ekki neitaði hann því en hann horfði aldrei á þá stöð en sumir hafi haft orð á þessum boðskap þar. Ég gekk út af fundi með uppsögn í hendi og grun um að menn ætluðu í nafni yfirvalda að snúa sjónvarpsstöðina Ómegu niður vegna þess að boðskapur hennar hentaði ekki "samkynhneigðum og trans" mönnum? Menn skeindust á sálinni vegna boðskapar Biblíunnar.
Biblían barst á góma og hann gaf lítið fyrir þýðingar á Biblíunni enda hafi menn þýtt hana frá öðrum tungumálum en styddust ekki við frumrit hennar. Mér var nú hugsað til þýðenda á vegum Biblíufélagsins hvort þeirra verk njóti ekki meira trausts hjá yfirvöldum skólamála á Akureyri? Ég benti honum á að þýðendurnir þýddu úr frummálum Biblíunnar, hebresku og grísku.
Grunnstefið í uppsögn minni var, að sögn Gunnars: "Að kynhneigð sé ekki hægt að breyta"! Ég stend í þeirri meiningu að kynhneigð sem aðrar tilfinningar séu breytingum háðar og við mennirnir þurfum að gæta þess sem áður hefur verið sagt. T.d. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns... Girnd liggur á sviði tilfinninganna. Þú skalt t.d. ekki hafa kynhneigð til barna. Við ætlumst til að "svona hneigð" óæskilegri og andstyggilegri sé haldið í skefjum og stjórnað. Sé það hægt þá er kynhneigð væntanlega hægt að breyta -- vonandi!
ég mun því ekki kenna í Brekkuskóla meir, takk fyrir samveruna!
kær kveðja til Akureyrarbæjar
snorri í betel
Trúmál og siðferði | Breytt 16.7.2012 kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (54)
28.6.2012 | 20:12
Leiðrétting?
24.6.2012 | 14:51
Illar hugsanir..?
Þessi frétt minnti mig á orð spámannsins Esekíel sem spáði um síðustu tíma og benti á hverjir yrðu kallaðir til síðustu orrustunnar sem við gjarnan köllum Armageddon. Rússar hafa verið ötulir stuðningsmenn Araba í átökum þeirra og útrýmingatilburðum þeirra gegn Ísrael. Í þessu samhengi er einnig frétt í dag um kröfu Tyrkja þess efnis að NATO kreppi hnefana og undirbúi aðgerðir gegn Sýrlendingum sem hafa skotið niður Phantom þotu Tyrkjanna. Þetta segir Esekíel:
"Ég skal finna þig, Góg, höfðingi yfir Rós, Mese, og Túbal og ég skal setja króka í kjálka þína og leiða þigt ásamt öllu herliði þínu, hestum og riddurum, öllum með alvæpni, mikinn manngrúa, með skjöld og törgu, alla með sverð í höndum, Persar, Blálendingar og Pútmenn eru í för með þeim, allir með törgu og hjálm, Gómer og allir herflokkar hans, Tógarma-lýður hin ysta norðurþjóð og allir herflokkar hans - margar þjóðir eru í för með þér. Bú þig út og ver viðbúinn, þú og allar hersveitirnar sem safnast hafa til þín og ver þú yfirmaður þeirra. Eftir langan tíma munt þú útboðsskipun hljóta. Á síðustu árunum munt þú koma inn í það land sem aftur er unnið undan sverðinu, til þjóðar sem safnað hefur verið saman frá mörgum þjóðum Ísraelsfjöll sem stöðuglega hafa í eyði legið, já, frá þjóðunum var hún flutt og búa allir öruggir. Þá munt þú brjótast fram sem þrumuveður, koma sem óveðursský til þess að hylja landið, þú og allir herflokkar þínir og margar þjóðir með þér.
Svo segir Drottinn Guð: Á þeim degi munu illar hugsanir koma upp í hjarta þínu og þú munt hafa illar fyrirætlanir með höndum og segja: Ég vil fara í mót bændabýlalandi, ráðast á friðsama menn, sem búa óhultir, þeir búa allir múrveggjalausir og hafa hvorki slagbranda né hlið til þess að fara með rán og rifs, til þess að leggja hönd þína á borgarrústir sem aftur eru byggðar orðnar og á þjóð sem saman söfnuð er frá heiðingjunum sem aflar sér búfjár og fjármuna, á menn sem búa á nafla jarðarinnar."
Þessi orð eru að ganga í uppfyllingu. Þetta þýðir tvennt. Hið fyrra er að friðurinn verður tekinn af jörðinni og enginn mun ráða við ástandið. Ófriður færist hratt í aukana og mun einnig gleypa Ísland. Von mannsins mun að engu verða. Hið síðara verður að endurkoma Jesú Krists mun eiga sér stað og hann mun stöðva hið illa, binda endi á ófriðinn og setjast í hásæti sitt í Jerúsalem og stjórna þjóðunum þaðan.
Maðurinn á nenfilega aðeins eina vonaruppsprettu, einn frelsara og einn lífgjafa. Sá er Jesús Kristur - þeir sem á hann trúa munu halda sér frá siðspillingu, taka mark á Biblíunni og láta orð hennar leiða sig. Þeir munu vakna upp af sínum "þyrnirósarsvefni" og hafa samt olíu í krúsinni svo þeir taki á móti brúðgumanum og fái inn gengið til fagnaðarins.
Trúðu á Jesú og sjáðu orð hans rætast.
Snorri í Betel
![]() |
Rússneska skipið aftur í heimahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 243456
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar