18.6.2012 | 15:45
Veik kirkja en sterk trú!
Kirkjurnar hafa greinilega veikst. Hér á landi er þjóðkirkjan líka veik, þó svo að barnaníð sé sjaldgæfara en á Írlandi. Hér hafa menn nefnilega komist upp með það að standa aðeins fyrir "frjálslyndið"! Biblían, trúarbók kristinna, er ekki lengur óskeikult Guðs orð "til menntunar í réttlæti" hvað þá "innblásin af Guði". Varla er hún "nytsöm til fræðslu"? Er ekki verið að vinna að því að útrýma henni úr skólum? Hvað með að hafa Biblíuna "til umvövndunar" og "leiðréttingar"? Varar hún okkur ekki við ágirndinni og fégræðgi? Hvenær talaði "kirkjan" síðast viðvörunarorð um græðgisvæðinguna? Sú viðvörun mundi flokkast "til menntunar í réttlæti" !
Postulum kristinnar kirkju var ljóst að prédikun þeirra skapaði menn og brýndi til góðra verka. Þeir viss að menn sem "tilheyra Guði skulu vera albúnir og hæfir til sérhvers góðs verks"! (2.Tím.3: 16) Nú hika prestar, sumir, ekki við að segja að Biblían sé ekki kennivald sem þeir nota til að vísa til. Hvers vegna talar kirkjan ekki um leiðina frá fóstureyðingum og útúr ógöngum hjónaskilnaðanna? Kristin boðskap um líkama mannsins sem er bústaður Heilags anda og Musteri. Guð býr ekki í steinsteyptu bákni, hvað svo sem það kirkjuhús nenfist. Jesús Kristur dó, steig niður til Heljar og reis upp frá dauðum til að frelsa synduga menn - en ekki byggingar. Að eyða fóstrum er því eyðing á musteri heilags anda, þar sem Guð vill fá að búa!
Hvað segir kirkjan um "ein hjúskaparlög landsins" sem eru í algjörri mótsögn við "hjúskaparlög kristninnar"? Segir kirkjan ekki bara "Amen" eftir efninu?
Kirkjan sem á að vera Guðs hús "stólpi og grundvöllur sannleikans" (1.Tím. 3:15) hefur ,því miður, fengið mönnum og konum boðunarhlutverk sem hefur ekki verið sinnt með Biblíukenningu kristinnar trúar. Boðendurnir hafa farið frjálslega með sannleikann og þar gætir feminí-, marxiskra- og frjálshyggjuáhrifa sem fjarlægja kristnu gildin frá eyrum þjóðarinnar. Hin pólitíska "rétthugsun" leyfir þess vegna ekki kristnu trúnna í skólum né löggjöf landsins. Aðeins hin sanna kirkja mun láta í sér heyra gegn þessu andkristna valdi.
Hvenær heyrðir þú síðast að presturinn þinn sagði þér að gera iðrun eða taka sinnaskiptum? Kristnin er einmitt trúin sem kennir manninum að skipta um skoðun og setja í hugarfarið skoðanir sem Guð hefur á málum samtímans.
En í stað þess að kirkjan sé málstofa Guðs og tefli fram Guðs lögum þá hafa svo margir hafnað kristnu gildunum en tekið upp önnur gildi framyfir boðskap Biblíunnar. Hér þarf ekki að nefna nema t.d. mannréttindaskilning samtímans sem nær útyfir kristna boðun. Í þessum mannréttindabálki er maðurinn æðstur og löggjöf í kringum hann það sem menn berjast fyrir. En Jesús segir: "Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. (Matt. 22: 37) Þannig er kristin trú meira en mannréttindaboðskapur og því æðri en löggjafinn við Austurvöll.
Þega löggjafinn setur okkur lög sem eru í andstöðu við kristna trú þá á hinn kristni að standa í gegn slíkum lögum og beita sér að þau verði afnumin. Það mun gefa kirkjunni aukið vægi og meira traust. Auðvitað munu menn segja sig úr kirkjunni við þetta það þarf miklu minna til. En þetta mun gera kirkjuna samkvæmari sjálfum boðskapnum sem er vissulega frá Guði kominn en ekki mönnum.
Gerum iðrun og snúum okkur að hinum sönnu trúargildum blessunarinnar. Þeim fylgir lækning og heilbrigð viðhorf til vandamálanna.
Ég rita þetta í von um að nýr forseti á Bessastöðum gegni hlutverki sínu til að vera verndari þjóðkirkju sem talar máli kristinnar trúar og hefji endurreisn fallinna kristinna gilda á þessu landi!
Snorri í Betel
![]() |
Páfi segir kirkjuna hafa veikst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2012 | 15:59
Segja sig úr lögum við ríkið?
Fornmenn settu fram ákveðna afstöðu í sinni baráttu fyrir kristinni trú. Hjalti, Gizzur og allir þeir kappar sögðu sig úr lögum við heiðna samfélagið á Íslandi. Fram að því gátu kristnir ekki tekið þátt í þingstörfum né dómum á Þingvöllum því að allir eiðar voru strengdir við hin heiðnu goð. Kristnir gátu ekki strengt heit við Njörð, Freyju, Óðinn eða Þór. Það segir sig því sjálft að þeim fannst ekki hægt að semja við ríkistrúnna þá. Enn er sama uppá teningnum að kristin og Biblíuleg trú á ekki samleið með glundroðatrú ríkisins.
Nú eru frjálsir söfnuðir til í landinu ásamt þjóðkirkju. Því má spyrja hvort allir þessir sem fagni aðskilnaði ríkis og kirkju viti ekki um þessi frjálsu trúfélög. Valið er fyrir hendi að styðja t.d. kirstna söfnuði sem varðveita hreinar og klárar kenningar kristinnar trúar. En hvers vegna hafa menn ekki gengið til liðs við frjálsa kristni? Eru kannski þeir sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju með það í huga að hafa aðskilnað ríkis og kristni? Það þarf ekkert að gera neitt sérstakt til að viðhalda skoðanalausu trúfélagi. Þjóðkirkjan er stofnun sem boðar mönnum enga iðrun eða endursköpun þar hafa menn fengið allt í barnaskirninni og verið endurfæddir í nafni föður, sonar og heilags anda. Upp frá því eru þau "guðsbörn" sama hvernig þau haga sér.
En í Kristinni trú er okkur boðað að: "Öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að kallast Guðs börn"! Fyrst tóku menn afstöðu og svo létu þeir niðurdýfast sem svar við því að varðveita sig í trúnni á Jesú Krist.
Þjóðríkistrúin leiðir menn til glötunar vegna afstöðuleysis en Kristnin leiðir menn að Krossi Krists til að menn deyji sjálfum sér en fái að rísa upp sem nýjir menn í lífsgöngunni með Jesú Kristi og endurnýjunar krafti heilags anda.
Þessari trú miðlar íslenska ríkið ekki.
Verið velkomin í hin frjálsu kristnu trúfélög sem hafa gengið með góðu fordæmi á undan og verið aðskilin ríki og kirkju í yfir 90 ár.
Snorri í Betel
![]() |
Aðskilnaður ríkis og kirkju í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2012 | 23:01
Ræna helgidóma!
Sjávarútvegurinn hefur verið mikil tekjulind þjóðar en þó meiri fyrir suma en aðra. Aðrir misstu sinn kvóta og af því að þeir voru litlir þá þurftu þeir að selja hinum stóru eða bönkunum sem seldu síðan þeim stóru. Hinir stóru settu síðan upp sitt eigið hagkerfi og leigðu eða seldu öðrum á "uppsprengdu verði"! Sanngirnin var fyrsta atriðið sem hvarf úr sjávarútvegi við kvótasetningu. Nú vill Vinstristjórnin hagnast enn betur og "fá kvóta" af verðmynduninni í kvótakerfinu.
Auðvitað tapar þá hin svokallaða landsbyggð! En hvenær græddi hún á góðæri til sjávar? Siglufjörður situr ekki á fornum síldarauði - það eru aðeins minningar sem Siglufjörður á. Flestir útgerðamenn á landsbyggðinni eiga ekki margar íbúðir í sinni heimabyggð, en þeir eiga íbúðir eða jafnvel hús í Reykjavík. Af hverju? Jú, áratugum saman hækkaði verð fasteigna mun meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og laun voru almennt hærri í Reykjavík. Þú gast borið hugsanlega meira úr býtum úti á landi en þá þurfti þú að leggja hart að þér og vinna nótt og dag. Landbyggðin sat eftir í lífs og launakjörum vegna þess að þeir sem þar stjórnuðu samþykktu láglaunastefnu í fiskvinnslu. Stóri ágóðinn fór ekki í launaumslög verkafólksins. Nú halda menn fundi til að verja sjómennina að laun þeirra fái að vera einhvers virði - það styð ég fyllilega og heilshugar.
Ég vil að sú hugsun varðveitist meðal okkar að störf í sjávarútvegi eiga að vera hálaunastörf eins mikilvæg og þau eru. En Vinstristjórnin sækir líka á önnur mið. Hún rænir helgidóma! Af eigin geðþótta tekur hún um 30% af sóknargjöldum sem við erum látin borga í því skyni að varðveita kirkju og kristni. Það rán kemur líka niður á landsbyggðinni sem og kirkjum og söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst þetta gefa Agnesi biskupi gott tækifæri til að stinga niður fæti og fara framá skilvísi og heiðarleika gagnvart Guðs kristni. það er réttlætismál að féð sem er eyrnarmerkt ákv. verkefni skili sér í verkefnið - annað er þjófnaður og "það er synd, sem leiðir til dauða og því grafalvarleg"!
í Guðs friði
Snorri í Betel
![]() |
Fjölmenni á fundi um sjávarútvegsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2012 | 11:23
Gildum er hægt að breyta!
Er Anders ekki einmitt að segja satt varðandi umbreytingu gildanna. Norskir hermenn læra að líta á andstæðingana í Afganistan sem eitthvað annað en manneskjur og Talibanar kenna sínum að líta á hina kristnu sem réttdræpa heiðingja? Þannig hafa styrjaldir verið háðar í gegnum aldirnar að andstæðingurinn er gerður að ómenni. Hvað með þá öll illmenni veraldar? Breyttu þeir ekki gildismati sínu? Er ekki saga gyðinga einmitt sönnun þess hvernig þeir voru gerðir að "rottum samfélagsins, afætum og með svínablóð í æðum"?
Sjónarmið kristinnar trúar eru þau að maðurinn getur bætt hegðun sína og það er einmitt nauðsynlegt að hann taki inn heilbrigt gildismat.
Grunnþáttur kristinna gilda er að Guð er til. Hann skapaði manninn í sinni mynd! Við höfum því ekki rétt á að eyða mönnum hvorki á Utöja né í fóstureyðingum.
Næsta er: "að líkami okkar er musteri heilags anda". Þess vegna höfum við ekki rétt á að fara með líkama okkar eins og hverju okkar lystir. Því sá sem eyðir musteri heilags anda mun Guð eyða! Þannig gerum við okkur sek við Guð og tilskipun hans. "En líkaminn er ekki fyrir saurlífi heldur fyrir Drottinn og Drottinn fyrir líkamann." (1.Kor 6: 13) Þannig verður hjónabandið heilagt því Guð út bjó það þar sem karl og kona ganga saman gegnum lífi. Ekki tveir karlar saman og ekki tvær konur saman heldur karl og kona. Svo er: "Hver er þá náungi minn"? Þar komum við að "Miskunnsama Samherjanum" sem leggur hinum þjáða lið og greiðir ekki bara lágmarkslaun sem duga ekki einu sinni fyrir framfærslu á Íslandi. Þessi "miskunnsami" skilur að auðurinn er skapaður af öllum sem starfa við fyrirtækið og þeir allir eiga því réttlátan hlut í framleiðninni. Þessi hugsun er varðveitt í því að náungi minn er jafningi minn, skapaður í Guðs mynd á sama hátt og ég.
Þá má nefna gildin um fjölskylduna, Makar elski og börnin alist upp í heimili elsku og trausts. Hjörtu feðra snúist til barna og óhlýðnir fái hugarfar réttlátra. Þessum gildum hafnaði Anders Breivik en ná þau til okkar á Íslandi? Við hrósum happi yfir því að vera ekki eins og þessi "tollheimtumaður" en ef kristin gildi vantar í okkar þjóðfélag er þá ekki aðeins stigsmunur og okkur og honum en ekki eðlismunur? Eða hvernig getum við látið framhjá okkur fara 900 fóstureyðingar á Íslandi ár hvert án þess að spyrna við fótum. Jú með því að líta ekki á fóstrin sem manneskjur - Og Breivik sá ekki samborgara sína sem "Musteri heilags anda"!
Æ, það er gott að Beivik er ekki hér! Snorri í Betel
![]() |
Þjálfaði sig tilfinningalega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2012 | 13:53
Ætli fjölkvæni megi flokka sem synd?
Er ekki merkilegt að menn láti sér ekki duga eina. Þeir vilja stjórna ríkjum og herjum en ráða ekkert við sig sjálfa. Við höfum frásögur í Biblíunni um þessar kenndir manna. Salómon var fjölkvænismaður sem og faðir hans Davíð. En það var þeim ekki til heilla og þegar sagan gerir upp ævi þessara manna þá fylgdi mikill ófriður þessum lífsmáta. Davíð missti börnin í nauðganri og borgarastyrjöld því börn eiga jú að erfa föður. Jesús kenndi okkur þessa góðu lexíu að fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og búa með eiginkonu sinni og þau tvö skulu verða eitt hold!
Enda skapaði Guð Adam og Evu, ekki margar Evur og ekki marga menn fyrir Evu. Guð sendi tvö og tvö í Örkina hans Nóa, ekki tvo og tvo, tvær og tvær eða einn og margar!
Það er gott að blöðin komi með þessar fréttir um siðleysi framámanna því þá vaknar fólk frekar upp við hvað sé tilhlýðilegt. Þegar Guðrún Ebba sagði sögu sína þá vissu allir að svona á ekki að meðhöndla börn. Enda segir Biblían :"Þú skalt ekki koma nærri nokkru skyldmenna til að bera blygðan þess"!
Samvæmt "Evangelískum boðskap" þá er þessi lífsmáti, fjölkvæni, einnig synd, brot gegn konunni og sviftir hana reisn og virðingu.
Það er hlutverk feðra að tryggja dætrum gott þjóðfélag sem virðir dætur okkar og syni. Það gerum við best með því að sýna eiginkonunni elsku og virðingu. Þá hjálpar Biblían okkur þvi hún segir að hjónabandið sé aðeins milli karls og konu, einimnanns og eiginkonu!
Snorri í Betel
![]() |
Forseti kvænist fjórðu konunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2012 | 21:17
"Blessuð Biblían"
Á INN (5/4) voru 3 prestar á spjalli við Ingva Hrafn. Hann spurði þá um tilefni skírdagsins og söguna á bak við hann.
Þeir allir nefndu nákvæmlega frásögu Biblíunnar, svo nákvæmlega að ekkert vantaði og þá fékk bókstafurinn að halda sér. Þeir jafnvel fylltu uppí söguna svo hún varð aðeins ríkari að innihaldi og merkingu. Ég dáðist að þessari "bókstafs -túlkun".
Skömmu áður höfðu þeir hafnað algerlega siðferðisboðskap sömu bókar um kynhegðun manna og nefndu meðal annars sínu máli til stuðnings að 40000 Finnar sögðu sig úr finnsku kirkjunni þegar kollegi þeirra notaði tækifærið að sanna mál sitt varðandi siðferðisboðskapinn að vísa til þessar öruggu bókar.
Þeim fannst best að tíðarandinn fengi að breyta hugsunarhætti og viðmiði siðferðisins en ekki að treysta bókstafnum.
Hvað ætli verði um kristnar hátíðir ef bókstafurinn sveigist fram og til baka t.d. í þá átt sem Vantrú er að gera? Þá verða kirkjur þjóðarinnar leiksalir um næstu páska. En ef prestarnir kæra sig kollótta um áhrif "40000 Finna" og varðveita boðskapinn þá fáum við að fagna trúarboðskap páskanna að ári.
Hræðumst ekki almenningsálitið jafnvel þó 40000 Finnar eða Íslendingar gangi úr kirkjunni. Kirkjan á að varðveita boðskapinn.
Æðsta boðorðið er þetta: " Þú skalt elska Drottinn Guð þinn af öllu hjarta allri sálu og öllum mætti"!
Kirkjan snýst ekki í kringum manninn heldur um Guð.
Notum páskana til að koma málunum á hreint það er kjarni páskaboðskaparins eins og bókstafurinn segir!
Gleðilega páska!
Snorri i Betel
18.3.2012 | 22:04
Svo að þér fallið ekki frá?
Jesús segir: "Þetta hef ég talað til yðar svo að þér fallið ekki frá." (Jóh. 16:1) Orðin "falla frá" benda til þess að menn tapi, missi af eða gangi af trúnni. Í ensku er notast við "offended" = móðgast, reiðast, hafna. Þýskan segir: "ärgert" = gera reiðan, illan; en allt þetta er þýðing á gríska orðinu "skandalisþie" = hrösun, koma einhverjum til að syndga, og Vulgata, latneska þýðingin segir: "Scandalizor" = falla frá, reiðast, móðgast eða verða einhverjum að falli.
Versið á unda segir að Jesús muni senda þeim anda sannleikans til að vitna um Jesú og lærisveinarnir fari út til að bera vitni. Í þessu samhengi er ekki farið framá hernað, hatur, taka lönd eða kúga náungann. Heldur aðeins að fara út um heiminn, knúnir af sannleiksandanum og bera Jesú vitni.
Fylgifiskur þess hlutverks verður einmitt sá að þeir verða gerðir samkundurækir og að "hver sem líflætur yður þykist veita Guði þjónustu. Þetta munu þeir gjöra af því að þeir þekkja hvorki föðurinn né mig."
Mér til undrunar og ykkur til upplýsingar þá blasir þetta viðmót við okkur í dag. Ef orð Guðs, Biblían, er notuð og vísað til hennar þá fær sá hinn sami "það óþvegið".
Hér eru nokkur dæmi úr blöðum norðanlands sem hafa sent mér tóninn vegna bloggskrifa minna. Ekki er verið að takast á skoðunum með rökrænum hætti heldur gripið til stóruspjótanna. Ég þarf að sitja undir því að vera sagður hafa:
"fordómar og mannhatur", "Og Snorri styður því, samkvæmt eigin vitnisburði....eftirfarandi: Dauðadóm fyrir framhjáhald, og að blóta foreldrum sínum. Þrælahad. Mansal feðra á dætrum sínum. Þjóðarmorð. Að grýta til bana ofvirka og/eða drykkfelda syni. Og þeir sem borða rækjusamlokur eða eru með hamborgarahrygg í jólamatinn..séu réttdræpir"!
Þessar niðurstöður eru orð ritstjóra blaða bæði frá Akureyri og Húsavík. Af hverju? Af því að ég vísaði til orða Ritninganna að: "Laun syndarinnar er dauði.."! (Róm 6: 23).
Þessi setning er m.a. útskýring á því hvers vegna Jesús Kristur var líflátinn - "hann var gerður að synd okkar vegna".
En styð ég dauðadóm? Hvar hefur það komið fram? Styð ég dauðadóm vegna hórdóms? Nei! En er dauðadómur vegna hórdóms framkvæmdur á Íslandi? Já, það er í formi fóstureyðinga hjá þeim aðilum sem taka þátt í hórdómi en vildu ekki að barn kæmi undir !
Styð ég þrælahald? Nei! Margur er í þrælahaldi meira að segja hér á landi, "sá sem syndina drýgir er þræll syndarinnar "(Jóh. 8:34) Ég boða öllum að sá er til sem leysir okkur undan þrælahaldinu en það er Jesús Kristur, FRELSARI mannanna.
Hvers vegna halda menn orðum Móse "gegn" mér? Af því þeir trúa ekki. Skoðið þetta sem Jesús segir: "
"Ef þér tryðuð Móse, munduð þér líka trúa mér. því um mig hefur hann ritað. Fyrst þér trúið ekki því sem hann skrifaði hvernig getið þér þá trúað orðum mínum"? (jóh. 5:46)
Samhengið í málinu er því þessi að Biblían er innbyrðis samstæð þó svo að margt virðist öðruvísi. En það er vegna ókunnugleika okkar og þá förum við að misskilja. Svo er hitt atriðið og það er með heilagan anda. Hann gefur mönnum skilning á mikilvægi samhengisins sem Biblían greinir okkur frá. Engin saga er samhengislaus við efni Biblíunnar. Sagan um "Miskunnsama Samverjann" er opinberun á því sem Guð lofaði að gefa til jarðarinnar til að veita mönnum líf, von og sigur frá dauðanum.
Því er svo mikilvægt að við lærum að standast erfiða tíma svo að við föllum ekki frá þessari sæluríku von að í Kristi er lausn, líf og frelsi þó svo að ýmsir misvitrir blaðamen kalli okkur öllum illum nöfnum - þeir munu ekki landið erfa!
Til hugleiðinar á föstunni.
Snorri í Betel
11.3.2012 | 11:54
En hvað sagði Jesús?
"Hann svaraði: "Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: ,Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.´Þannig eru þau ekki framar tvö heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman ,má maðurinn eigi sundur skilja." Matt. 19: 4 - 6
Guð tengdi saman karl og konu, ekki karl og karl né konu og konu því síður 2 karla og 1konu eða 2 kounur og 1 karl og ekki varð honum á í messunni með því að setja konu sál í karlmann né karlmannssál í konulíkama.
Er ekki gott á föstunni að rifja það upp hvað sé samkvæmt ritningunum?
Kristur leið og dó, samkvæmt ritningunum, hann reis upp samkvæmt ritningunum. Hann skapaði karl og konu, samkvæmt ritningunum til að þau tvö verði einn maður (hjón) samkvæmt ritningunum.
En ert þú með skoðun eða trú samkvæmt ritningunum?
kær kveðja
Snorri í Betel
![]() |
Varar við hjónabandi samkynhneigðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2012 | 23:23
Dæmi um hnignun?
Að gera ungar stúlkur að kynverum og jafnhliða unga drengi er auðvitað skemmd á þroskaferli barnanna. Við varðveitum í tungumáli okkar að barn er ekki "kynvera". Það er flokkað sem hvorukyn, það barnið! Þessi þáttur tungumálsins ætti að duga til að koma öllum í skilning um að kynhneigð og kyntilfinningar eru ekki fyrir börn. Þó að börn geti orðið skotin þá er vert að gefa því gaum að ungar stúlkur sem verða "skotnar" í eldri dreng og gefa sig að honum verða fyrir sterkum áhrifum. Ungi drengurinn sem kann lítið á samskiptamátann við yngri stúlkuna á það til að hefja nýtt uppeldi á stúlkunni. Hún er það ómótuð að hann tekur sig til (oft óafvitandi) og fer að láta hana klæðast og verða eins og honum best líkar. Þannig verðu hann með inngrip í persónuþroska stúlkunnar sem fær ekki að mótast af sjálfstæðum vilja með virðingu fyrir sjálfri sér. Vita menn ekki að unglingsstúlkur glíma oft og einatt við mikla tilvistarkreppu því þær hafa enga trú á sitt eigið ágæti? Eru þess vegna ungir drengir heppilegir uppalendur? Ekki aldeilis!
Þetta eiga foreldrar að stöðva og leggja sig fram um að stúlkan og drengurinn nái nægilegum persónuþroska til að geta hafið eðlilegt samband við hitt kynið.
Þetta tengist líka fréttinni sem fjallar hér um á eftir.
"Breski kardínálinn Keith O'Brien fordæmir hjónaband samkynhneigðra og segir það afbrigðilegt og líkir því við þrælahald og fóstureyðingar.
Segir O'Brien að ríki sem lögleiði hjónabönd samkynhneigðra ættu að skammast sín að ganga gegn lögmálum náttúrunnar og ættu ekki að líta aðgerðir sínar sem framþróun.
Hann segir að hjónabönd samkynhneigðra muni leiða til hnignunar samfélagsins og aukins siðleysis. Þetta sagði hann allt saman í viðtali við BBC Radio 4 sem var tekið í kjölfar greinar sem kardínálinn ritaði í sunnudagsútgáfu The Telegraph."
Má vera að við hrökkum í kút við svona samhengi en tilfellið er að þegar fjallað er um lögmál náttúrunnar þá á það við heilmikil rök að styðjast því aðeins hjá karli og konu verða börnin til. Þjóðfélög, fjölskyldur og skólar þrífast ekki nema aðeins um eina kynslóð, ef allir verða með sama kyni. Þá verður landauðn þar sem slíkt verður alsráðandi.
Er ekki verið að kalla okkur til að endurmeta gildin okkar?
Það er í höndum okkar foreldra og skóla að leiða börn og unglinga til farsæls lífs og hamingjusamrar útkomu.
Og Guð sagði :"Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina..." 1.Mós. 1:28
Snorri í Betel
![]() |
Vill stöðva kynvæðingu skólastúlkna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
21.2.2012 | 18:30
Ríkið 666?
Tíminn er eins og vatnið. Vatnið fer eftir lögmálum náttúrunnar og fellur alltaf til sjávar, að lokum. Saga mannkynsins virðist einnig vera skráð og fellur alltaf í sama farveginn, "að lokum". Nú eiga Evrópubúar að kjósa sér sameiginlegan forseta. Hann á að verða höfuð eða andlit álfunnar. Barrosso var einnig að tala það út að Evrópa ætti að renna saman í enn meiri heild. Efnahagur álfunnar leyfði ekki svona sundurleit þing og reglur. Löndin þyrftu að láta af sjálfstæði til að Evrópa rísi upp sem sameinað afl, ríki þeirra sem mynda bandalagið. Þangað eru Íslendingar að sækja. Þessi hugsun fellur betur að vinstrimönnum en þeim hægrisinnuðu þar sem hægriöflin hafa byggt frekar á frumkvæði einstaklingsins og áræðis hins frjálsa framtaks en miðstýringu vinstri forræðishyggjunnar.
En það sem er forvitnilegt í þessu samhengi með ríki og mannkynssöguna er sagan í Daníelsbók Biblíunnar sem segir frá draum Nebúkadnesars konungs Babylóníu. Gyðingarnir voru hernumdir þangað 584 f.kr. og voru í herleiðingu í 70 ár. Sú herleiðing var árangur trúrofs gyðinga við Guð almáttugan, YHVH (jahve).
Nebúkadnesar lá í hvílu sinni og hugleiddi hvað verða mundi um ríki hans eftir hans dag. Þá nótt dreymdi hann draum þar sem hann sá mikið líkneski í mannsmynd. Höfuð þess var úr gulli og táknaði Babylóníuríkið. Hendur og brjóstkassi voru úr silfri. Tengist mjög vel við ríki Meda og Persa. Kviður og lendar voru úr eir. Það heimfærist uppá veldi Grikkja og tíma eftir Alexander mikla. Fæturnir voru sumpart úr járni og sumpart úr leir. Það getur fallið mjög vel að veldi Rómar sem varð aldrei sigrað heldur sofnaði og liðaðist i sundur. Það var eins og risi sem sofnaði. Margar tilraunir voru gerðar til að vekja þennan rista. Karl mikli (Karla Magnús) hóf endurreisn, þýska keisaraveldið - hið heilaga, Fasisminn og Nazisminn. Saga endurreisnarinnar er beisk og myrk.
Nú er runninn upp nýr tími þar sem ríki hefur risið upp af Rómarsáttmálanum sem grundvallaðist á Kola og járn samkomulaginu sem stofnað var til eftir seinna stríð. Þrún þessa ríkis hefur verið í nokkrum skrefum en þessi síðustu eru eftirtektarvverðust. Sameiginlegur gjaldmiðill, Evran og nú sameiginlegur þjóðhöfðingi.
Draumur Nebúkadnesar endaði þannig að að steinn losnaði og féll á fætur líkneskisins, braut fæturna, koparinn, silfrið og gullið.Vindurinn feykti smælkinu í burt svo þeirra sá engan stað en steinninn óx og náði yfir alla jörðina.
Auðvelt er að sjá að þessi draumur Nebúkadnesars teygir sig til okkar daga. Ríkið sem byggt er á leiri og járni (kolum og stáli) reis upp og er að fullmátast á okkar dögum. Höfðingi þessa ríkis gæti verið sá sem mun ætla sér Guðssætið í Musteri Gyðinga í Jerúsalem. Ekki er það enn risið en vert er að fylgjast með og sjá framvindu málsins. Þegar menn sjá svo ríkið fara að amast við málefnum gyðinganna þá skulu alir taka eftir að endurkoma Frelsarans er á næstu grösum.
Þjóðhöfðingi Evrópu verður guðlaus, trúlaus og siðlaus. Þess vegna kallar Biblían hann And-krist. Margir munu fagna honum sem lausnara og sameiningartákni (múslimar, gyðingar og sumir kristnir) en starfstími hans verður aðeins 7 ár og helming tímans 3 og hálft ár verður hann til friðs en seinni hlutann getur hann ekki flúið eðli sitt. Tortíming mun brjótast út og eyðing hans hlutskipti vegna þess að hann rís gegn Guði og hinum heilögu. Hann verður þroskaður avöxtur siðleysir og spillingar. Páll kallar hann "lögleysingjann" og Daníel greinir frá að hann muni koma á vængjum spillingarinnar. Þarf að efast um að tíminn er kominn?
Þetta er t.d gild ástæða til að segja nei við inngöngu í EB. Takið eftir því sem við "eigum að gera" til að "666" samþykki okkur. 1) Við eigum að þyggja 7% makrílkvóta, fisk sem er í okkar lögsögu og enginn á nema sá sem veiðir. Hafró getur alveg eins rannsakað og gefið út kvóta. Við verðum að varðveita sjálfstæði landsins og yfirráðarétt okkar yfir fiskimiðunum. vík burt Satan, var sagt áður fyrr en þyrfti jafnvel líka að standa Brüssel. 2). Fréttablaðið kynnir okkur reglur "666" um að fyrirbyggja kynþáttafordóma. a) að múslimar á Íslandi fái land og leyfi til að reisa moskur. b) ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar c) að í hegningarlög verði sett ákvæði um refsiþyngjandi dóma liggi kynþáttarfordómar að baki brotinu. Bent er á það í bókinni "Fórnarlambakúltúrinn" (höf. David Green, útg, Ugla) að tveir ungir menn voru myrtir í Englandi á árunum 2005 og 2006. Annað morðið var á læknastúdent og reyndist tilefnislaust. morðinginn náðist og fékk 15 ára fangelsi. Hitt morðið var að hommi var drepinn og þótti sannað að um hatursglæp hafi verið að ræða. Morðinginn náðist og sá fékk 28 ára fangelsi. Hvers vegna voru líf þessara ungu manna mis mikils virði? Hér komu Evrópureglurnar til skjalanna ("666") sem fara fram á "refsiþyngjandi" ákvæði. En kristnu sjónarmiðin eru eins og Biblían segir auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, líf fyrir líf. Auðvita er rík ástæða til að taka mark á viðvörunarorðum Biblíunnar og gera Jesú að frelsara sínum, steininn sem losnaði án þess að mannshönd kæmi þar að og óx um alla jörð.
k.k.
Snorri
![]() |
Íbúar Evrópu kjósi forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 243456
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar