30.3.2008 | 00:21
Framhaldslíf eða ekkert líf?
Nú þegar menn hafa lagt á ráðin að fjarlægja "Helvítið" þá gefur það okkur tilefni til endurskoðunar á heildarmálinu. Því þessi þáttur lífsins er handan grafar og tilheyrir veröld þeirra dauðu. En hvaða sjónarmið ríkja á meðal okkar um þennan hulda-heim?
Kristin trú hefur mjög glöggar upplýsingar að veita og byggjast þær á kenningu Biblíunnar og reynsluheimi trúaðra. Því er teflt fram að Jesús Kristur hafi farið í gegnum himnana (Hebr.4:14), Páll postuli þekkir mann sem var "hrifinn allt til þriðja himins" (2.Kor. 12:4). Jesús kynnir Guð þannig að hann er "Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs, ekki er hann Guð dauðra heldur lifenda" (Matt.22:32).
Framhjá því verður heldur ekki litið að á dánardægri sínu segir Jesús við ræningjann:"Sannlega, sannlega segi ég þér, í dag skaltu vera með mér í Paradís." Það er ekki um flókna kenningu að ræða hér heldur birtist honum vonarboðskapur við andlátið. Ekki er um svefn að ræða og enganveginn grafarþögn heldur Paradísarheimt.
Enginn ruglingur á kommu því í grískunni eru engar kommur notaðar. Jesús sagði þetta loforð nákvæmlega svona eins og haft er eftir honum.
Hvernig stendur á því að þessi atriði eru farin að flækjast verulega fyrir sannkristnum mönnum?
Jesús segir okkur afar magnaða sögu um ríka manninn og Lazarus. Sá ríki hóf augu sín í helju en Lazarus var borinn af englum Guðs í faðm Abrahams. Sá ríki vildi allt gera til að slökkva kvalir sínar og bjarga bræðrum sínum svo þeir kæmu ekki í þennan kvalastað.
Öll þessi atriði eru greinileg til að styrkja þá trú okkar að við dauðann hverfum við "lifandi" og með fulla skynjun til annars staðar. Framhald verður á "tilveru" okkar.
Vegna þeirrar þekkingar þá er líka vert að gefa því gaum að meðan við erum hérnamegin grafar þá fáum við tilboð og eigum val. Þessi tilboð eru ekki öll jafn góð. Ég get ráðið mínu lífi, hvað ég geri, hverju ég trúi og undir hvað ég beygi mig.
Jesús Kristur leggur tilboð sitt fram um að ég gangi honum á hönd og fái vegna náðar hans að verða "Guðs-barn". Þetta er kröftugt tilboð því ég sem maður með breiskleika og undir valdi óhlýðninnar fæ að vita að það er í mínum höndum að eignast eilíft líf.
Mörg önnur tilboð standa mér til boða. Þau liggja gjarnan á tilfinningasviðinu að skemmta mér, verða ríkur, gera það sem ég vil og ég fái allt fyrir mig. En ég gef mér ekki framhaldslífið, Paradísina eða englafaðm sem ber mig í himnaríkið.
Því er það niðurstaða mín við þessa einföldu samanburðarrannsókn að sá sem hefur farið á undan mér inní eilífðina og komið hingað aftur sé sá eini sem hægt er að treysta að flytji mér sannar upplýsingar um framhaldslíf eða hvað biður handan grafar.
kær kveðja
snorri í betel.
23.3.2008 | 21:46
Helvíti slæmt..!
Ef þetta verður niðurstaðan þá steig Kristur væntanega aldrei niður til heljar? Og til hvers var hann þá að leggja sig í sölurnar fyrir mennina? Deyja sem syndafórn svo þú og ég gætum fyrir trúnna á hann komist til himins! Þegar ekkert Helvíti er til þá verður þjáningin og krossdauðinn algerlega óskiljanlegt uppátæki.
En svona fyrir alla þá sem pæla og vilja skoða málin þá kenndi Jesús Kristur um Helvíti. Hann segir það fyrirbúið fyrir Djöfulinn, dauðann, helju, Antikrist og engla Satans, engan mann. Þetta Helvíti er til að koma hinu illa og sviksamlega úr sköpuninni svo næsta tilvera verði stöðug, samtengd kærleikanum og eilíf í viðhaldsfrírri sælu!
Það er því bara all ill tíðindi ef búið er að sameina Helvíti við hugarástand ráðvilltra presta.
Í Saudi-Arabíu tóku þeir 40.000 immana (kennimenn) í endurhæfingu væntanlega til að þeir kenndu í samræmi við Kóraninn. Ætli sé líka kominn tími til að taka kristna presta í endurhæfingu svo þeir viti hvað það er sem Jesús Kristur kenndi?
Helvíti er til, himininn einnig, dauðinn er til og eilífa lífið líka. Ekkert af þessu verður afnumið með kosningum eða "guðfræðibulli". Spurningin er aðeins hvort þú velur eilífð á himnum með Jesú eða klúðrar málum. Menn þurfa nefnilega ekki að velja Helvíti. Veldu þess vegna Jesú og gerðu hann að Drottni þínum, þá fer vel og við hittumst á rétta staðnum!
Amen.
Snorri í Betel
![]() |
Helvíti andlegt frekar en líkamlegt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 25.3.2008 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
21.3.2008 | 17:58
Endurmenntun fyrir hvað? Imman Madí? Messías?
Allt er breytingum háð. Nú sjá Saudar að Islam gengur ekki upp, Sharialögin koma ekki nema takmarkað að gagni því trúin hefur ekki borð þann ávöxt sem vænst var eftir.
Trúlega má tengja þetta við illvirkin og spennuna sem hefur myndast milli Vestur- og Miðausturlanda. En ég hallast að annarri skýringu. Allir vita að gyðingar, kristnir og múslimar bíða eftir birtingu "Messíasar, "Jesú" eða "Imman-Madí". Sá sem Biblían kynnir hann mun birtast sem snillingur bæði í hernaði og fjármálum. Kallar samtíminn ekki einmitt á birtingu slíks manns?
Hann á að geta sameinað gyðinginn, Evrópubúann og múslimann undir eina stjórn, ein lög og einn markað. Þessi markaður verður með höfuðstöðvar í Róm og lætur alla smáa, stóra, ríka og fátæka vígjast inní heilagt samband friðar og viðskipta. Hann mun sjálfur heimta það að verða meðtekinn sem Guð og ætlar að setjast að í Musteri Guðs sem á eftir að rísa á Móríafjalli (Musterishæðinni) í Jerúsalem. Þeir sem gangast honum á hönd munu taka merki hans á enni og hægri hönd. Þá verður þeim fjálst að kaupa og selja að vild án áhættunnar að tapa milljónum vegna gengistaps. Hinir sem ekki fá merkið verða þrælar og réttlaus vinnulýður.
Nú er greinilegt að tíminn er kominn til að stórviðburður eigi sér stað í trúmálum veraldar. Evrópa er á barnmi trúarstyrjaldar eins og greinilegt er af fréttum frá Hollandi, Danmörku, Serbíu og fleirri stöðum.
Hinn þátturinn kemur frá Dalaí Lama. Er hann ekki "Endur-holdgaður guð"? Hvernig getur slíkur sagt af sér? Aðeins ef annar kemur og tekur stöðu hans. Því er það svo að bæði frá Tíbet, Saudi-Arabíu og hinni trúlausu Evrópu þá standa menn frammi fyrir páskavalinu. Það er hvern á ég að gefa lausan Jesú eða Barrabbas (Imman Madí, Antikrist eða konung Evrópu)?
Hvað velur þú, kæri lesandi?
Jesús frá Nazaret leið krossdauða fyrir þig svo þú mættir vita að trú á hann mun færa þér eilíft líf og frelsi frá trúarbrögðum sem þurfa að endurmennta kennimenn eða blekkja áhangendur. Jesús er eini vegurinn og eini meðalgangarinn milli Guðs og manna!
Þú þarft ekki að vera bókstaftrúar kristinn, heldur af hjarta hlýðinn Drottni okkar, Jesú Kristi. Þá þarf ekki að heilaþvo þig heldur hreinsa hjartað þar sem lögmál Drottins verður ritað fyrir kraft heilags anda.
Gleðilega páska!
Snorri í Betel
![]() |
Klerkar endurmenntaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2008 | 15:54
Tímanna tákn?
Nú er búið að opna fyrir okkur nýja veröld. Fjármálamarkaðir og peningakerfi veraldar eru svona samofin. Hver átti von á því að við sölu eins banka í USA þá hækkuðu lán í íslenskum bönkum, krónan gengisfélli um tugi prósenta og kjarasamningar hér misstu gildi sitt? Unga fólkið með tuttugumilljónkróna lán varð einni milljón fátækara á einni nóttu - lánið hækkaði og bankinn græddi- enda hafa þeir tögl og hagldir, axlabönd og belti!
Nú stökkva allir til og reyna að mynda nýtt hagkerfi. Menn hafa verið kallaðir til eins og í morgunútvarpi eða fréttatímum og eina "ábyrga" svarið sem menn fá er að "hrapa ekki að neinu", bíða og sjá til, "athuga hvort krónan komi ekki til baka"!
Menn hafa verið að kjafta krónuna útúr íslenskum veruleika svo hún hefur alls ekki fundið sig lengur heima á Íslandi. Af hverju ætti hún að vilja að koma til baka?
Ég tel þessar fréttir mikil tíðindi. Því er nefnilega þannig farið að menn hafa nokkuð oft endurreist peningakerfi veraldarinnar frá stríðslokum. Gullið reyndist ekki nægilega góður grunnur. Þá var farið í framleiðsluhæfnina og myntkörfuna og gjaldeyrisvarasjóði o.s.frv. Allt voru þetta reikningskúnstir til að sannvirði væri á milli gjaldeyris þjóðanna.
En svo er þessi merkilega klausa sem tengist endurkomu Jesú Krists. Hún segir: "enginn getur keypt eða selt nema taka merki dýrsins á enni sér eða hægri hönd". Þessi undarlegi spádómur hefur af ýmsum verið aðhlátursefni og þeir sem hafa bent á hann, gjarnan flokkaðir með svartsýnum, þunglyndum dómsdagsspámönnum. En er það ekki deginum ljósara að fréttir af gengishruni og olíuverðshækkunum opinbera fyrir okkur hve fjármálakerfi veraldarinnar er samtengt?
Þá er næst að spyrja hvernig þjóðir ná sér úr þessari dýfu? Ef önnur kemur í kjölfarið af því að bankar í Evrópu fara að hrynja, hvað þá?
Gefur það ekki auga leið að "Evran" verður MYNTIN? Er hún þá ekki "Merki Dýrsins"?
Vita menn ekki að samkvæmt spádómnum gamla þá er "dýrið" endurvakið Rómaveldi? Í dag sé ég stóra tækifæri Evrunnar af því að Dollarinn hrynur enn meir. Olíumarkaðirnir fara í Evru-myntina og á örfáum mánuðum verður Evrópa stórveldið í viðskiptum og allir þeir sem eru þar inni teljast "hólpnir"!
En framtíðin þar er alls ekki glæsileg ef miðað er við framhaldið í gamla spádóminum!
Meira um það seinna!
Á meðan: "Gleðilega páska" mundu að þeir flytja okkur boðskap um að dauðinn er ekki lokasvarið heldur upprisan fyrir trúnna á Jesúm Krist. Allur páskaboðskapurinn er líka samkvæmt gömlum spádómum sem rættust - allir með tölu!
Allir bókstaflega!
kær kveðja
Snorri í Betel
![]() |
Hrun í kauphöllinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2008 | 21:55
Hefur hún nokkurntíma staðist?
Ef kenningu Darwins hefði aldrei verið breytt og "uppfærð" þá hefði hún aldrei staðist. Dæmi: Erfðafræðin staðfestir ekki kenningu Darwins því litningar eru afar viðkvæmir fyrir breytingum og hafa aðeins sveigjanleika innan tegundarinnar. Api verður aldrei asni, og hvalur aldrei flóðhestur. Steingervingar hafa ekki staðfest þróunarkenningu Darwins þar sem hvergi er hægt að finna "milliþrep" í tegundabreytingum meðal steingervinganna.
Tegundum hefur ekki fjölgað undanfarin tíuþúsund ár heldur fækkað. Þróunin hefur allavega staðið í stað. Sveigjanleikinn til að lifa af þarf mun lengri tíma svo margar tegundir eru runnar út á tíma. Þróunin er of hæg miðað við tímann sem dýrin hafa yfir að ráða. Þess vegna er líklegra að um sköpun hafi verið að ræða eins og sjá má í "þróun/ vexti" fóstra dýra og manna. Þar verða breytingar hraðar og öruggar án þess að ein tegundin fæði af sér aðra tegund. Fósturþroskinn sýnir formúluna "copy-paste" og ekkert annað enda framleiðr hann 15000 frumur á klst. líffæri sem eru mun flóknari í uppbyggingu en geimskutla Bandaríkjamanna. Í sköpuninni er ekkert fum né tilviljun!
Ergó: "Í upphafi skapaði Guð..."
Sannleikurinn er sára einfaldur en oft erfiður að melta! Margur hefur fengið verulegar melstingatruflanir vegna sannleikans.
kær kveðja
Snorri í Betel
![]() |
Kenning Darwins felld? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2008 | 16:44
Hvað er verið að verja?
Enn syrtir í álinn. Ísraelar fá hverja ályktunina af annarri frá Sameinuðu þjóðunum og vinir Palestínu heimta aðgerðir gegn gyðingunum og lýsa þeim sem verstu mönnum veraldar eins og læknir nokkur greinir ástandið. Hann ætti að kunna að sjúkdómsgreina.
En Ísraelar yfirgáfu Gaza skv. ályktun SÞ. ástandið lagaðist alveg stórkostlega eftir það - eða fór það framhjá heimsbyggðinni? Í síðustu viku var 335 eldflaugum skotið frá Gaza á Ísrael. Þessum Katuzha flaugum hefur verið skotið viðstöðulaust í 7 ár. Skotmenn hafa fullan stuðning Irana. Þær berast aðeins frá Gaza, ekki Vesturbakkanum enda eru engar hernaðaraðgerðir þar! Og SÞ ályktuðu enn einu sinni gegn Ísrael að þeir stöðvuðu árásir og beittu aðeins hlutfallslegum hernaðarstyrk til að stöðva eldflaugaárásir.
Um daginn fóru Tyrkir í hernað móti skæruliðasveitum Kúrda og "hreinsuðu til" eins og svo oft er gefið í skyn. En SÞ ályktaði ekkert um þann hernað og ekki var sagt að Tyrkir hafi beitt "óþarflega" miklu afli gegn Kúrdum.
En vill einhver veita Kúrdum eða Palestínumönnum skotleyfi á Tyrki eða Ísraela? Verða menn ekki að vera sjálfum sér samkvæmir og tala þannig að manndráp í nafni Palestínu verða aldrei samþykkt sem eðlilegt ástand. Einn fallinn gyðingur er óhæfa. Einn fallinn Palestínumaður er enganveginn við hæfi. Einn fallinn Kúrdi er einum of mikið og einn fallinn Tyrki er óásættanlegt mannfall!
Sá sem kenndi lærisveinum sínum lexíuna að slíðra sverðið og græddi eyrað á Malkus - óvin sinn- kenndi okkur að elska óvini okkar og biðja fyrir þeim. Nú er þörf á fyrirbæn því sá sem vegur með sverði mun fyrir sverði falla. Sá sem drepur gyðing snertir sjáaldur Guðs.
Látum kristið siðferði berast til stríðandi fylkinga og skrifandi bloggara.
kveðja í Jesú nafni
Snorri í Betel
![]() |
Hernaðaraðgerðum ekki lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2008 | 00:10
Jesús er Kristur, upprisinn!
Enn líður að páskum og Passíusálmarnir hljóma í útvarpinu. Þar fjallar heittrúarmaður um fórnardauða Jesú Krists á þann hátt að verkið er hreint listaverk. Sumir hafa bent á að við tilurð Passíusálmanna þá rættist spádómur hjá Jesaja 24:16 "Frá ysta jaðri jarðarinnar heyrðum vér lofsöngva:"Dýrð sé hinum réttláta!" Ýmsir aðrir hafa haft orð á fórn Jesú og bera þar fram allt annað sjónarmið en gæsku og kærleika gagnvart okkur mönnum heldur heift, hatur og grimmd Guðs gagnvart syni sínum.
En þessir dagar eru auðvitað notaðir til að rifja upp og bera á borð þennan merkilega boðskap að fyrir trú okkar á Jesúm Krist verður okkur launað með eilífu lífi - það verður framhald á tilverunni - svo við fáum að ganga í gegnum dauðans dyr aðeins einu sinni og síðan aldrei meir.
Er nema von að einhverjir hnjóti um staðhæfinguna? Sérstaklega getur það verið ögrandi fyrir okkur þegar við höfum ekki alveg hugsað málin. og sannfærst
En því er nefnilega svo farið að hinn trúaði trúir ekki blint heldur hefur hann rök, orsök og afleiðingar í skoðunum sínum. Hinn vantrúaði hafnar heldur ekki blint boðskap trúarinnar, hann rökræðir og setur atriðin inní sinn hugarheim, vegur og metur, íhugar en hafnar á sínum forsendum, oft þeim að hann skilji ekki málið. En skilja menn allt? Við skiljum ekki endilega hvernig flugvélar fljúga en við ferðumst með þeim samt af því að við treystum og sjáum að dæmið gengur oftastnær upp.
Hinn kristni sér gæsku Guð og verk hans í krossdauða og upprisu Jesú en einnig ógn, skelfingu og óhuggnað. Fyrir bragðið getur hinn kristni hlýtt á Passíusálmana, komist við og verið svo innilega sammála höfundinum.
En þegar Hallgrímur fjallaði um fórnardauða Krists þá lagði hann út frá Guðfræði síns tíma og gerði Jesú dýrlegan en fjallaði lítið um kirkjuna. Gyðingarnir fá að finna til tevatnsins fyrir skammsýnina að hafna Syni Guðs. Þeir höfðu sömu afstöðu og vantrúin teflir fram í dag.
Í dag virðist fórnardauði Krists skipta menn mun minna máli en hjá þeirri kynslóð sem Hallgrímur Pétursson tilheyrði. Ætli við í dag vitum eitthvað meira um málin sem gerir þau ótrúverðugri?
Veistu að hundruð manna voru sjónarvottar að krossfestingunni? Frá henni er greint í samtíma heimildum af sjónarvottum. Einn t.d rannsakaði kostgæfilega frásagnirnar og komst að þeirri niðurstöðu að sögurnar sem skráðar eru um Krist af sjónarvottunum eru dagsannar.
Hann var krossfestur samkvæmt ritningunum. Þar er vísað til spádóma frá fyrstu dögum mannkynsins fram til Móse og Davíðs. Opinberarnir um hinn þjáða þjón er skráð einum 600 árum áður en atburður krossfestingarinnar átti sér stað (Jes.53).
Í Toledó á Spáni er varðveittur sveitadúkur sem notaður var við að hjúpa höfuð Jesú Krists þegar hann var tekinn niður af krossinum eftir andlátið. Í þeim dúk eru blóðblettir af flokki AB og lungnavessar sem láku í dúkinn þegar líkaminn var lagður á grúfu meðan fæturnir voru losaðir frá. Saga sveitadúksins er sagnfræðilega staðfest og heil frá fystu öld til okkar daga. Víða eru fornar heimildir um þennan dúk.
Á Ítalíu eru varðveitt líkklæðin, þau einu sinnar tegundar- með innbrennda mynd af krossfestum manni. Í þeim er blóðið af flokki AB. Líkamsvökvarnir sem eru í klæðinu sýna að sveitadúkurinn á Spáni og þessi líkklæði voru notuð á sama manninn í sama skipti á sama tíma og aðeins þennan eina krossfesta mann. Þar finnast einnig för eftir blóm sem lögð voru á blautt klæðið. Þessi blóm voru öll í blóma og vaxa aðeins í Jerúsalem, Kedrondalnum og þar í kring. Blómatími þeirra er í mars/apríl eða um páska!
Búið er að rannsaka þessi líkklæði í 150.000.- vinnustundir og alltaf er meira og meira að koma í ljós. Á augu þess krossfesta voru lagðir peningamyntir sem slegnir voru og notaðir á árabilinu 29 - 33 e.kr. Letrið á þessum peningum sýnir einkennisstafi Pontíusar Pílatusar.
Hægt væri að rita mikið um sárin og sögu klæðanna en allt ber að sama brunni og það er að klæðin eru ekta og þau hjúpuðu líkama Jesú Krists þegar hann var grafinn.
Í mínum huga er hér sönnun að hafa sem staðfestir sögu Guðspjallanna og sannar fyrir þér að uppgjörið við synd og Satan var fullkomið og áreiðanlegt. Því er þér ekkert að vanbúnaði að hefja gönguna með Guði í trú á Jesúm Krist vitandi það að hann er með þér alla daga, allt til enda veraldarinnar.
Mundu: "Hver sem játar með munninum og trúir í hjartanu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, mun hólpinn verða."
Enginn annar trúarbragðahöfundur hefur yfirgefið gröf sína - þeir voru sama eðlis og við!
Jesús Kristur er kröftuglega auglýstur sem sonur hins lifanda Guðs! Amen.
kær kveðja
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
15.2.2008 | 09:22
Friður og engin hætta!
Hvernig skyldi okkur líða að eiga svona nágranna í næstu götu eða næsta hverfi sem hóta gjöreyðingu, skjóta eldflaugum í tíma og ótíma, standa í friðarviðræðum en ætla sér í styrjöld. Um daginn var talað um skólabækur í Teheran þar sem börnin voru undirbúin fyrir stórstyrjöld eða paradís. Mönnum var augljóslega brugðið! Við sjáum að þessi ógn er víða meðal múslima. En mesti gallinn við hana er að hinir friðsömu og gæfu múslimar sem víða finnast tala ekki gegn þessum öfgaöflum né lýsa yfir opinberri andstöðu við þau. Þess vegna verða þeir tengdir við eyðingaröflin því að "þögn er sama og samþykki", ekki satt?
Ástandið í þessum málum hefur aðeins farið versnandi undanfarin ár og þá skiptir engu máli hvort talað er um Ísrael eða Danmörku. Þar sem ógn og skelfing fær að þrífast þar eyðileggjast þjóðfélög og traust.
En þetta er eitt af því sem Biblían (meira að segja nýja þýðingin) bendir á að verði einkenni "efstu daga"!
kær kveðja
Snorri í Betel
![]() |
Hizbollah hótar Ísrael stríði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2008 | 23:34
Good morning, America! How are you?
Ég gat ekki varist þessari hugsun þegar ég sá þessa frétt. NATO er komið í augljós innbyrðis átök. Er ekki öllum ljóst að við tilheyrum NATO. Í þeim sáttmála er sagt að "árás á eitt ríki er árás á þau öll" og það stóð víst alltaf til að Bandaríkjamenn verðu Þjóðverja gegn Rússum og Bandaríkjamenn verðu Frakka gegn einhverjum og Bandaríkjamenn verðu Ísland gegn öllum. En svo var ráðist á Bandaríkjamenn. Þá var glæpur að lýsa yfir stuðningi við stríði gegn hryðjuverkum. Þegar Davíð og Halldór gerðu Ísland marktækt NATO-ríki þá hafa fjölmiðlar og vinsti flokkar hamast á þessum tveim mönnum vegna illra verka þeirra að hafa tengt okkur við "viljugu" þjóðirnar. Sama hvað varnarsamningurinn hljóðaði uppá.
En af hverju reiðast Þjóðverjar? Mér kæmi ekki á óvart að þessum samskiptum lyktaði með því að Evrópa losaði sig við Bandarískar hersveitir. Þetta gæti hljómað ótrúlegt en mér finnst oft hið ótrúlega hið eina rétta. Við mennirnir erum svo skammsýnir og öpum allt eftir hvorum öðrum.
1.
Evrópa vill láta taka mark á sér. Þeir hafa áhuga á að stilla til friðar og semja en ekki berjast. Evrópuherina vantar "bardagareynslu". Það er eiginlega aðeins breski herinn sem hefur látið til sín taka.
2.
Evrópa er kölluð til sögunnar í spádómum Biblíunnar um hið mikla stríð gegn Ísrael. Þar er sagt að "Gómer og allir hans herflokkar". Orðið Gómer er fornt orð og á við German. Þjóðverjar hafa verið hallir undir Rússavináttuna enda gekk "Ostpolitik" Willy Brants vel þegar hann fór í sjálfstæðan friðarleiðangur meðal kommúnistaríkja Evrópu á sínum tíma.
3.
Það sem Guð hefur sagt um Evrópu mun rætast á réttum tíma. Er sá tími ekki bara að renna upp. Ég tel þessa frétt stórmerkilega og bendi mönnum á að fylgjast með hvernig Evrópa klofnar frá Bandaríkjunum og siglir þannig blindandi inní hrikaleg styrjaldarátök fyrir botni Miðjarðarhafs. Báðar heimstyrjaldirnar brutust út þegar Ameríski herinn var víðsfjarri. Allt er þá þrennt er má segja.
Biblían rætis!
kveðja
Snorri í Betel
![]() |
Bandaríkin gera kröfur til Þjóðverja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2008 | 23:27
Gasa og Kúba.
Margt er reynt til að fá Ísraelsmenn í að slaka á klónni gagnvart Gasa. Þeir höfðu í nokkur ár hersetið svæðið og þá var þrýstingur "alþjóðasamfélagsins" að yfirgefa Gasa og ganga úr skugga um að Palestíuarabarnir væru friðelskandi menn. Það fór allt út um þúfur og svo rækilega að landnemabyggðir Ísraelsmanna voru eyðilagðar af Ísraelum sjálfum en synagógurnar brenndar af Aröbum en svæðið fylltist af ógnarvopnum. Eldflaugum fór að "rigna yfir" lendur og byggðir Ísraelsmanna. Hatrinu linnti ekki heldur jókst. Brotthvarf gyðinga frá Gasa var túlkað sem "sigur" Araba.
En í tíð Kennedýs bandaríkjaforseta var Kúba gerð að vopnabúri til að koma eldflaugum fyrir sem næðu langt inní Bandaríkin á innan við 10 mínútum. Þá var andsvar Bandaríkjanna þegar "upp komst um strákinn Tuma" að setja hafnbann á Kúbu. Það lenti á gamalmennum, konum, börnum, sjúkum sem heilbrigðum. En þannig eru viðskiptaþvinganir og hafnbönn! Við sjálft lá að allt spryngi í loft upp í kjarnorkustríð.
Öll ríki kommúnismans mótmæltu framferði Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðirnar urðu hinn mikli vettvangur þess einvígis. Fjölmiðlarnir voru notaði sem misnotaðir af þessum stríðandi öflum. Ógnaröflin þá töldu sig hafa einkarétt á stríðsundirbúningi. Þau öfl höfðu stuðningsmálgögn og flokka hér á Íslandi. Lygarnar bárust örugglega inn á heimilin. Svo fór þó að Bandaríkjamenn fóru með sigur og eldflaugarnar voru fluttar frá Kúbu. Heimurinn varð öruggari á eftir.
Ef hinn siðmenntaði heimur stendur ekki með Ísrael nú þá verða eldflaugarnar ekki fluttar frá Gasa. Þá mun vopnvæðing þar vaxa og hið óumflýgjanlega stríð verða háð. Egyptar standa sig ekki og fréttir berast frá hinum múslimsku ríkjum að víða er mótmælt stöðvun gyðinga á olíu og öðrum vörum. En það er kaldhæðnislegt að á sama tíma neitar Ahmadinejad að flytja olíu í afskekkt þorp Írans. Þar eru miklir kuldar og fólkið er látið líða - þar er ekki stríð. En engin mótmæli koma erlendis frá frá múslimskum ríkjum. Ógnaröflum Miðausturlanda er ekki mótmælt sem skyldi og Arabarnir eiga greinilega pólitíska stuðningsaðila hér á landi.
Það verður að viðurkennast að Ísraelar fá verri umfjöllun og ósanngjarnari kröfur en t.d. Bandaríkjamenn fengu í tíð Kennedýs. Er það þeirra hlutskipti í mannkynssögunni enn einu sinni að þeim má ógna, þá má drepa, þeim má eyða án þess að finna hjá okkur Íslendingum bróðurfaðm eða vinarskjól? Þessi einstaka þjóð - eignarlýður Guðs - á það inni hjá okkur að við stöndum með þeim og leggjum þeim lið í baráttu þeirra fyrir tilverurétti og ferðafrelsi.
Hvað þarf að gerast til að Arabarnir leggist á eitt til að stöðva vopnaframleiðslu, vopnaflutning og hatursáróður gegn Gyðingum? Þú getur lagt þitt af mörkum til friðar. Láttu í þér heyra gegn ógnar og eyðingaröflum Araba. Ísraelar eiga rétt á friði og öryggi!
Shalom
Snorri í Betel
![]() |
Ekki litið fram hjá árásum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 243466
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar