Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
12.6.2016 | 21:15
Tíminn og náttúran!
Ég man eftir því þegar jarðfræði kennarinn vitnaði til gömlu kenninganna um tilurð Móbergs hvernig það myndaðist við mikinn þrýsting í þúsundir ára og fjörusteinarnir, ávalir og kúlulaga, höfðu verið sleiktir af Ránardætrum um árþúsundir og þess vegna komnir með slétt yfirborð.
Þessum kenningum var enginn að mótmæla því þekkingu vantaði á málinu. Svo gaus Surtsey. Þá myndaðist lá barið grjót á fáeinum dögum og móbergið varð til á yfirborði sem og undir fargi ösku og gjalls. Allt var myndað á nánast engum tíma.
Þá sáu leikir sem lærðir að hinn langi myndunar ferill þessara bergtegunda reyndist skammur. Nú bætist enn eitt atriðið í þekkinguna sem bendir til þess hve hratt náttúran vinnur. Má af því spyrja hvort jörðin sé eins gömul og haldið er fram? Er sköpuninni bara ekki ung og frísk? Vinnubrögðin hröð eins og þeg gist gjarnan hjá ungu fólki?
Fyrir fáum árum birtist grein í Lifandi Vísindum um stærðfræðimódel sem hafði reiknað út myndunartíma Júpiters. Niðurstaðan var sú að það tók náttúruna 300 ár að búa til þennan hnött sem er 300 sinnum stærri en jörðin. Þá hefðu sömu kraftar með sömu formúlu og forsendur getað myndað jörðina á einu ári. Eitt ár er ekki langur tími!
Nú ráðast mörg svör við mikilvægum spurningum um tilveruna á trú og áliti okkar en ekki endilega staðreyndum. Vísindin hafa fengið stöðu sannleikans í öllum þessum svörum en þau eru einnig hlaðin kenningum manna og áliti sem breytast hratt þegar grannt er skoðað og farið er inná nýtt svið eins og niðurdælingu við Hellisheiðavirkjun.
sýndu þeir ekki fram á það fyrir skemmstu að hægt væri að búa til demanta á fáeinum klukkutímum með réttri meðferð á gasi?
Eldgosið í St.Helen um 1980 sýndi einnig hve náttúran þurfti skamman tíma til að tré, jafnvel heill skógur steinrann. Trén steinrunnu á fáeinum klukkustundum vegna gas efnanna í gos reyknum sem lagðist yfir og fór inní allar frumur og breytti lífrænum efnum í grjót.
Sköpunin er undur og ekki bundin við milljónir ára!
snorri í Betel
![]() |
Geta bundið kolsýring á tveimur árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2016 | 18:08
Í öruggum höndum!
Barnið var í öruggum höndum hjá góðum ,,afa"! Afarnir erum reynsluboltar í samskiptum við börn og það var greinilegt að barnið kvartaði ekki undan samskiptuum við afa. Þetta sýnir okkur nýja leið sem hægt væri að grípa til að afi nái í barnið þegar fóstrurnar þurfa að ljúka vinnu. Þarna fékk barnið ókeypis pössun hjá afa.
En ætli Akureyri loki Kiðagili af því að leikskólakennararnir þekkja ekki fjölskyldur barnanna? Það mætti gera bragarbót á kvæðinu ,,Sprengisandur" vegna málsins. T.d.: Vænan afa vildi ég gefa til að vera klár til taks í kiðagil!
Snorri í Betel
![]() |
Fékk rangt barn heim af leikskólanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2016 | 16:15
Guð minn, Guð minn...!
Saga okkar er vörðuð stórum atburðum. Frá landnámi hafa menn búið við veðurham, eldgos, drepsóttir og styrjaldir. Þrátt fyrir tækniframfarir og auðsæld til lands og sjávar er skuggi fátæktar aldei langt undan. Frá því fyrst er sögur hófust voru til fátæklingar og niðursetningar sem sviftir vorur allri reysn til lífs og búsetu. Menn sáu ranglætið og spurðu hvar er Guð?
Nýlega kom fram að við undirbúning laga um ICESAVE hafi þeir sem sömdu lög og reglur um lyktir þess máls höfðu fyrst og fremst sína eigin hagsmuni í huga og samið lögin sér til varnar.
Það þarf ekki að vera undarlegt heldur mikið fremur opinberun á það hve skammt maðurinn er á veg kominn frá eigingirni og sjálfselsku. Þeir eiginleikar sjást ekki nema á viðbrögðum og hegðun. Það vill einkenna manninn að hann göfgast lítið þrátt fyrir miklar heitstrengingar og hugsjónabaráttu. Hallgrímur Pétursson sá samskonar veikleika í samtíma sínum og segir:
,,Undirrót allra lasta
Ágirndin kölluð er.
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjarnir
sem freklega elska féð
auði með okri safna
andlegri blessun hafna
en setja sál í veð."
Þessi miðalda heimssýn og útlistun ætti að vera okkur umhugsun þar sem við í okkar tíma á 21.öld höfum sniðgengið þá iðju að temja okkur nægjusemi og þakklæti. Enn telst þjóðkirkjan íslenska vera kristin kirkja þó svo að þar á bæ hafi kennimenn leyft sér að sneiða hjá og fella úr gildi ýmis kenniatriði Kristninnar sem falla illa að viðhorfum samtímans. Hallgrímur fær sjaldan hljómgrunn nema helst á föstudeginum langa en áður var hann hljómandi rödd kirkjunnar. Hverjir óma í dag af sama boðskap?
Fyrir nokkrum árum varð nafn færeyska þingmannsins Jenis af Rana þjóðkunnugt af þvi að hann vildi ekki þekkjast boð forsætisráðherra og ,,eiginkonu" hennar. Vísaði Jenis til orða Páls postula í 1.Kor. 6:9. Þessi kristna afstaða þótti öfgakennd og biskupsstofa sendi frá sér yfirlýsingu vegna orða Jenisar. Í þeirri yfirlýsingu sagði að orðið sem Jenis vísaði til ,,tilheyrði fornum átrúnaði og ætti ekki við í dag"! með öðrum orðum að pistill postulans fær ekki að hljóma í messum líðandi stundar; er það svo?
Bæði Kirkjan og Alþingi lögðust á eitt um það að breyta siðferðisviðmiðum Kristninnar í samræmi við tíðarandann. Má í þessu sambandi benda á enn eitt gullkornið sem Hallgrímur brýndi samtíma sinn með er hann segir:
Sjá hér, hvað illan enda
ótryggð og svikin fá
Júdasar líkar lenda
leikbróður sínum hjá.
Andskotinn illsku flár
enn hefur snöru snúna
snögglega þeim til búna
sem fara með fals og dár!
Í ljósi samtímans og viðvarana Hallgríms er ekki úr vegi að færa málið til Bessastaða. Fáheyrt er að fráfarandi forseti þjóðarinnar kalli á blaðamannafund til að bjóða sig aftur fram. Forsetinn er orðinn löggilt gamalmenni en ógnir samtímans kalla á viðbrögð sem ekki hafa áður þekkst hjá forseta. Honum stendur ógn að þeim þúsundum sem hafa hvað eftir annað mætt á Austurvöll til að mótmæla. Mótmæla stjórnvöldum, peningakerfinu, ráðherrum og þverrandi sátt í samfélaginu. Hvað veldur að frá því 2008 hefur myndast gjá milli þings og þjóðar. Þverrandi fjöldi sóknarbarna í þjóðkirkju og aukin flóra í lífsskoðunum landsmanna sem örvar mannhyggjuna og guðleysi en ekki traust á Guði, skaparanum og Jesú Kristi Frelsaranum.
Þjóðkirkjan studdi þá ráðstöfun að hjónabandið yrði ekki lengur stofnun milli eiginmanns og eiginkonu. Sú ákvörðun var grunnurinn að nýjum hjónabandslögum sem samþykkt voru við þinglok 2008. Sama dag og þinglok voru kom einn sterkasti jarðskjálfti sem orðið hefur á Suðurlandi svo það glumdi í þingsölum. Selfoss færðist frá Reykjavík um 14 cm (hálft fet). Guðni Ágústsson var í ræðustól Alþingis og hafði á orði ,,Hann var sterkur þessi"!
Ný hjúskaparlög voru samþykkt, Alþingi lauk störfum og kom ekki saman aftur fyrr en um haustið. Þá var peningakerfi landsins hrunið og bankarnir ornir óstarfhæfir hver eftir annan. Er þetta tilviljun? Óguðleg lagasetning, náttúran skelfur og hrun í þjóðfélaginu? Svona atriði er víða að finna í hinni merku bók Biblíunni sem e.t.v. tilheyrir aðeins ,,fornum átrúnaði" en ekki nútíma kristni og víðsýni.
Nægir hér að nefna viðvaranir spámannanna Biblíunnar. Jeremía segir:
En lýður þessi er þverúðarfullur og þrjóskur í hjarta.
Þeir hafa vikið af leið og horfið burt en sögðu ekki í hjarta sínu:
,,Óttumst drottin, Guð vorn, sem gefur regnið, haustregnið og vorregnið
í réttan tíma og viðheldur handa oss ákveðnum uppskeruvikum."
Misgjörðir yðar hafa fært allt þetta úr skorðum og syndir yðar hafa hrundið
blessuninni burt frá yður." Jer. 5: 23- 25
Jesaja er á sömu skoðun er hann segir:
,,Og ávöxtur réttlætisins skal vera friður
og árangur réttlætisins rósemi og öruggleiki að eilífu.
Þá skal þjóð mín búa í heimkynni friðarins,
í híbýlum öruggleikans og í rósömum bústöðum." Jes.32: 17 - 18
Hér er komin þversögn við það sem forsetinn og hrópendurnir á Austurvelli hafa séð sem yfirbragð þings og þjóðar. Af hverju misstum við friðsældina úr heimilum og samfélaginu? Forsetinn vill gjarnan leggja sitt af mörkum til að endurvekja friðsöm stjórnmál jafnvel þó svo að hann hafi um árabil verið formaður þess stjórnmálaafls sem var stöðulega að nefna byltingar sem raunhæfa lausn á ranglátu samfélagi. Nú líst honum ekki á blikuna og er vel.
Þorgeir Ljósvetningagoði sá þessa ógn fyrir og skildi hver lausnin væri fyrir friðsælt samfélag manna á meðal. Hann sagði: ,,ef vér brjótum í sundur lögin þá brjótum vér og í sundur friðinn"! Jónsbók tók upp þráðinn og hefst með þessum orðum:,,Það skal vera upphaf laga vorra að trúa á einn Guð, Son hans og Helgan Anda"!
Miðaldamönnum þótti einsýnt að trúin, siðferðið og lögin þyrftu að fara saman og mynda heildstætt ssamfélag, trúar, réttlætis og velferðar.
Löggjafinn okkar rauf lögin sem Guð hafði sett og Jesús Kristur flutti okkur hrein og tær:
,,Fyrir því skal maður yfirgefa föður sinn og móður og bindast konu sinni
og þau tvö skulu verða einn maður." Þannig eru þau ekki framar
tvö heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman
má maður eigi sundur skilja." Matt. 19: 5- 6
Að taka ekki tillit til þess sem Jesús sagði gerir okkur auðvita að andstæðingum og óvinum Jesú Krists. Þegar kirkja, Alþingi og þjóðfélag fer svona opinberlega á móti ,,Guði vors lands" kallar það einmitt á straff og óheill sem bæði Hallgrímur, Jeremía og Jesaja hafa bent á að fylgi þverúðinni og að storka almættinu. Forsetinn sér sitt óvænna en við hin? Tengjum við ófriðinn í þjóðfélaginu við vaxandi Guðleysi?
Ég gæti tekið fleiri atriði fyrir því þau eru nokkur enn. Látum samt þetta nægja til að vara ekki endilega um víðan völl. Þá má nefna börnin og unglingana sem standa í alvarlegri sálarkreppu vegna þess að þau vita ekki um tilgang lífsins eða hvað er til bætts mannlífs. Það eru ekki bara vinsældir og íþróttir heldur friður hjartans og réttlátt hugarfar sem Guð elskar. Hafa börnin okkar ekki fengið mjög frjálslega og opna fræðslu um kynlíf og hættur þar að lútandi? Samt er aukning á kynsjúkdómum eins og Lekanda og Klamidíu. Fyrst svo er vantar ekki eitthvað í fræðsluna? Það þætti vond ökukennsla sem útskrifaði nemendur og slysum fjölgaði í samræmi við fjölda nýrra ökumanna. Vitum við ekki öll þessi gömlu sannindi? Mega börn og unglingar ekki læra kristna iðju.
Við heyrum einnig um aflandsfélögin sem fylla erlend bankahólf af fjámunum landanna en geta ekk greitt sanngjörn laun, verkamanninum sem býr til verðmætin. Við glímum við verktaka sem koma úr gömlu kommúnistaríkjunum þar sem kristna siðferðinu var útrýmt og löndin voru ,,aflúsuð" af kristninni á faglegan hátt. Í þeim löndum voru hvorki jólafrí eða páskafrí né tekið tillit til kristinna helgidaga. Sjáum við ekki félaga Júdasar í landinu okkar? Samt eru menn í dag að leggja fram frumvarp sem afnemur helgi frídaganna og vilja eingöngu taka mið af vinnulöggjöfinni. Þar skal miða við hag vinnuveitenda eins og þeirra sem koma hingað sem verktakar með annarleg siðferðileg viðhorf til launþega og ábyrgðar í þátttöku til samfélagsins. Og Prestafélagið sagði:,,Amen"!
Það var sárgrætileg uppákoma hér um daginn þegar fulltrúar Skólaskrifstofu Akureyrar ásamt formanni skólanefndar komu á fund í Hvítasunnukirkjunni til að tilkynna um uppsögn á samstarfssamningi við Leikskólann Hlíðaból. Ástæðan var sú að ,,börn vantaði í bæinn"! Það var gott að heyra að börn væru mikilvæg inní samfélag bæjarins. En bæjarstjórn Akureyrar hefur leyft sér að fara herför gegn mér í nafni mannréttinda og lífsmáta sem ekki skaffar börn til samfélagsins. Ég, sem legg til að hjón eignist mörg börn og mæli gegn fóstureyðingum var sagðu af þessum yfirvöldum hafa ,,mannfjandsamleg sjónarmið"!
Fjórum árum síðar, eftir för til ráðuneyta og dómsstóla er niðurstaðan þessi að börn vantar í bæinn. Þá er framtíð bæjarins í uppnámi. Farið er að fjara undan og á næsta ári sígur húsnæðsverð, þjónusta minnkar, vinnandi hendur fara annað og hver vill vera í sveit þar sem stærsti vinnuveitandinn er elliheimilið?
Er ekki hér eitthvað að læra af og snúa frá þegar ávöxturinn er færri börn, meiri ófriður, minni sátt og aukið Guðleysi? Heyrum við þessi viðvörunarorð frá Guði almáttugum?
Biblían segir: ,,Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin og farið hana svo að ÞÉR FINNIÐ SÁLUM YÐAR HVÍLD". Jer.6: 16
Heill sé forseta vorum og fósturjörð. Húrra, húrra, húrra. Afnemum Guðlaus lög og sjónarmið
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2016 | 12:47
Sekta kirkjugesti?
Það er kaldhæðni að þeir sem á föstudeginum langa hafa boðið í Bingóspil á Austurvelli og brotið með því landslög hafa sloppið við dómsmál og sektir.
Þeir sem leggja bílum sínum við Austurvöll til að sækja helgar tíðir, brúðkaup eða jarðarfarir í kirkjunni sleppa ekki. Þeir eru sektaðir og jafnvel brúðarbíll fær rukkun frá Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar.
Hvor hópurinn nýtur fríðinda þeir sem sækja kirkju eða hinir sem spila Bingó? Ætli það sé talin meiri mannréttindi að taka þátt í Bingóspili á Austurvelli föstudaginn langa?
Væri ekki rétt að við færum fram á sanngirni og réttlæti í svona máli og benda á að menn gjarnan vilja láta landslög gilda. Allavega er verið að fjarlægja samviskufrjálsa presta úr þjónustustörfum kirkjunnar til að landslög séu virt.
Hvernig ætli Guð, hinn almáttugi dómari dæmi í svona máli? Halda menn að ef kirkjan byði til ,,Bingómessu" þá fengju kirkjugestir engar sektir? Það væri bingóvinningur dagsins!
k.kv
Snorri í Betel
![]() |
Sektir bíða kirkjugesta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 15.4.2016 kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.4.2016 | 10:54
Ekki lengur Páskafrí?
Íslenskt samfélag hefur notið ákveðinna fríðinda þar sem öll helstu störf voru lögð til hliðar þegar ákveðnar hátíðir kristninnar gengu í garð. Jólin voru bæði kærkomin nemendum sem kennurum vegna helginnar sem yfir hvíldi. Sama á við um páskafríin, uppstigningardag, hvítasunnu og auðvitað 52 helgarnar. Í dag vitum við hvað við eigum í helgidögunum en með píratalöggjöfinni vitum við ekki hvað við fáum annað en kristnar hátíðir út!
Allar þessar hátíðir eru gullið tækifæri til að minna okkur á hina kristnu sögu með gildum og viðhorfum sem stuðluðu bæði að kirkjusókn og góðu fjölskyldusamfélagi. Þessi skipan hefur fengið að vera við lýði öldum saman og sannað sig í góðri sátt og samfélagshefðum.
Ég tel Pírata og prestafélagið vaða reyk og leggja til samfélagslega eyðingarstefnu þegar allir dagar eru gerðir að ,,vinnudögum"! Yfirbragð samfélagsins verðu innan skamms þannig að menn vinni alla daga og skólar sem verslanir bjóði uppá þjónustu þannig að fjölskyldur eigi ekki eftir að eignast örugga samfélagslega hátíðisdaga heldur verði alltaf einhver í fjölskyldunni upptekinn við vinnu. Það er miður.
Þegar breyta má 40 stunda vinnuvikunni í lengri vinnuviku bara með því að greiða aukalega vinnuálag þá leiðir það til þess að þrældómur eykst og dagvinnulaunin munu lækka. Þannig var skipulag þrælaþjóðfélaganna bæði í Rómarríkinu sem og hjá öðrum þjóðum með slíkt skipulag.
Kristnin hefur verið bæði til verndar helgidögum sem og fjölskylduhátíðum með afstöðu sinni til vinnulöggjafar og helgihalds. Ef þeim finnst ekki ástæða til að varðveita helgidagalöggjöfina og vilja Helgapírata löggjöf af því að Helgi vill taka tillit til annarra trúarbragða þá má alveg spyrja hvers vegna eigum við að breyta okkar skipulagi? Er það vegna útlendinganna? Mega útlendingarnir ekki taka þátt í íslenskri helgidagalöggjöf sem hefur verið okkur til gagns? Ég tel því einsýnt að undirrót að lagabreytingu hjá Helga pírata sé undirlægjuháttur sem öll vestræn samfélög hafa lent í vegna fjölmenningar hugmynda. Þannig komast að öfl sem eyðileggja karakter kristinna samfélaga og ekkert betra kemur í staðinn.
Það ætti að vera kjörið tækifæri prestastéttarinnar að andmæla hugmyndum Helga og taka upp virka baráttu fyrir kristnu helgihaldi sem og vaxandi kirkjusókn í landinu. En er þessi afstaða pírata og presta ekki enn ein atlagan að tilvist ríkiskirkjunnar? Prestarnir fara að eins og Biedermann. Afhenda brennuvarginum eldspýturnar.
Snorri í Betel
![]() |
Prestar vilja ekki helgidagafrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2016 | 12:09
Gömlu gildin á ný!
Það eru kynlegir tímar í okkar landi. Menn stíga fram og vilja kosningar, fylla Austurvöll til að kalla menn ofan úr ráðherrastólunum og heimta uppreisn gamalla og góðra gilda. Greinilegt er að eftirspurn góðra gamalla siðferðisviðmiða er orðin töluverð. En á Alþingi er fullyrt að siðrof hafi átt sér í samfélaginu.
Alþingi hefur sett lög þeim til varnar mannréttindum án þess að auka á siðferði þjóðarinnar. Það er fleirra siðlaust en að telja ekki fram til skatts. Alþingi setti ný hjúskaparlög sem ríkiskirkjan tók upp þó svo að í kristnum sið sé hjónaband aðeins milli karls og konu! Kallast hér á siðrof og endurreisn gömlu góðu gildanna?
Mönnum finnst sjálfsagt að landinn hafi ekki peningana sína í felum erlendis. En hvað með nótulausu viðskiptin? Mættu þeir á Austurvöll sem eru ámælislausir undan skattaundirskotum? Hafa þeir gert sig seka um að hrópa SDG út af vellinum en fela eigin undanskot í nótulausum viðskiptum? Kallast hér á siðrof almennings og gömlu góðu gildin?
Á Austurvelli var nokkur hópur kvenna sem berjast fyrir auknum kvenréttindum til að ráða yfir sínum eigin líkama jafnvel á kostnað barnsins sem er að vaxa undir belti og verður fyrir ,,þungunarrofi" af því nýja siðferðið veitir mömmunni rétt til eyðingar lífs barnsins. Kallast hér á siðrof þessa kvennahóps og gömlu gildin
Fyrrum borgarstjóri sér að ,,pólitíkin er gengin af göflunum" og honum finnst eðlilegt að endurvekja ,,gömlu góðu gildin"! Í hans tíð var Nýja-Testamenntinu, Gídeonmönnum vísað burt úr grunnskólum borgarinnar og kennurum meinaðar kirkjuheimsóknir í kringum jól og páska! Togast hér á siðrof og endurreisn gömlu gildanna?
Fulltrúi ,,Vantrúar" svaraði fréttamanni RÚV þess efnis að hann væri að kalla á kosningar og bætti siðferði alþingismanna. greinilegt var að hann óskaði eftir gömlu gildunum sem kristin kirkja og kristna siðferðið hafði boðið fyrri kynslóðunum og bjó til einstaklinga sem tókust í hendur, gerðu með sér munnlega samninga og stóðu við sín orð! Kallast hér á siðrof og endurreisn gömlu gildanna?
Umhverfið á Íslandi og hrópin frá almenningi kalla á siðbót. Bestu reglur sem mannkynið hefur lifað við er í bókinni sem fær ekki inngöngu til grunnskólanema. Þar segir: ,,gjaldið keisaranum það sem keisarans er og guði það sem Guðs er"!
Mér finnst all undarlegt að ástand stjórnmálanna í dag kalli þjóð og þingmenn til sameiginlegs átaks í að endurvekja gömlu siðferðisviðmiðin. Þau viðmið sem við vitum að eru reglur Guðs, heiðarlegar, gegnsæjar og sigildar. Þær snerta hjónabandið, eignarréttinn, afstöðuna til stjórnvalda og þátttöku manna í sköttum samfélagsins. Okkar hlutverk er að ala kynslóðirnar upp í kristnum viðhorfum í okkar samfélagi.
Snorri í Betel
![]() |
Pólitík á Íslandi gengin af göflunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2016 | 11:34
Boðskapur páskanna!
Ég hef tekið eftir því að undanfarin ár hafa nokkrir ritstjórar og blaðamenn notað hátíðirnar jól og páska til að fylla blöð þeirra af efni vantrúar og niðurrifs á sögum og tilefni þessara kristnu hátíða. Frelsið til að spyrja og efast hefur verið fullnýtt til tjáninga og svo bætt um betur til að hræpa þá sem trúa þessum gömlu sögum.
En þessar sögur eða upplýsigar eru þó staðfestar bæði af fornleifafræðignum sem og sagnfræði. Ég vona að þú hafir einhverja ánægju af lestri þessarar færslu:
Orðið "páskar" er komið úr hebresku og þýðir framhjáganga. Sagan bak við orðið er að Ísrelsmönnum var skipað að slátra páskalambinu og taka blóð lambsins og rjóða á dyrastafi og dyratré. Þá færi engill dauðans framhjá hverju því húsi sem hefði blóðið á hús dyrum. Þeir sem ekki höfðu blóði á dyrum hússins misstu frumgetning (fyrsta barn sem opnaði móðurlíf).
Fyrir fáeinum árum (1936 ) fundu fornleifafræðingar áletraða rósrauða granít steinhellu við uppgröft milli framfóta Sfinxins. Þar var sagt frá óvæntri valdatöku Tutmósis IV, hann ætti að bera kórónu Suður- og Norður Egyptalands. En þessi Tútmósis IV komst til valda þó svo að móðir hans hafi ekki verið konungborin og að hann var yngsti sonur. Elsti sonurinn átti að verða erfingi krúnunnar. En hvar var hann? Hann hafði dáið óvænt eina nóttina. Faðir Þessara drengja, Amenhotep II hafði einnig dáið óvænt. Af múmíunni má ráða að hann hafi drukknað.
Þessi Amenhotep II átti móður er var ein valdamesta drottning í allri sögu Faraóanna og hét hún Hatsepsut; sú giftist bróður sínum Tutmósis III en hann reyndi að afmá öll merki um þessa drottningu. Eitt af því merkilega við hana var að hún lét reisa hof, eða fórnarstað á Sínaískaga þar sem mátti fórna nautum, kvígum, kindum og geitum. Egyptar höfðu nautin í guðatölu og hvergi var nautum fórnað nema í þriggja dagleiða fjarlægð úr Egyptalandi á stað sem heitir Serabit. Þessi Drottning átti kjörbarn, sá var talið bróðir Amenhoteps II.(Archaelogy 2. e. Dr Victor Pearce, eagle, guildford, surrey)
Þessar upplýsingar tengjast óneitanlega sögu Biblíunnar af Móse sem var talinn dóttursonur Faraós og fór fram á að ísraelar fengju fararleyfi til þriggjadaga ferðar út í eyðimörkina til að dýrka Guð Ísraelsmanna. Við erum að tala um um fólk sem var uppi á sama tíma, árabilið 1400 - 1300 f.kr.
Svo er vert að taka annað atriði inní þetta blogg. Það átti sér stað árið 52 e.kr. Þá gerði þrætumaðurinn Þallus hverjum sem vildi tilboð um aðrökræða af hvaða völdum sólin hafði myrkvast í þrjár stundir fáeinum árum áður. Hann bjó í Róm og sú borg varð einnig vitni að myrkrinu mikla. Þar var kristinn maður Júlíus sem benti á að þegar fullt tungl er þá er útilokað að sólmyrkvi eigi sér stað og það á páskum. Aldrei snérist þrætan um það hvort sólin hafi myrkvast, það höfðu allir séð_ aðeins var leitað skýringa á því af hvaða völdum myrkrið varð!
Flegon nokkur ritaði að á dögum Tíberíusar keisara hafi sólmyrkvi orðið undir fullu tungli.
Vert er að minna á bréfið hans Serapion sem geymt er í British Museum. Það er dagsett um árið 73 e.Kr. Hann er þar að fjalla um hefnd Guðs vegna dauða Sókratesar, Pyþagórasar og Jesú frá Nasaret. Um Krist segir hann:" Hvaða ávinning höfðu gyðingar af því að aflífa þeirra vitra konung? Það var stuttu eftir það að ríki þeirra var eytt. Guð hefnir réttvíslega."
Hér væri vert að skjóta inní sögu Gyðingaráðsins sem missti völdin fljótlega uppúr árinu 30, þurfti að fara að Zippoury í Galíleu (nálægt Nazaret), og þaðan til borgarinnar Tíberías. Ráið var rekið frá Jerúsalem vegna þess að þeir er í því voru urðu uppvísir að því að hafa logið sök uppá saklausa (bæði Jesú og Stefán píslarvott t.d.). Rómverjar gátu því ekki treyst ráðinu.
Við sem höldum heilaga páska vegna krossdauða og upprisu Jesú Krists höfum ærið tilefni til að fagna og horfa á hátíðina sem örugga sönnun þess að Guð keypti okkur undan dómi og valdi syndarinnar. Jesús opnaði þér nýja veröld í gegnum eyðimörk og táradal ævinnar, til hins eilífa lífs- þeirrar veraldar sem aldrei mun hrörna né farast. Þessi boðskapur var á dögum Páls postula studdur af 500 sjónarvottum sem flestir voru á lífi fram til ársins 63 e.kr.
Biblían segir okkur meiri sannleika en þú trúir.
Gleðilega páska!
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2016 | 10:37
er þá ríkinu ekki treystandi fyrir kristniboðinu?
Ég þykist vita að í Danmörku er ríkiskirkja, Lútersk og umburðarlynd. Þar hefur kirkjan verið tengd konungsvaldinu og framlengd hönd konungs/drottningar og þings. Um aldir hefur þetta fyrirkomulag verið varðveitt og talið mjög hagstætt enda stýrt siðferðisviðmiði Dana og Íslendinga áður með ívafi valdsins. Stjórnarskráin okkar sem er frá Dönum komin gerir ráð fyrir samskonar tengingu við ríki, kirkju og forseta. Forsetinn er ,,verndari" íslensku þjóðkirkjunnar.
En í Danmörku og hér hallar undan fæti. Bólu Hjálmar sagði: ,,Hæg er leið til Helvítis, hallar undan fæti"! Má ekki spyrja hvers vegna hefur valdastofnuninni ekki tekist að tengja danskinn við kristnina? Er sama þróun hér að Íslendingurinn sér sig ekki sem kristinn mann og Ísland og Kristni eiga trauðla lengur samleið? Við eigum okkar þjóðsöng: ,,Ó, guð vors lands", okkar þjóðfána með krossum vegna krists og Passíusálma vegna trúarhita miðalda sem mótuðu menningu landsins um aldir. Sama er hjá Dönum með fánann sem af mörgum er álitinn einn sá fallegasti í veröldinni.
En af hverju er danska samfélagið ekki með ,,erfðaefni sem er bundið kristnum gildum"? Nýlega sagði Kári Stefánsson frá því að skv. rannsóknum ÍE þá fer Íslendingum aftur í gáfnafari á sama tíma er talað um hningnun Guðstrúar hjá þjóðinni! Ætli sé hið sama að gerast í Danmörku að ungir menn hjá báðum þjóðum eru að forheimskast?
Biblían er mjög skír á því að: ,,Heimskinginn segir í hjarta sínu,:,,Enginn Guð er til" Sálm. 53. Samtíminn bergmálar af þessu og rannsóknir sýna sömu niðurstöðu. Óyggjandi er að við stefnum niður á við!
Trúin á Guð er nenfilega ræktuð og æfð. Postulinn segir:,,En hafna þú vanheilögum kerlingaævintýrum og æf sjálfan þig í Guðhræðslu. Líkamleg æfing er nytsamleg í sumu en guðhræðhefur fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið komanda." 1.Tím.4:7
Guðhræðslan er til allra hluta nytsamleg og ef þjóðkirkurnar eru ekki að ráða við verkefni boðunar kristinnar trúar þá ætti ríkisvaldið að einkavæða trúboðið og kaupa þjónustuna af hinum trúuðu sem æfa menn til guðhræðslu og draga ekkert undan. Við köllum það hin frjálsu kristnu trúfélög. Líf þjóðarinnar og þjóðarvitund okkar liggur við. Þeir einir eiga að verða prestar og boðberar sem trúa og mæla fram Biblíuorðið.
Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að Orði Guðs. Sálm.119:9
Nú höfum við öðlast óskorað málfrelsi,skv Dómsniðurstöðum. Tjáum okkur, trúum og björgum þjóðunum. Áfram Ísland og áfram Danmörk.
Snorri í Betel
![]() |
Fávisku borgaranna að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2016 | 18:09
lífsrof og/eða siðrof?
Hvers vegna þarf að breyta 40 ára gömlum lögum? Það er engu líkara en að löggjöf sé að fara í ,,popp" útgáfu! Við státum okkur af því að boðorðin 10 séu 3500 ára og enn ekki fallin á tíma en fóstureyðingarlögin orðin úrelt rétt rúmlega fertug!
Úrelt? Gæti það verið tilfellið að lög sem gefa mönnum og konum rétt til að eyða lífi úreldist svona hratt en önnur sem eru líf verndandi þau séu í gildi mannkynssöguna á enda? Væri þá ekki rétt að löggjöfinni verði breytt fóstrinu eða barninu til hagsbóta? Það kæmi inní lögin að mannfóstrið fengi að njóta mannréttinda og umhverfið stæði samábyrgt um að því yrði sýnd sú umhyggja sem tryggði því bestu lífsgæði sem þetta land hafi uppá að bjóða. Við erum ekki nema rúmlega 330000 sálir og gætum talist um 400000 ef þeir 40 þúsund einstaklingar hefðu fengið að lifa og þroskast sem urðu fyrir þungunarrofi og gerðir lífvana í móðurlífi. Margir þeirra hefðu verið foreldrar með afkomendur ef gömlu gildin um verndun lífs og æðis hefðu fengið að varðveita þessi smáu fóstur.
Hver veit hvort fóstureyðingarnar eyddu börnum sem annars í dag hefðu tilheyrt hinum trygga armi heilbrigðra stjórnmála og forðað okkur frá svona illum flokki Pírata er hvetja til þungunarrofs og fóstureyðinga en varðveita ekki líf og limi hins ófædda manns.
Fóstureyðingin á að vera afarkostur til verndunar lífs móðurinnar ef ekki er unnt að bjarga báðum en ekki til að tryggja það að móðirin geti klárað námið sitt á áætluðum námslokum. Fóstrið er mikilvægara en prófgráða!
Snorri í Betel.
![]() |
Þungunarrof í stað fóstureyðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2016 | 16:24
Stjarna á himni?
Gaman að sjá hvernig uppgötvun leiðir fram stærðar hnött sem enginn sér. Hnötturinn dregur sólina og sólkerfið áfram og klárar hringferð sína um það á 10 til 20 þúsund árum. Enginn hefur með augum litið og aðeins útreikningur einn staðfestir gruninn. Kapparnir smelltu þessum möguleika inní formúlu og útreikningurinn gaf þeim nýja stjörnu. Nú er bara að bíða og sjá til hvort augun fá einhverntíma litið þessa stjörnu.
Þetta minnir mig á orð Páls Postula um tilvist Guðs, sem enginn hefur séð! Hann segir: ,,..með því að það er vitað verður um Guð er augljóst á meðal þeirra. Guð hefur birt þeim það. Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki er sýnilegt frá sköpun heimsins með því að það verður skilið af verkum hans." (Róm.1: 19 - 20)
Svo Páll notar ,,formúlu" sköpunarinnar og fær út Guð, ósýnilegan - ennþá- en það á eftir að breytast. Svo bæði í trú og vísindum eru ,,formúlur" notaðar til að sanna tilvist hins ósýnilega.
Gaman að sjá hvernig vísindamaðurinn og trúboðinn beita sömu rökum og aðferðarfræði!
Svo er því haldið fram að hinn trúaði hafi vanþroskaðri heila, ekkki aldeilis!
kær kveðja
Snorri í Betel
![]() |
Leitin þrengist að Reikistjörnu níu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 243011
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar