Svo að þér fallið ekki frá?

Jesús segir: "Þetta hef ég talað til yðar svo að þér fallið ekki frá." (Jóh. 16:1) Orðin "falla frá" benda til þess að menn tapi, missi af eða gangi af trúnni. Í ensku er notast við "offended" = móðgast, reiðast, hafna. Þýskan segir: "ärgert" = gera reiðan, illan; en allt þetta er þýðing á gríska orðinu "skandalisþie" = hrösun, koma einhverjum til að syndga, og Vulgata, latneska þýðingin segir: "Scandalizor" = falla frá, reiðast, móðgast eða verða einhverjum að falli.

Versið á unda segir að Jesús muni senda þeim anda sannleikans til að vitna um Jesú og lærisveinarnir fari út til að bera vitni. Í þessu samhengi er ekki farið framá hernað, hatur, taka lönd eða kúga náungann. Heldur aðeins að fara út um heiminn, knúnir af sannleiksandanum og bera Jesú vitni.

Fylgifiskur þess hlutverks verður einmitt sá að þeir verða gerðir samkundurækir og að "hver sem líflætur yður þykist veita Guði þjónustu. Þetta munu þeir gjöra af því að þeir þekkja hvorki föðurinn né mig."

Mér til undrunar og ykkur til upplýsingar þá blasir þetta viðmót við okkur í dag. Ef orð Guðs, Biblían, er notuð og vísað til hennar þá fær sá hinn sami "það óþvegið".

Hér eru nokkur dæmi úr blöðum norðanlands sem hafa sent mér tóninn vegna bloggskrifa minna. Ekki er verið að takast á skoðunum með rökrænum hætti heldur gripið til stóruspjótanna. Ég þarf að sitja undir því að vera sagður hafa:

"fordómar og mannhatur", "Og Snorri styður því, samkvæmt eigin vitnisburði....eftirfarandi: Dauðadóm fyrir framhjáhald, og að blóta foreldrum sínum. Þrælahad. Mansal feðra á dætrum sínum. Þjóðarmorð. Að grýta til bana ofvirka og/eða drykkfelda syni. Og þeir sem borða rækjusamlokur eða eru með hamborgarahrygg í jólamatinn..séu réttdræpir"!

Þessar niðurstöður eru orð ritstjóra blaða bæði frá Akureyri og Húsavík. Af hverju? Af því að ég vísaði til orða Ritninganna að: "Laun syndarinnar er dauði.."! (Róm 6: 23).

Þessi setning er m.a. útskýring á því hvers vegna Jesús Kristur var líflátinn - "hann var gerður að synd okkar vegna".

En styð ég dauðadóm? Hvar hefur það komið fram? Styð ég dauðadóm vegna hórdóms? Nei! En er dauðadómur vegna hórdóms framkvæmdur á Íslandi? Já, það er í formi fóstureyðinga hjá þeim aðilum sem taka þátt í hórdómi en vildu ekki að barn kæmi undir !

Styð ég þrælahald? Nei! Margur er í þrælahaldi meira að segja hér á landi, "sá sem syndina drýgir er þræll syndarinnar "(Jóh. 8:34) Ég boða öllum að sá er til sem leysir okkur undan þrælahaldinu en það er Jesús Kristur, FRELSARI mannanna.

Hvers vegna halda menn orðum Móse "gegn" mér? Af því þeir trúa ekki. Skoðið þetta sem Jesús segir: " 

 "Ef þér tryðuð Móse, munduð þér líka trúa mér. því um mig hefur hann ritað. Fyrst þér trúið ekki því sem hann skrifaði hvernig getið þér þá trúað orðum mínum"?  (jóh. 5:46)

Samhengið í málinu er því þessi að Biblían er innbyrðis samstæð þó svo að margt virðist öðruvísi. En það er vegna ókunnugleika okkar og þá förum við að misskilja. Svo er hitt atriðið og það er með heilagan anda. Hann gefur mönnum skilning á mikilvægi samhengisins sem Biblían greinir okkur frá. Engin saga er samhengislaus við efni Biblíunnar. Sagan um "Miskunnsama Samverjann" er opinberun á því sem Guð lofaði að gefa til jarðarinnar til að veita mönnum líf, von og sigur frá dauðanum.

Því er svo mikilvægt að við lærum að standast erfiða tíma svo að við föllum ekki frá þessari sæluríku von að í Kristi er lausn, líf og frelsi þó svo að ýmsir misvitrir blaðamen kalli okkur öllum illum nöfnum - þeir munu ekki landið erfa!

Til hugleiðinar á föstunni.

Snorri í Betel 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Ef eitthvað er mark takandi á frásögnum NT um þennan Jesúm trúskipting, þá sjáum við ef við lesum gaumgæfilega, að hann sjálfur gekk af trúnni, móðgaðist, reiddist og hafnaði ýmsum grundvallarkenningum Gyðingdómsins sem þóttu jafn heilagar hverjum Gyðingi eins og kristnar kenningar eru þér í dag, Snorri minn.
Jesús trúskiptingur taldi sig geta fyrirgefið syndir, læknað á hvíldardögum, haft samband við framliðna, tjáð ást sína á karlmönnum sem konum og valsað um akra bænda og satt hungur sitt með hryðjuverkamönnum þeim er hann var í slagtogi með, Zelótum.
Það má því orða það svo að Jesús hafi lent í slæmum félagsskap og orðið síðar að gjalda þess með lífi sínu.
En ef blaðamenn Norðanlands eru farnir að sækja svona hart að þér, Snorri, þá ertu kominn upp að fúarafti þeim er margir binda vonir sínar við. Nú er hann ekki lengur uppi á Golgata, heldur sem hver annar rekaviður frá Síberíu að fyllast saltvatni og mun brátt sökkva til botns ásamt öllum áhangendum sínum sem ekki hafa rænu á að þiggja hjálp veraldlegra björgunarmanna.
En ég get vel ímyndað mér að spaugarinn og trúskiptingurinn Jesús gæti svarað reikandi Gyðingum eitthvað á þessa leið ef hann væri uppi í dag:

Googlið og yður mun gefast.

Sigurður Rósant, 19.3.2012 kl. 08:12

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður

þú villist í niðurstöðunnoi af því að þú hvorki þekkir ritningarnar né mátt Guðð. Þessi bloggfærsla er einmitt sönnun þess að það sem Jesús sagði að mundi gerast er einmitt það sem gerist. Þannig sést að Biblíann er öruggari en þínar vangaveltur.

Ég ætla að ráðeggja þér að taka Biblíuna alvarlega og láta Orð Jesú leiða þig, þau gera mann vitran - finnst þér nokkuð af veita?

Snorri Óskarsson, 19.3.2012 kl. 09:06

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Það er kannski þess vegna sem ég er svona vitur, að ég tók ritningarnar alvarlega á unglingsárunum.
En svo smám saman vitkaðist ég enn meira og sá að maðurinn er kominn langt fram úr þeim viðmiðunum sem ritningarnar setja okkur í siðferðilegum  og samfélagslegum efnum.
Þannig hefur manninum tekist að átta sig á að holdsveikir, geðsjúkir, litblindir eða samkynhneigðir, eru ekki endilega í einhverju straffi hjá óskilgreindum almáttugum, heldur einungis veikir eða öðru vísi samansettir af náttúrunnar hendi.
En, vonandi opnast augu þín ef þú venur þig að að leita sannleikans í Windows og Googl.com.

Sigurður Rósant, 19.3.2012 kl. 10:38

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður

Það má vel vera að þú hafir vitkast og bara talsvert. En eitt er öruggt að "heimskinginn segir í hjarta sínu, enginn Guð"! Þetta er viðhorf Biblíunnar. Það sem þú gerir er að bera saman holdsveika og samkynhneigða. Hver eru tenglsin þarna á milli? Ef þetta fólk er "öðruvísi samansett" af náttúrunnar hendi þá getur sú flokkun verið þeim óhagstæð og einhverjum fyndist sjálfsagt að hreinsa náttúruna af slíkum afbrigðum. Hvar erum við þá stödd?

Enginn litblindur þarf að gera iðrun vegna "litblindusyndar" eða holdsveikur né geðsjúkur vegna veikinda sinna. En samkynhneigðin er synd sem menn verða að gera iðrun á étt eins og ágirndin. Þessir tilfinningalægu þættir"girndin" kemur berlega í ljós að menn verða að takast á við hana t.d. bara 10.boðorðið.

Ágrindin hefur náð sterkum tökum á peningakerfinu og hvert eru men komnir?

Svo segir þú að við það að hætta að taka mark á ritningunum þá hafir þú "vitkast"!

Snorri Óskarsson, 19.3.2012 kl. 11:03

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Heyrðu nú, elsku Snorri kallinn minn.
"Þetta er viðhorf Biblíunnar"  - Hvað á það nú að þýða að skýla sínu eigin viðhorfi á bak við viðhorf misviturra ritara Biblíunnar? Sá sem ritað hefur þessi orð "heimskinginn segir í hjarta sínu, enginn Guð", hefur verið meira en lítið dómharður í garð þeirra sem höfðu aðra skoðun en hann og hans kúgaða fjölskylda, löngu áður en fólk fór að reyna að virða skoðanir hverra annarra.
En ég er ekki að bera saman holdsveika og samkynhneigða, Snorri.
Ég nefni þarna holdsveika og geðsjúka/ sem einungis veika - og litblinda og samkynhneigða/ sem öðru vísi samansetta af náttúrunnar hendi.
En svona framsetning er vissulega ekki auðskilin, ég skil það vel. En þú mátt alveg gera þér það ómak að reyna að skilja mig, þó ég beiti stundum flóknum samsetningum í yrðingunum.
Þú verður hins vegar að fara að átta þig á því, Snorri, að samkynhneigð er ekki synd frekar en litblinda.
En um hvers konar sjúkdóm er að ræða þegar skrifað er um "illan anda" í t.d. Maríu Magdalenu, kærustu trúskiptingsins Jesú, sem ritað er um í Mark. 16:9?

"Þegar hann var upp risinn árla hinn fyrsta dag vikunnar, birtist hann fyrst Maríu Magdalenu, en út af henni hafði hann rekið sjö illa anda."

Fyrir mér er hér verið að lýsa eins konar persónuleikaklofningi hjá Maríu Magdalenu, en ekki einhverjum raunverulegum óskilgreindum "púkum" sem sótt hafa að Maríu litlu. M.ö.o. hefur María verið haldin eins konar geðklofa af lýsingunni að dæma.
Mundu það svo, Snorri, að bækur hafa ekki viðhorf eða skoðanir. Það eru þeir sem rita þær sem hafa skoðanir.

Sigurður Rósant, 19.3.2012 kl. 22:19

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður

Ekki ertu lengi að finna það út að Biblíupennarnir hafi verið misvitrir og dómharðir gagnvart þeim sem eru annarrar skoðuna og þar af leiðandi kúga þeir fjölskyldur sínar!

Virðir þú skoðanir annarra?

Þú settir málið svona fram: "að holdsveikir, geðsjúkir, litblindir eða samkynhneigðir," uppröðun þín réði samhenginu!

Þú minnist á Maríu Magdalenu. Hver segir að hún hafi verið "persónuleikaklofin"?

Jesús var ekki "trúskiptingur" heldur höfundur trúarinnar!

Biblían er sögð "gildishlaðið rit" af þeim sem vilja meina Gideonsmönnum að dreifa henni til barna, eru gildin ekki skoðanir, álit, viðhorf?

kallinn minn!!!

Snorri Óskarsson, 20.3.2012 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 241041

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband