Ætli fjölkvæni megi flokka sem synd?

Er ekki merkilegt að menn láti sér ekki duga eina. Þeir vilja stjórna ríkjum og herjum en ráða ekkert við sig sjálfa. Við höfum frásögur í Biblíunni um þessar kenndir manna. Salómon var fjölkvænismaður sem og faðir hans Davíð. En það var þeim ekki til heilla og þegar sagan gerir upp ævi þessara manna þá fylgdi mikill ófriður þessum lífsmáta. Davíð missti börnin í nauðganri og borgarastyrjöld því börn eiga jú að erfa föður. Jesús kenndi okkur þessa góðu lexíu að fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og búa með eiginkonu sinni og þau tvö skulu verða eitt hold!

Enda skapaði Guð Adam og Evu, ekki margar Evur og ekki marga menn fyrir Evu. Guð sendi tvö og tvö í Örkina hans Nóa, ekki tvo og tvo, tvær og tvær eða einn og margar!

Það er gott að blöðin komi með þessar fréttir um siðleysi framámanna því þá vaknar fólk frekar upp við hvað sé tilhlýðilegt. Þegar Guðrún Ebba sagði sögu sína þá vissu allir að svona á ekki að meðhöndla börn. Enda segir Biblían :"Þú skalt ekki koma nærri nokkru skyldmenna til að bera blygðan þess"!

Samvæmt "Evangelískum boðskap" þá er þessi lífsmáti, fjölkvæni,  einnig synd, brot gegn konunni og sviftir hana reisn og virðingu. 

Það er hlutverk feðra að tryggja dætrum  gott þjóðfélag sem virðir dætur okkar og syni. Það gerum við best með því að sýna eiginkonunni elsku og virðingu. Þá hjálpar Biblían okkur þvi hún segir að hjónabandið sé aðeins milli karls og konu,  einimnanns og eiginkonu!

Snorri í Betel 


mbl.is Forseti kvænist fjórðu konunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ekkert þeirra versa sem þú vísar á fordæmir fjölkvæni, t.d. er ekkert í sögunni af Adam og Evu um að það sé rangt að hafa margar eiginkonur. 

Ef að fjölkvæni var talið "synd, brot gegn konunni og sviftir hana reisn og virðingu", af hverju tók guð það ekki fram í biblíunni? Hafði hann pláss fyrir að segja að það ætti ekki að sjóða kið í mjólk móður þess, en ekkert pláss til þess að fordæma fjölkvæni

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.4.2012 kl. 14:22

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjalti Rúnar

Genesis hefur söguna á sköpuninni og hvernig Guð skapaði manninn og konuna. Það var hins vegar fljótlega sem maðurinn fór útaf í þessu efni og kynstofn Kains fór þar í fararbroddi. Hins vegar eru menn trúarinnar t.d. Abraham einkvænismenn að flestu leiti nema Jakob.

Trúlega hefði ekki verið neitt mál fyrir Móse að tíunda enn betur í lögmálinu hvernig menn ættu að haga sér í hjónabandinu en setning eins og þessi: "Þér skuluð ekki gjöra að háttum Egypta.." og síðan er kynhegðun tilgreind. Svo kemur 3.Mós.18: 18 þar sem tilgreint er að: " taka ekki konu auk systur hennar til eljurígs"- einmitt það sem Jakob, ættfaðirinn gerði. Þannig eru viðvanir varðveittar í lögmáli Móse.

En efnið fullkomnast með orðum Jesú sem ég vísaði til í Matt. 19: 5

Einkvæni er Guðs vilji. Meira að segja er sérstaklega tekið fram að "biskup skal vera einna konu eiginmaður"! Segir þetta ekki eitthvað um hvað kristin kirkja skal velja á okkar dögum. Sé kirkjan ekki kristin aðeins svona "kristileg" í sumu þá fer allt á hvolf!

k.kv.

Snorri

Snorri Óskarsson, 16.4.2012 kl. 20:34

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Abraham var nú ekki við eina fjölina felldur, Snorri. Meðan hann bjó með hálfsystur sinni, Söru, fékk hann leyfi hennar til að eignast sinn fyrsta son, Ísmael, með hinni egypsku Hagar, sem múslimir telja sig vera komnir af.

Hvað er svona sambýli annað en einhvers konar "fjölkvæni", Snorri?

Þannig hafa þau búið saman í a.m.k. 16 - 17 ár, því  Sara ól Abraham Ísak þegar Abraham var 100 ára, en Hagar ól honum Ísmael þegar Abraham var 86 ára.

Sara vildi svo reka Hagar með Ísmael úr fjölskyldunni um það leyti sem þeir bræður byrjuðu að leika sér saman, eða þegar Ísak var orðinn 1 - 2ja ára.

En Hagar var heljarkvendi og slengdi 16 - 17 ára syni sínum á axlir sér og arkaði út í eyðimörkina.

Sigurður Rósant, 16.4.2012 kl. 21:39

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður

Aldur Ismaels er óráðinn þegar hann er látinn fara. En Abraham er 99 ára þegar hann lætur umskera sig og heimamenn síns en þá var Ísmael 13 ára. Þetta er skráð. Svo Ismae gæti hafa verið aðeins eldri en 13 ára þegar Hagar er látin fara úr tjaldborg Abrahams.

Hagar hefur áreiðanlega verið vel af Guði gerð.

Fjölkvæni? Ekki endilega, en hún var allavega fyrsta staðgöngumóðir sem við vitum um. Það leiddi ekki endilega til hamingju heldur, eins og Móse orðaði það "til eljurígs".

Hvaða spori erum við í núna ?

Snorri Óskarsson, 17.4.2012 kl. 09:49

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

 Svo kemur 3.Mós.18: 18 þar sem tilgreint er að: " taka ekki konu auk systur hennar til eljurígs"- einmitt það sem Jakob, ættfaðirinn gerði. Þannig eru viðvanir varðveittar í lögmáli Móse.

Snorri, bíddu nú við. Ef guði finnst það almennt hræðileg synd að vera giftur fleiri en einni konu, af hverju er þá verið að taka sérstaklega fram að maður eigi ekki að giftast systrum?

Þetta boðorð gerir klárlega ráð fyrir því að það sé allt í lagi að stunda fjölkvæni, maður verður bara að passa sig á hvaða konum maður giftist.

En efnið fullkomnast með orðum Jesú sem ég vísaði til í Matt. 19: 5

En það er ekkert í orðum Jesú þar sem fordæmir fjölkvæni. Hann segir bara að gift hjón verða eitt hold. Allt í lagi. Og?

Og allt í lagi, biskupar eiga að vera kvæntir einni konu. Og?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.4.2012 kl. 15:17

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Hjalti

"Þú skalt ekki gjöra að háttum Egypta" ætti að duga til að stunda einkvæni, þvo sér, ekki bera skit í sár, kvænast systur sinni, reyna við þræl sinn o.s.frv

Þegar Jesús segir hvað gjöra skal þá er það nóg, þarf endilega að segja þér hvað þú átt ekki að gera.

Þekkirðu ekki söguna af lóðsinum sem þekkti ekki öll skerin sem leyndust heldur aðeins leiðina sem var klár!

k.kv.+

Snorri

Snorri Óskarsson, 17.4.2012 kl. 16:06

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Þú skalt ekki gjöra að háttum Egypta" ætti að duga til að stunda einkvæni,...

Það er ekkert sem bendir til þess að "Þú skalt ekki gjöra að háttum Egypta" vísi til þess að fjölkvæni sé rangt.

Þvert á móti, þá virðist þessi lagabálkur ekki sjá neitt athugavert við fjölkvæni, ef maður giftist ekki systrum!

Þegar Jesús segir hvað gjöra skal þá er það nóg, þarf endilega að segja þér hvað þú átt ekki að gera.

Með öðrum orðum: Jesús fordæmdi hvergi fjölkvæni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.4.2012 kl. 16:25

8 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjalti Rúnar

Hvað var Jesús að segja í Fjallræðunni? Var hann ekki að svara kröfu holdsins til frjálslegra "ásta"? Hver sem lítur konu... hér er auðvitað átt við giftan mann sem lítur aðra konu girndarauga. Þarf að segja meira.

Er ekki merkilegt að fjölkvæni hefur allsstaðar verið fordæmt af kristnum ef þessir textar eru svona óljósir eins og þú vilt halda fram?

Snorri Óskarsson, 17.4.2012 kl. 16:50

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvað var Jesús að segja í Fjallræðunni? Var hann ekki að svara kröfu holdsins til frjálslegra "ásta"? Hver sem lítur konu... hér er auðvitað átt við giftan mann sem lítur aðra konu girndarauga. Þarf að segja meira.

Ég veit ekki af hverju þú telur að hér sé sérstaklega átt við "giftan mann". Er Jesús ekki bara að tala almennt gegn því að horfa með girndaraugum á konur sem maður er ekki giftur?

Er ekki merkilegt að fjölkvæni hefur allsstaðar verið fordæmt af kristnum ef þessir textar eru svona óljósir eins og þú vilt halda fram?

Nei, eiginlega ekki. Kristnir menn hafa í gegnum tíðina fundist allt sem tengist kynlífi vera óskaplega syndsamlegt.

En það hefur alveg verið til kristið fólk sem stundar fjölkvæni, t.d. mormónar. 

Og ég væri enn til í að fá útskýringu á því hvers vegna það er sérstaklega tekið fram í 3. Mósebók að það sé rangt að giftast systrum, ef að fjölkvæni var almennt bannað. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.4.2012 kl. 18:07

10 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjalti!

taka ekki konu auk systur hennar til eljurígs, segir Móse. Þá er þetta EKKI leyft.

Svo vil ég minna þig á að Mormónar eru EKKI kristnir. Þeir boða prestdóm Arons en ekki prestdóm Krists sem frá er greint í Hebreabréfinu.

Snorri Óskarsson, 17.4.2012 kl. 18:17

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

taka ekki konu auk systur hennar til eljurígs, segir Móse. Þá er þetta EKKI leyft.

Snorri, þá er ekki leyft að giftast systrum. Ef fjölkvæni væri almennt ekki leyft, þá þyrfti ekki að taka sérstaklega fram að það væri rangt að giftast systrum! 

Þetta er svipað því og að lesa í lögum: "Óléttar konur mega ekki borða hamborgara." Hvort myndirðu draga af þeim texta þá ályktun að enginn mætti borða hamborgara eða að það væri almennt leyft að borða hamborgara?

Svo vil ég minna þig á að Mormónar eru EKKI kristnir. Þeir boða prestdóm Arons en ekki prestdóm Krists sem frá er greint í Hebreabréfinu.

Ég vissi það vel að þú myndir ekki vilja flokka þá sem kristna. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.4.2012 kl. 21:18

12 Smámynd: Sigurður Rósant

Snorri.

Það eru aðrar vísbendingar í 21. kafla 1. Mósebókar sem gefa til kynna að Abraham hafi verið orðinn 100 ára þegar honum fæddist Ísak, með hálfsystur sinni Söru. Hann var 86 ára þegar honum fæddist Ísmael, með hjákonu sinni Hagar. Þar af leiðandi hefur Ísmael verið um 14 ára gamall er Ísak fæðist.

Í 8. - 9. versi segir m.a.: "Sveinninn óx og var vaninn af brjósti, og Abraham gjörði mikla veislu þann dag, sem Ísak var tekinn af brjósti. En Sara sá son Hagar hinnar egypsku, er hún hafði fætt Abraham, að leik með Ísak, syni hennar."

Ég held að það megi alveg gera ráð fyrir því að börn á þessum slóðum hafi verið 1 - 2 ár á brjósti. Þá er Ísmael orðin a.m.k. 15 eða 16 ára gamall, Abraham 101 - 102ja ára og Sara 91 - 92ja ára í samræmi við þessi skrif.

Varðandi spurninguna um hvort Abraham hafi stundað fjölkvæni og þar með talinn syndari ef ég skil þig rétt Snorri, þá er ritað í 25. kafla 1. Mósebókar 5. - 6. versi: "Abraham gaf Ísak allt, sem hann átti. En sonum þeim, sem Abraham hafði átt með hjákonunum, gaf hann gjafir og lét þá, meðan hann enn var á lífi, fara burt frá Ísak syni sínum í austurátt, til austurlanda."

En erum við ekki bara á 5. spori, Snorri?  

"5.      Ég reyni til að byrja með að hugsa um að hugmyndir um guð eða guði sem settar hafa verið fram í árhundruði og árþúsundir eru einungis mannanna verk."

Sigurður Rósant, 18.4.2012 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband