Páskar og mannfórnir.

Kristna trúin ber af hvað varðar mannréttindi og lífsvernd. Innan hennar er lögmál kærleikans og höfundur trúarinar leggur það til fylgjenda sinna að aðeins eitt boðorð gefi hann þeim:,,að elska hvern annan"!

Þetta er nú ekki flókið!

En er það framkvæmanlegt? Við sem búum í svokölluðu kristnu þjóðfélagi búum samt við gríðarlega misjöfn kjör. Einnig er augljóst að mikið vantar á að kristnar dyggðir séu í hávegum hafðar.

Búið er að t.d. reikna út þá upphæð sem talin er vera lágmarksupphæð lífskjara. Við erum samt með stóra hópa sem glíma og ná ekki saman endum. Bæði þeir ungu og hinir gömlu að ég nefni nú ekki öryrkjana sem geta ekki beitt verkfallsvopninu og mega éta það sem úti frýs. Ástæðan er að sanngirnin sem er angi kærleikans skortir. Þessum er ,,fórnað" til að peningakerfið standi betur.

Ætli þetta sé lögmál í mannheimi að ,,fórna öðrum" til að hinir hafi það betra? Helsti galli við heiðnina var einmitt sá að þar mátti fórna mönnum fyrir hina. Hin forna heiðni eins og Víkingatrúin var undirlögð af mannfórnum. 

Þrælaþjóðfélög sögunnar skipti mönnum í æðri og óæðri allt frá dögum Súmera og til okkar daga. Ein mesta þrælauppreisn sögunnar og sú fyrsta sem heppnaðist fullkomlega var brottför Ísraelsmanna úr Egyptalandi. Álitið er að yfir 2 milljónir þræla hafi losnað úr ánauð á einni nóttu. Síðasta nóttin í ánauðinni kostaði alla frumburði Egyptalands lífið. Aðeins var ein undankomuleið frá engli dauðans en hún var að rjóða blóði páskalambsins á dyrastafi og dyratré útidyra híbýla manna. Við það að hafa blóðið á dyrakarminum fór dauðinn ekki inní heimilin og allir fengu að lifa. Þeir sem ekki hlýddu skipuninni og ruðu ekki blóði lambsins á dyrastafina opnuðu dyrnar fyrir dauðanum. Eftir á vissu þeir hversu skelfilegt það var að missa af blóðverndinni. Þessa er minnst með Páskahátíðinni enda þýðir orðið páskar framhjáganga, þegar dauðinn gekk framhjá blóðugum dyrum hinna hlýðnu og trúuðu.

Oft stöndum við í sömu sporum að velja vitlaust af því okkur finnst við vita betur. Þetta á sérstaklega við um þá tilhneigingu okkar að velja ekki vernd Guðs yfir okkur. Þó gaf hann okkur Jesú, son sinn, sem varð mannfórn fyrir okkur, mætti dauðanum og afvopnaði hann á páskum arið 30 e.kr. Í dag er boðskapurinn ,,til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf"!

Treystum við því að mannfórn hans afli okkur eilífs lífs? Eða treystum við okkar eigin hyggjuviti til að mæta því sem lífið býður uppá? Allir þurfa að mæta dauðanum, ,,eitt sinn skal hver deyja" en hin kristna trú býður þér að vera í réttu fötunum þegar sú stund kemur einmitt þeimm að vera íklæddur Kristi. Hann fór fyrir okkur í dauðann og sigraði.

Mannfórnir eru því ekki innan kristninnar nema í þeirri mynd að við, hvert og eitt, gefumst Kristi til að við sjálf lifum ekki framar heldur Kristur í oss. Þannig íklæðumst við Kristi og mætum bæði dauðanum og dómsdegi í rétta gallanum, íklædd Jesú Kristi.

Er ekki kominn tími á að ,,dressa sig upp"?

 

Kveðja Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Lítur þú svo á að BIBLÍAN sé HEILÖG RITNING

eins og stendur fremst í öllum BIBLÍUM? 

Jón Þórhallsson, 10.4.2019 kl. 14:56

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jón, ég trúi orðum Páls Postula sem hann hefur um ritningarnar ,,innblásnar af Guði, nytsamar til fræðslu og umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá sem tilheyrir Guði sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks"! 2.Tím.3:16 Þær geta veitt speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú.

kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 11.4.2019 kl. 14:44

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað með 3.Mos. 20.13 ?

Jón Þórhallsson, 11.4.2019 kl. 17:18

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jón,

Kristinni trú er líkt við byggingu sem hefur grundvöllinn postulana, spámennina og Jesús Krist sem sjálfan hyrningarsteininn (Efes.2:20)

Þú tekur ritningar vers frá spámanninum Móse. En eru aðrir spámenn eða postular með sama boðskap? Ef þeir eru það þá er 3.Mós.20:13 enn í fullu gildi. Versið segir: ,,Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim”!

Esekiel talar um syndir Sódómu og Gómorru og segir: ,,Þær urðu drambsfullar og frömdu svívirðingar fyrir augum mér”! Þá eru Móse og Esekíel býsna sammála og í kenningu postulanna er sterkt viðhorf í 1.Kor 6:9 sem hljómar svona:,, Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar.....Guðs ríki erfa” þeim ber því saman og telst þetta atriði tilheyra grundvelli Kristninnar.

En enginn nefnir dauðarefsinguna nema Móse og þess vegna tilheyrir hún ekki grundvellinum.

Kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 11.4.2019 kl. 22:17

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

"En eru aðrir spámenn eða postular með sama boðskap?

Ef þeir eru það þá er 3.Mós.20:13 enn í fullu gildi.

Versið segir:

,,Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð.

Það er einmitt það.

Þá hljóta allir þeir prestar innan þjóðkirkjunar og aðrir landsmenn sem að aðhyllast samkynhneigð

að vera öfugu megin á skákborði lífsins.

Jón Þórhallsson, 12.4.2019 kl. 09:25

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þeir eru ekki sömu megin og postularnir, spámennirnir og Biblían.

Snorri Óskarsson, 12.4.2019 kl. 09:37

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Amen!

Jón Þórhallsson, 12.4.2019 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 241030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband