undarlegt upphaf?

Eldurinn í Notre Dame kom eins og elding úr heiðskíru lofti. Enginn átti von á þessu að menningarverðmæti og franska sagan frá 1163 yrði teflt í svona mikla tvísýnu. Það er samt hægt að gleðjast yfir réttum viðbrögðum slökkviliðs Parísar að geta bjargað jafn miklu af verðmætum og raun varð á. Þar kom til rétt mat og rétt viðbrögð  brunavarða. Þeir voru greinilega læsir á ástandið.

Hin ,,brennandi kirkja" náði athygli allrar heimsbyggðarinnar. Mikið tjón varð en sennilega er flest af því hægt að bæta og jafnvel betrumbæta. Greinilegt er að samhugur varð með heimsþekktum og auðugum fyrirtækjum sem lofa framlagi sem nemur milljörðum króna til að endurreisa Frúarkirkjuna. Meira að segja Macron steig fram og lofaði því í nafni frönsku þjóðarinnar að kirkjan yrði endurbyggð. En er ekki aðskilnaður milli ríkis og kirkju í Frakklandi? Er það þá ekki lögbrot að ríkið sé með puttana í trúmálum þar?

Ég held að sá aðkilnaður hafi orðið 1906 og þá var hann svo ákveðinn að hið kirkjulega hjálparstarf kaþólsku kirkjunnar hér á landi í tengslum við frönsku sjómennina var lagt af. Á þeim árum voru rekin sjúkrahús hér á landi sem kallaðir voru frönsku spítalarnir til aðstoðar við frönsku sjómennina frá Bretan-skaga. Eftir aðskilnað ríkis og kirkju hætti ríkissjóður Frakklands að leggja fé í trúarstarf Kaþólskra sem hafði þau áhrif að kaþólsk kirkja reis að nýju hér á landi.

Við brunann ætla allir að leggja endurreins Notre Dame lið, hvað sem trúin svo sem er fyrir suma.

Það sem vekur athygli mína er einmitt þessi áhrif sem bruninn hefur. Ein bygging er meira en timbur og grjót. Byggingin er kirkja með sögu og vitnisburð atburða sem mega ekki gleymast. Sumt af reynslunni er bara sorg og harmur en annað er glæsileiki, fegurð og list. Þessu er blandað saman í sögunni og við síum ekki hvort frá öðru gleði og sorg.

Eru páskarnir ekki einmitt slík hátíð sem samanstendur af gleði og sorg. Við tengjum páskana saman við frí, súkkulaði og Passíusálma. Hvað er að því að einn dagur hátíðarinnar fái að varðveitast sem langur og leiðinlegur? Má okkur ekki líka leiðast og taka okkur frí í að ,,djamma og djúsa"?

Notre Dame kirkjan var reist til að minnast þess sem gerðist á páskum árið 30 AD. Hún var einnig framhald af sögu gyðinga þegar þeir voru leystir úr þrælahúsi Egyptalands um 1450 fyrir Krist. Gyðingarnir eiga líka ríka sögu gleði, sorgar og hörmunga.  Þannig minnir byggingin okkur á sögulega atburði sem tengir okkur við von og trúararf upprisunnar sem kristnin boðar. Fyrirheit fyrir hinn kristna, gyðinginn og heiðingjann fyrir trú á hinn líðandi þjón, Jesú Krist og upprisinn frelsara með eilíft líf að launum.  Og nú ætla menn að endurreisa þetta táknræna hús hvort sem við erum sammála boðskapnum og innihaldinu eða ekki. Húsið er meira en það sem við sjáum, kirkjan er líka saga Frakklands.

Vonandi sjáum við einnig hina ,,brennandi trúuðu" kristnu kirkju hér á okkar kalda landi. Að Ísland þurfi ekki að vakna við þá martröð að menning og saga okkar er að fuðra upp og við kunnum ekki að bjarga verðmætum sem gefur þjóðarvitund okkar kraft og innihald.

Við sjáum að það sem okkur fannst vera til tjóns ætlar að snúast Frökkum til góðs. Þetta er saga kristninnar í hnotskurn það sem Biblían segir: ,,Þér ætluðuð að gjöra mér illt en Guð snéri því til góðs, til að gjöra það, sem nú er fram komið að halda lífi í mörgu fólki" (1.Mós.50:20)

Fyrst Guð getur snúið Notre Dame brunarústunum til góðs, hvað heldur þú að hann geti ekki gert við þig sem jafnvel upplifir þig sem brunarúst og með allt ónýtt í þínu lífi?

Guði er ekkert um megn - ,,Fel Drottni vegu þína og hann mun vel fyrir sjá"!

Gleðilega upprisuhátíð. Mundu að Jesús dó ekki fyrir Notre Dame, heldur fyrir þig! Við erum mikilvægasta sköpunarverk Guðs. Biddu hann um meðferð og leiðsögn!

Snorri í Betel


mbl.is Efna til samkeppni um hönnun turnspírunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Pálmasunnudagurinn fjallar um þann

"SEM Á AÐ KOMA Í NAFNI DROTTINS"

(Jóh:12:12).

Mætti ekki koma á einhverskonar samkeppni á milli presta um páskahátíðna?

Ætti fólk ekki frekar að vera að leita að þeim sem að ætti að standa næst "GUÐI" í rauntíma

af þeim sem að eru á lífi?

= Er einhver sem að getur gert KRAFTAVERK í dag? 

Býr presturinn í Hallgrímskirkju t.d yfir meiri VISKU OG MÆTTI en t.d. páfinn í róm?

Eða býr presturinn í Sauðárkrókskirkju yfir meiri  VISKU OG MÆTTI

en prestuinn í Hallgrímskirkjunni?

Jón Þórhallsson, 17.4.2019 kl. 15:39

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mætti t.d. leggja meiri áherslu á KRAFTAVERKA-HÆFILEIKA  presta

heldur en of mikið prjál í byggingum?

Jón Þórhallsson, 17.4.2019 kl. 15:42

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Guð gerir kraftaverkin og gefur öllum af visku sinni sem vill við hann kannast og sækist eftir Heilögum anda, Anda speki og heilagleika!

Snorri Óskarsson, 17.4.2019 kl. 17:07

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þarf "GUÐ" ekki einhverskonar tengiliði hér á jörðu til að starfa í gegnum?

Jón Þórhallsson, 18.4.2019 kl. 09:51

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jú, þá sem trúa á Jesú og fara eftir orði hans.

Snorri Óskarsson, 18.4.2019 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband